Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMAÐURINN í SKERJAGARÐINUM Bæði DV og Mannlíf hafa skýrt frá því, að fíkni- efnamál gegn Franklín hafi „gleymst“ í kerfinu. Málavextir voru þeir, að árið 1988 var Franklín, sem þá bjó í Furugrund í Kópavogi, viðriðinn fíkni- efnamál ásamt öðrum karli og tveimur ungum konum, sem notaðar höfðu verið sem burðardýr. Alls lagði lögreglan hald á 200 grömm af amfeta- míni og 200 grömm af hassi. Franklín gekkst við því að eiga hassið en málinu var stungið undir stól, skrifar Hrafn Jökulsson í svari við greinar- gerð Arnars Jenssonar um málefni fíkniefnalög- reglu og umfjöllun fjölmiðla. ÞRIÐJUDAGINN 19. ágúst birti Morgunblaðið á heilli opnu greinar- gerð Arnars Jenssonar, fyrrver- andi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Þessi langhundur lögreglumannsins var að hans sögn skrifaður vegna „síð- ustu spýju frá tímaritinu Mannlífi". „Greinargerð" Arnars Jenssonar var annars vegar samansúrraður fúkyrðaflaumur í garð nokkurra fjölmiðla, einkum Mannlífs, og hins vegar fjallaði hann um starfshætti lögreglunnar og mótmælti því há- stöfum að ákveðnir eiturlyfjasalar fengju að starfa óáreittir gegn því að gefa upplýsingar um keppi- nauta sína. Mér er þetta mál skylt, þar sem ég ritstýri Mannlífi og skrifaði þær greinar sem bersýnilega hafa vald- ið tilfinningalegu uppnámi Arnars Jenssonar. Nú ætla ég ekki að elta ólar við einstök köpuryrði lögreglumanns- ins, en lesenda Morgunblaðsins vegna tel ég rétt að fara yfir mála- vexti. Niðurstöður Mannlífs Hinn 14. mars síðastliðinn birti Mannlíf mjög ítarlega úttekt á umsvifum Franklíns Steiners og samskiptum hans við lögregluna. Gríðarleg vinna lá að baki, sem ekki síst var fólgin í trúnaðarsam- tölum við fjölda fólks. Heimildar- menn Mannlífs voru bæði innan opinbera kerfisins og núverandi og fyrrverandi íbúar í svokölluðum undirheimum. Niðurstöður rann- sóknar Mannlífs voru sláandi: Franklín Steiner hafði um ára- bil starfað óáreittur við sölu og dreifingu eiturlyú’a gegn því að selja keppinauta sína í hendur lög- reglunnar. í skjóli einokunarað- stöðu hafði hann byggt upp mikið veldi og rakað saman peningum. Þyki nú einhveijum sem þessar staðhæfingar Mannlífs séu ijar- stæðukenndar er rétt, áður en lengra er haldið, að rifja upp nokk- ur atriði úr fortíðinni. Byssuleyfismálið Franklín Steiner varð „frægasti minnst þekkti maðurinn á íslandi" þegar vitnaðist að Björn Halldórs- son, þáverandi yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar, hafði árið 1994 skrifað meðmæli með byssuleyfis- umsókn Franklíns. Við þessi tíðindi rak flesta í roga- stans. Franklín hefur hlotið fangels- isdóma fyrir fíkniefnasmygl og sölu í þremur löndum. Fyrir heilum ald- arfjórðungi fékk hann að kynnast sænska fangelsiskerfinu og sjö árum síðar var hann höfuðpaur í stærsta kókaínmáli sem upp hafði komið í Danmörku. Hann hefur margoft verið dæmdur í fangelsi á íslandi fyrir eiturlyfjasölu; nú síðast í vor þegar héraðsdómur Reykja- ness úthlutaði honum 25 mánaða vist á kostnað hins opinbera. Sú staðreynd, að sjálfur yfir- maður fíkniefnadeildarinnar skyldi skrifa meðmæli með byssuleyfi fyrir mann með slíka fortíð, er vit- anlega hneyksli. En eftirleikurinn vakti ekki síður áleitnar spuming- ar um ástand löggæslunnar í land- inu. Yfirmenn lögreglunnar, allt frá Birni Halldórssyni til Böðvars Bragasonar lögreglustjóra, neituðu að svara þeim fjölmiðlum sem kröfðust skýringa. Það var öðru fremur byssuleyfis- málið sem varð til þess að ritstjór- ar Mannlífs ákváðu að rannsaka samskipti lögreglunnar og Frank- líns. Háttsettur og áreiðanlegur heim- ildarmaður innan kerfisins, sem gjörþekkir til mála, hafði meðal annars þetta að segja: „Það var ekki fyrr en eftir 1987 að veruleg umsvif verða hjá Franklín Steiner. Síðan þá hefur hann stjómað smá- sölunni að mjög miklu leyti og skammtað lögreglunni menn til að taka. Ég veit um mörg slík dæmi. Þetta byqaði þegar Amar [Jensson] var með deildina og sambandið var framlengt til Bjöms [Halldórsson- ar] ... Ég veit að það hafa verið fjölmörg tækifæri til að taka Franklín með fangið fullt af fíkni- efnum á heimilinu. Það hefur verið boðið upp á það ... Ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið svona lengi er sú að hann er í beinu sam- bandi við lögregluna og gefur þeim upplýsingar sem þykja svo verð- mætar að það sé ástæða til að láta hann i friði.“ (Mannlíf 2. tbl. 1997.) Þung orð á Alþingi Sama dag og þetta tölublað Mannlífs kom út, föstudaginn 14. mars, fór Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, fram á umræður utan dagskrár á Alþingi um starfsaðferðir fíkni- efnadeildar lögreglunnar. Þær fóru fram mánudaginn 17. mars og varð Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra fyrir svörum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði meðal annars við umræðurn- ar á Alþingi: ,,[F]yrir um það bil ári kom maður á skrifstofu mína hér á þinginu og sagði mér að þarna [innan fíkniefnadeildarinn- ar] væri ekki allt eins og hann teldi að rétt væri með vinnubrögð. Ég átti erfitt með að trúa því sem hann sagði mér en það, sem hann sagði, er nánast það sem fram kemur í Mannlífi." Sigríður Jóhannesdóttir var mjög harðorð við umræðurnar. Hún sagði meðal annars: „Ég gæti nefnt fjölmörg dæmi þess að fíkniefnalögreglan hefur farið of- fari, hefur brotið á lögvörðum rétt- indum fólks, hefur að ástæðulausu lítillækkað og niðurlægt fólk.“ Guðný Guðbjörnsdóttir sagði að upplýsingar um tengsl lögreglunn- ar við „meintan fíkniefnasala“ væru nýtt sjónarhorn í umræðuna um fíkniefnavandann á íslandi. Hún sagði að þær ás kanir sem fram kæmu í úttekt Mannlífs væru „það alvarlegar að Alþingi hlýtur að spyija hvort svo langt sé geng- ið að það sé litið framhjá þessu glæpsamlega athæfi og hvort lög- reglan er þá komin út fyrir allt það sem lög heirnila." Guðný krafðist þess að rannsókn færi fram og að Alþingi yrði gefin skýrsla um málið. Áðrir þingmenn, sem til máls tóku, fóru einnig fram á opinbera rannsókn. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra varð við tilmælum þing- manna og hinn 23. mars var Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður settur sem rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins til að fara með rann- sókn á samskiptum lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Steiners. Atli fékk sér til fulltingis tvo rann- sóknarlögreglumenn og einn lög- fræðing og hóf rannsóknarhópur- inn störf 2. apríl. Rannsóknin var mjög viðamikil og stóð í röska tvo mánuði. Teknar voru skýrslur af um 50 einstakling- um og farið í saumana á starfs- skipulagi lögreglunnar í Reykjavík og fíkniefnadeildarinnar. Málsskjöl voru könnuð og margvíslegra gagna aflað. Um 20 yfirmenn í lögreglunni voru yfirheyrðir og höfðu allir rétt- arstöðu grunaðs manns. í þeim hópi voru Arnar Jensson, Björn Halldórsson og Böðvar Bragason. Ritstjóri Mannlífs gaf skýrslu sem vitni, að beiðni rannsóknarhópsins. Þegar niðurstöður lágu fyrir, sendi rannsóknarhópurinn rúm- lega 40 síðna skýrslu til ríkissak- sóknara. Menn bíða nú ákvörðunar Hallvarðar Einvarðssonar ríkissak- sóknara, sem á um þijá kosti að velja: Gefa út ákærur á hendur lögreglumönnum fyrir brot í opin- beru starfi, fyrirskipa nánari rann- sókn eða fella málið niður. Undarleg tímasetning Skýrsla Atla Gíslasonar er ekki opinbert plagg en DV hefur sagt frá ákveðnum atriðum sem þar koma fram og í síðasta tölublaði Mannlífs var efni hennar rakið all- ítarlega. Sú „spýja“, svo notað sé hið smekklega orðalag Arnars Jenssonar, varð honum tilefni til að senda frá sér greinargerð sína 19. ágúst. Tímasetning Arnars Jenssonar er reyndar mikið umhugsunarefni. Hann segir sjálfur í greinargerð sinni, að hann hafí einsett sér í upphafi „að láta ekki draga mig inn í þann darraðardans sem stig- inn var en vildi bíða álits ríkissak- sóknara". Af hveiju rýkur Arnar þá upp til handa og fóta, næstum mánuði eftir að „spýjan“ í Mann- lífi kom fyrir sjónir manna - og örfáum dögum áður en ríkissak- sóknari tilkynnir ákvörðun sína í málinu? Hvað stendur í skýrslunni? Eins og fram kemur í 6. tölu- blaði Mannlífs, hefur tímaritið óyggjandi heimildir fyrir því, að skýrsla hins setta rannsóknarlög- reglustjóra sé þungur áfellisdómur yfir lögreglunni. í 2. tölublaði Mannlífs var stað- hæft að samvinna hefði tekist með Franklín Steiner og Arnari Jens- syni, þáverandi yfirmanni fíkni- efnadeildarinnar, árið 1987. I níu ár var Franklín aldrei handsamað- ur með fíkniefni, þótt hann hafi á þessum tíma sannarlega verið einn umsvifamesti eiturlyijasali lands- ins og smám saman byggt upp yfirburðastöðu á markaðinum og rakað saman peningum. Þegar hann á síðasta ári lenti loks í neti laganna var það vegna árvekni umferðarlögreglumanna í Kópa- vogi. Fikniefnadeildin kom þar hvergi nærri. Enda þurfti Franklín ekki að óttast fíkniefnadeildina. Bæði DV og Mannlíf hafa skýrt frá því, að fíkniefnamál gegn Franklín hafí „gleymst“ í kerfinu. Málavextir voru þeir, að árið 1988 var Frank- lín, sem þá bjó í Furugrund í Kópa- vogi, viðriðinn fíkniefnamál ásamt öðrum karli og tveimur ungum konum, sem notaðar höfðu verið sem burðardýr. Alls lagði lögreglan hald á 200 grömm af amfetamíni og 200 grömm af hassi. Franklín gekkst við því, að eiga hassið en málinu var stungið undir stól. Eng- inn var ákærður og málið hlaut aldrei dómsmeðferð. Eiturlyfin eru enn þá - 9 árum síðar - í efna- geymslu fíkniefnadeildarinnar, en þar ríkir sú vinnuregla að efnum er eytt þegar dómur er genginn í viðkomandi máli. Ef Furugrundar- málið hefði hlotið eðlilega meðferð í réttarkerfinu, hefði Franklín án efa hlotið þungan dóm. Um þetta leyti hlaut hann tvo dóma fyrir alvarleg fíkniefnabrot, framin árin 1986 og 1987. Dómarnir hljóðuðu upp á samtals 29 mánaða fangels- isvist. Hvers vegna minntist Arnar Jensson ekki einu orði á Furu- grundarmálið í greinargerð sinni? Það dugar honum skammt að geipa um „hreinræktaðan óhróður" og „hættulegar ofsóknir og kúgun“ ef hann er ekki reiðubúinn að ræða efnisatriði málsins. Ábendingum ekki sinnt Þá kemur fram í skýrslu Atla Gíslasonar að rannsóknarhópur hans fann fjöhnörg dæmi, frá margra ára tímabili, um að ábend- ingum varðandi Franklín og um- svif hans var ekki sinnt. Þetta kemur heim og saman við þá stað- hæfingu Mannlífs, að Franklín hefði ekkert að óttast þegar fíkni- efnadeildin var annars vegar. Hvers vegna fjallaði Arnar Jens- son í greinargerð sinni ekki um þessa alvarlegu ásökun? Arnar lætur hins vegar falla mjög athyglisverð orð, þegar hann fjallar almennt um starfsaðferðir og aðbúnað fíkniefnadeildarinnar. Hans eigin orð: „Mjög algengt var að skýrslur sem innihéldu upplýs- ingar um alvarleg brot, jafnvel stóran innflutning eða dreifingu fíkniefna, hafi verið lagðar í skjala- skáp, án nokkurrar rannsóknar vegna anna við aðrar rannsóknir, Ú’árskorts eða mannfæðar.“ Skoðum þessa yfirlýsingu: Yfir- maður í lögreglunni segir kinn- roðalaust að það sé mjög algengt, að áhendingum um alvarleg brot, á borð við stórfelldan innflutning á eiturlyfjum, sé barasta stungið inn í skjalaskápinn! Var einhver að tala um fíkniefnalaust ísland árið 2002? Og ef þetta er tilfellið, hver ber þá ábyrgðina? Vitanlega ekki einungis yfirmaður fíkniefna- deildarinnar enda er hann ekki ofarlega í valdastiga lögreglunnar. Ábyrgðin er hjá helstu foringjum lögreglunnar - og á endanum hlýt- ur hún að liggja hjá æðsta yfir- manni löggæslunnar í landinu. Sjálfur leggur Arnar mikla áherslu á „að leiðrétta þann út- breidda misskilning að lögreglu- fulltrúinn í fíkniefnadeild beri þá ábyrgð sem mér virðist fjölmiðla- fólk ganga út frá.“ Hann upplýsir að hvorki fleiri né færri en fimm þrep af stjórnendum séu fyrir ofan yfirmann fíkniefnadeildarinnar. Og kannski er það ekki síst til- gangurinn með greinargerð Arnars að vekja athygli á því, að ef eitt- hvað verður aðhafst gegn honum - þá hljóti yfirmenn hans einnig að sæta ábyrgð. Þurfti aðeins að afplána helming dómsins Nauðsynlegt er, ekki síst vegna málflutnings Arnars Jenssonar, að gera annað forvitnilegt mál úr for- tíðinni að umtalsefni. Árið 1990 hóf Franklín að afplána 29 mánaða fangelsisvist, sem hann hlaut vegna fíkniefnabrota árin 1986 og 1987, og áður hefur verið drepið á. En Franklín Steiner þurfti ekki að sitja í fangelsi í 29 mánuði. Fjórtán og hálfum mánuði eftir að afplánun hófst gekk einhver um- svifamesti og margdæmdasti fíkni- efnasali landsins fijáls maður út af Litla-Hrauni. Á sama tíma máttu margir, sem voru að taka út refsingu í fyrsta sinn, una því að þurfa að sitja af sér að minnsta kosti tvo þriðju hluta dómsins, eins þótt brot þeirra væru ekki eins alvarleg og Franklíns Steiners. Hvað gerðist? í maíhefti Mannlífs var stað- hæft að Arnar Jensson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, hefði beitt Óla Þ. Guðbjartsson, þáverandi dómsmálaráðherra, miklum þrýstingi í því skyni að fá Franklín lausan af Litla-Hrauni, þegar hann hefði setið af sér helm- ing mánaðanna 29. Óli harðneitaði að verða við þessari beiðni. Þegar erindi Franklíns kom fyrst fyrir fullnustumatsnefnd var því umsvifalaust hafnað - en skömmu síðar samþykkti nefndin beiðni Franklíns eins og ekkert hefði ískorist! Þá hafði Oli Þ. Guðbjarts- son reyndar látið af ráðherradómi í kjölfar stjórnarskipta vorið 1991. Síðan hefur Þorsteinn Pálsson gegnt embætti dómsmálaráðherra. Fyrrum ráðherra staðfestir orð Mannlífs í greinargerð sinni í Morgun- blaðinu gerir Arnar Jensson mátt- leysislega tilraun til að snúa út úr þessu grafalvarlega máli: hann svarar því ekki í raun hvort hann reyndi að hafa áhrif á ráðherra og fullnustumatsnefnd, í því skyni að fá Franklín úr fangelsi. Enda gæti það vafist fyrir þess- um fyrrum yfirmanni fíkniefna- deildarinnar: ÓIi Þ. Guðbjartsson hefur nú staðfest opinberlega, í viðtali á Stöð 2, að Arnar Jensson hafi beitt sig miklum þrýstingi til að fá Franklín lausan. Orð Mann- lífs standa því óhögguð. Eða ætlar Arnar Jensson kannski að halda því fram, að fyrrverandi dóms- málaráðherra fari með ósannindi? Nei, en lögreglumaðurinn á eftir að útskýra hvað rak hann í óvænta frelsisbaráttu í þágu eins stórtæk- asta eiturlyfjasala íslands. Það er kaldhæðnislegt að um þetta leyti var Arnar Jensson einmitt að láta af störfum hjá fíkniefnadeildinni. Nýja starfið? Yfirmaður forvarna- deildar. Blóðpeningar Nú hefur Arnar Jensson að vísu látið af því starfi og tekið við nýju embætti hjá ríkislögreglustjóra, rétt eins og Björn Halldórsson, eftirmaður hans í fíkniefnadeild- inni. Það er með hreinum ólíkind- um að á sama tíma og lögreg- lurannsókn stóð yfir, sem átti að leiða í Ijós hvort Arnar og Björn hefðu gerst brotlegir starfi, voru þeir skipaðir í nýju embættin. I hveiju felst nýja starfíð hans Arn- ars? Jú, hann er yfirmaður deildar sem á að rannsaka efnahagsbrot. Björn Halldórsson? Yfirmaður „fíkniefnastofu“. Hinn nýi yfirmaður efnahags- brotadeildar horfði árum saman upp á Franklín Steiner auðgast á sölu eiturlyfja. Franklín, sem hvergi hefur verið í vinnu í mörg herrans ár, keypti árið 1992 einbýl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.