Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 FRETTIR - , # > Morgunblaðið/GolU rramkvæmdir við rætur Artúnsbrekku ganga betur en áætlanir Hver dagnr hefur mikla þýðingu <CVIÐ gerðum ráð fyrir að hægt yrði að hleypa umferð á nýju brúar- mannvirkin 1. október en nú stefn- ir allt í að það verði 15. september. Hver dagur skiptir miklu máli þeg- ar skammdegið er að skella á og allra veðra er von. Verktakar hafa lagt sig í líma við að ljúka verkinu fljótt og vel,“ sagði Magnús Ein- arsson, tæknifræðingur og umsjón- armaður Vegagerðarinnar með framkvæmdum við rætur Ártúns- brekku. Umferð hefur verið beint frá nýju mannvirkjunum undanfarna daga, á meðan lokahönd er lögð á verkið. í gær var verið að malbika og Iokið verður við merkingar á akreinum og að setja upp vegrið áður en um- ferð verður hleypt á. Þá á aðeins eftir að ganga endanlega frá gang- stígum og ýmsum minni verkum og verður því lokið fyrir 1. nóvember og hugsanlega fyrr. Fengur í suðvesturslaufu „Fyrir utan nýju brúna yfir El- liðaár, er mestur fengur í nýrri suð- vesturslaufu. Hún tryggir að bílar, sem koma úr vestri, geta beygt norður Sæbraut," sagði Magnús. „Hingað til hafa bílstjórar gjarnan ekið Skeiðarvog til að komast á Sæ- braut og álagið á þá íbúðargötu ætti að minnka verulega við þessar breytingar." Magnús sagði að eftir breyting- arnar yrði Suðurlandsbraut, sem mikil umferð hefur verið um, botn- langi við lóð Steinahlíðar. „Þá er jafnframt nýjung, að aðreinar eru miklu lengri en áður, sem auðveldar ökumönnum að komast inn í um- ferðina. Um brúna og slaufurnar fara nú um 80 þúsund bílar á dag, svo það er til mikillar bóta og eykur mjög öryggi að hafa stór og rúm gatnamót. Raunar eru þessi nýju gatnamót mjög rúmgóð miðað við að þau eru inni í borg.“ Undanfama daga hafa tvær slaufur verið lokaðar umferð og fljótlega verður útbúið framhjá- hlaup á Vesturlandsveg fyrir vestan brú, á meðan lokið verður við allar Framhjá- hlaup og slaufur VERIÐ var að malbika á umferð- armannvirkinu við rætur Ártúns- brekku í gær. Myndin er tekin frá suðri til norðurs. Efst t.v. sést að Suðurlandsbraut er lokuð við Steinahlíð, en þar fyrir neðan er ný akrein frá Sæbraut upp á Miklubraut. Brúin hefur verið breikkuð og var malbikað að henni í gær og niður akrein sem beinir bflum suður Reykjanesbraut. Uppi hægra megin er akrein frá Ártúns- brekku og Bfldshöfða norður Sæ- braut. Niðri hægra megin sést ný akrein frá Reykjanesbraut í austur eftir Ártúnsbrekku og fyrir ofan hana er slaufan sem gerir öku- mönnum sem koma úr vestri kleift að fara norður Sæbraut. Vinstra megin niðri sjást enn fremur end- urbætur á slaufu af Reykjanes- braut upp á Miklubraut. gerðu ráð fyrir tengingar. „Þetta framhjáhlaup tek- ur við umferð í tíu daga, en svo nálgast verklokin." Magnús sagði að vegfarendur hefðu þurft að leggja lykkju á leið sína undanfarna daga vegna fram- kvæmdanna, en tekið því vel. „Eina kvörtunin sem við höfum fengið lýt- ur að því að umferð hefur leitað enn meira inn á Skeiðarvog en áður og íbúar þar eru að vonum ekki ánægðir. Allt stendur það þó til mikilla bóta.“ Verktakar við framkvæmdina eru Völur og Sveinbjörn Sigurðsson. Verktakakostnaður er 239 milljónir króna, en að sögn Magnúsar bætist við ýmis kostnaður, svo sem vegna hönnunar, eftirlits, rafmagnslagna og fleira. Heildarkostnaður við framkvæmdina er um 330 milljónir króna. Kjaradeila sjúkraliða Launanefnd metur kröf- una til 60% launahækkunar Merkja vilja hjá ríkinu SAMEIGINLEG viðræðunefnd kennarafélaganna lagði fram nýtt tilboð fyrir samninganefnd launa- nefndar sveitarfélaga á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. í til- boðinu hafna kennarafélögin öllum frekari umræðum um vinnutíma kennara í tengslum við gerð nýs kjarasamnings og krefjast þess að frá 1. ágúst 1997 hækki byrjunar- laun kennara með ígildi 148 til 154 menntunarstiga og leyfisbréf á grunnskólastigi í 110 þúsund kr. á mánuði. Laun annarra hækki hlut- fallslega eins frá sama tíma. Vilja semja til tveggja ára Samninganefnd sveitarfélaganna metur tilboðið til tæplega 60% al- mennarar launahækkunar. Var kröfugerð kennara fálega tekið í gær á fundinum, sem stóð stutt yfir. Oskaði samninganefnd sveitarfé- laga eftir fresti til fimmtudags en þá fundar stjórn launanefndar sveitarfélaga. Stefnt er að öðrum sáttafundi í framhaldi af þeim fundi. I tilboði kennarafélaganna er gerð krafa um að laun hækki um 4% 1. janúar nk. og aftur um 3,5% 1. janúar árið 1999. Kennarar vilja tveggja ára samningstíma eða til 31. júlí 1999. Þá er gerð krafa um að kennsluferill verði metinn óháð skólastigum og samkomulag verði gert um ágreiningsefni, s.s. skipun í starf o.fl. „Kennarafélögin höfnuðu alfarið að ræða um breytt vinnufyrirkomu- lag og settu fram nýja og mjög stutta kröfugerð, sem felur í sér tæplega 60% launahækkun á alla kennara, án þess að nokkuð komi á móti,“ segir Jón G. Kristjánsson, formaður samninganefndar launa- nefndar sveitarfélaga. Hann segir að hver og einn verði að svara því hægt sé að taka eina stétt út úr og hækka laun hennar á tveggja ára samningstíma um tæp 60%. Gengið hafi verið frá almennum kjarasamn- ingum í þjóðfélaginu þar sem samið hafi verið um rúmlega 16% launa- hækkanir og allt sem væri umfram það fengist með hagræðingu eða breyttri launasamsetningu. „Sjáum enga aðra leið“ „Við sjáum enga aðra leið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varafor- maður Kennarasambands íslands. „Þeir lögðu fram tilboð sem skerðir kjör kennara að hluta til. Þeir eru ekki tilbúnir að taka á vinnutíma- málum með þeim hætti sem við telj- um skólunum fyrir bestu. Við lögð- um því fram tilboð þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni breytingu á vinnutíma, föllum frá kröfu okkar um lækkun kennsluskyldu og snú- um okkur eingöngu að laununum," segir hún. Guðrún bætti því við að kennarar vildu reyna allt hvað þeir gætu svo samningar næðust. -------------- Kartöflu- uppskera í meðallagi “ÞAÐ lítur þokkalega út með kart- öfluuppskeruna í ár,“ segir Sigur- bjartur Pálsson, bóndi á Skarði í Djúpahreppi í Þykkvabænum, í gær. „I júlí og ágúst hefur verið hlýtt og rakt og sprettan hefur verið ágæt þannig að við búumst við meðalupp- skeru þegar upp er staðið.“ Vorið var kalt og ekki leit vel út með uppskeru eftir kuldakast í júní. Að sögn Matthíasar H. Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Ágætis, lítur út fyrir meðaluppskeru í ár en í fyrra var hún vel yfir meðallagi. Endanlegar tölur munu ekki verða ljósar fyrr en í október en bændur eru allan september að taka upp. SAMNINGANEFNDIR Sjúkra- liðafélags íslands og samninga- nefnd ríkisins komu saman til sátta- fundar hjá ríkissáttasemjara í gær en deiluaðilar höfðu þá ekki komið saman í tvær vikur. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félagsins, sagðist eftir fundinn hafa merkt nokkra breytingu á vilja samninganefndar ríkisins. Viðræð- umar að undanförnu hefðu hins vegar einkennst af varnarviðræðum af hálfu sjúkraliða, sem hefðu þurft að berjast fyrír því að halda því sem þeir hefðu í dag og önnur atriði lítið komið til umræðu. „í dag kom fram sýnilegur vilji til að hlusta á okkur,“ sagði Kristín. Hún sagði ennfremur að væntanlega kæmi í ljós á næstu dögum hvort viðræðumar væru að þróast í rétta átt en boðað hefur verið til annars fundar í deilunni hjá sáttasemjara í dag. í gær hélt Sjúkraliðafélagið vinnustaðafund meðal sjúki-aliða á Landakoti um stöðuna í kjaramál- um og var það fyrsti fundurinn af fleiri slíkum sem félagið ætlar að standa fyrir meðal sjúkraliða á næstunni. Viðræður halda áfram í deilu Ieikskólakennara og ríkisins Samninganefndir Félags ís- lenskra leikskólakennara og við- semjenda þeirra komu einnig sam- an til sáttafundar hjá sáttasemjara í gær. Samkvæmt upplýsingum Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara em samningar ekki í augsýn en næsti fundur hefur verið boðaður kl. 16 á fimmtudag. ATR - 42. 46 farþegar. AKffiYRl 6.900 Upplýsingar og bókanir í síma: I 570 8090 Akureyri: 461 4050 Fargjald fram og til baka ISLANDSFLUG gerir fleirum fært að fljúga I I I ( i I c i i I í c í € C: .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.