Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.08.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxagöngur í Elliðaám í sögulegu lágmarki Skatthlutfallið lækkar um 2% 1. janúar 1998 LAXAGÖNGUR í EUiðaámar í sumar hafa verið með allra minnsta móti og veiði í ánum í samræmi við það. Er svo komið að margir sem vel þekkja til Elliðaánna tala um „hrun“. Um helgina höfðu gengið 1.028 laxar um teljarann við raf- stöðina og heildarveiðin var þá 479 laxar. Á nákvæmlega sama tíma í fyrra höfðu 1.909 laxar gengið fram fyrir teljara og 981 lax veiðst og þótti ekki mikið. Þórólfur Antonsson, líffræðingur hjá Veiðimálastofhun, segist hafa átt von á „þó nokkm niðurkasti" i ánum í fyrra, en það hafi ekki gengið eftir fyrr en í sumar. „Það eru margir samverkandi þættir sem geta valdið þessu. Einn er að seiðabúskapur hefur verið lélegur tvö síðustu árin, rafveiðar á haustin þar sem við höfum mælt árgangs- styrkleika yngri seiða hafa gefið það til kynna, einnig að mjög hátt hlutfall þeirra gönguseiða sem gengu til sjávar í fyrra voru aðeins tveggja ára, en þekkt er að heimtur þeirra em oft lakari heldur en hjá eldri seiðum. Annar þáttur er kýlaveikin sem kom upp 1995. Þó hún hafi ekki greinst í fullorðnum göngufiski í fyrra eða í sumar, vitum við ekki hvort hún hefur gert usla meðal seiða og það sama má segja um þör- unginn Didimosphenia geminata sem liefur náð mikilli útbreiðslu í ánum. Tilfinning okkar er sú að þessi þörangur, sem fengið hefur ís- lenska nafnið vatnafióki, geri frek- ar usla í lífríkinu heldur en hitt, en við vitum það hreinlega ekki enn þá. Enn sem komið er, em rann- sóknir á fyrirbærinu einskorðaðar við kortlagningu á útbreiðslunni. Tveir aðrir þættir geta einnig vegið þungt. Annars vegar var sett bann við seiðasleppingum í kjölfar kýlaveikinnar og hins vegar hefur hafbeit dregist verulega saman. Er aflögð í Vogum og í KoIIafirði og litlar heimtur hafa verið í Hrauns- firði. Þetta hlýtur að koma niður á Elliðaánum, því 25-30% af göng- unni síðustu sumur hafa verið haf- beitarlaxar á villigötum," segir Þórólfur. Hann var spurður hvort laxa- stofninn í Elliðaánum væri í hættu. „Það má segja, að göngur og veiðin séu í sögulegu lágmarki og það er í sjálfu sér ef til vill áhyggju- efni. En eftir er að sjá á næstu vik- um hve stórt hlutfall af laxinum er enn í ánni til hrygningar og víst er að seiðabúskapurinn getur batnað upp á eigin spýtur. Seiðaslepping- arbanninu hefur verið aflétt og því hægt að styrkja stofninn með slepp- ingum á nýjan leik. Þá á ég eftir að vinna úr örmerkjum sem borist hafa í sumar og því liggur ekki enn fyrir heimtuhlutfall seiða auk þess sem enn á eftir að rafveiða á seiða- slóðum í haust. En Ijóst er, að það er mikil streita á laxastofhinum í ánum frá byggðinni og lítið má út af bregða.“ í SKATTABREYTINGUNUM, sem lögfestar voru á Alþingi í kjöl- far heildarkjarasamninganna í vor, felst að almenna skatthlutfallið lækkar um alls 4% fram til ársins 1999, eða í 37,98%. Hátekjuskatt- þrepið hækkar hins vegar í 7% og tekjubilið einnig, í 260 þúsund krónur hjá einstaklingum og 520 þúsund hjá hjónum. Þetta þýðir að hátekjuskatturinn samsvarar 44,98% skatthlutfalli eftir breyt- ingarnar sem er 2% lægra en nú er. I leiðara Morgunblaðsins í gær er sagt að ekki hafi verið ákveðið, hve mikil lækkun skatthlutfallsins yrði um næstu áramót. Þessar upp- lýsingar fékk Morgunblaðið á skrif- stofu ríkisskattstjóra. Þetta er því rangt því að samkvæmt lögunum lækkar það um 2% og fer þá al- menna skatthlutfallið niður í 38,88%. Ráðstöfunartekjur barnlausra einstaklinga og hjóna, sem greiða hátekjuskatt, aukast að jafnaði í kringum 5% þegar skattatillögur ríkisstjórnarinnar verða komnar að fullu til framkvæmda árið 1999. Nú greiða einstaklingar 5% við- bótarskatt af tekjum yfir 234 þús- und krónum á mánuði, og hjón greiða 5% viðbótarskatt af saman- lögðum tekjum yfir 468 þúsund krónum á mánuði. Almenn skatt- prósenta í staðgreiðslu er 40,88% og samsvarar hátekjuskatturinn því 45,88% skatthlutfalli á umfram- tekjurnar. LAND við Sultartanga hefur tekið breytingum í sumar og búið er að grafa langt inn í bergið. Þar sem bergstálið er hæst er það 60 metra hátt. Vinna við jarð- göng hafín FRAMKVÆMÐIR era hafnar við gerð jarðganga við Sultartanga- virkjun. Þar eru núna u.þ.b. 100 manns að störfum og ganga fram- kvæmdir vel að sögn Grétars Hall- dórssonar, staðarverkfræðings Fossvirkis. Bormenn em komnir um 40 metra inn í bergið en göngin verða um 200 metra löng. Reiknað er með að gerð ganganna ljúki í lok september. Þessi göng em að- komugöng inn í svokallaða jöfnun- arþró. Þegar göngin verða fullbú- in verður hafist handa við gerð sjálfra aðrennslisganganna, en þau verða 3,2 km löng og liggja undir Sandafell. Fossvirki hyggst flytja borvagn, sem nú er notaður í Hvalfjarðar- göngum, austur að Sultartanga þegar búið er að bora í gegnum Hvalfjarðargöng, en áætlað er að það verði í október. Hafist verður handa við að bora hinum megin frá í vor, en nú er verið að undir- búa bomn þar með jarðvegsflutn- ingum í norðanverðu Sandafelli. Áætlað er að vinnu við gröft að stöðvarhúsi ljúki í september og verður þá byijað á smíði hússins. Grétar sagðist reikna með að um 100 manns yrðu við vinnu við Sult- artangavirkjun í vetur. Við suma verkhluta væri unnið allan sólar- hringinn. Hann sagði að fram- kvæmdir gengju vel og í samræmi við áætlun. Mál Sophiu Hansen ekki eftirmálalaust Mótmæli Is- lands undir- strikuð ÓLAFUR Egilsson sendiherra gekk í gær á fund fulltrúa í dómsmála- ráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í Tyrklandi með þau skilaboð ís- lenskra stjórnvalda að framgangur yfirvalda í Tyrklandi í máli Sophiu Hansen myndi ekki verða eftirmála- laus af hálfu Islands. íslensk stjómvöld ætla sér að vinna áfram að því að koma á um- gengnisrétti Sophiu Hansen við dæt- ur sínar þó að tilraunir til þess hafi mistekist í sumar. Framgangur málsins er litinn mjög alvarlegum augum í utanríkisráðuneytinu í Ijósi þess að hæstiréttur Tyrklands hafði dæmt Sophiu umgengnisrétt við dætur sínar í júní til ágúst, en hann hefur verið hunsaður. Lögfræðingar, sem komið hafa að málinu, eru ekki sammála um hvort nauðsynlegt hafi verið að Sophia Hansen færi með til Divrigi til að ná í stúlkurnar. Þegar gerð var tilraun til að ná í þær í síðustu viku féllust fulltrúar íslenskra stjómvalda á rök Riza Özden, lögfræðilegs ráðunautar íslenska utanríkisráðuneytisins í málinu, um að ekki væri nauðsynlegt að Sophia færi með til bæjarins. Þegar rætt var um að gera aðra til- raun til að ná í stúlkurnar í þessari viku töldu lögfræðingai- tyrkneska dómsmálaráðuneytisins nauðsynlegt að Sophia færi með til Divrigi til að ná í þær. Sophia treysti því ekki að öryggis hennar yrði gætti í bænum, en hann er á svæði þar sem mikil ólga hefur verið milli islamskra trúarhópa. ---------------------- Flugfélag fslands Óbreytt fargjald til áramóta FLUGFÉLAG íslands hefur ákveð- ið að bjóða sama fargjald fram til áramóta og í boði hefur verið í sumar undir heitinu Ferðaglaðningur Flug- félags íslands. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að svokölluðu Sumarglaðnings- tilboði félagsins ljúki 1. september en vegna þess hversu vel landsmenn hafi tekið tilboðinu, jöfn og þétt aukning farþega hafi orðið á leiðum félagsins í júlí og ágúst eða 10% að jafnaði, hafi verið ákveðið að bjóða sama verð til áramóta. Þá hefm- Flugfélag íslands ákveð- ið að gera þær breytingar á vetrará- ætlun félagsins að frá og með 1. september mun félagið hefja beint flug til allra áfangastaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.