Morgunblaðið - 28.08.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ársskýrsla Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1996
Um 8-9% borgarbúa fá
félagslega aðstoð
FÉLAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKUR
Rekstrarútgjöld
voru 2.284,5 þús. kr.
árið 1996
Annað 2%
Afskriftir 1%
Liðveisla 2%
Þjónusta við unglinga 2%
Aðkeypt vist
5%/\ Heimili fjölskyldu
°A Félagsleg
5% Vheimaþjónusta
5% Húsaleigubætur
f Framkvæmdir
félagsmála
Atvinnuleysis-
bótaréttur óþekktur
/4%7\ EH'Ngi
V/j/N. Nemi
6% A ......
Sjuklingur
6%
Fjárhagsaðstoð
voru 3677 mál árið 1996
Hlutfallsleg skipting eftir
atvinnustöðu
FÉLAGSMÁLASTOFNUN veitti
3,2% færri einstaklingum fjárhags-
aðstoð á árinu 1996 en árið áður en
útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu
þó um 5,4% milli ára. Þetta þýðir,
að sögn Láru Bjömsdóttur félags-
máiastjóra, að þeir sem fá aðstoð eru
verr settir en áður.
Ársskýrsla Félagsmálastofnunar
fyrir árið 1996 var kynnt á blaða-
mannafundi s.l. þriðjudag og kom
þar m.a. fram að rekstrarútgjöld
stofnunarinnar voru 2.284 milljónir
króna. Þar af voru langstærstu út-
gjaldaliðirnir fjárhagsaðstoð, 719
milljónir, og þjónusta við aldraða, 704
milljónir, eða hvort tveggja um 31%.
Barnaverndarmálum
fjölgar um 60%
Séu beinir styrkir, þ.e. fjárhagsað-
stoð og húsaleigubætur, undanskildir
er launakostnaður um 90% af rekstr-
arútgjöldum stofnunarinnar en annar
rekstrarkostnaður 10%.
Málum til meðferðar hjá bama-
vemdamefnd Reykjavíkur fjölgaði
um tæp 60% frá árinu áður. Hjá
Félagsmálastofnun hafa menn ekki
skýringar á þeirri fjölgun á reiðum
höndum, aðrar en þær að vakning
hafi átt sér stað meðal almennings
um réttindi bama, fólk sé opnara og
óhræddara við að fylgjast með og
láta vita ef gmnur leikur á að á þeim
sé brotið.
Félagsleg heimaþjónusta við aldr-
aða var veitt til 2.600 heimila á árinu
eða til tæplega 3.100 einstaklinga,
sem eru um 25% ellilífeyrisþega í
borginni. Rúmlega 700 ellilífeyris-
þegar fengu heimsendan mat. Þá
fengu 3.336 umsækjendur húsaleigu-
bætur á árinu og voru meðalhú-
saleigubætur á mánuði á hvem um-
sækjanda 10.200 kr. Að sögn félags-
málastjóra eru húsaleigubæturnar sá
liður sem hefur stækkað hvað mest,
en þær fóru úr 2% á árinu 1995 í
5% af útgjöldum stofnunarinnar
1996.
Þjóðfélagslega
mikilvæg þjónusta
Alls komu rúmlega 5.000 mál til
meðferðar hjá Félagsmálastofnun á
árinu en að sögn Sigríðar Jónsdótt-
ur, forstöðumanns rannsókna- og
þróunarsviðs stofnunarinnar, eru þar
mun fleiri einstaklingar að baki eða
um 9.000. „Ef við tökum bara þessi
fimm þúsund, þá eru það átta til níu
prósent af öllum Reykvíkingum.
Margir myndu segja að það væm
mjög dapurleg tíðindi að svona marg-
ir þyrftu þessa aðstoð, það er að vísu
rétt, það er ekki æskilegt að svo
margir séu svo illa settir fjárhagslega
að þeir þurfi fjárhagsaðstoð, en þó
ber þess að geta að hér er líka inni
þjónusta sem er mjög mikilvæg þjóð-
félagslega séð, eins og t.d. heima-
þjónusta og liðveisla við fatlaða.
Hvað varðar fjárhagsaðstoðina er
rétt að taka fram að þar er ekki allt
óæskileg útgjöld, því t.d. hafa ung-
menni í auknum mæli verið aðstoðuð
til náms,“ segir Lára Bjömsdóttir.
Hún bætir við að vissulega hafi menn
innan stofnunarinnar haft af því
áhyggjur að ungu fólki sem þarf
aðstoð hafi fjölgað, en það sé þó já-
kvætt að nú hafí þeim fjölgað innan
þess hóps, sem fá aðstoð til náms.
Fótaaðgerðafræðin og tískan
Háir hælar og
támjóir skór
skadda fæturna
Ingibjörg Reynisdóttir
INGIBJÖRG vinnur nú
sem fótaaðgerðafræð-
ingur í hlutastarfi á
vistheimili fyrir aldraða í
Kaupmannahöfn og tvo
daga í viku á stofu. Á veg-
um stofunnar veitir hún
öldruðum aðstoð á heimil-
um þeirra einu sinni í viku.
Hún segir samtök þeirra
sem reka stofurnar í borg-
inni mjög öflug, þau gæti
hagsmuna sinna af harð-
fylgi. Um hríð vann hún á
annarri stofu á Austurbrú
sem meðal annarra Ingir-
íður ekkjudrottning hefur
fengið þjónustu hjá síðustu
áratugina. Varð Ingibjörg
að undirrita samning þar
sem hún hét því að hefja
ekki störf í hverfinu, á eig-
in stofu eða hjá öðrum, í
eitt ár eftir að hún hætti hjá fyrir-
tækinu.
Hún segir dönsku almanna-
tryggingarnar greiða stóran hluta
af útgjöldum aldraðra til fótaað-
gerða. Sem dæmi nefnir hún syk-
ursýkisjúklinga, sem oft þurfi á
aðstoð vegna fótameina að halda,
einnig þegar beita þurfi svo-
nefndri spangarmeðferð vegna
niðurgróinna nagla. Ekki fái þó
allir jafnt, beitt sé tekjutengingu.
- Er mikill munur á dönskum
og íslenskum fótum?
„Nei, það finnst mér nú ekki,
flest er svipað í þessum efnum.
Fólk notar t.d. skó af svipuðu tagi
í þessum löndum. Best er að nota
fótlaga skó og það eru margir
orðnir sér meðvitandi um mikil-
vægi þess að huga að skófatnaðin-
um, fótlaga skór eru hins vegar
ekki í tísku núna hjá fullorðnum."
- Hvað gera fótaaðgerðafræð-
ingar einkum hér á landi?
„Við vinnum á stofum en einnig
mikið á dvalarheimilum fyrir aldr-
aða og förum Iíka til þeirra sem
búa á eigin heimilum. Áður rak
Reykjavíkurborg fótaaðgerðastof-
ur á vistheimilum fyrir aldraða en
fyrir nokkrum árum var þeim sem
sáu um reksturinn boðið að taka
við honum. Þetta var einkavætt.
Kosturinn er sá að nú er hægt
að bjóða öllum þjónustu á stofun-
um, ekki eingöngu gamla fólkinu
en auðvitað misstum við þá trygg-
ingu sem fólgin var í opinbera
rekstrinum.
Við fáumst einnig við meiðsl
og annað sem hijáir íþróttamenn,
aðallega hlaupara. Fólk þari' að
gæta þess að nota rétta skó. Ef
þeir þrengja að nöglum geta þær
hægt og sígandi farið að vaxa
niður. Sumir fá líka sigg
ef þeir stunda hlaupin
af miklum krafti.
Þetta á annars ekkert
sérstaklega við íþrótta-
menn, slæmir skór hafa
farið illa með fæturna á mörgum."
- Hvað viltu segja um háa
hæla og támjða skó?
„Konur sem hafa verið mikið í
skóm með háa og mjóa hæla hafa
oft orðið fyrir því að fæturnir
hafa breyst, tærnar hafa orðið
svolítið kræklóttar. Beinin breyt-
ast vegna álagsins. Margar þeirra
þurfa nú að fá aðstoð hjá okkur.
Tábergssig er nokkuð algengt,
það getur verið meðfætt en hægt
er að fá sérhannað innlegg hjá
þeim sem sérhæfa sig í slíkum
hlutum. Þeir geta lagað þetta.
Támjóu skórnir sem voru í tísku
fyrir nokkurm áratugum hjá karl-
mönnum, fóru heldur ekki vel með
fæturna. Verst er ástandið hjá
► INGIBJÖRG Reynisdóttir er
26 ára gömul og fótaaðgerða-
fræðingur að mennt. Hún iauk
bóklegu námi hér heima í fjöl-
brautaskólanum við Ármúla og
löggildingarprófi eftir nám-
skeið í atvinnugreininni sem
Félag fótaaðgerðafræðinga
skipulagði í samstarfi við
stjórnvöld. Jafnframt vann hún
á stofu. Meðal námsgreina voru
líffærafræði og námskeið voru
um innlegg og fleira tengt fóta-
meinum.
Ingibjörg fluttist síðan til
Danmerkur fyrir rúmum tveim
árum til að reyna eitthvað nýtt
og víkka sjóndeildarhringinn.
Miklar kröfur eru gerðar til
fólks í starfsstéttinni þarlendis
en Ingibjörg fékk prófið frá
íslandi viðurkennt sem ekki
mun hafa tekist þar fyrr.
Ingibjörg er í sambúð með
Þórði Sveinssyni og eiga þau
fjögurra ára gamla dóttur.
þeim sem gengu í svona skóm,
háhæluðurn eða támjóum, dag
eftir dag. Ákveðin kynslóð á við
vanda að stríða vegna þessa en
það er minna um þetta núna.“
- Hvaða tæki notið þið við
störfin?
„Við notum hnífa á líkþorn en
einnig til að laga niðurgrónar
neglur og fjarlægja alla harða húð
og dauða húð undan nöglunum.
Einnig erum við með stórar klipp-
ur og notum fræsara til að þynna
neglur sem eru orðnar of þykkar,
oft vegna sveppasýkingar. Við
notum stóran fræsara til að ná
burt siggi undan hælum, á eftir
er notaður áburður.
Sumir fá svona með-
ferð á sex mánaða
fresti, aðrir mun sjaldn-
ar. Þetta tekur allt að
klukkustund, öll með-
ferðin. Við gefum líka ráð í sam-
bandi við skófatnað og bendum á
ráð við fótsvita, ráðleggjum krem
og þess háttar. Reynt er að úða
bakteríudrepandi efni í skó til að
losna við sveppi og ólykt en slíkt
er mjög lífseigt.
Sýktu neglurnar eru mýktar
upp með heitu baði. Þær eru oft
orðnar gulleitar og í versta falli
þarf læknir að fjarlægja nöglina.
Þá er komin slæm sýking sem
erfitt getur verið að ráða við.
Nýja nöglin verður oft jafnslæm
en lyfin eru nú að batna. Til að
forðast sveppasýkingu þarf fólk
fyrst og fremst að skipta oft um
sokka, þvo sér reglulega og þurrka
sér vel á milli tánna.“
Bakteríusýk-
ing í skóm
mjög lífseig