Morgunblaðið - 28.08.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Um sextíu þúsund nemendur í grunn- og framhaldsskólum landsins undirbúa veturinn
Skiptibókamark-
aðir njóta vinsælda
Rúmlega sextíu þúsund nemendur í
grunnskólum og framhaldsskólum landsins
hefja nám eftir helgi að loknu sumarfríi.
Af því tilefni fór Arna Schram á stúfana
og ræddi við nokkra þá nemendur sem
þegar eru byrjaðir að undirbúa skólaárið,
með kaupum á bókum, pennum og öðrum
slíkum nauðsynjum.
Morgunblaðið/Arnaldur
ARNA og Þórunn Ólafsdætur.
í BÓKA- OG RITFANGAVERSL-
UNUM borgarinnar mátti í gær sjá
nemendur á öllum aldri í leit að
ýmsum þeim hlutum sem gott er að
eignast áður en skólahald hefst á
mánudag. Ungir drengir skoðuðu til
að mynda úrval strokleðra af mikl-
um áhuga, mæðgur könnuðu verð
skólataskna og hópur stúlkna
keypti alveg eins stílabækur.
I verslunarsmiðstöð Kringlunnar
hópuðust ungmenni fyrir framan
lítinn skiptibókamarkað sem þar má
fmna og ræddi blaðamaður við fjög-
ur þeirra. Þær stöllur Guðrún Val-
dís og Helga Halldórsdætur, Gunn-
hildur Ósk Gunnlaugsdóttir og
Margrét Sveinbjömsdóttir eru að
byrja í öðrum og þriðja bekk Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ. Þær
höfðu verið á setningarathöfn skól-
ans fyrr um morguninn og voru nú
að skipta „gömlum, notuðum bókum
í nýjar og notaðar bækur,“ eins og
þær orðuðu það.
Þær sögðu það mjög algengt að
nemendur nýttu sér þessa skipti-
bókamarkaði því þannig væri hægt
að spara peninga. Stundum þyrfti
að borga á milli en oftast ekki. „Og
það skiptir engu máli þótt búið sé
að skrifa athugasemdir í bækurnar
eða undirstrika línur, það er bara
betra ef eitthvað er,“ sagði Guðrún
Valdís.
Þegar þær voru spurðar að því
hvemig þeim litist á það að vera
byrjaðar í skólanum að nýju svör-
uðu þær einum rómi að það væri
æðislegt. „Það er að minnsta kosti
gaman fyrstu vikurnar á meðan
maður er að hitta aftur skólafélag-
ana en síðan verður það leiðinlegt,"
sagði Gunnhildur Ósk.
hún í skólanum. Hún kvaðst líka
hlakka til að fara í skólann og sagði
að sér fyndist skemmtilegast að
teikna.
Boðið upp á flugferð
í Grandaskóla
Elín Ama Ellei'tsdóttir, nemandi í
9. bekk í Garðaskóla, var að kaupa
ritföng í verslun Eymundssonar í
Austurstræti þegar blaðamann bar
að garði. Hún kvaðst vilja ljúka
þessum kaupum af áður en allir
færu af stað og það yrði of mikill
troðningur í verslununum. Elín
Arna sagði að það legðist ágætlega í
sig að vera að byrja í skólanum að
nýju, hún væri hins vegar að byrja á- 1
svokallaðri flugferð, þar sem þeim
nemendum sem fengju hærri ein-
kunn en níu á vorprófum í ákveðn-
um fögum væri boðið að fara hraðar
í gegnum námsefnið, og því væri
hún svolítið stressuð. „En ég vona
að það gangi vel,“ sagði hún.
Ingibjörg Vigdísardóttir, sem er
að byrja í 1. bekk í Menntaskólan-
um að Laugarvatni, og bróðir henn-
ar, Egill Eysteinsson, sem er að
hefja nám í Vélskóla íslands, not-
uðu eins og svo margir aðrir morg-
uninn í gær til að kaupa bækur fyrir
skólann. Þau sögðust þó helst reyna
að kaupa notaðar bækur þar sem
þær væru mun ódýrari.
Ingibjörg kvaðst hlakka til að
byrja í skólanum og sagði ennfrem-
ur aðspurð að hún hefði valið
Menntaskólann að Laugarvatni
vegna þess að hún byggi þar í ná-
grenninu. Egill sagðist aftur á móti
hafa mikinn áhuga á vélum og það
skýrði ákvörðun hans um val á
framhaldsskóla.
Skemmtilegast að
lesa og reikna
í Pennanum í Kringlunni voru
systumar Þórunn og Arna Ólafs-
dætur að skoða tré- og vaxliti ásamt
móður sinni. Þórunn byrjar í 9 ára
bekk og Arna í 8 ára bekk í Kárs-
nesskóla í Kópavogi á mánudag. Að-
spurðar sögðust þær hlakka nokkuð
til að byrja í skólanum en væru þó
ekki vissar á því hvað þær kæmu til
með að þurfa að læra í vetur. Ama
taldi samt sennilegt að hún myndi
byrja að læra margföldunartöfluna.
Þegar þær vom spurðar að því
hvað þeim fyndist skemmtilegast í
skólanum lágu þær ekki á svarinu.
„Að reikna og lesa,“ sagði Þórunn
ákveðið og yngri systir hennar,
Ama, tók undir það.
En það vora fleiri ungir grann-
skólanemar með foreldrum sínum í
verslunarleiðangri í Kringlunni
þennan dag. I bókabúðinni Ey-
mundsson skoðaði Sólveig Ólafs-
dóttir, 8 ára, litrík pennaveski
ásamt litla bróður sínum, Braga
Þór, 4 ára, sem þrátt fyrir að vera
ekki sestur á skólabekk hafði mik-
inn áhuga á því að hjálpa systur
sinni við valið. Móðir þeirra fylgdist
einnig með.
Sólveig kvaðst byrja í 3. bekk
Grandaskóla á mánudag og að sig
vantaði aðallega pennaveski og
stílabækur. Allar aðrar bækur fengi
GUÐRÚN Valdís og Helga Halldórsdætur, Margrét Sveinbjörnsdóttir og
Gunnhildur Ósk Gunnlaugsdóttir.
INGIBJÖRG Vigdísardóttir og
Egill Eysteinsson.
SÓLVEIG Ólafsdóttir ásamt Braga Þór,
bróður sínuni.
Þá voru þær stöllur ánægðar með
nýju skólabyggingu FG við Hof-
staðabraut, en verra þótti þeim að
þurfa að kaupa sér nýja inniskó því
ekki mætti vera á útiskóm inni í
skólanum.
Brettingrir dreginn vél-
arvana til hafnar í Noregi
Norsk yfirvöld veittu undanþágu frá
hafnbanni á íslenska Smugutogara
NORSK stjórnvöld heimiluðu
frystitogaranum Brettingi frá
Vopnafirði að koma inn til hafnar í
Honningsvogi í Noregi í gær vegna
vélarbilunar, sem upp kom er skip-
ið var að veiðum í Smugunni. Norsk
yfirvöld ákváðu að veita undanþágu
frá hafnbanni, sem sett hefur verið
á íslenska Smugutogara.
Túrbína við aðalvél
gafsig
Von var á varahlutum frá Sviss í
gær og viðgerðarmanni frá Trom-
sö. Óvíst var í gær hvenær viðgerð
lyki og hvort Brettingur færi að
nýju í Smuguna eða kæmi heim.
Vélarbilunin kom upp síðastlið-
inn mánudag er túrbína við aðalvél
gaf sig. Skipstjórinn, Steindór
Sverrisson, óskaði þá eftir því að
skipið fengi að leita viðgerða í Nor-
egi og kom vélstjóri frá norsku
strandgæsluskipi, sem statt var í
Smugunni, yfir í Bretting til að
kanna aðstæður.
Ekki breyting á afstöðu
Norðmanna
Eiður Guðnason, sendiherra Is-
lands í Noregi, sagði að þetta þýddi
ekki breytingu á afstöðu Norð-
manna. Þegar skip væra vélarvana
hefði þeim verið leyft að koma til
hafnar vegna viðgerða. Ef skip
gætu hins vegar komist af eigin
rammleik til íslands hefði því verið
neitað.
„Það hefur ekki verið haft sam-
band við okkur, sem ég tel góðs viti,
og sýnir að Norðmenn vita hvaða
reglur gilda og geta veitt skipinu
eðlilega fyrirgreiðslu þegar slíkur
vandi kemur upp,“ sagði sendiherr-
ann.
Höfrungur dró Bretting
til hafnar
Um það leyti sem bilunin kom
upp, var Höfrungur III í þann veg-
inn að leggja af stað heim á leið úr
Smugunni, og var ákveðið að hann
tæki Bretting í tog til Noregs.
Dráttarbátur tók við Brettingi í
hafnarmynninu í Honningsvogi og
aðstoðaði skipið að bryggju. Að því
búnu komu norskir tollgæslumenn
um borð, tollafgreiddu skipið og
skoðuðu m.a. veiðidagbækur.
Samskiptin á eðlilegum nótum
„Samskiptin við Norðmenn hafa
verið mjög góð og á eðlilegum nót-
um, eins og samskipti eiga að vera.
Skipið var vélarvana og gat ekki
keyrt fyrir eigin vélarafli. Norð-
menn tóku tillit til þessa sem segir
okkur að þeir eru mannlegir. Ef
leyfi norskra stjórnvalda hefði ekki
fengist til að koma til hafnar, hefði
ekkert verið annað að gera í stöð-
unni en að draga togarann til Is-
lands, um fimm sólarhringa leið,“
sagði Reynir Árnason, útgerðar-
stjóri hjá Tanga hf.
Brettingur hafði verið að veiðum
í tvær vikur þegar bilunin varð og
var kominn með um 90 tonn af
þorski upp úr sjó sem fryst era uro
borð. Samkvæmt síðustu fréttum,
vora tuttugu og tvö íslensk skip í
Smugunni, nokkur á heimleið og
afli enn lélegur.