Morgunblaðið - 28.08.1997, Page 22

Morgunblaðið - 28.08.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sihan- ouk snýr heim Phnom Penh. Reuter. NORODOM Sihanouk, kon- ungur Kambódíu, er væntan- legur til heimalands síns nú í vikunni, í fyrsta sinn frá því Hun Sen, annar forsætisráð- herra landsins, steypti syni konungs, Norodom Rana- riddh, af stóli í blóðugum átökum er urðu í síðasta mán- uði. Átök héldu áfram milli stuðningsmanna prinsins og stjórnarhermanna, sem hollir eru Hun Sen, í norðvestur- hluta landsins í gær, nærri landamærunum við Tæland. Ranariddh hvatti til þess, að heimsókn konungsins yrði nýtt sem tækifæri til að semja vopnahlé og hefja friðarvið- ræður milli hinna stríðandi fylkinga. Konungurinn segir tilgang farar sinnar vera andlegan. Hann mun taka þátt í bæna- samkomum í bænum Siem Reap, þar sem Angkor-must- erið er. Það var vinsæll áfangastaður ferðafólks er kom til Kambódíu, þar til óöld- in í landinu blossaði upp. Pólitískt yfirbragð Kambódískir stjórnmála- skýrendur segja að heimsókn konungsins muni óhjákvæmi- lega hafa pólitískan brag. Það væri eftirtektarvert að hann héldi frá Peking, þar sem hann hefur verið undir læknishendi frá því í febrúar, til Siem Reap án þess að koma við í höfuðborginni Phnom Penh. „Með því að koma ekki hingað vill hann senda okkur þau skilaboð að ekki sé allt með felldu,“ sagði stjórnarerind- reki í höfuðborginni. Konungurinn er þjóðhöfð- ingi Kambódíu samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár ríkis- ins, en hefur engin pólitísk völd. Sonur forsetans fyrrverandi talinn vænlegt forsetaefni Repúblíkanar bínda vonir við Bush ENN eru þijú ár í næstu forseta- kosningar í Bandaríkjunum, en repú- blikanar eru þegar farnir að velta fyrir sér hver eigi að verða næsta forsetaefni þeirra og virðast augu margra vera farin að beinast að George W. Bush, ríkisstjóra í Texas. Bush sótti um helgina ráðstefnu í Indianapolis í Indiana-ríki, sem haldin var til að vekja athygli á þeim, sem hafa hug á að fara í forseta- framboð. Þetta er fyrsta kjörtímabil Bush, sem er sonur George Bush, fyrrverandi forseta, í Texas og hann hefur sagt að hann hyggist einbeita sér að því að ná endurkjöri í ríkis- stjórakosningum, sem haldnar verða í Texas á næsta ári. Áberandi ríkisstjóri Hann hefur hins vegar vakið mikla athygli eftir að hann varð ríkisstjóri og hefur sérstaklega verið til þess tekið að honum hefur tekist að höfða til bæði hægri- og miðjumanna í flokki sín- um í Texas. Ýmsir stjórnmálaský- rendur og aðrir, sem af- skipti hafa af pólitík, hafa þegar lýst yfir að erfitt verði að slá Bush við árið 2000 og orðróm- urinn um að hann hyggi á framboð fékk byr und- ir báða vængi þegar hann ákvað að sækja ráðstefnuna um helgina. Bush flutti þar helstu ræðuna og náði athygli viðstaddra þegar í upp- hafi: „Það er dálítið, sem ég þarf að segja ykkur. Ég veit að það eru miklar vangavelt- ur og alls kyns kvittir um stjórnmál framtíðar. Fjölmiðlar gera sér mik- inn mat úr því hvort ég ætli að feta í fótspor föður míns. Ég ætla að taka á því máli hér í dag: Ég ætla ekki að stökkva út úr flugvélunum." Þessi orð sonar fyrrverandi forseta Leit repúblikana að for- setaefni fyrir næstu kosningar er hafin. Beinast sjónir margra að George W. Bush, ríkisstjóra í Texas og syni síðasta forseta repúblikana. Presslink GEORGE W. Bush, ríkisstjóri Texas, flytur ræðu. Bandaríkjanna vöktu mikinn hlátur í salnum. Ræðan þótti hins vegar ekki góð í heild sinni og voru margir þeirrar hyggju að Dan Quayle, fyrrverandi varaforseta, hinum vellauðuga út- gefanda Steve Forbes, Fred Thomp- son, þingmanni og leikara, og Alan Keyes, útvarpsþáttastjórnanda, hefði tekist betur upp. Margir viðstaddra sögðu hins veg- ar að ekki mætti láta eina misheppn- aða ræðu villa um fyrir sér því að Bush hefði marga kosti. Hampað í fjölmiðlum Ræðuhæfileikar Bush hafa reynd- ar ekki verið aðalatriði í þeirri um- fjöllun, sem tröllriðið hefur banda- rískum Ijölmiðlum undanfarið og hefur verið líkt við þá athygli, sem Colin Powell, fyrrverandi yfirmanni bandaríska herráðsins, var veitt þegar menn voru að velta vöngum yfir því hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta íyrir tveimur árum. Sölumaður einn á ráðstefnunni í Indi- ana sagði að barmmerki með nafni Bush hefðu selst upp á augabragði, en nöfn annarra á ráðstefnunni hefðu vart hreyfst. Fréttaþátturinn Today, sem NBC framleiðir, sýndi fyrir íjórum vikum rúmlega 12 mínútna við- tal við Bush og þótti mörgum líkjast kosninga- auglýsingu. Þar var meðal annars talað við Bush eldri, sem sagði að það yrði gott fýrir Bandaríkin ef sonur hans yrði kjörinn forseti og ákaflega mikil ánægja fyrir foreldrana. Bush nýtur þegar ákveðinnar velvildar inn- an Repúblikanaflokksins vegna foreldranna og hann getur einnig nýtt sér hin pólitísku tengsl föður síns þurfi hann á því að halda til Ijáröflunar. Ríkisstjórinn hefur hins vegar ekki viljað segja mikið um það hvað hann hefur í hyggju. Karen Hughes, blaðafulltrúi Bush, útskýrir það svo: „Hann varð vitni að því þegar mjög vinsæll sitjandi forseti, sem hann þekkir mjög vel, hrapaði úr 90% fylgi niður í 30%.“ LISTAKOKKAR J&i ^ ^ JP OG DÁSAMLEGLIR MATIIR! LancbfrðMur &dskaður. HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar og heitur matur, margar tegundir. KR.790, HungarKjsgrilluð GRISA- melkJSi Sraenplparsósu AÐEIHS KR. 1450,- Okkar landsfræga LAMBASTEIK BERNAISE með gljáðu grænmeti og bakaðri kartöflu AÐEINS KR. 1490,- Gómsaet og safarík NALflAPIPAR STEIK með koníakslagaðri piparsósu AÐEIHS KR. 1590,- Hún er engri lik þessi LÚÐU- PIPARSTEIK með rjómasósu og bakaðri kartöflu AÐÐNSKH1490,- Uiu^fúliS í afuiHjiH'buhi/n réltuiu en.súþa o<j Halatliat'innrjlæsilecji O'fj-soo aaffoituS ísluu'inn, i Tilboö öll kvöld og um helgar. POTTURINN OG PflNI Bamamatseðill fyrir smáfólkið! 8RRUTRRHOLTI 22 SlMI 551-1690 Tóbaksandstæðingar gagnrýna allsherjarsamkomulag Sagt takmarka möguleika á skaða- bótakröfum Peking. Reuter. EF bandarískir andstæðingar reyk- inga ganga að skilyrðum samkomu- lags nokkurra ríkja annars vegar og tóbaksfyrirtækja hins vegar eiga þeir á hættu að glata tækifærum til enn stórkostlegri sigurs á tóbaksiðnaðin- um, að því er talsmaður bandarísks heilsugæsluverkefnis segir. Sam- komulagið takmarki möguleika á skaðabótakröfum vegna afleiðinga reykinga. Richard Daynard, framkvæmda- stjóri samstarfsverkefnis um skaða- bætur vegna tóbaksneyslu, segir að samkomulagið veiti tóbaksfyrirtækj- um vemd fyrir málshöfðunum af hálfu stjómvalda og einstaklinga ein- mitt nú, þegar árangur af slíkum málarekstri sé að koma í ljós. Samkvæmt samkomulaginu, er náðist í júní sl., munu tóbaksfyrirtæk- in greiða sem svarar 26 þúsund millj- örðum íslenskra króna í sjöð, til að standa straum af kostnaði vegna heilsutjóns af völdum reykinga, og viðurkenna að tóbak sé ávanabind- andi og að þeir muni hlíta reglum um framleiðslu og markaðssetningu. Gegn þessu heita ríkin því að höfða ekki mál á hendur tóbaksfyrirtækjun- um. Samkomulagið verður ekki að lögum fyrr en þingið hefur lagt bless- un sína yfir það. „Það er miklu fómað fyrir hagnað sem er með engu móti öruggur," sagði Daynard. Vísaði hann til dóm- sáttar, er náðist á mánudag, milli tóbaksfyrirtækja og Flórídaríkis um að fyrirtækin greiði sem svarar 770 milljörðum íslenskra króna gegn því að fallið verði frá málsókn. Sagði Daynard þetta samkomulag sýna hversu miklum árangri væri hægt að ná án allsheijarsamkomulagsins frá í júní. Samkomulagið, sem náðist á mánudag, var annað í röðinni milli eins ríkis og framleiðanda. Miss- issippi gerði í júlí 3,3 milljarða dala samkomulag við tóbaksfyrirtæki. Daynard segir að þessi mál geri tób- aksfyrirtækin að skotmarki fyrir þá sem kynnu að hafa hug á málshöfð- unum. Auk þess væri alls ekki útséð um að allsheijarsamkomulagið feng- ist samþykkt af þinginu. Watson sleppur við máls- höfðun RÉTTARHALDI, sem hefjast átti gegn hvalfriðunarmannin- um Paul Watson næstkomandi mánudag, verður af- lýst. Ástæðan er sú að hon- um var aldrei birt stefna í þá 80 daga sem hann sat í hol- lensku fangelsi. Formleg birt- ing stefnu vegna ásiglingar skips Watsons á norskt strand- gæsluskip 1994 er forsenda fyrir því að réttarhald getur hafist. Lögreglan í Lófóten og Vesturál skýrði frá því á sínum tíma að stefna hefði verið birt Watson er hann sat í varðhaldi í Hollandi en nú hafa hollensk dómsmálayfirvöld skýrt frá því að það hafi aldrei átt sér stað. Ofuraspirín lofar góðu ÍRSKIR vísindamenn héldu því fram á ráðstefnu um hjarta- sjúkdóma í Stokkhólmi í gær að „ofur-aspirín“ gætu komið í veg fyrir alvarlega hjarta- sjúkdóma með því að hindra blóðstorknun. Ofuraspirín er mun sterkara en venjulegt magnýl. Rannsóknir benda til þess að það geti komið að gagni við hjartaaðgerð. Hins vegar er varað við því að óljóst sé hvort jákvæð virkni þess vegi upp óæskilegar hliðaverk- anir svo sem aukna hættu á innvortis blæðingum. Vantraust í Póllandi? GREIDD verða atkvæði um vantrauststillögu gegn pólsku stjóminni á þingi í dag, en í gær voru taldar litlar líkur á samþykkt hennar, ekki síst þar sem stjórnin hefur náð sátt við bændur um nýja landbúnaðar- stefnu. Búast við stórskjálftum HELSTU jarðvísindamenn Kína spáðu því í gær að nokkr- ir mjög öflugir jarðskjálftar myndu ríða yfir landið fýrir aldamót. „Ofurskjálfta af stærðargráðunni 7,5 á richter er ekki hægt að útiloka," sagði forstöðumaður jarð- skjálftastofnunar Kína er hann gaf fastanefnd þingsins skýrslu í gær. Um 240.000 manns biðu bana 28. júlí 1976 er 7,8 stiga skjálfti reið yfir borgina Tangshan í norður- hluta Kína. Vinna meira fyrir minna VINNUVIKAN hefur lengst í Asíu án þess þó að það hafí skilað sér í meiri launum, að sögn svissneskrar bankastofn- unar. Að meðaltali vinna As- íubúar 45 stundir á viku með- an starfsfélagar þeirra í Evr- ópu vinna 39 stundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.