Morgunblaðið - 11.09.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Mistök gerð hjá Pósti og síma varðandi símaþjónustu Rauða torgsins
,Erótísku símtöl
á opnum línum
HÆGT var að hringja í gær í nokk-
ur símanúmer sem byrja á 5 og
komast þannig í samband við svo-
kallaða „erótíska" símaþjónustu
Rauða torgsins. Það á ekki að vera
hægt nema með því að hringja í
númer sem byijar á 9, líkt og gildir
um önnur símatorg. Ef númer byij-
ar á 9 gefur það fólki færi á að læsa
símum sínum, svo börn eða ung-
lingar geti ekki hringt í þessi núm-
er. Jens Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Rauða torgsins, sagði
síðdegis í gær að hann hefði ekki
vitað af þessu. Greinilega væri um
mistök Pösts og síma að ræða.
Hann myndi óska rannsóknar á
málinu, því ef þetta hefði viðgeng-
ist einhvem tíma þá hefði fyrirtæki
hans orðið af milljónum.
Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull-
Lyfið Prozac finnst í
blóði bílstjóra Dfönu
Ólíklegt að
það auki
áfengisáhrif
MAGNUS Jóhannsson, prófessor í
lyfjafræði, segir það fara eftir
tegundum þunglyndislyfja hvort þau
auki slævandi verkanir áfengis, en
þunglyndislyfið fluoxetine, betur
þekkt undir nafninu Prozac, hefur
sáralítil áhrif á áfengisvímu.
Nýjar fregnir af mælingum á blóði
úr Henri Paul, bflstjóranum sem lést
ásamt Díönu prinsessu af Wales og
Dodi Fayed í bflslysi í París 31. ágúst
sl., herma að í blóði hans hafi fundist
vottur af tveimur tegundum lyfja auk
mikils magns áfengis eða 1,75
prómill. Annars vegar fannst
þunglyndislyfið Prozac en hins vegar
minna magn af lyfinu tiapride, sem
virkar gegn æsingi og árásarhneigð.
Tiapride er ekki selt hér og þekkir
Magnús ekki til verkana þess, en
segir að hafi það fundist í litlum mæli í
blóði Henris sé mjög ólíklegt að það
hafi haft áhrif á verkun áfengisins. Þá
á Prozac ekki að hafa slævandi
verkanir og vel má aka bfl þótt þess sé
neytt. Ennfrémur telur Magnús
óliklegt að samsetning þessara Iyfja
hafi eitthvað að segja í svo litlu magni.
Auk þess segir Magnús að
mælingar á áfengismagni í blóði séu
mjög öruggar og að enginn möguleiki
sé á að önnur lyf í blóðinu hafi áhrif á
þær niðurstöður. Hann segir að 1,75
prómill af áfengismagni sé mjög
mikið og gæti samsvarað því að
maður hefði drukkið nokkra þrefalda
skammta af sterku áfengi. „Það er
enginn með þetta mikið af áfengi í
blóði nema vera undir mjög miklum
áhrifum," segir hann.
trúi Pósts og síma, sagði enga sök
hjá Rauða torginu. Af einhverjum
ástæðum hefði upptöku Rauða
torgsins verið að finna á númer-
um, sem ættu að vera læst og væru
eingöngu notuð af Pósti og síma,
til dæmis til prófana.
Dæmi eru um að fólk hafi fengið
háa símareikninga, af þvi að börn
eða unglingar á heimilinu not-
færðu sér símaþjónustu, þar sem
mínútan er seld miklu hærra verði
Ekki
fyrir loft-
hrædda
SEGJA má að það hafl verið á
brattann að sækja hjá þessum
manni, sem var að dytta að
þaki húss í Grindavík í gær og
nokkuð ljóst virðist að hann er
ekki lofthræddur, a.m.k. ber
hann það þá afar vel.
en ella. Þjónusta Rauða torgsins
kostar 66,50 kr. hver mfnúta og f
umræddum símanúmerum sem
byija á 5 og voru í gær a.m.k. fjög-
ur, svaraði „Eva María“ og benti
hlustanda á, áður en lengra væri
haldið, að það verð gilti. Jens
Kristjánsson sagði, að fyrst hægt
væri að ná til Rauða torgsins í
gegnum númer sem byrjar á 5
þýddi það að símtalið væri sam-
kvæmt venjulegri gjaldskrá.
SUPER Puma þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-LÍF, hefur verið
kyrrsett að beiðni Loftferðaeftirlits-
ins, þar til fullnægjandi upplýsingar
hafa borist frá Noregi um orsakir
þyrluslyssins sem varð fyrir utan
strönd Hálogalands sl. sunnudag.
Þyrlan sem fórst þar með tólf
manns innanborðs var af gerðinni
„Rauða torgið missir því af mikl-
um tekjum og það sama á auðvitað
við um Póst og síma, sem selur
okkur þjónustuna,“ sagði Jens.
Hrefna Ingólfsdóttir staðfesti að
venjuleg gjaldskrá hefði giit þegar
fólk hringdi í umrædd númer.
Harðbannað yngri en 18 ára
„Eva María“ bendir hlustanda á,
að símaþjónustan sé „harðbönnuð"
þeim sem eru undir 18 ára aldri og
hvetur þá sem yngri eru til að
leggja á, en þeir eldri geta hlustað
á sögur hennar eða sjö stallsystra
hennar. Jens sagði að það væri í
besta falli undarlegt að þetta efni
væri aðgengilegt á þennan hátt, en
hann myndi tryggja að svo yrði
ekki. Hrefna sagði að Póstur og
sími myndi loka þessum línum.
Super Puma en þær þyrlur hafa
fram til þessa reynst vel í Noregi.
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að
Landhelgisgæslan muni hlíta beiðni
Loftferðaeftirlitsins og bíða þar til
nánari ákvörðun verður tekin.
■ Hreyfilspaði /31
Samheiji, SR-mjöl
og Sfldarvinnslan
Sjávar-
útvegs-
fyrirtæki
stofnað
erlendis
ÞRJÚ fyrirtæki í sjávarút-
vegi, Samherji hf., SR-mjöl hf.
og Síldarvinnslan hf., hafa
stofnað hlutafélag um fjárfest-
ingar og rekstur erlendis á
sviði útgerðar, landvinnslu og
sölu sjávarafurða og verður
megináherslan lögð á uppsjáv-
ai-fiska. Félagið nefnist Út- ,
hafssjávarfang ehf. og er
hlutafé þess fyrst um sinn 30
milljónir króna.
Fyrirtækin hafa haft með
sér mikið og farsælt samstarf
til þessa, segir í frétt sem
Morgunblaðinu hefur borist.
Síldarvinnslan og SR-mjöl
gerðu með sér samkomulag
um samstarf í markaðs- og
tæknimálum og Samherji hef-
ur verið í samvinnu við bæði
fyrirtækin í löndun á uppsjáv-
arfiski.
„Forráðamenn fyrirtækj-
anna sem standa að Úthafs-
sjávarfangi telja verulegan
ávinning fólginn í þessu sam-
starfi. Innan fyrirtækjanna er
mikil þekking á sjávarútvegi
og markaðssetningu sjávaraf-
urða og þau hafa verið leið-
andi í veiðum og vinnslu upp-
sjávarfiska. Fjárhagslegur
styrkur þeirra ætti að gera fé-
laginu kleift að nýta til fulls
áunna sérþekkingu og mögu-
leikar skapast á stærri verk-
efnum en ella,“ segir ennfrem-
ur.
Rekstur tveggja togara
Meðal fyrstu verkefna fyrir-
tækisins er umsjón með
rekstri tveggja togara með
vinnslubúnað fyrir síld og
makríl sem gerðir eru út frá
austurströnd Bandaríkjanna.
Samherji réðst í þetta verk-
efni fyrr á árinu, en markmið
félagsins er meðal annars að
vinna þein-i starfsemi frekari I
framgang, en gefa jafnframt i
gaum víðtækari möguleikum á
þátttöku í sjávarútvegi erlend-
is á sviði uppsjávarfiska.
Morgunblaðið/RAX
TF-LÍF kyrrsett
vegna slyss í Noregi
Borgarráð Reykjavíkur hefur synjað um leyfí til reksturs veitingahúss í Austurstræti 9
Húseigendur vilja
leign frá borginni
EIGENDUR hússins Austur-
stræti 9 hafa óskað svars frá borg-
arráði um hvort Reykjavíkurborg
muni greiða þeim leigu fyrir hús-
næðið meðan beðið er endurskoð-
unar á deiliskipulagi miðbæjarins.
Borgarráð hefur synjað umsókn
eigendanna um að leyfi til að reka
veitingastað en ekki verslun í hús-
inu.
Fjölskylda Hauks Jacobsens,
sem lést í sumar, á húsið og þar var
elsta verslun borgarinnar, verslun
Egils Jacobsens, rekin þar til í
sumar. Björgvin Ólafsson, einn eig-
endanna, segir að fjölskyldunni
finnist hún ekki fá að sitja við sama
borð og aðrir húseigendur í mið-
borginni.
Elsta verslunarhúsnæðið
„Þetta er elsta verslunarhúsnæð-
ið í Reykjavík. Við þraukuðum
lengst með verslun í miðbænum og
vorum þá búin að tapa á henni í
nokkur ár. Fyrir það að hafa
þraukað lengst virðumst við ekki
vera sett við sama borð og aðrir,“
segir Björgvin. „Það er vísað til
skipulags frá 1986 en þegar við fór-
um að kanna skipulagið og hvaða
starfsemi væri í húsnæði í miðbæn-
um komst ég að að þar sem Kaffi
París er á að vera verslun og þar
sem Kaffi Reykjavík er á að vera
verslun. Þar sem Grillhús Guð-
mundar er á að vera vöruhús. Þar
sem Kaffi Amsterdam er á að vera
verslun. Þar sem Píanóbarinn er á
að vera verslun. Þar sem Kaffi
Rómans er á að vera verslun og á
efri hæðinni hjá okkur, þar sem La
Primavera er, eiga að vera skrif-
stofur. Einu veitingastaðimir sem
eru samkvæmt skipulaginu sýnast
mér vera Óðal og Fógetinn."
Björgvin segir að fjölskyldan láti
sér mjög annt um þetta hús og
hefði gjarnan viljað leigja húsnæðið
undir annan verslunarrekstur. Eft-
ir að rekstri verslunar Egils Jacob-
sens var hætt í sumar var húsnæðið
auglýst til leigu en eingöngu aðilar í
veitingarekstri hafa sýnt áhuga á
að taka það á leigu, segir hann.
Bygginganefnd og
miiyavörður jákvæð
Björgvin Ólafsson segir að bygg-
inganefnd borgarinnar og minja-
vörður hafí veitt jákvæðar umsagn-
ir um umsókn um að hefja veitinga-
rekstur í húsinu en á fundi 19.
ágúst sl. hafi borgarráð hafnað um-
sókninni með bókun um að sam-
kvæmt gildandi skipulagi sé gert
ráð fyrir annarri starfsemi en veit-
ingahúsi í húsinu og að endurskoð-
un á starfsemi húsa á svæðinu verði
ekki samþykkt fyrr en nýtt
deiliskipulag liggi fyrir.
Skreytingar úti
og inni friðaðar
Áformin sem sótt var til borgar-
innar um leyfi fyrir voru þau að
reka kaffihús á jarðhæð og í kjall-
ara hússins og að nota m.a. upp-
runalegar innréttingar að miklu j
leyti og aðrar gamlar innréttingar
sem til eru úr húsinu. Húsið er frið-
að svokallaðri b-friðun, sem tekur
til skreytinga að utan og innan.
Neglt fyrir gluggana?
Björgvin segir að fjölskyldan hafi
verið með mann á launum til þess
að fjarlægja jafnóðum veggjakrot j
af húsnæðinu og séð hefur verið um
að gera við brotnar rúður samdæg-
urs. Til þess að firra sig frekara |
fjárhagstjóni er fjölskyldan nú að
íhuga að segja upp tryggingum og
negla fyrir glugga hússins.
Frá 19. ágúst hafa húseigendurn-
ir sent borgarráði og borgarstjóra
þrjú bréf, ítrekað þar umsókn sína
og áskilið sér rétt til að krefja borg-
ina um húsaleigu og bætur hljótist
af lækkun á verðmæti hússins á al- j
mennum fasteignamarkaði. Björg- j
vin segir að þau hafi engin viðbrögð 1
fengið til þessa en þau eiga viðtal I
hjá borgarstjóra í dag.