Morgunblaðið - 11.09.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 37.
MINNINGAR
JÓNMUNDUR GUNN-
AR GUÐMUNDSSON
+ Jónmundur Gunnar Guð-
mundsson fæddist í Lang-
húsum, Fljótum, Skagafjarðar-
sýslu, 7. maí 1908. Hann lést á
heimili sínu, Sandabraut 11,
Akranesi, 25. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Akraneskirkju 3. september.
Jónmundur ólst að mestu upp á
Laugalandi á Bökkum í Vestur-
Fljótum. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Ásmundsson lengi bóndi
þar og kona hans Lovísa Gríms-
dóttir frá Minni-Reykjum. Hún var
bæði systir Dúa föður föður míns
og Margrétar móður móður
minnar. Lovísa var einhver falleg-
asta kona sem ég hef þekkt og ljúf
í lund. Dúi afí og Guðmundur voru
aldavinir, faðir minn mat Guðmund
ekki síður en föður sinn. Guðmund-
ur og Lovísa áttu nokkur börn, af
þeim komust til fullorðinsára Eug-
enía, Dúi, Eiríkur og Jónmundur.
Eugenía átti mann og dætur sem
lifðu og eiga afkomendur. Dúi fórst
með Jarlinum í stríðslok, hann átti
eina dóttur, sem á afkomendur.
Eiríkur fórst með fiskiskipinu
Mari-Önnu sem aldrei fannst, þetta
var mikil lífsreynsla. Jónmundur
giftist Valeyju Benediktsdóttur,
hún var mikil myndarkona og ljúf
í lund, þau áttu eina dóttur óg tvo
syni, sem öll eiga afkomendur.
Þegar Jónmundur var á ungl-
ingsárum, var hann hrókur alls
fagnaðar, oft komu hópar af ungu
fólki fram að Krakavöllum, þar
sem ég átti heima, þar var hann
foringi. Jónmundur var mikill
hestamaður og átti góða hesta
lengi, minnist ég þess að hann kom
á gráum gæðingi sem hann átti,
vippaði hann sér yfir grind í hliði
á veginum. Svo fluttist Jónmundur
og fjölskylda til Akraness.
Þegar hann var hættur að vinna
úti, fórum við oft að tala saman í
síma, og rifja upp ýmislegt frá göml-
um dögum og höfðum ánægju af því.
Minningin lifir.
Magna Sæmundsdóttir.
Afmælis-
o g minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblað-
inu. Til leiðbeiningar fyrir
greinahöfunda skal eftirfarandi
tekið fram um lengd greina,
frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfílegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er ennfremur unnt
að senda greinar í símbréfi -
569 1115 - og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Vinsamleg-
ast sendið greinina inni í bréf-
inu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
HRINGUR
KJARTANSSON
+ Hringur Kjart-
ansson fæddist í
Reykjavík 5. septem-
ber 1997. Hann lést
á Landspítalanum 6.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Kjartan Guð-
brandsson og Anna
Sólmundsdóttir.
Bróðir Hrings er
Atli Freyr Gíslason.
Útför Hrings fer
fram frá Fossvog-
skapellu í dag og
hefst athöfnin
klukkan 15.30.
Fórst of fljótt á drottins fund,
þó falleg sé þar birta.
Nú ertu sæll í englabyggð,
alheimsmerkið sanna.
Trúfestu og ævitryggð
þú táknar meðal manna.
Eftir sitjum hljóð og sár,
svíða hjartarætur.
Engin urðu æviár,
hugurinn því grætur.
Huggun er þó harmi gegn
að höfðum þig um stund.
Á himni lítill, ljúfur þegn
leikur sér um grund.
Ljós í heimi stutta stund,
strax þó fór að syrta.
Kveðja frá afa Guðbrandi
og Öldu.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Rit-
vinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins ! bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) —
vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýs-
ingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
SALÓMON GUNNAR ERLENDSSON
húsasmíðameistari,
Árholti 4,
Húsavík,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 13. september kl. 14.00.
Finnbjörg Jónsdóttir
og fjölskylda
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HJÖRTUR H. HJARTARSON
lögfræðingur,
Granaskjóli 64,
Reykjavik,
sem andaðist á Landspítalanum 4. sept. sl.
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 12. september kl. 15.00.
Rósa Björg Karlsdóttir,
Karl Á. Hjartarson, Elísabet S. Valdimarsdóttir,
Ragnar Hjartarson,
Daníel Andri Karlsson.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÓLAFS STEINARS VALDIMARSSONAR, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóra, verður aðalskrifstofa samgönguráðu-
neytisins lokuð eftir hádegi föstudaginn 12. september 1997.
Samgönguráðuneytið.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
EINAR ÓLAFSSON
landpóstur,
Ægissíðu,
Rangárvallasýslu,
sem lést miðvikudaginn 3. september síðast-
liðinn, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laug-
ardaginn 13. september næstkomandi kl. 14.00.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frfmannsson,
Guðmundur Einarsson, Aðalheiður Högnadóttir,
Guðný Einarsdóttir,
Anna Sigurlín Einarsdóttir, Smári Baldursson,
Ólafur Einarsson, Steinunn B. Svavarsdóttir
barnabörn og systkini hins látna.
**•
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
RAFN JÚLÍUSSON,
Laugarásvegi 17,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. september.
Útför hans fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
16. september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
líknarfélög.
Kristín Guðmundsdóttir,
Sigríður Rafnsdóttir, Guðmundur Þór Björnsson,
Margrét Júlia Rafnsdótir, Steingrímur E. Hólmsteinsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SVEINBJÖRNS JÓHANNESSONAR
bónda,
Hofsstöðum,
Garðabæ.
Sigríður Gísladóttir,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Jón Ögmundsson,
Kristín Sveinbjörnsdóttir, Gylfi Matthíasson,
Jóhannes Steingrímsson,
Jóhannes Sveinbjörnsson, Soffía Böðvarsdóttir,
Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sæland,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐNÝJAR FRIÐFINNSDÓTTUR,
Fagranesi.
Friðfinnur Sigurðsson,
Guðmundur Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir,
Sigurður Óli Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Heiða Guðmundsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Þór Gestsson,
Pála Margrét Gunnarsdóttir, Sigurveig Anna Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Tjörn,
Akranesi.
Böðvar Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Halla Guðmundsdóttir,
Una Guðmundsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir,
Kristinn Guðmundsson,
Guðjón Guðmundsson,
Dóra Guðmundsdóttir,
Hrefna Aðalsteinsdóttir,
Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir,
Baldur Ólafsson,
Svanur Geirdal,
Magnús Þ. Pétursson,
Kirstín Benediktsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Ólafur G. Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.