Morgunblaðið - 12.09.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Krafa í kvóta í skilnaðarmáli
Eiglnkona útgerðar-
manns gerir 130 I
mill]óna króna krðfu í
flskveiðikvóta hans
vegna skilnaðar.
HANN má fá hundkvikindið, ég tek fiskinn. . .
Leiga íbúðarhúsnæðis fer hækkandi
20-25% hærri leiga
í mið- og vesturbæ
VEGNA mikillar eftirspurnar hefur
leiga fyrir íbúðarhúsnæði í borginni
farið hækkandi með haustinu. Al-
gengt er að leiga fyrir litla 2ja her-
bergja íbúð sé 25-30 þúsund krón-
ur á mánuði og jafnvel hærri. Mest
er spurt um íbúðir í mið- og vest-
urbæ og er leiga þar 20-25% hærri
miðað við úthverfm. Hjá Húsnæðis-
miðlun stúdenta fengust þær upp-
lýsingar að nægt framboð væri á
herbergjum til leigu en mikil eftir-
spurn væri eftir íbúðum.
Björgvin Björgvinsson hjá Leigu-
miðluninni Ársölum ehf. segir að
mikil eftirspurn sé eftir íbúðum til
leigu en framboð allt of lítið. „Þetta
er búið að vera svona lungann af
þessu ári en frá miðju sumri hefur
verið óvenju mikil eftirspurn og lít-
ið framboð," sagði hann. Björgvin
sagðist telja að ástæðan væri sú
að fólk utan af landi leitaði í ríkara
mæli til höfuðborgarinnar auk þess
sem fólk virtist einhverra hluta
vegna vera að leita út á leigumark-
aðinn. „Við höfum ekki fundið fyrir
neinum stökkbreytingum á leigu en
hún sígur þó upp á við og þær íbúð-
ir sem koma inn á markaðinn fara
þegar í leigu,“ sagði hann.
Björgvin nefndi sem dæmi að litl-
ar tveggja herbergja íbúðir hefðu
verið leigðar á 25-28 þúsund krón-
ur. Mest væri spurt um íbúðir í mið-
og vesturbæ og getur leigan þar
verið 20-25% hærri miðað við út-
hverfin. Sagði hann að reyndar
væri spurt um íbúðir í öllum hverfum
borgarinnar og að í boði væru íbúð-
ir allt frá Kjaiarnesi suður í Voga.
Mikil eftirspurn
Dalla Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Stúdentaráðs, sagði að mikil
eftirspurn væri eftir íbúðum hjá
Húsnæðismiðlun stúdenta og mun
meiri en eftir herbergjum. „Við
fáum eina til tvær íbúðir inn dag-
lega en um 20-30 manns leita hing-
að á hveijum degi í leit að íbúð,“
sagði hún. „Við erum með mun
meira framboð af herbergjum en
þau eru ekki eins vinsæl meðal stúd-
enta.“
Sagði hún að allir fengju þó hús-
næði að lokum sem þeir sættu sig
við og hefðu efni á en það gæti
tekið nokkra mánuði. Vegna auk-
innar eftirspurnar hefur leiga
hækkað töluvert milli ára og nefndi
Dalla sem dæmi að algengt leigu-
verð fyrir 2ja herbergja íbúð væri
allt frá 30 þús. og þaðan af hærra.
Gallinn væri sá að grunnframfærsl-
an hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna hefði ekki hækkað og fengi
námsmaður í leiguhúsnæði 56 þús.
á mánuði frá lánasjóðnum, sem
dygði skammt þegar leigan hækk-
aði. Sagði hún að íbúðir í vestur-
og miðbæ væru vinsælastar meðal
stúdenta en að leigan væri svipuð
fyrir íbúðir i öllum hverfum borgar-
innar.
-----♦ ♦ ♦-----
Eldur í
gröfuá
Háfsfjöru
BELTAGRAFA stórskemmdist þeg-
ar eldur kom upp í henni á Háfsfjöru
á miðvikudag. Grafan, sem notuð
hefur verið til að flytja til brotajárn
úr Víkartindi, sem verið er að hluta
í sundur í íjörunni, var mannlaus
þegar eldurinn kom upp en í gangi.
Ekki er fyllilega ljóst hvers vegna
eldurinn kviknaði en verið var að
gera við gröfuna fyrr um daginn.
Að sögn lögreglu á Hvolsvelli gekk
illa að koma vatnsbíl slökkviliðsins
á staðinn vegna slæms færis á
sandinum og var grafan því illa far-
in þegar bíllinn loks komst að henni.
Athugun á gönguleið-
um við grunnskóla
SKIPULAGS- og umferðamefnd
samþykkti á fundi sínum 8.
september sl. að gera gagngera
athugun á gönguleiðum í ná-
grenni grunnskóla borgarinnar í
samvinnu við foreldra- og kenn-
arafélög skólanna og lögregluna
í Reykjavík í þeim tilgangi að
gera skólaleiðir barna öruggari
og einfaldari.
í samþykkt nefndarinnar seg-
ir: „Á haustin þegar skólar taka
til starfa þarf sérstakrar að-
gæslu við í umferðinni ekki síst
vegna nýrra vegfarenda, skóla-
barna sem í fyrsta sinn fara til
og frá grunnskólanum sínum.
Gönguleiðir skólabarna þurfa að
vera sífellt til endurskoðunar
m.a. vegna breytinga sem verða
á gatnakerfi borgarinnar og
vegna framkvæmda umhverfis
eða við skólana. Þetta er brýnna
nú en oft áður vegna undirbún-
ings og framkvæmda við ný 30
km svæði sem fyrirhuguð eru í
borginni.“
í lok samþykktarinnar hvetur
Skipulags- og umferðarnefnd
ökumenn til að sýna aðgát í
umferðinni vegna barna á leið til
og frá skóla.
íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar
Úrval íþrótta-
greina auðveldar
valið síðar
Þessa dagana er að
taka til starfa
íþrótta- og tóm-
stundaskóli Mosfellsbæj-
ar. Skólinn er ætlaður
fyrir nemendur fyrsta til
fjórða bekkjar grunnskól-
ans þar í bæ. Að sögn
Sigurðar Guðmundssonar
íþróttafulltrúa Mosfells-
bæjar er markmiðið að
bjóða upp á fjölbreytt
íþrótta- og tómstunda-
starf sem eflir hreyfi-
færni, aga, skipulag og
félagsþroska og gerir
barninu auðvelt að velja
sér tómstundaíþrótt til að
stunda síðan áfram við tíu
ára aldur.
- Um hvaða íþrótta-
greinar og tómstunda-
starf er ræða?
„Við leggjum áherslu á að börn-
in fái tækifæri til að kynnast öllum
íþrótta- og tómstundagreinum
sem boðið er upp á á vegum fé-
laga og klúbba í bæjarfélaginu,“
segir Sigurður. „Börnin kynnast
knattspyrnu, handbolta, karate,
sundi, fijálsum íþróttum, körfu-
bolta, leiklist, dansi, golfí, hesta-
mennsku og þannig mætti áfram
telja. Þá taka þau þátt í umhverf-
isbætandi verkefnum, gróðursetja
og læra endumýtingu auk þess
em þau læra að umgangast nátt-
úruna með virðingu.“
Sigurður bendir á að með því
að virkja bömin í öflugu starfi á
þessum aldri og leyfa þeim að
kynnast sem flestu aukist mögu-
leikarnir á því að þau verði virk
síðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi
bæjarins. „Þetta er samstarfs-
verkefni bæjarfélagsins og ýmissa
félaga, ungmennafélagsins Aftur-
eldingar, hestamannafélagsins
Harðar, golfklúbbsins Kjöls,
skátahreyfíngarinnar Mosveija og
umhverfissamtakanna Mosa.“
- Hveijir munu leiðbeina
börnunum?
„Áhersla verður lögð á að fá
sérmenntað fólk á hveiju sviði til
kennslu í hinum ýmsu greinum.
Til íþróttaskólans hafa verið
ráðnir fjórir íþróttakennarar sem
munu hafa nokkurskonar yfirum-
sjón með starfinu.“
- Hvaðan fenguð þið hug-
myndina að skólanum?
„Starfið er í anda samþykktar
íþróttasambands íslands í barna-
og unglingaíþróttum. Skólinn
verður rekinn í anda þessarar
stefnuyfirlýsingar sambandsins.
Þar er megináherslan
lögð á félagslega þátt-
inn og að allir taki
virkan þátt í íþrótt-
um.“
- Hvernig fer
kennslan fram?
„Öll þjálfun fer fram “““
í leikjaformi og æfingar eiga að
vera skemmtilegar fyrii' bömin.
Þau eiga öll að öðlast tækifæri til
þátttöku og því er kostnaði stillt
í hóf. Við erum með íjögurra
mánaða tímabil þar sem sex og
sjö ára böm koma tvisvar í viku
og forráðamenn borga fyrir 2.500
krónur. Átta og níu ára börn koma
þrisvar í viku og það kostar fram
að jólum 3.500 krónur.
Börnunum er skipt í hópa á
tveggja vikna fresti og þau fara
á þann hátt hringinn, prófa sem-
sagt hverja grein í hálfan mán-
uð.“
Sigurður Guðmundsson
► Sigurður Guðmundsson
fæddist í Reykjavík árið 1960.
Hann er alinn upp á Skaga-
strönd. Sigurður lærði húsa-
smíði og kenndi við grunnskól-
ann á Skagaströnd. Hann
kenndi síðan í nokkur á við
Reykjaskóla í Hrútafirði.
Sigurður útskrifaðist árið
1992 sem æskulýðsstjórnandi
frá Eslöv í Svíþjóð. Hann tók
við starfi forstöðumanns sund-
laugar Akureyrar að námi
loknu og sinnti því starfi uns
hann tók við starfi íþróttafull-
trúa í Mosfellsbæ haustið 1996.
Sigurður hefur verið með sum-
arbúðir í Reykjaskóla í nokkur
sumur og verið virkur í félags-
starfi íþróttahreyfingarinnar
þar sem hann hefur meðal ann-
ars setið í ýmsum nefndum og
stjórnum.
Sigurður er kvæntur Hall-
dóru Halldórsdóttur og eiga
þau fjóra syni.
Fjölbreytt
starf minnkar
líkur á að
börn hætti í
íþróttum
- Það má kannski segja að
þetta sé forvarnastarf?
„Þetta er fyrsta skrefið í for-
varnarstarfi fyrir börn og ungl-
inga og þess vegna hefur bæjar-
félagið látið renna til verkefnisins
hálfa milljón króna. Mörg tíu til
ellefu ára börn finna sig ekki í
þeim íþróttum sem þau hafa byij-
að að stunda sex eða sjö ára og
hafa sig ekki í að byija í ein-
hveiju nýju sem þau þekkja ekki.
Með þessu móti erum við að
leggja grunn að því að þau geti
auðveldlega valið það sem við þau
á þegar þau verða tíu eða ellefu
ára. Það er mikilvægt fyrir ungl-
inga að hafa tómstundir og
--------- stunda íþróttir.“
- Hefur skólinn
fengið góðar viðtökur?
„Við erum mjög
ánægð með viðtökum-
ar því nú þegar er búið
að skrá hjá okkur um
50% þeirra barna sem
eru í hveijum aldurshóp í Mos-
fellsbæ. Stefnan er síðan sett á
að ná þessum fjölda upp í um 90%
að fjórum ámm liðnum.“
Sigurður segir að samkeppni
hafi verið nokkur um að fá börn
til sín milli félaga í Mosfellsbæ.
„Með þessu móti geta allir fengið
tækifæri til að kynna börnunum
það sem þeir hafa upp á að bjóða
og krakkarnir svo valið það sem
heillar.“
Reynt er að hafa námskeiðin
að skóladegi loknum en síðan er
einnig fjölbreytt starf í gangi um
helgar.