Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.09.1997, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ u h |fl V jjEg t Wr)Á JÓHANN D. Jónsson ferðamálafulltrúi útskýrir merkingar hinna ýmsu gönguleiða en þess má geta að við merkingarnar er ein- göngu notaður rekaviður. Morgunblaðið/Björn Blöndal DRÍFA Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar, afhendir Guð- mundi Bjarnasyni umhverfis- ráðherra fyrsta gönguleiða- kortið af Reykjanesbæ. At- höfnin fór fram við gamla Keflavíkurbæinn. Göngnleiðakort fyrir Reykjanesbæ gefið út Keflavík - Gefið hefur verið út gönguleiðakort fyrir Reykjanesbæ og af því tilefni var Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra boðið að vera viðstöddum kynning- una á nýja kortinu sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, sem kynnti kortið sagði að með því væri hafinn nýr áfangi í almenningsíþróttum Reykjanes- bæjar. Hún sagði að gönguleiðim- ar væru bæði um bæinn og næsta nágrenni og hefðu þær verið gerð- ar í samvinnu við landslagsarki- tekta. Flestar færu framhjá Sundmiðstöð Keflavíkur sem gæfi fólki kost á að nota aðstöðuna þar að lokinni göngu eða skokki. Jóhann D. Jónsson ferðamála- fulltrúi hafði umsjón með gerð kortsins ásamt Drífu og sagði hann að leiðunum hefðu verið gefin nöfn og þær mældar og aðgreindar og merktar með lituðum stikum. Þetta auðveldaði göngufólki og skokkur- um að fylgja slóðinni. Einnig væru örnefni við sjávarsíðuna merkt göngufólki til fróðleiks. Alls eru leiðimar 9 sem hefðu verið merktar, tvær lengstu em um 8 kílómetrar - Duusleið og Mána- leið sem liggja umhverfis Keflavík og Ytri-Njarðvík. Stystu leiðirnar eru Berg, Kotvogsleið og Thorkeli- leið sem em um 2,3 kílómetrar. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson HJÖRTUR Jónsson, sölustjóri hjá Ræsi hf., afhendir Gunnari Konráðssyni, formanni RK-deildarinnar, bifreiðina. Aðrir við- staddir eru stjórnarmenn í RK-deildinni, Guðmundur Jóhannes- son og Magna Magnúsdóttir. Sjúkrabíll innréttaður á Hvamms- tanga Hvammstanga - Rauðakross- deildin á Hvammstanga tók við nýrri sjúkrabifreið 6. september sl. Þetta er Mercedes Bens Sprinter, tveggja drifa, og leysir hún af hólmi Ford Econoline sjúkrabifreið sem keypt var fyrir nokkrum árum til deildarinnar. Þessi bifreið er ellefta af þessari gerð í fram- leiðsluröð Bens verksmiðjanna. Mun hún þjóna Hvammstanga- læknishéraði, sem nær yfir Vestur- Húnavatnssýslu og innsta hluta Strandasýslu, ásamt tveimur eldri sjúkrabifreiðum deildarinnar. Innrétting eldri bifreiðarinnar, svo og ljósabúnaður, var fluttur í nýju bifreiðina og var það verk hannað og unnið af Bifreiðasmiðju Guðmundar Jóhannessonar á Hvammstanga. Þetta er fyrsta Bens bifreiðin af þessari gerð sem útbúin er sem sjúkrabifreið á land- inu og er hún mjög vel útbúin tækjum. Bíla- og búvélasalan á Hvammstanga annaðist milligöngu með kaupin og hefur einnig selt eldri sjúkrabifreiðina til skólaakst- urs í Reykhólasveit. Verður hún innréttuð á Hvammstanga til hins nýja hlutverks. Rifu bryggju í fjáröflunarskyni Rifi - Björgunarsveitarmenn Bjargar á Hellissandi tóku nýlega að sér að rífa gamla trébryggju sem byggð var á upphafsárum landshafnarinnar í Rifi en var orð- in fúin og talin viðsjárverð. Verkið tóku þeir að sér til að afla Snæfellsdeildinni tekna til nýrra tækjakaupa. Um leið leystu þeir úr heilmiídum vanda fyrir Snæfellsbæ sem lá á að fá bryggj- una rifna og fjarlægða. Annað verkefni bíður þeirra sem er að fjarlægja stóra steypuklumpa úr lendingunni á Hellnum. Þeir leita nú ráða til að framkvæma það enda vandasamt verk. Þótt hér sé um fjáröflun að ræða fyrir sveit- ina læra þeir í leiðinni að stilla saman strengi og standa saman í aðgerðum. MorgunDlaoiö/ulatur Jens bigurosson FÉLAGAR í björgunarsveitinni Björgu á Hellissandi tóku að sér verkefni fyrir Snæfellsbæ til að afla tekna og efla samheldnina. Svartármetið ekki í hættu Vænn hængiir úr Sandá ÓSKAR Jónsson, viðgerðarstjóri hjá BGB á Dalvík, veiddi 21 punds lax í Sandá í Þistilfírði fyrir skömmu. Laxinn var hæng- ur, um 1 metri að lengd og fékkst á maðk í svokölluðum Húsahyl. Þetta er stærsti laxinn sem fengist hefur í ánni í sumar en annars var veiðin dræm hjá Ósk- ari og veiðifélögum hans. Aðeins 4 laxar komu á land á þrjár stangir á 5 dögum. Óskar hefur séð þá stærri því fyrir tveimur árum landaði hann 24 punda laxi úr Sandá og var hann sá stærsti sem fengist hafði í ánni 1 29 ár. Morgunblaðið/Sveinbjörn Jónsson LJÓST er að engin met verða sett í Svartá á þessu sumri eins og var hald manna að gæti átt sér stað er mokveiði var í ánni fram eftir sumri. Raunar hefur komið á daginn að metið var aldr- ei í hættu því fyrir hartnær aldar- fjórðungi var sumarveiðin í ánni einu sinni yfir 700 laxar og tvisv- ar yfir 600 laxar. 1995 var veið- in 547 laxar og það er talan sem útlit var fyrir að gæti verið í hættu. En allt um það, botninn hefur dottið úr veiðiskapnum í Svartá að undanförnu. „Botninn er dottinn úr veiðinni og ég býst við því að þar eigi kuldinn mesta sök. Miðað við teljarann eru enn á annað þúsund laxar þar fyrir ofan og því trú- lega mikið af laxi sem enn á eft- ir að ganga úr Blöndu í Svartá. Við þessar aðstæður er hins veg- ar ólíklegt að hann geri það. Til þess þarf að hlýna aftur. Hollin að undanförnu hafa veitt lítið, kannski 5-6 laxa og eitt hollið fékk aðeins einn lax. En þrátt fyrir þetta er heildarveiðin góð, 390 laxar, og við erum að sjálf- sögðu ánægðir með gott veiði- sumar. Talan gæti hækkað, við erum með ána til 20. september og síðan eru bændadagar til mánaðamóta," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, einn leigutaka Svartár, í samtali við blaðið. Reykjadalsá lifnar Veiði hefur verið þokkaleg í Reykjadalsá í Borgarfirði að und- anförnu. Hún er síðsumarsá, en einhverra hluta vegna hefur hún verið nánast ónýt í þónokkur árj aðeins gefið fáa tugi laxa. I gærmorgun voru komnir 66 lax- ar á land sem er talsvert meira en allt síðasta sumar og síðustu dagar hafa verið nokkuð góðir. Þannig hafði nýtt holl fengið fjóra laxa á tvær stangir eftir fyrstu vaktina og voru það bæði legnir laxar og nýkomnir, allt að 11 pund. Hermt er að menn sjái meira af laxi en síðustu sumur, en á stundum hefur hann tekið illa. Milli 40 og 50 urriðar og bleikj- ur eru og skrifaðir í veiðibókina, talsvert af því sjóbirtingur sem veiðst hefur síðustu daga. Stærsti lax sumarsins var 18 pund og Klettsfljótið er drýgsti Morgunblaðið/Stefán Hallur Jónsson HANNES V. Jónsson býr sig undir að sleppa 14 punda hrygnu á Iðunni fyrir fáum dögum. staðurinn að venju ásamt Gríms- staðaeyrum. Glæðist mjög á sj óbirtingsslóðum Veiði hefur verið að glæðast mjög á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýslum. Hávarður Ól- afsson í Fljótakróki við Eldvatn í Meðallandi sagði að um 100 fiskar hefðu komið á land á neðri svæðum Eldvatns og hefði veiði verið að glæðast. „Þetta eru yfirleitt vænir fisk- ar og þónokkrir hafa verið 12 punda. Á Botnasvæðinu, efst í ánni, hefur veiðst einn 14 punda og þar hafa menn eitthvað verið að fá ’ann líka. Það hefur ekki verið leyfð nein vorveiði hérna og þetta hefur verið sígandi upp á við síðan hún var bönnuð,“ sagði Hávarður. Sigmar Helgason hjá Veiðifé- laginu Birtingi á Klaustri sagði að veiði hefði lokið á Hólmasvæð- inu í Skaftá um mánaðamótin og hefðu veiðst 364 birtingar. „Þetta er heldur lakara en í fyrra, en Skaftárhlaupið eyði- lagði alveg tvær vikur á góðum veiðitíma," sagði Sigmar. Sigmar sagði að Birtingur væri enn frem- ur með Brúar, Laxá og vatnamót þeirra við Djúpaá á leigu og þar hefði veiði einnig verið góð. „Þetta hefur gengið vel og það er mikill fiskur. Þeir stærstu allt að 8 pund enn sem komið er,“ bætti Sigmar við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.