Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Velta Lygaverslunar jókst um 12% á fyrri árshelmingi Hagimður nam 24 milljónum króna HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaversl- unar íslands nam 24,4 milljónum króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Þetta er örlítið lakari afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum síðastliðins árs er hagnaðurinn nam tæpum 27 milljónum króna. Á sama tíma hefur velta fyrir- tækisins hins vegar aukist um 12% og nam hún 706 milljónum króna hjá samstæðunni. Þar af var velta dótturfélags þess hér á landi, Gróco hf., tæpar 36 milljónir króna. Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfja- verslunar íslands, segir að þessi veltuaukning fyrirtækisins sé í takt við þenslu markaðarins og sé ljóst að fyrirtækið hafi haldið sínum hlut. Hins vegar verði að hafa í huga að álagning hafi verið lækkuð ein- hliða af lyfjaverðsnefnd um síðustu áramót. Þá hafí rekstrargjöld jafn- framt verið hærri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Þetta skýri lítillega minni hagnað þrátt fyrir aukna veltu. Hann segir að rekstraráætlun fyrirtækisins geri hins vegar ráð fyrir betri afkomu á síðari árshelm- ingi en á þeim fyrri. Handbært fé frá rekstri Lyfja- verslunar jókst nokkuð á milli tíma- bila og nam 41,6 milljónum á fyrri árshelmingi samanborið við 35,8 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstur Ilsanta í Litháen ekki staðið undir væntingum Lyfjaversiun á um 35% hlut í lit- háeska fyrirtækinu Ilsanta UAB. Þór segir að rekstur þess hafi ekki gengið í takt við það sem áætlanir hafi gert ráð fyrir og hafi orðið um 70 milljóna króna tap af starfsemi þess á fyiri hluta ársins. Um 80 milljóna króna tap varð af rekstri fyrirtækisins á öliu síðasta ári. Þór segir nokkuð hafa gengið á eigið fé fyrirtækisins og hafi Lyfja- verslun því þurft að leggja fram 36 milljónir króna til viðbótar í formi hlutafjár. Hlutur Lyfjaversl- unar í Ilsanta UAB er nú um 35%. Þór segir að hins vegar verði að hafa hugfast að hér sé um lang- tímafjárfestingu að ræða og því verði að reikna með því að nokkurn tíma muni taka að byggja fyrirtæk- ið upp. Unnið sé að endurfjármögn- un fyrirtækisins og reiknað sé með því að afkoman muni batna nokkuð á síðari hluta ársins. „Söluþróunin hjá fyrirtækinu hefur verið mjög jákvæð og við gerum ráð fyrir um 53% söluaukn- ingu á milli árshelminga. Heildar- velta fyrirtækisins yrði þá um 250 milljónir króna. Það hefur verið töluverður kostn- aður við vöruþróun og sókn inn á nýja markaði auk þess sem af- skriftir hafa verið mjög háar vegna mikillar fjárfestingar í upphafi, en við gerum ráð fyrir því að afkoman fari batnandi og að tap félagsins á síðari árshelmingi verði um 12 milljónir króna,“ segir Þór. Lyfjaverslun íslands hf. tí Samstæða 1997 * Milljónir króna ian.-júnf jan.-júnf Rekstrarreikn. 1997 1996 Rekstra rtekjur 706,2 597,8 Rekstrargjöld 673,3 566,0 Fjármagnsgjöld (6,6) (3,7) Hagn. t. skatta 26,3 28,1 Tekju- og eignarsk. (0,9) (1.2) Hlutd. minnhl. í hagn.dótturfélags (1.0) 0,0 Hagn. tímabilsins 24.4 26,9 Efnahagsreikn. 30/6 I Eianir skuldír oo eiaiö fó: J Eignir 1.184,5 1.152,8 Eigiðfé 530,5 530,5 Skuldir 648,3 622,3 Kennitölur Eiginfjárhlutfall 46% 51% Veltufjárhlutfall 1,1% 1,7 Arðsemi eigin fjár 4,6% 9,8% Búnaðarbanki stefnir að 10% arðsemi eiginfjár Stefnir í besta árið frá upphafi AÆTLANIR Búnaðarbankans benda til að afkoma bankans á þessu ári verði sú besta í 67 ára sögu bankans. Eins og fram hefur komið nam hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 307 milljónum fyrir skatta, en var 199 milljónir á sama tímabili í fyrra. Var raunarðsemi eiginíjár fyrir skatta 15,1% fyrstu sex mánuð- ina borið saman við 10,7% í fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum sem hann sendi frá sér í tilefni af stpfnun hlutafélagsins Búnaðarbanka Islands hf. á miðviku- dag. Samkvæmt nýjum drögum að stefnumótun Búnaðarbankans stefnir bankinn að því að skila að jafnaði 10% raunarðsemi á eigin fé eftir skatta miðað við núverandi vaxtastig, en eigið fé nam um 4,4 milljörðum í lok júní. Sólon Sigurðs- son, bankastjóri, segist vonast til að þetta markmið náist á þessu ári. Hlutabréf HB og Tækni- vals lækka um rúm 10% HLUTABRÉF í Haraldi Böðvarssyni á Akranesi lækkuðu um rúmlega 10% í gær í kjölfar þess að fyrirtæk- ið birti milliuppgjör sitt. Hlutabréf í Tæknivali lækkuðu sömuleiðis veru- lega, eða um 12,5%, í fyrstu viðskipt- um frá því félagið birti árshlutaupp- gjör sitt. Eru þessar lækkanir í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á gengi hlutabréfa að undanförnu þeg- ar afkoma félaganna hefur verið lakari en búist var við. Hagnaður HB var 208 milljónir en búist hafði verið við umtalsvert meiri hagnaði eða á bilinu 350-420 milljónir. Þá var hagnaður Tæknivals um- talsvert minni á fyrri árshelmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra eða 8 milljónir samanborið við 31 milljón árið á undan. Hlutabréfavísitala Verðbréfa- þings íslands lækkaði um 0,72% í viðskiptum gærdagsins, en heildar- viðskipti dagsins námu tæpum 80 milljónum króna. RÍKISLÖGREGLU STJÓRA hafa borist þijár kærur vegna ólöglegr- ar dreifingar á Microsoft-hugbún- aði hér á landi síðustu tvo mánuði og von er á að fleiri aðilar verði kærðir á næstunni að sögn Hró- bjarts Jónatanssonar, hæstarétt- arlögmanns og lögmanns BSA, alþjóðlegra samtaka hugbúnaðar- framleiðenda, á íslandi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er BSA óformlegur félagsskapur sem starfar þannig að í hveiju landi fyrir sig er ráðinn lögfræðingur til að annast um hagsmuni samtakanna og leggja sitt af mörkum við að upplýsa al- menning um höfundarréttará- kvæði laga. Einnig á BSA gott * Olögleg dreifing á Microsoft- hugbúnaði kærð samstarf við hugbúnaðarframleið- endur í hveiju landi fyrir sig og útibú stórra hugbúnaðarframleið- enda. Ólögleg fjölföldun hugbúnaðar er víða vandamál en að sögn Hró- ar vörur frá LEGO Útsölustaðir fyrir LEGO barnaföt Spékoppar, Grafarvogi Rollingar, Kringlunni Bangsi, Bankastræti Ólavía & Oliver, Glæsibæ Embla, Hafnarfirði Ozone, Akranesi Heimahornið, Stykkishólmi Leggur og skel, ísafirði Kátir krakkar, Akureyri Bambi, Húsavík Sentrum, Egilsstöðum Lónið, Höfn Grallarar, Selfossi bjarts er algengt að vélbúnaður sé seldur með hugbúnaði sem viðkom- andi söluaðili hefur ekki leyfi til að dreifa með vélbúnaðinum. „Yfir- leitt er það þannig að ef viðskipta- vinurinn kaupir vélbúnað af þess- um aðilum þá fylgir hugbúnaður- inn ókeypis með og öðlast söluaðil- inn þannig forskot á samkeppnis- aðilana sem eru að selja löglegan hugbúnað á hærra verði. I öðru lagi er um að ræða sölu á geisla- diskum sem búið er að afrita hug- búnað inn á frá mörgum aðilum og seldir eru fyrir slikk. I þriðja lagi eru menn að flytja inn eftirlík- ingar á viðurkenndum hugbúnaði og selja á mun lægra verði en upprunalegi búnaðurinn er seldur á.“ Hróbjartur segir að í könnun sem BSA lét gera á þeim þjóðfé- lagslegu áhrifum sem ólögleg dreifing á pakkahugbúnaði í Evr- ópu hefur, hafi komið fram að ef ólögmætishlutfallið, sem talið er vera um 58% að meðaltali í Evr- ópu, myndi lækka í 34%, eins og það er talið vera í Bandaríkjunum, myndu skapast 187 þúsund ný störf í Evrópu frá árinu 1997 til ársloka 2000. Eins myndu skatt- tekjur aukast um 166 milljarða auk annarra áhrifa á hagkerfi Evrópu- ríkjanna. „Á íslandi skiptir líka máli stærð markaðarins þar sem stóru hugbúnaðarframleiðendurnir sjá sér ekki hag í því að íslenska hugbúnaðinn fyrir svo lítinn mark- að sem sá löglegi er hér á landi. Þannig að menningaráhrifin eru gríðarlega mikil í þá átt að ekki verða til íslensk hugtök á þessu sviði,“ segir Hróbjartur Jónatans- son. Mannabreytingar hjá Eimskip VEGNA mistaka birtust ekki myndir með frétt af mannabreyt- ingum hjá Eimskip í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum um leið og myndirnar eru birtar. • HJÖRTUR Hjartar, for- stöðumaður Eimskips í Ham- borg, hefur tek- ið við starfi for- stöðumanns Eimskips í Gautaborg. Hjörtur hefur verið forstöðu- maður skrifstofu Eimskips í Ham- borg frá árinu 1994 en tók við starfinu í Gautaborg 15. ágúst sl. Hjörtur er með próf í kerfis- fræði og B.Sc. próf í viðskipta- fræði auk Cand.merc prófs í rekstrarhagfræði frá Aalborg Uni- versitetcenter. • JÓHANN V. Ólafsson, sem starfað hefur sem forstöðumaður Eimskips í Fær- eyjum, tók við starfi forstöðu- manns MGH Ltd. í Moskvu, dótturfyrirtækis Eimskips, 1. ág- úst sl. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hefur hann starfað hjá Eimskip frá 1988. manns markaðsdeildar Eimskips. Guðjón er með Cand.merc gráðu í rekstrarhagfræði frá Aalborg Universitetcenter. • GUÐJÓN Auðunsson hef- ur verið ráðinn forstöðumaður Eimskips í Ham- w borg. Guðjón % M tók við starfinu m i * l.júlísl. Guðjón gegndi áður starfi forstöðu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.