Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Söguleg atkvæöagreiðsla um stofnun skosks þjóðþings Tony Blair vill nútíma- legri stjóm- skipan Edinborg, London. Reuter. ALLT leit út fyrir í gær að meiri- hluti Skota myndi styðja tillögu um stofnun skosks þjóðþings í almennri atkvæðagreiðslu. Stofnun þjóðþings þýðir að 300 ára stjórn á málefnum Skotlands á breska þinginu í London iýkur að hluta til. Skosk dagblöð hafa verið einróma í hvatningum sínum til kjósenda um að samþykkja tillöguna og segja atkvæðagreiðsluna vera sögulegan viðburð. „Skotland stendur á tíma- mótum, og getur einungis reitt sig á grundvallarvísdóm lýðræðisins ... Ætlum við að staðfesta tilveru okk- ar á þessum sæbarða skika jarð- kringlunnar eða ætlum við að af- neita sjálfum okkur í eitt skipti fyr- ir öll?“ spurði The Scotsman í leið- ara í gær. Spurningin, sem Skotar svöruðu í gær, var tvíþætt. Annars vegar var spurt hvort stofna bæri skoskt þjóð- þing með aðsetur í Edinborg, og hins vegar hvort, ef af stofnun yrði, þinginu bæri að hafa völd til skattaá- lagningar. Áhugamál Tonys Blairs Aukið sjálfdæmi Skota og Wal- esbúa, héraðsstjórnir í Englandi og borgarstjóri í London, umbætur á lávarðadeild þingsins og konung- dæminu eru allt mikil áhugamál Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands. Yfirburðasigur Verkamanna- flokksins í þingkosningunum 1. maí veitti honum áhrifamikið umboð til að ganga gegn þeim sterku hefðum sem eru grunnurinn að breskum stjórnskipunarlögum, en þau eru að flestu leyti óskrifuð. í 18 ára valdatíð íhaldsflokksins, sem lauk með sigri Blairs, safnaðist vald í síauknum mæli til London. Það var ekki sist fyrrum forsætisráð- ERLENT Reuter EINDREGINN stuðningsmaður skosks þjóðþings, klæddur hefðbundnu, skosku pilsi heilsar með fánakveðju við kjörstað í gær. herra, Margaret Thatcher, sem fól fjölda embættismanna, sem ekki voru kjörnir heldur skipaðir af stjómmálamönnum, mikil völd til að sniðganga lýðræðislega kjörnar sveitastjórnir sem stundum létu ekki að stjórn. Blair lítur svo á, að afleiðingin hafi orðið sú, að tengsl hafi rofnað milli þeirra sem stjórna og þeirra sem stjórnað er. Nauðsynlegt sé að veita fólki á ný möguleika til þátt- töku í stjórnmálum með því að krefj- ast aukinnar ábyrgðar og dreifa valdi. Þess vegna hefur hann lagt mikla áherslu á að koma á sjálfdæmi til handa Skotum strax í upphafi kjörtímabils síns. „Þetta er allt þáttur í því, að gera stjórnlög Bretlar.ds nútímalegri, færa vald til almennings og ganga úr skugga um að Skotar geti tekið þær ákvarðanir sem hafa áhrif á Skota,“ sagði hann í Edinborg á mánudag er hann hvatti til þess að tillagan um stofnun þjóðþings yrði samþykkt Tengist friðarhorfum á Norður-írlandi Fréttaskýrendur hafa bent á, að samþykki í Skotlandi myndi veita baráttu fyrir samþykkt samskonar tillögu í Wales byr undir báða vængi, en þar verður gengið til atkvæða- greiðslu um þing 18. september. Það sé ekki tilviljun að umræðan um valddreifingu sé að ná hámarki nú, þegar útlit sé fyrir að betri möguleik- ar séu á að varanlegur friður komist á á Norður-írlandi en nokkru sinni frá því írlandi var skipt 1921. Blair hefur tekið frumkvæðið og sagt deiluaðilum á Norður-írlandi, sem hefja viðræður á mánudag, að hann muni sniðganga þá ef nauðsyn krefji og bera sáttatillögur undir almenna atkvæðagreiðslu í maí nk. Blaðið Observer skírskotaði á sunnudag til atburða liðinnar viku, er fylgdu í kjölfar fráfalls Díönu prinsessu, og sagði að „óþol almenn- ings vegna ríkjandi gildismats og innviða Bretlands var augljóst. Það þarf skilyrðislaust að færa stjórnlög- in til nútímalegra horfs. Bretar eru að þreifa sig áfram með nýja stjórn- lagasátt, og ef Skotar skorast undan merkjum nú svíkja þeir ekki einvörð- ungu sjálfa sig heldur landið allt.“ Reuter ENSKUR skáti hreinsar blóm undan ttjám meðfram götunni Mall í miðborg London í gær. Hreinsunin mun taka margar vikur. Fjarlægja blómin Iranir gramir vegna hnetubanns ESB Segja bannið sett fyrir Bandaríkin Teheran. Reuter. Alsír Uppreisn- arleiðtogi sagður fallinn París. Reuter. ALSÍRSKAR öryggissveitir hafa fellt leiðtoga Hersveita íslams (GIA), Antar Zouabri, og 78 liðsmenn hans í hernaðaraðgerð suður af Algeirs- borg, að þvl er alsírska dagblaðið A1 Khabar greiridi frá í gær. Blaðið hafði eftir „áreiðanlegum heimildum" að eftir að kennsl höfðu verið borin á þá er féllu í aðgerðum öryggissveitanna megi fullyrða að Zouabri sé þeirra á meðal. Hafi hann fallið síðdegis á þriðjudag. Zouabri hefur verið leiðtogi GIA í rúmt ár, og hafa blöð í Alsir áður flutt fregnir af falli hans, síðast í júlí eftir að öryggissveitir höfðu heij- að á uppreisnarmenn herskárra múslíma í hálfan mánuð, og fellt um 300 þeirra, að því er fréttir hermdu. Alsírsk stjórnvöld hafa aldrei gefið neinar yfirlýsingar um fréttir af falli hans. GIA eru taldar ósvífnastar þeirra samtaka herskárra, bókstafstrúaðra múslíma er barist hafa gegn stjórn- völdum I tæp sex ár, eða frá því kosningar, sem haldnar voru í land- inu í janúar 1992, voru ógildar eftir fyrri umferð, þar sem flokkur bók- stafstrúaðra múslíma hafði náð af- gerandi forystu. Um 60 þúsund manns hafa fallið I óöldinni sem geysað hefur síðan. Fyrr í vikunni fluttu alsírsk blöð fregnir af aðgerðum öryggissveit- anna, og var m.a. greint frá því að um 70 uppreisnarmenn hefðu verið felldir, og búðir þeirra í skóglendi suður af Algeirsborg brotnar. Hefðu þar fundist fylgsni á 30 metra dýpi og vel búnar birgðastöðvar og æf- ingabúðir. SKÁTAR og aðrir sjálfboðaliðar hafa hafist handa við að fjarlægja þau 10-15 tonn af blómum sem syrgjendur Díönu, prinsessu af Wales, hafa skilið eftir til minning- ar um hana við hallir bresku kon- ungsfjölskyldunnar í London. Verkið hófst í gær við Kensing- ton-höll, síðasta heimili Díönu, en mun í dag verða haldið áfram við Buckingham-höll og St. James’s- höll. Talið er að hreinsunin taki nokkrar vikur. Leikföng verða gefin barna- heimilum og nýleg blóm send á sjúkrahús. Visnuð blóm verða hins vegar notuð sem áburður á blóma- beð í Kensington-garðinum. Þrír ferðamenn að minnsta kosti hafa verið handteknir í London undanfarna daga fyrir að stela leikföngum sem skilin hafa verið eftir til minningar um prinsessuna. Tvær slóvakískar konur voru dæmdar í 28 daga fangelsisvist eftir að hafa játað því að hafa stol- ið 11 böngsum. Þá var tvítugur maður frá Sardiníu sektaður um tæpar 12.000 krónur fyrir að stela bangsa. Vegfarandi, sem var ekki ánægur með þau málalok, bætti um betur og rak honum vænt kjaftshögg er hann kom út úr dómshúsinu. ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins um tímabundið bann við innflutn- ingi á pistasíuhnetum frá íran, sem sett var nýlega, hefur vakið reiði íranskra yfirvalda. Yfirmaður sam- bands ávaxta- og hnetuútflytjenda í íran, Mohammad Hassan Shams, hélt því fram í fyrradag að bannið væri sett að undirlagi Bandaríkja- manna. Landbúnaðarráðherra írans greindi frá því í gær að hópur sér- fræðinga frá ESB hefði þegið boð um að koma til írans og skoða fram- leiðslu pistasíuhneta þar. ESB bannaði innflutning á hnet- um frá íran fram til 15. desember eftir að sýnatökur leiddu hvað eftir annað í ljós, að hættulegt eiturefni, aflatoxín Bl, var að finna í hnetun- um. Er það krabbameinsvaldandi. Hassan Shams hélt því fram að YURI Gribov og Sergei Lebedinsky, yfirmenn í rússnesku leyniþjónust- deildinni FSB, voru numdir á brott af vopnuðum mönnum í Íngushetíu við tsjetsjensku landamærin í gær. Mannrán eru algeng í Tjetsjníu en litið er á atburðinn í gær sem beina ögrun við Rússa. Rússneskum leiðtogum hótað Hvöttu Rússar til þess í gær að stjórnvöld í Tsjetsjníu drægju til baka ummæli sem varaforseti þeirra lét falla í síðustu viku. í kjöl- far harðrar gagnrýni Rússa á opin- ESB hefði ekki vandað rannsóknir sínar áður en gripið var til banns- ins. Sagði hann að sýnin, sem sýndu eiturefnainnihald, hefðu öll verið tekin úr einum og sama farminum, 125 tonnum, sem legið hefði í vöru- húsi I Dubai í tvö ár áður en hann var seldur til Hollands. Af hálfu ESB var því hins vegar haldið fram, að hættulega mikið af aflatoxíni hefði mælst í 70% allra sýna sem rannsökuð hafa verið í nokkrum aðildarríkja sambandsins. Shams sagði bannið koma írön- um afar illa og væri t.a.m. skip á leið til Evrópu með milli 5 og 6.000 tonn af pistasíuhnetum. Hnetur eru, á eftir olíu og teppum, þriðja verð- mætasta útflutningsvara írana. Helstu keppinautar þeirra í hnetu- útflutningi eru Bandaríkjamenn. bera aftöku sem fram fór í Grozny, höfuðborg Tsjetsjníu, sagðist vara- forsetinn meðal annars „gefa skít í“ Rússa og hótaði að stilla leiðtog- um þeirra upp við vegg og skjóta þá fyrir þjóðarmorð. Samskipti Tsjetsjena og Rússa, sem standa í friðarviðræðum, eftir blóðug átök sem stóðu í 21 mánuð og kostuðu tugi þúsunda lífið, hafa farið versnandi að undanförnu. Tsjetsjenar vilja fullt sjálfstæði frá Rússum en þeir telja landsvæðið hins vegar hluta Rússlands og óijúf- anlegt frá því. Yfirmönnum leyniþjón- ustu rænt í Íngushetíu Moskva. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.