Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 27
LISTIR
M
"ALÞING um sjónlistir var haldið í
Norræna húsinu nýlega og mark-
aði lok alþjóðlegrar námsstefnu um
sjónlistir sem stóð yfir síðari helm-
ing ágústmánaðar. Verkefni þátttakenda voru
kynnt og ítalski listgagnrýnandinn Liborio
Termine flutti erindi um stöðu ljósmyndarinnar
meðal sjónlista. Þátttakendur í pallborðsumræð-
um að fyrirlestri loknum voru myndlistamenn-
'irnir James Graham og Ámi Háraldsson, frá
Kanada, Hannes Lárusson, Helgi Þorgils Frið-
jónsson og listfræðingarnir Hannes Sigurðsson
og Ólafur Gíslason sem jafnframt var túlkur
fyrir Liborio Termine. Auk ofangreindra voru
kanadíski myndhöggvarinn Robin Peck og
svissneski málarinn Thomas Húber meðal kenn-
ara á námsstefnunni en erindi ítalska listgagn-
rýnandans fjallaði um verk Húbers af sýningu
hans í Listasafni íslands.
Megintilgangur námstefnunnar er sá að
hleypa erlendum straumum með virkari hætti
inn í íslenskt myndlistalíf. Það var með sam-
vinnu skipuleggjendanna Ólafs Gíslasonar,
Helga Þorgils Friðjónssonar og Iþannesar Lár-
ussonar við Sumarskóla Háskóla íslands og
Myndlista- og Handíðaskóla íslands sem al-
þjóðlega námstefnan On the Borderline var
haldin. Samhliða námstefnunni hefur staðið
yfir röð sýninga og viðburða sem nefnast On
Iceland 1997 og Hannes Lárusson hefur haft
umsjón með en margir af kennurum við sum-
arnámstefnuna hafa
jafnframt sýnt á
þessari hátíð. Að-
standendur lýstu
mikilli ánægju með
framkvæmdina og
sögðust vona að al-
þjóðleg myndlistahá-
tíð gæti orðið að ár-
legum viðburði í
menningarlífi lands-
ins og að hún ætti
eftir að vaxa og
dafna um ókomin ár.
Umræður mál-
þingsins snérust í
megindráttum um
samband ljósmyndar-
innar við aðra listm-
iðla, þar sem mál-
verkið var útgangs-
punktur. Síðar var
sjónarhornið víkkað
til almennrar um-
ræðu um sjónlistir og
sérstöðu íslands í al-
þjóðlegu samhengi.
Liborio Termine lét í ljós þá skoðun í erindi
sínu að málverkið og ljósmyndin samanstæðu
af tveimur gerólíkum þáttum. Ljósmynd sem
líktist málverki væri léleg ljósmynd en þar
með væri ekki sagt að ljósmyndun væri óæðri
öðrum listgreinum, heldur aðeins ólík. Ljós-
myndarinn leikstýrði sjóninni og vald hans
fælist í því að draga fram ákveðnar ímyndir
úr raunveruleikanum og sýna áhorfendanum
nýjar og óvæntar hliðar á heiminum. „Við
þekkjum ekki fyrirbrigði heimsins í sjálfu sér
heldur ráðum í þau af samhenginu. Vitneskja
okkar byggir á því í hvaða samhengi hlutirnir
birtast okkur og tengingar ljósmyndarinnar
við veruleikann eru allt aðrar en þær sem birt-
ast okkur í málverkinu," segir Termine. „List-
málarinn getur skapað nýjan heim í verkum
sínum en ljósmyndarinn hefur áhrif á áhorf-
andann með því að sýna heiminn í nýju ljósi.
í þessu er grundvallarmunur á ljósmyndun og
málaralist fólginn," segir Termine.
Við sjáum það sem við erum
Til að varpa ljósi á samband ljósmyndarinn-
ar við aðrar listgreinar, s.s. málaralist, fór
Termine fram á það við myndlistamanninn
Thomas Húber að hann myndaði öll smáatriði
í verki sínu Draumur Jakobs I og raðaði þeim
„Evrópa á eftir
að rífa í sig menn-
ingu ykkar “
Á málfundi um sjónlistir var rætt um samband ljósmyndar-
innar við aðra listmiðla og um hlutverk íslands í alþjóð-
legu menningarsamfélagi. Hulda Stefánsdóttir hlýddi á
rök og mótbárur fundarmanna og talaði við ítalska list-
gagnrýnandann Liborio Termine, sem heldur því fram
að Islendingar verði að vernda menningu sína fyrir alþjóð-
legum myndlistarmarkaði sem hann líkir við mannætur.
LIBORIO Termine kynnir fundargestum verkefni sem hann
lagði fyrir svissneska listamanninn Thomas Hiiber. Liborio
heldur því fram að ljósmyndirnar afhjúpi táknheim sem er
áhorfandanum hulinn i málverkum listamannsins.
saman í ljósmyndasamklippur. „Aðstaða lista-
mannsins var vissulega erfið og átti ég allt
eins von á því að hann myndi hafna beðni
minni. Verkefnið fól í sér endurskoðun og
túlkun listamannsins á eigin verki. Með ljós-
myndunum leysti Húber upp verk sitt og end-
urskapaði ímyndir sínar í nýju samhengi ljós-
myndarinnar,“ sagði Termine. „Ljósmyndunin
krefst einföldunar og ég er þeirrar skoðunar
að listamaðurinn sé af þeim sökum einlægari
og nær kjarna hugmynda sinna í ljósmyndun-
um en í málverkinu sjálfu.“
Termine segir að með verkefni Húbers hafi
gefist einstakt tækifæri til að sýna fram á það
hvernig ljósmyndatæknin getur nýst lista-
manninum í myndsköpun sinni. Hann hafi síð-
an lagt sama verkefni fyrir þátttakendur á
námsstefnunni og vinna þeirra reyndist endur-
spegla innri mann hvers og eins fremur en
að túlka verk Húbers. „Einn þátttakendanna
á námskeiðinu gaf, að mínu mati, mjög full-
nægjandi skýringu á eiginleikum ljósmyndar-
innar þegar hann sagði að í ljósmyndum sæj-
um við það sem við værum.“
Verndun menningarsérkenna
á tímum alþjóðahyggju
Termine segist hafa dregið mikinn lærdóm
af ferð sinni til íslands. „Hér fann ég heim
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ málþingi um sjónlistir í Norræna húsinu. F.v: Árni Har-
aldsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hannes Sigurðsson, Olafur
Gíslason, Liborio Termine, Hannes Lárusson og James Graham.
sem svarar spurningum sem vestrænn heimur
hefur ekki fundið svör við. Á vesturlöndum
ríkir ástand sem ég kýs að kalla trúarbrögð
tómleikans. Iðn- og vélvæðing heimsins hefur
leitt okkur til neytendadýrkunar. Menning
samtímans er orðin hluti af viðskiptaheiminum
og menningai'vitund okkar hefur sljóvgast.
Neyslusamfélagið drepur niður heim goðsagna
og tákna og án þeirra ríkir tómið í menningu
fólksins. Hjá ykkur hef ég fundið samfélag
sem býr yfir ríkulegum heimi goðsagna og
tákna," segir Termine. „Ég hef notið þeirra
forréttinda að kynnast list Helga Þorgils Frið-
jónssonar og ég held að verk hans geti haft
mjög jákvæð áhrif á evrópska menningu."
Hann segir listamanninn afhelga gamlar tákn-
myndir í málverkum sínum og setja í sam-
hengi við samtímann. Með því að draga upp
mynd af fölsku sakleysi ögri listamaðurinn
hugmyndafræði sjónlista sem sé í mikilli þörf
fyrir nýja strauma. „Vandi ykkar er fólginn í
því að Evrópa á eftir að éta ykkur upp til
agna ef þið veijið ekki menningu ykkar,“ seg-
ir Termine. „Og ef þið farið að versla með
menningu eins og hvern annan varning þá fer
eins fyrir ykkur og okkur hinum."
Árni Harðarson ljósmyndari og myndlista-
maður í Kanada hefur búið í Bandaríkjunum
frá 10 ára aldri og heimsækir nú ísland í fyrsta
sinn í 20 ár. Hann segir miklar umbreytingar
hafa orðið á íslandi á örfáum árum og við
séum nú óumdeilanlega hluti af alþjóðlegu
samhengi. Það beri ekki síst að þakka ainet-
inu. „Ég er þeirrar skoðunar að ljósmyndin
hafi nálgast mjög málverkið með þróun tölvu-
tækninnar. Möguleikar ljósmyndarinnar eru
nánast óendanlegir og blekkingin þar með
fullkomin. Listmiðlarnir tveir búa nú yfir svip-
uðum möguleikum og málverkið þarf því að
ganga í gegnum endurskoðun," segir Árni.
íslendingar þurfa meira sjálfstraust
Hannes Lárusson lýsti yfir efasemdum um
það að íslendingar gegndu hlutverki nýupp-
götvaðra sannleiksbera heimsins. Liborio
Termine væri kannski full bjartsýnn í fullyrð-
ingum sínum um mikilvægi íslands fyrir nýja
menningarstefnu í Evrópu. Hann sagði loka-
takmark námstefnunnar þó vera það að byggja
upp menningarlegt sjálfstraust hjá þjóðinni,
við þyrftum að læra að nýta okkur einangrun
landsins á jákvæðan hátt því veiklyndi væri
líka léleg afsökun fyrir því að hörfa í sífellu.
James Graham tók dæmi af indíánaþjóðum
Ameríku og menningu gyðinga og benti á að
sú hætta væri alltaf fyrir hendi að þjóðerni
yrði forsenda fyrir listsköpun einstaklinga og
hugmyndir listamannsins yrðu algjört aukaatr-
iði. Honum virtist listsköpun ísiendinga svipa
tiljarðfræði landsins. Tveir flekar rækjust
saman með tilheyr-
andi umbrotum. Á eft-
ir væri allt með kyrr-
um kjörum, engan
ræki sérstaklega
minni til þess sem átt
hefði sér stað og verk-
summerki væru fá.
Hannes Sigurðsson,
listfræðingur, taldi
mörk ljósmyndarinnar
og málverksins afar
óljós því unnið væri
með miðil ljósmyndar-
innar á margvíslegan
hátt. Hann tiltók lista-
konuna Cindy Sher-
man sérstaklega en
hún vinnur eingöngu
með miðil ljósmyndar-
innar og kvikmyndun-
ar í list sinni sem segja
mætti að fjallaði um
aflijúpanir ímynda.
„Imynd Islendinga í
augum heimsins er
ómótuð. Styrkur okkar felst í því að fólk hef-
ur ekki gert sér ákveðna skoðun á okkur og
tekur þar af leiðandi list okkar með opnari
hug en ella,“ segir Hannes. „Það ber hins
vegar að varast að tengja menningu okkar
við heimsvaldastefnu með því að segja að
vernda þurfi sakleysi okkar fyrir heiminum."
í stuttu spjalli að loknu málþingi var Li-
borio Termine beðinn um að skýra nánar frá
hugmyndum sínum um sérstöðu Islands við
samruna ólíkra menningarbrota í Evrópu.
„Evrópa eftir Nietzsche hefur leitað að já-
kvæðri hugmyndafræði. Til þess að menningin
geti orðið jákvæð þarf sterk gildi, sem raunge-
rast í goðsögnum og táknum. Þar sem Evrópa
hefur glatað sínum eigin táknum í flóði vöru-
merkja hefur þjóð sem enn býr yfir eigin tákn-
heimi mikilvægu hlutverki að gegna. Island
er á jaðarsvæði Evrópu. Á tímum fasismans
á Ítalíu var Ameríka talin vera handan landa-
mæranna. Amerískar goðsagnir urðu ein af
orsökum þess að lýðræðið bar einræðið ofur-
liði á Italíu," segir Termine. „Þið eruð landa-
mærin að Evrópu sem vill byggja upp sína
eigin einingu. Þessi eining virðist vera eining
markaðarins en byggja þarf upp einingu menn-
ingarinnar og þar getið þið haft áhrif með því
að þróa menningarleg sérkenni ykkar og kynna
umheiminum."
Samsæri í Washinglon
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó
„THESHADOW
CONSPIRACY"
Vl
Leikstjóri: George P. Cosmatos.
Kvikmyndataka: Buzz Feithans.
Handrit: Ric Gibbs og Adi Hasak.
Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Donald
Sutherland, Linda Hamilton, og
Stephen Lang. 103 min. Bandarísk.
Cinergi/ HoUywood Pictures/ Para-
mount Pictures. 1997.
Samsæriskenningakvikmyndir í
anda Olivers Stone virðast vera í
tísku í Hollywood. íslenskum bíó-
gestum er nú boðið upp á „The
Shadow Conspiracy" og „Conspiraey
Theory“ með Mel Gibson og Juliu
Roberts er væntanleg.
„The Shadow Conspiracy“ er nýj-
asta framleiðsla meðaljónsins Ge-
orge P. Cosmatos, ætti að vera kó-
mótós, sem hefur m.a. afrekað
nokkrar kvikmyndir með vöðvatröll-
inu Sylvester Stallone. Síðasta kvik-
mynd Cosmatos, „Tombstone", var
reyndar slarkfær vestri en því miður
verður ekki hægt að segja hið sama
um „The Shadow Conspiracy".
Hún á að vera spennumynd með
vænum skammti af ofsóknaræði sem
á að halda áhorfendum við efnið,
en það ætlunarverk misheppnast
gjörsamlega þó að rniklu púðri sé
eytt í að sýna stóra bróður að verki
með eftirliti í gegnum gervihnetti
og aðrar nútímagræjur. Það er eitt-
hvað mikið að þegar maður er farinn
að vonast til þess að aðalmorðinginn
(Stephen Lang) nái að drepa hetjuna
(Charlie Sheen) og helst ailar aðrar
persónur í myndinni, en þó sérstak-
lega vælulegan forsetann (Sam
Waterson).
Sheen tókst ágætlega upp í
áþekku hlutverki á síðasta ári þegar
hann lék vísindamann sem gat eng-
um treyst og átti fótum fjör að launa
í „The Arrival“. í þetta skipti er
hann aðstoðarmaður Bandaríkjafor-
seta sem áttar sig skyndilega á því
að eitthvað gruggugt er í gangi í
Hvíta húsinu þegar lík fara að
hrannast upp og reynt er að koma
honum fyrir kattarnef. Persóna
Bobby Bishop og línurnar sem hon-
um eru gefnar bjóða ekki upp á
mikið og Sheen, sem er meðaljón
eins og Cosmatos, tekst á engan
hátt að klóra sig fram úr lífvana
handritinu. Þó Sheen sé í slöppu
formi kemst hann ekki með tærnar
þar sem Linda Hamilton er með
hælana. Henni er heldur engin greiði
gerður með einstaklega tilgerðar-
legri og óþarfri persónu. Hamilton
hefur í kjölfar „Terminator“-mynd-
anna lafað á B-listanum í Hollywood
en eftir „The Shadow Conspiracy“
hlýtur hún að fara að leika í myndum
sem eru framleiddar beint fyrir
myndbandsmarkaðinn.
Myndin toppar sjálfa sig hvað
eftir annað í aulaskap og er óvilj-
andi fyndin. Dæmi 1: Þegar laun-
morðinginn Lang hefur störf byrjar
hann á því að skjóta mann sem þeyt-
ist í gegnum glerrúðu með miklu
brambolti. Aðrir í húsinu heyra samt
ekki neitt og halda áfram við iðju
sína í rólegheitum þar til þeir eru
einnig drepnir. Dæmi 2: Sheen
kemst í tölvu í Hvíta húsinu þar sem
haldið er saman greinagóðum
skýrslum um öll morðin og nafn
ábyrgðarmanns ritað þar skýrt og
greinilega. Sá hefur augljóslega litl-
ar áhyggjur af því að fela tengsl sín
við hið alræmda skuggasamsæri sem
myndin á að snúast um.
Ef fólk vill sjá almennilegar
spennumyndir með ofsóknarandblæ
legg ég til að það skreppi á næstu
myndbandaleigu og taki „Touch of
Evil“, sem „The Shadow Con-
spiracy" vitnar í, eða frönsku mynd-
ina „Divu“, en þaðan eru fengin að
láni atriði þar sem hetjan er elt af
morðingja á mótórhjóli. Einnig má
benda á „Three Days of the Cond-
or“ og „The Manchurian Candidate"
sem róa á svipuð mið en með mun
betri árangri.
Anna Sveinbjarnardóttir