Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 12.09.1997, Síða 31
30 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ • STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKNIR BANKAR STOFNFUNDIR hlutafélaganna Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf. voru haldnir í fyrra- dag. Félögin taka við rekstri samnefndra banka um áramótin. Nýtt rekstrarform þeirra er mikilvægur áfangi á leið til einkavæðingar viðskiptabanka hér á landi. Það skref þarf að stíga sem fyrst til fulls. Viðskiptabankar eru víðast hvar einkareknir í þjóðfélögum markaðsbú- skapar. Með breyttu rekstrarformi bankanna verður ábyrgð ríkisins á rekstri þeirra afnumin. Þann veg verður sam- keppnisstaða fjármálastofnana jöfnuð. Þær eiga fram- vegis að starfa á jafnréttisgrundvelli á samkeppnismark- aði. í annan stað standa orð viðskiptaráðherra til skrán- ingar hlutafélagabankanna á Verðbréfaþingi íslands. Sem og að lagaheimild til útboðs og sölu á nýju hlutafé verði nýtt að hluta í þessu skyni. íslenzkir bankar og fjárfestingarsjóðir hafa tapað feiknháum fjárhæðum í afskriftum síðustu áratugi. Að hluta til skrifast þessi töp á reikning efnahagsþrenginga í þjóðarbúskapnum og að hluta til á „rangar“ fjárfesting- ar. Einkareknar lánastofnanir, sem lúta fyrst og fremst arðsemis- og markaðslögmálum, stýra síður fjármagni í rekstrarlegar glatkistur en ríkisreknar, þar sem póli- tísk áhrif ráða ferð að hluta til eða að mestu leyti. Sá veruleiki er lóð á vogarskál einkarekinna viðskiptabanka fremur en ríkisrekinna. Þær breytingar á eignar- og rekstrarformi islenzkra viðskiptabanka, sem í sjónmáli virðast, ættu og að styrkja þá í samkeppni við erlendar lánastofnanir, sem trauðla verður umflúin. Sú skoðun hefur verið viðruð í forystugrein hér í blaðinu [18. febrúar 1996] að örugg- asta aðferðin, sem íslenzk stjórnvöld gætu beitt til þess að tryggja, að vaxtastig verði svipað hér og í samkeppn- is- og viðskiptaríkjum okkar - og til að sporna við fá- keppni á fjármagnsmarkaði - sé sú að ýta undir það með einum eða örðum hætti, að erlendir bankar hefji starfsemi hér. Allavega er það skref inn í samtímann að færa íslenzka viðskiptabanka í svipað rekstrarform og víðast hvar. Það skref þarf að stíga til fulls sem fyrst. EÐLILEGT AÐHALD SAMKEPPNISRÁÐS EÐLILEGT og jákvætt aðhald felst í þeirri ákvörðun Samkeppnisráðs að gera Pósti og síma að veita keppinautum sínum aðgang að gagnagrunni símaskrár- innar. Það er í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtæki, sem hefur árum saman safnað upplýsingum um símanúmer ein- staklinga og fyrirtækja í krafti einkaleyfis á símaþjón- ustu, neiti keppinautum, sem vilja ráðast í útgáfu tölvu- tækra símaskráa, um aðgang að þessum upplýsingum. Þetta hefur Póstur og sími engu að síður gert þegar leitað hefur verið eftir því að fá aðgang að gagna- grunni símaskrárinnar. Með ákvörðun Samkeppnisráðs eru því sköpuð jöfn samkeppnisskilyrði á nýjum markaði fyrir tölvutækar símaskrár. Forsvarsmenn fyrirtækja, sem enn njóta einkaleyfis á einhverjum sviðum atvinnustarfsemi, en eru jafnframt í samkeppni við önnur fyrirtæki á frjálsum markaði, verða að sætta sig við strangt aðhald samkeppnisyfir- valda. Raunar má halda því fram að eðlilegt sé að einka- rekin fyrirtæki á frjálsum markaði njóti vafans, ef það er álitamál hvort einokunarfyrirtæki í ríkiseigu misnota aðstöðu sína til að ná yfirhöndinni í samkeppni við þau. Yfirvöld hljóta að gera miklar kröfur til fyrirtækja, sem í skjóli einkaleyfis eða opinbers stuðnings og fyrir- greiðslu hafa náð mjög sterkri stöðu á markaðnum. Samkeppnisstaðan verður þó ekki að fullu jöfnuð nema með því að afnema ríkiseinkaleyfi á sem flestum sviðum og koma ríkiseinokunarfyrirtækjunum í einkaeigu eða leggja þau niður. TF-LÍF kyrrsett og beðið er fregna frá framleiðanda og Loftferðaeftirliti M IÐAÐ við þær lýsingar sem borist hafa frá Nor- egi eru greinilega taldar líkur á að þetta hörmu- lega slys hafi orðið með þeim hætti að eitt blað hafi losnað af spaða þyrlunnar. Ég treysti Loftferðaeft- irlitinu til að meta hvort rétt sé að stöðva flug á Super Puma-þyrlum að sinni. Auðvitað kemur það illa við okkur að missa TF-LÍF úr rekstri en það er þó bót í máli að TF-SIF er í góðu lagi,“ sagði Ben- óný Ásgrímsson, flugstjóri hjá Landshelgisgæslunni, í samtali við Morgunblaðið um miðjan dag í gær. Loftferðaeftirlitið ákvað að kyrrsetja TF-LÍF þar til fullnægj- andi upplýsingar bærust um orsakir þyrluslyssins fyrir utan strönd Há- logalands í Noregi sl. sunnudag. Jean-Louis Espes, talsmaður Eurocopter-verksmiðjanna í Frakk- landi, sagði síðdegis í gær að verk- smiðjurnar teldu ekki ástæðu til að mæla með kyrrsetningu allra véla af þessari tegund. „Við leggjum hins vegar alla áherslu á að komast að orsökum slyssins sem allra fyrst og munum láta þá sem reka Super Puma-þyrlur fylgjast með fram- vindu mála,“ sagði talsmaðurinn. Benóný sagði að Landhelgisgæsl- an hefði þegar látið skoða spaða Super Puma-þyrlunnar og allur búnaður hefði reynst í besta lagi. Nú biði Landhelgisgæslan frekari upplýsinga frá franska framleiðand- anum og Loftferðaeftirlitinu. „Ég veit ekki hvað þetta stopp verður langt og enginn getur giskað á það. Á meðan ekkert gerist kemur þetta auðvitað ekki að sök en það er bagalegt að hafa ekki stóru þyrluna til taks.“ Þessar þyrlur hafa reynst mjög vel Benóný sagði að ef þyrlublað- ið hefði losnað af þyrlunni á flugi væri það í fyrsta skipti sér vitan- lega sem slíkt gerðist á Super Puma-þyrlu. „Þessar þyrlur hafa reynst mjög vel, þær þykja ör- uggar og þess vegna hafa þær verið eftirsóttar til fólksflutn- inga,“ sagði Benóný. Aðspurður hvort Super Puma væri betri þyrla en Sikorsky, sem einnig hefur verið mikið notuð á Norðursjó, kvaðst Ben- óný ekki vilja gera upp á milli þessara tegunda. „Sikorsky er gömul hönnun, hún er ekki framleidd lengur og því er erfitt að fá í hana varahluti. Ég get því ímyndað mér að hún sé mun óhagkvæmari í rekstri en Super Puma sem er af nýrri kynslóð þyrlna. Báðar vélarnar hafa örugg- lega sína kosti og galla. Auðvitað eru til fleiri þyrlutegundir en vin- sældir Super Puma-vélanna á Norð- ursjó segja sitt um hversu öruggar þær þykja,“ sagði Benóný Ásgríms- son flugstjóri. Eurocopter telur kyrr- setiiingu ekki tímabæra Super Puma-þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, hefur verið kyrrsett að beiðni Loftferða- effcirlitsins, í kjölfar slyssins í Noregi um síð- ustu helgí þar sem þyrla sömu tegundar fórst og með henni tólf manns. Ragnhildur Sverr- isdóttir ræddi við flugstjóra hjá Landhelgis- gæslunni og talsmann Eurocopter, fransks framleiðanda þyrlunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg SUPER Puma-þyrla Landhelgisgæslunnar, sem notuð var við björgun 39 manna úr sjávarháska á sex daga tímabili í mars sl., hefur verið kyrrsett og stendur óhreyfð í flugskýli gæslunnar. Espes sagði að verksmiðjurnar hefðu látið alla þá, sem reka Super Puma-þyrlur, vita af slysinu í Nor- egi og rannsókn á orsökum þess. „Við munum láta þessa aðila vita um leið og við verðum einhvers vís- ari,“ sagði hann. Aðspurður hvort Éúrocopter myndi mælast til að all- ar Super Puma-þyrlur yrðu kyrr- settar á jörðu niðri sagði hann að verksmiðjurnar teldu of snemmt að grípa til slíkra ráða. „Ef eigendur þyrlnanna eða loft- ferðayfirvöld einhverra ríkja telja ástæðu til að kyrrsetja þyrlurnar er auðvitað ekkert við því mati að segja. Verksmiðjurnar telja hins vegar ekki ástæðu til að grípa til slíkra ráða að svo stöddu." 450 Super Puma- þyrlur í notkun Espes benti á að um 450 Super Puma-þyrlur væru í notkun um all- an heim og þeim hefði samtals ver- ið flogið í um 1,5 milljónir stunda. „Þetta eru mjög öruggar vélar. Við ieggjum mjög mikla áherslu á að komast að því sem allra fyrst hvað orsakaði slysið í Noregi en við meg- um ekki missa sjónar á því að beita mikilli nákvæmni í rannsóknum okkar.“ Kyrrsetning einka- aðila óvenjuleg Fyrirtækið Helicopter Services, sem átti þyrluna sem fórst, ákvað á miðvikudag að kyrrsetja þyrlu- flota sinn sem er í Noregi, Ástralíu og Bretlandi. Þrír breskir flugrekstraraðilar ákváðu í kjölfarið að gera slíkt hið sama og gáfu út yfirlýsingu um að óvíst væri hve lengi kyrr- setningin myndi vara, að því er fram kemur í fréttaskeyti Reut- er. Þar er einnig haft eftir sér- fræðingum á sviði flugöryggis að þetta væri óvenjulegt og mjög eðlilegt væri að Eurocopter- verksmiðjurnar biðu með að leggja slíkt til. „Kyrrsetning er óvenjuleg því flug þyrlnanna var ekki stöðvað af yfirvöldum," er haft eftir David Learmount, rit- stjóra tímaritsins Flight Intern- ational. „Þetta ber vissulega vott um mikla varfærni því eng- in sönnunargögn styðja þessa ákvörðun.“ Of snemmt að grípa til kyrrsetningar „Hópur sérfræðinga Eurocopter-verksmiðjunum fór á miðvikudag til Óslóar til að rann- saka þá hluta úr þyrlunni sem fund- ust. Þyrlan sjálf sökk, sem gerir okkur miklu erfiðara fyrir við rann- sóknina en ella. Við munum þó leggja sérstaka áherslu á að rann- saka þyrlublaðið sem fannst og ég frá vona að málið skýrist fyrir helg- á ina,“ sagði Jean-Louis Espes, tals- maður Eurocopter í Frakklandi, framleiðanda Super Puma-þyrlna, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Eini hlutinn sem hægt er að rannsaka Þá hefur Reutere ftir sérfræð- ingum að rannsóknin beinist að þyrlublaðinu af þeirri einu ástæðu að það sé eini hlutinn úr vél þyrlunn- ar sem hafi fundist en ekki vegna þess að ástæða sé til að halda að það hafi átt þátt í slysinu. David Learmount staðfestir hins vegar að Super Puma-þyrlan sé örugg vél. „Þetta er mjög góð þyrla enda mik- ið notuð.“ Olíklegt að þyrilblað hafí losnað af á flugi ÓLÍKLEGT þykir að þyrilblað hafi losnað á flugi af norsku Super Puma-þyrlunni sem fórst í Norð- ursjó á mánudagsmorgun. Ági- skanir norskra rannsóknaraðila í þá veru reyndust á röngum rökum reistar, að því er Finn Heimdal, framkvæmdastjóri norsku flug- slysarannsóknarnefndarinnar, tjáði Aftenposten í gærkvöldi. Höfðu franskir sérfræðingar frönsku verksmiðjunnar Eurocopter þá leitt í ljós, að skemmdir í gengjum þyrilblaðs, sem fundist hefur, bendi til þess að blaðið hafi losnað frá þyrilkoll- inum eftir brotlendingu þyrlunnar í sjó. Norskir rannsóknaraðilar sögðu í viðtölum við fjölmiðla í gær, að að ró, sem heldur hverju hreyfilblaðanna fjögurra á þyril- kollinum, virtist hafa losnað af á flugi. Heimdal sagði hins vegar í gærkvöldi, að gleymst hefði að reikna með ákveðnum sveigjan- leika, sem væru í róarstæðinu. Festingar hennar gætu víkkað örlítið undir gífurlegu álagi og kynni það út af fyrir sig að leiða til þess að róin missi örlitla festu og spýtist af við árekstur, að sögn Heimdals. Rannsóknir, sem sér- fræðingar Eurocopter aðstoðuðu við í gær, leiddu í ljós, að skemmd- ir í gengjum þyrilblaðsins eru sam- bærilegar við skemmdir í gengjum á þyrilblöðum Super Puma-þyrlu sem fórst á Spáni. Sú þyrla flaug í jörðina og brotnuðu spaðar af eftir brotlendingu. Höfðu sérfræð- ingarnir myndir af þeim til saman- burðar við þyrilblað norsku þyrl- unnar. Ileimdal sagði við Aftenposten að nú væri einungis hægt að segja, að slysið hefði borið mjög skyndi- lega að fyrst áhöfnin hefði ekki getað sent út kall. Hann sagði að ná þyrfti flaki hennar af hafsbotni áður en hægt yrði að slá nokkru föstu um hvað olli því að hún fórst. I gærkvöldi námu breskir sérfræð- ingar hljóðmerki af hafsbotni sem þeir töldu vera frá neyðarsendi þyrlunnar. Vonast var til þess að staðsetja mætti flakið sl. nótt og kanna það með fjarstýrðri neðan- sjávarmyndavél í dag. Hart keyrðir Þyrlufyrirtækið Helikopter Service hefur verið í örum vexti, álag á flugmönnum hefur verið mikið og erfiðlega hefur gengið að stækka flugflotann og end- urnýja. Umsvif félagsins vegna olíuvinnslu í Norðursjó hafa stór- aukist á árinu. Haft er eftir starfs- fólki á oliuborpöllum að þyrluflug- menn hafi oft borið sig illa, kvart- að undan álagi bæði á þá sjálfa og þyrlurnar og sagt það farið að há öryggi. Formaður félags flug- manna hjá Helikopter Service, Tore Villard, staðfesti við Aften- posten að þeir væru undir miklu starfsálagi og hver dagur erilsam- ur. Þeir héldu sig hins vegar innan ramma þeirra reglna sem giltu og væru sáttir við sinn hlut. Skortur væri hins vegar bæði á flugmönn- um og þyrlum en í ráði væri að bæta úr hvoru tveggja. Þar sem norsk þyrlufyrirtæki hafa kyrrsett um óákveðin tíma Super Puma-þyrlur sömu gerðar og sú sem fórst hefur orðið mikil röskun á flutningum til oliubor- palla í Norðursjó. Þeim er aðalieg; sinnt á Síkorskí S61-N og nýjustu gerð Super Puma, af undirtegund- inni AS 332 L2, sem eru með nýrri tegund þyrilbúnaðar. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 31 Stjórn Landsvirkjunar samþykkir stefnu í umhverfismálum Landsvirkjun ræður sér- stakan umhverfisstj óra — imsmm UMHVERFISSTÉFNA 1. Við ætlum að vera vakandi fyrir nýjum úrlausnum í verkefnum á öllum sviðum starfseminnar sem leiða til þess að öflun og flutningur raforku verði hagkvæmari og valdi sem minnstri röskun á umhverfinu. 2. Við ætlum með glöggri yfirsýn, stöðugum umbótum og með því að setja mælanleg markmið að draga markvisst úr röskun á náttúrunni af völdum starfsemi Landsvirkjunar. 3. Við leggjum áherslu á að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækis- ins í umhverfismálum og fram koma m.a. í lögum, reglugerðum og alþjóð- legum skuldbindingum Islendinga. Jafnframt munum við setja okkur strangari kröfur eftir því sem við á í Ijósi markmiða þeirra eða umhverfisstefna okkar felur í sér. 4. Við ætlum að greina umhverfisáhrif nýrra orkumannvirkja fyrirfram og stunda rannsóknir á umhverfi þeirra bæði áður en þau verða byggð og eftir að þau komast í rekstur til þess að fylgjast með áhrifum þeirra og fyrirbyggja eftir því sem kostur er skaða á umhverfinu sem þær geta valdið en bæta úr ef ekki verður hjá honum komist. 5. Við ætlum að leitast við að hanna, byggja og viðhalda mannvirkjum okkar og nánasta umhverfi þeirra þannig að þau sómi sér vel. 6. Við ætlum í allri okkar starfsemi að vera til fyrirmyndar í meðferð náttúru- auðlinda. 7. Við ætlum að fræða starfsmenn okkar um náttúruvernd og umhverfismál og stuðla að því að þeir verði áhugasamir um þau og geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þeim efnum. 8. Við ætlum að gera sömu kröfur í umhverfismálum til þeirra aðila er vinna fyrir okkur sem verktakar og ráðgjafar og við gerum til okkar sjálfra. 9. Við ætlum að sýna samstarfsvilja í verki gagnvart stjórnvöldum umhverfis- mála, hugsamunasamtökum og almenningi. 10. Við ætlum að gera reglulega grein fyrir árangri okkar í umhverfismálum opinberlega og stuðla að málefnalegri umræðu við alla þá er láta sig umhverfismál og raforkumál varða. Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja meiri áherslu á umhverfismál í öllu starfí fyrirtækisins í framtíðinni og hefur í því skyni samþykkt sér- staka umhverfisstefnu. STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt sérstaka stefnu í umhverfísmálum sem felur m.a. í sér að ráðinn verður sérstakur umhverfisstjóri sem heyrir beint undir forstjóra fyrirtækisins. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórn- arformaður Landsvirkjunar, sagði að þessi stefna bæri vott um að fyrirtæk- ið ætlaði sér að taka umhverfismál fastari tökum og gera ákveðnar breyt- ingar á innra starfi þess til að fylgja umhverfisstefnunni eftir. Jóhannes Geir tók fram að Lands- virkjun væri ekki að marka nýja stefnu í umhverfismálum. Umhverf- ismál hefðu lengi verið mikilvægur þáttur í starfi fyrirtækisins. Hann sagði ljóst að starfsemi Landsvirkj- unar hefði margvíslega röskun í för með sér. Það væri að búa til ný stöðu- vötn, flytja til mikið af jarðefnum og færa til ár. Virkjanir hefðu ennfremur í sumum tilfellum áhrif á nytjar af landi. Á hitt bæri einnig að líta að virkjanir Landsvirkjunar væru ekki mengandi líkt og notkun á kolum og olíu, sem væru algengustu orkugjaf- arnir í dag. Hann lagði áherslu á að atvinnugreinum yrði ekki stillt upp gegn hver annarri. Orkunýting gæti t.d. vel stutt við bakið á ferðamanna- þjónustu. Stærstu ákvarðanirnar teknar af stjórnvöldum Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, sagði að Landsvirkjun starfaði í samræmi við lög og reglur sem stjórnvöld settu og Landsvirkjun gæti ekki tekið ákvörðun um byggingu virkjana fyrr en Alþingi og iðnaðarráðherra hefði veitt fyrirtækinu heimild til þess. Umdeildar ákvarðanir um virkjanir á hálendinu yrðu því ekki teknar af Landsvirkjun. Jóhann Már Maríusson, aðstoðar- forstjóri Landsvirkjunar, sagði það skyldu Landsvirkjunar að láta rann- saka þá virkjunarkosti sem fyrir hendi væru. Þegar ákvarðanir væru teknar þyrftu upplýsingar að liggja fyrir um alla þætti. Grunnrannsóknir á sviði umhverfismála væru því mikilvægar, en þær væru að stórum hluta unnar af Landsvirkjun. Nú er verið að vinna að aðalskipu- lagi miðhálendisins, en í því verður Landsvirkjun settur ákveðinn rammi sem varðar ekki síst umhverfísstefnu fyrirtækisins. Jóhannes Geir sagði að Landsvirkjun hefði ýmsar athuga- semdir fram að færa við fyrirliggjandi tillögur. Það væri hins vegar mikil- vægt fyrir Landsvirkjun að fyrir lægi samþykkt aðalskipulag fyrir hálendið. Umhverfisstefna Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði vakandi fyrir nýjum úrlausnum sem gætu dregið úr röskun á umhverfi. Jóhann Már sagðist ekki sjá fram á að í náinni framtíð kæmi fram tækni sem gerði það kleift að grafa allar rafmagnslínur í jörðu. Sú tækni sem væri til í dag þýddi að það kostaði 6-7 sinnum meira að leggja línurnar í jörð en að leggja þær á landi eins og nú er gert. Umhverfisstefnan gerir sömuleiðis ráð fyrir að Landsvirkjun setji sér mælanleg markmið um að draga úr röskun á náttúrunni. Jóhannes sagði að fyrirtækið léti mæla notkun á spilli- efnum og fylgdist með að þeim væri eytt. Fyrirtækið hefði sett sér öryggis- reglur sem ættu að draga úr líkum á að spilliefni kæmust út í náttúruna. í þessu efni hefði Landsvirkjun tekið frumkvæði. Fram kom einnig á fundi stjórnenda Landsvirkjunar með blaða- mönnum að Landsvirkjun stæði fyrir grunnrannsóknum í umhverfismálum sem væru mun umfangsmeiri en lög og reglugerðir kvæðu á um. Ástæðan væri m.a. sú að það tæki 12-15 ár að undirbúa og hanna virkjanir og ítarlegar umhverfisrannsóknir væru því ákaflega mikilvægur þáttur í und- irbúningi. Umhverfismálastarf _ Landsvirkj- unar skiptist í þrennt. I fyrsta lagi í Morgunblaðið/RAX STJÓRNENDUR Landsvirkjunar, Halldór Jónatnsson forsljóri, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson stjórn- arformaður og Jóhann Már Mar- íusson aðstoðarforstjóri voru hugsi yfir nýsamþykktri um- hverfisstefnu fyrirtækisins. umhverfisdeild sem sinnir grunnrann- sóknum á ýmsum sviðum umhverfis- mála, varðveitir gögn og hefur umsjón með samskiptum við skipulagsyfír- völd. í öðru lagi ætlar Landsvirkjun að ráða til starfa sérstakan umhverfís- stjóra og þriðji þátturinn er kynning- arstarf Landsvirkjunar í umhverfis- málum. Umfangsmiklar rannsóknir Landsvirkjun hefur í gegnum árin staðið fyrir umfangsmiklum umhverf-' isrannsóknum á ýmsum sviðum, en rannsóknir á umhverfi eru nauðsyn- legur þáttur í undirbúningi og hönnun virkjana. Sem dæmi má nefna að á vegum fyrirtækisins hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum virkjana á vöxt og viðgang fískistofna í vötnum og ám sem hafa verið virkjaðar. Áhrifín eru t.d. jákvæði í Þórisvatni og Blöndu, en neikvæð í Þingvallavatni. Hugmyndir hafa verið settar fram um hvemig megi bæta skilyrði fyrir urriða í Þingvallavatni t.d. með því að bæta möl í botn vatnsins. Á síðustu 25 árum hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á vistfræði svæðisins sunnan Hofsjökuls, í Þjórs- árverum og nágrenni. Að mati Lands- virkjunar eru þetta ítarlegustu nátt- úrufarsrannsóknir sem gerðar hafa verið á hálendi Islands. Landsvirkjun hefur einnig staðið fyrir rannsóknum á aurburði í Blöndu og Þjórsá. Rann- sóknir fyrirtækisins á breytingum á grunnvatsstöðu umhverfis lónin benda til að lónin valdi verulegri gróður- myndun á áður ógrónum svæðum. Þetta má sjá neðan við lónin við Hrauneyjafoss og Sultartanga. Samtals er það landsvæði sem farið hefur undir miðlunarlón Landsvirkjun- ar frá upphafi um 160-170 ferkíló- metrar. Þar af er tæpur helminguf gróið land. Gróðurtapið hefur verið bætt með uppgræslu, bæði í samræmi við ákvæði iandgræðslulaga og vegna samninga við hagsmunaaðila. Að mati Landsvirkjunar lætur nærri að tekist hafí að rækta jafn stórt land og glatast hefur undir miðlunarlón á sl. 30 árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.