Morgunblaðið - 12.09.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
i
r
i
►
>
y
y
>
>
>
>
I
I
P
I
I
:í
I
Opið bréf til stjórnar Lífeyris
sjóðs leigubifreiðastjóra
Frá Júlíönu Guðmundsdóttur
Bender:
„LÍTIÐ munar vesælan." Mér datt
nú þessi gamli málsháttur í hug
þegar ég fékk bréf frá Lífeyrissjóði
leigubifreiðastjóra í síðustu viku.
Þar var mér tilkynnt að vegna
slæmrar stöðu sjóðsins neyddist
stjórn hans til að lækka lífeyris-
greiðslur sjóðsins um fimm prósent
á mánuði til styrkþega til áramóta,
en þá yrði ákveðið hvað yrði gert
varðandi framhald.
Segja má að það sé varla papírs-
ins virði að skrifa okkur ekkjum
Egilsstaðir
eða Austur-
Hérað?
Frá Jóni Þórarinssyni:
ÞAÐ er mér, gömlum Héraðsmanni,
fagnaðarefni hve eindregin sam-
staða hefur náðst um sameiningu
sveitarfélaganna á Héraði austan
Lagarfljóts: Hjaltastaðaþinghár,
Eiðaþinghár,
Egilsstaðabæjar,
Vallahrepps og
Skriðdals. Þykist
ég viss um að
þetta skref muni
efla byggðina
alla í framtíðinni,
auk þess sem
sameiningin
hlýtur að verða
til mikils hag-
ræðis og nokkurs
sparnaðar þegar í stað.
En um nafn á þessu nýja, samein-
aða sveitarfélagi má ekki rasa um
ráð fram. Samkvæmt frétt í Morg-
unblaðinu í dag (10. sept.), fór fram
skoðanakönnun um það efni í tengsl-
um við atkvæðagreiðslu um samein-
inguna. Niðurstaða könnunarinnar
varð sú, að Egilsstaðir var það nafn
sem flest atkvæði fékk, og er það
skiljanlegt þar sem Egilsstaðabær
er langfjölmennasta sveitarfélagið
sem hér á hlut að máli. Næstflest
atkvæði fékk nafnið Hérað og þar
næst Austurhérað.
Egilsstaðir (eða Egilsstaðabær)
er ágætt nafn á þeim þéttbýliskjarna
sem myndast hefur á síðustu áratug-
um, aðallega í landi Egilsstaða á
Völlum. En væri það nafn sett á
nýja sveitarfélagið allt kæmu óhjá-
kvæmilega fram einkennilegar og
óviðfelldnar staðarákvarðanir. Eða
hvað finnst heimamönnum t.d. um
Unaós á Egilsstöðum, Eiða á Egils-
stöðum eða Þingmúla á Egilsstöð-
um? Þetta sýnist mér útiloka Egils-
staðanafnið. Það er of þröngt.
Hérað er fyrir löngu orðið sérnafn
á Austurlandi sem stytting á fullu
nafni Fljótsdalshéraðs. Hið nýja
sameinaða sveitarfélag er allt á
Héraði, en þar eru auk þess íjögur
(eða fimm) sveitarfélög sem samein-
ingin tekur ekki til að svo stöddu:
Fljótsdalur, Fellahreppur, Hróars-
tunga, Jökulárshlíð og jafnvel Jökul-
dalur. Samkvæmt gamalli málvenju
væri Norður-Hérað réttnefni á sveit-
arfélagi sem stofnað yrði ef þessir
hreppar norðan Fljóts kysu að sam-
einast einir sér. En velji þeir síðar
að sameinast nýja sveitarfélaginu
austan Fljóts væri Fljótsdalshérað,
eða styttra Hérað, réttnefni þess
víðlenda sveitarfélags sem þá yrði
til. En Héraðs-nafnið er of vítt á
meðan sameiningin nær ekki lengra
en nú blasir við.
Austur-Hérað (ekki Austurhérað)
er réttnefni á nýja sameinaða sveit-
arfélaginu. Egilsstaðabær og allir
hrepparnir sem nú eru að sameinast
eru á Austur-Héraði, og þar er ekki
önnur byggð. Engan mundi það
meiða þótt talað væri um Unaós,
Eiða eða Þingmúla á Austur-Héraði.
Sá sem þetta skrifar er fæddur á
Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Sá bær er
á Austur-Héraði, og sætti ég mig
við að hann væri þannig auðkennd-
ur, enda þótt eftirsjá sé í þinghár-
nafninu. Ætli Hjaltastaðaþinghá og
Eiðaþinghá séu ekki einu þinghárnar
á landinu?
JÓN ÞÓRARINSSON,
tónskáld.
þessa sjóðs um þessi mál, þar sem
mánaðargreiðslan hefur verið svo
lág, eða aðeins 3.082 kr. á mánuði
og af því er tekinn skattur svo í
mínu tilfelli hef ég fengið greiddar
2.778 kr. mánaðarlega. Ekki stórt,
en munar um er lítt er til. Nú á sem
sé að lækka þetta enn frekar um
15% (fimmtán prósent) til viðbótar
svo upphæðin sem greidd verður út
verður ekki umtalsverð þegar upp
er staðið.
Maðurinn minn var leigubílstjóri
í 50 (fimmtíu) ár og einn af stofnend-
um Hreyfils, þar af leiðandi einn af
þeim sem greiddi frá upphafi í bygg-
ingarsjóð, sjúkrasjóð, ekknasjóð, af-
mælissjóð og hvað þeir nú heita all-
ir sjóðirnir er greitt var í á tímum
er lítið var til skiptanna.
Kvittanir eða yfirlit fyrir öllu
þessu hef ég séð, lífeyrissjóðurinn
var látinn sitja á hakanum þar fyrir
fáum árum, með fyrrnefndum ár-
angri og afleiðingum. Verð ég að
segja að þetta er léleg útkoma á
langri starfsævi með löngum og erf-
iðum vinnudegi dag hvern öll 50
árin.
Ég hafði viðtal við skrifstofu fé-
lagsins þegar Ingólfur minn féll frá
og spurðist fyrir um aðstoð frá
ekknasjóðnum, er hann hafði alla tíð
greitt í. Svarið var einfalt. Engin
aðstoð af neinu tagi, ekki einu sinni
blómvöndur, en náðarsamlegast var
fáni félagsins látinn standa í kirkj-
unni við athöfnina svona til að aug-
lýsa að félaginn stæði ekki einn,
hann nyti stuðnings og verndar fé-
laga sinna síðasta spölinn.
Mig langar að spyija hvort það
sé við hæfi að skerða lífeyrissjóðs-
greiðslur til styrkþega án þess að
fá til þess samþykki sjóðsfélaga og
gefa tilhlýðandi skýringar, við erum
jú eigendur sjóðsins og sjóðanna er
við höfum greitt í, ekki satt.
Ef ellilífeyrissjóðurinn er svona
bágborinn langar mig að vita hvern-
ig staða annarra sjóða eins og bygg-
ingar- og húseignasjóða sé. Ég geri
það að tillögu minni, ef staða þeirra
leyfír, að þeir leggi fram framlag
til styrktar lífeyrissjóðnum svo hann
geti að minnsta kosti staðið við lág-
marks lífeyrisgreiðslur samkvæmt
almennum reglum.
Ég undirrituð er venjulegur ellilíf-
eyrisþegi í lífeyrissjóði verkakvenna,
þar sem ekki er af miklu að taka.
Ég get því ekki orða bundist þegar
ég verð fyrir svona framkomu og
vil gjarnan fá skýringar hvernig við
ekkjur bifreiðastjóra stöndum í
þessu tilfelli. Ég er sannfærð um
að það eru fleiri sammála mér og í
sömu stöðu.
JÚLÍANA GUÐMUNDSDÓTTIR
BENDER,
Kleppsvegi 6, Reykjavík.
VINNINGASKRA
HEiiTI)
ALOREI
HAPPA-
ÞRENNU
Þeir sem ekki fá vinning á Happaþrennuna
geta merkt miðann og skilið hann eftir á
sölustaðnum og áttvon á glæsilegum
aukavinningum.
Morgunblaðið birtir nöfn vinningshafa
á hverjum föstudegi.
4 4
HEPPNiR ÍSLEN0IM6AR HAFA Á SíflUSTU
OöGUM FENGifl ViNNiNGA A HAPPAÞRENNUR
SEM SELST HAFA A EFTÍRTÖLGUM SIöflUM
Hagkaupi, Hólagarði 50.000
Hagkaupi, Skeifunni 50.000
Söluturninum Múla, Suðurtandsbraut 26 50.000
Brautarnesti, Keflavík 100.000
Hagkaupi, Njarðvík 500.000
Söluturninum Læk, Lækjargötu 2a. Rvk 100.000
Bónus, Holtagörðum 50.000
Ársól í Garði 50.000
Borgarfirði Eystra 50.000
Bolungarvík 100.000
URVAL-UTSYN
VINN1N6SHAFAR 10. SEPTEMBER 1997
B0RGARFERÐ FYRIRTVO - MEÐ URVALIUTSYN
Hafdís Anna Ægisdóttir. Hraunbraut 19.200 Kóp.
PIONEER - HUÓMTÆKJASAMSTÆÐA
Helgi Fr. Kemp. Réttarstíg 5.735 Eskrfirði
M0NG00SE - ALVÖRU FJALLAHJÓL
Ingihjörg Atma Fjetösted, Meistaravötlum 25.107 Rvk
B0LIR - FRÁ X-TRA BÚÐINNI
Ingibjörg Hinriksdóttir, Safamýri 19.108 Rvk
S. Kolbrún Indriðadóttir. Ártandi 8.108 Rvk
Eyjólfur Hjaitarson, Dyngjuvegi 1.104 Rvk
Axet Guðmundsson. Jörfabyggð 16.400 Akureyri
Ama R. Einarsdóttir. Skótavegi 50a. 750 Fásk.
Kristján Úskarsson. Steinhótum. 401 Akureyri
Jána Björg Margeirsdóttir. Sólbakka 1.760 Breiðd.
Guörún Lísa Harðardóttir. Meistaravöllum 25.107 Rvk
Ragnar H. Svanbergsson. Laufengi 24.112 Rvk
Guðni Jónsson. Vifilsgötu 14.105 Rvk
BÍÓMIÐAR - FYRIRTVO
Tryggvi / Kristófer Mássynir. Sundlaugavegi 7.105 Rvk
Jón Ragnar Gunnarsson. Borgarbraut 25.510 Hólmavik
Aðatsteinn Svan Hjelm. Miðvangi 2.220 Htj.
Hetga G. Asgeirsdóttir. Htíðarfiaga. 601 Akureyri
Ásrún Ingvarsdátör, Réttarbakka 19.109 Rvk
Gudrún E Björgálfsdóttir. Yrsufelli 1.111 Rvk
Lúlla Kr. Nikutásdóttir. Grænási 1a. 240 Njarðvtk
Konný Hákonar. SmárahUð 18e. £00 Akureyri
Torfi Sigurðarson. Kottröð 4.700 Egilstaðir
Birgir K. Ragnarsson. Flúðarseti 12.109 Rvk
Albert Sigurísson. Hétsvegi 7.680 Þórshöfn
Elin Einarsdóttir. FffuseU 21.109 Rvk
Ágústa N. Þorsteinsdóttir. Mávahb'ö 4.105 Rvk
Karen Rut Konráösdótbr. Sunnuvegi 10.480 Þórshöfn
Sigríður Þ. Sæmundsdátfir. Lækjarbraut 14.851 Heltu
flö PIONEER'
The Art of Entertalnment dlvÖPU fi
í NIESTU VIKU VERfiUR
ÖRESIN ÖT FERfl
" TiLMEXíKó FVRíR TVfl
\HA*m ^iSiiinÉw
olla / HASKOLABIÓ
Jón
Þórarinsson