Morgunblaðið - 12.09.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 51
FOLKI FRETTUM
Mótettukór
HaUgrímsldrkju
býður góðum tenórum og bössum til samstarfs
á spennandi starfsári.
Upplýsingar hjá Herði Áskelssyni,
vs. 510 1000 eða hs. 5511019.
Jeff finnur eig
inkonu sína
hvergi þegar
hann kemst
loksins á
jeppanum til
arinsþar
þau ætluðu
að hittast.
Kvikmyndir/Sambíóin sýna spennumyndina Breakdown með
Kurt Russell, J.T. Walsh og Kathleen Quinlan í aðalhlutverk-
um. Myndin fjallar um hjón sem lenda í hremmingum
ÝMISLEGT gengur á þegar Jeff reynir sitt ítrasta til að finna
eiginkonu sína sem virðist hafa horfið sporlaust.
Stutt
Best stofnar
hljómsveit
þ- TROMMULEIKARINN Pete
Best var rekinn úr Bítlunum áður
en þeir slógu í gegn og Ringo
Starr kom í hans stað. Best hef-
ur nú byijað feril sinn að nýju
og sett saman hljómsveit.
Flestir meðspilarar hans
voru ekki fæddir þegar Bítl-
arnir lögðu upp Iaupana árið
1970. Best, sem er 55 ára,
segir að hljómsveitin muni
flytja Bítlalög og vinsæl lög
frá sjötta áratugnum.
„Það hefði verið auðvelt
fyrir mig að velja meðspil-
ara frá Bítlaárunum, en
eftir að hafa velt vöngum
ákvað ég að stofna hljóm-
sveit sem væri meira í
anda tíunda áratugarins;
kraftmikla hljómsveit."
Verðlaun djass-
gagnrýnenda
► SAMTÖK djass-gagnrýnenda
í New York, sem samanstanda
af þrettán rithöfundum, hafa
veitt tónlistarmönnum viður-
kenningu fyrir framlag sitt 1997.
Verðlaunin vekja athygli vegna
þess að samtökin endurspegla
viðhorf þröng-s hóps gagnrýn-
enda í New York, sem eru áber-
andi í djassheiminum.
Utan alfaravega
Hefur von-
lausa leit að
eiginkonu
sinni
ÞAU
Jeff (Kurt Russ-
ell) og Amy (Kathleen Quinl-
an) lenda í vandræðum þegar
nýi jeppinn þeirra bilar í
dreifbýlinu.
Þeir sem hlutu viðurkenningu
voru Ornette Coleman, saxafón-
leikari og lagasmiður, sem tón-
listarmaður ársins, Benny Cart-
er, saxafónleikari og lagasmiður,
fyrir æviframlag sitt til djasstón-
listar, Matt Wilson, trommuleik-
ari, sem besti nýi listamaðurinn,
og Cassandra Wilson, sem besti
söngvari.
Frumsýning
ÞAÐ eru ósköp venjuleg banda-
rísk hjón sem eru á ferðalagi
í bíl sínum um suðvesturríki
Bandaríkjanna á leiðinni frá Boston
til San Diego þar sem þau ætla að
setjast að og byrja nýtt líf. Þau
ákveða að fara fáfarnari leið þar sem
útsýnið er stórbrotnara en ef farið
er eftir hraðbrautunum skemmstu
leiðina. Þau gera sér fullkomlega
grein fyrir því að fyllsta ástæða er
til að fara varlega jafnvel þótt þau
séu á glænýjum jeppa sem ætti að
komast hvert á iand sem er. Ferða-
lagið reynir hins vegar á taugar
þeirra Jeffs (Kurt Russell) og Amy
(Kathleen Quinlan) þegar þau sleppa
naumlega við að lenda í árekstri við
ökuníðing sem svínar á þeim á
trukknum sínum, og ekki batnar
ástandið þegar jeppinn bilar skyndi-
lega þar sem þau eru stödd óravegu
frá næsta mannabústað og utan
símasambands. Flutningabíll kemur
hins vegar á vettvang og ___________
vingjarnlegur bílstjórinn,
Red (J.T. Walsh) gefur sig
á tal við þau. Hann kíkir
á jeppann og kemst að
þeirri niðurstöðu að vélin
hafí ofhitnað og ekkert sé
annað fyrir þau skötuhjúin
að gera en bíða róleg. Hann býðst
til að skutla Jeff að áningarstað
flutningabílstjóra sem er nokkrar
mílur í burtu, en þar geti hann hringt
eftir dráttarbíl frá næsta þorpi. Eftir
smáhik ákveða þau að Amy fari með
Red en Jeff verði eftir og gæti
aleigu þeirra sem er í
jeppanum. Skömmu
eftir að Amy fer með
Red rekur Jeff augun í
víra sem virðast hafa
verið slitnir úr sambandi
í vélarhúsi jeppans og
eftir að hafa tengt þá
reynist honum hægðar-
leikur að koma farartæk-
inu í gang. Hann ekur sam-
stundis á eftir þeim Amy
og Red að áningarstaðnum
þar sem hann ætlaði að hitta
konu sína, en þar sést hvorki
tangur né tetur af henni og
enginn á staðnum hefur séð
hana. Enginn kannast heldur
við Red eða flutningabílinn
hans. Jeff hefur að því er virðist
vonlausa leit að eiginkonu sinni
og ekki líður á löngu þar til hann
lendir í kasti við náunga sem
hann átti alls ekki von á að þurfa
að komast í kynni við.
Kurt Russell heldur sig enn við
svipað heygarðshorn og í fyrri
myndum en hann er nú hægt og bít-
andi að skapa sér nafn á nýjan leik
eftir að ferill hans sem leikari virtist
á hraðri niðurleið. Kurt er fæddur
17. mars 1951 í borginni Springfield
í Massachussetts, sonur leikarans
Bing Russell sem lék aðstoðarlög-
reglumann í sjónvarpsþáttunum
Bonanza um sex ára skeið. Kurt var
aðeins 10 ára gamall þegar hann
fékk hlutverk í kvikmyndinni It Hap-
pened at the World’s Fair, sem eng-
inn annar en Elvis Presley lék aðal-
hlutverkið, en árið 1960 gerði Walt
Disney samning til 10 ára við hinn
unga leikara og undirritaði Disney
sjálfur samninginn. Þegar Kurt var
12 ára fór hann með aðalhlutverkið
í sjónvarpsþáttaröð, en á þessum
árum lék hann jafnframt í fjölda
annarra sjónvarpsþátta og mörgum
kvikmyndum fyrir Disney. Þegar tími
hans sem bamastjörnu var á enda
sneri hann sér að hafnaboltaleik og
fetaði hann þar með í fótspor föður
síns, sem hafði verið atvinnumaður
í íþróttinni áður en hann byrjaði að
_________ ieika í Bonanza. Meiðsli
sem Kurt hlaut á öxl urðu
hins vegar til þess að hann
sneri sér aftur að leiklist-
inni og árið 1979 lék hann
í sjónvarpsmyndinni Elvis,
sem John Carpenter leik-
stýrði, og hlaut hann til-
nefningu til Emmy-verðlauna fyrir
frammistöðu sína. í kjölfarið fylgdi
hlutverk í kvikmyndinni Used Cars
(1980) og ári síðar réð John Carpent-
er hann til að fara með hlutverk í
myndinni Escape from New York,
en þeir áttu síðar eftir að vinna sam-
an að myndunum The Thing (1982),
Big trouble in Little China (1986)
og Escape from L.A. (1996). Árið
1983 lék Kurt Ruseell á móti Meiyl
Streep í Silkwood og var hann til-
nefndur til Golden Globe verðlauna
fyrir hlutverkið. Ári síðar urðu svo
tímamót í lífí hans þegar hann lék á
móti Goldie Hawn í myndinní Swing
Shift. Þau féllu hvort fyrir öðru og
hafa búið saman síðan á búgarðinum
Home Run Ranch skammt frá borg-
inni Aspen í Colorado. Saman eiga
þau soninn Wyatt, en fyrir átti Kurt
soninn Boston með leikkonunni Sea-
son Hubley sem hann var kvæntur
um skeið. Næstu kvikmyndir sem
Kurt Russell lék í ollu flestar hveijar
vonbrigðum en meðal þeirra eru The
Best of Times (1986), Overboard
(1987), Tequila Sunrise (1988) og
Winter People (1989). Ferill hans
sem leikari virtist kominn í öng-
stræti þegar honum áskotnaðist hlut-
verk í Tango & Cash (1989) eftir
að Patrick Swayze hafði hafnað því.
Sömuleiðis fékk hann hlutverk í
Backdraft (1991) eftir að Dennis
Quaid hafði hafnað því hlutverki.
Þessar tvær myndir áttu stóran þátt
í að koma ferli Kurts á réttan kjöl
að nýju, og hann var aftur kominn
á listann yfir helstu stjömurnar í
Hollywood eftir að hann fór með
hlutverk Wyatt Earp í Tombstone
(1993) og hlutverk í ævintýramynd-
inni Stargate (1994) sem naut mik-
illa vinsælda. Næsta mynd hans var
Executive Decision (1996) sem einn-
ig náði talsverðum vinsældum og í
fyrra lék hann svo í Escape from
L.A. eins og áður sagði.
J.T. Walsh lék með Kurt Russell
í Tequila Sunrise, Backdraft og
Executive Decision, en meðal fjölda
annarra kvikmynda sem hann hefur
leikið í eru Good Moming, Vietnam,
A Few Good Men, The Ciient,
Outbreak og Nixon. Fyrsta kvik-
myndahlutverk Kathleen Quinlan var
í Ámerican Graffiti sem George Luc-
as leikstýrði. Meðal mynda sem hún
hefur leikið í eru The Doors, Trial
by Jury og Apollo 13.
Smiðjuvcgí 14, rauð gata,
Kópavogí, símí 587 6080
Hljóinsveítin
Sunnan tvcír
leíkur
föstudags-,
laugardags- og
sunnudagskvöld.
SNYRTILEGUR
KLÆÐNAÐUR
STÓRT
DANSGÓLF
SJÁUMST HRESS
í GALASTUÐI!