Morgunblaðið - 12.09.1997, Side 56

Morgunblaðið - 12.09.1997, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi, sími 552 2140 MUNIÐ BEAN HAPPAÞRENNUNA. AÐALVINNINGUR TVÆR TOYOTA COROLLA. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Sýnd kl. 5, 7.20, 9 og 11. B.i. 12. Eccieston Kate Winslet 1/2 GE DV TuÐE Sýnd kl. 9.15. B.i. 14. Síðustu sýningar! Sýnd kl. 4.45. B.i. 12 Sýnd kl. 7. Síð. sýn. KUN EN PIGE Meistaraverk byggt á ævi Lise NÖRGAARD, HÖFUNDAR MATADOR, VERÐUR FRUMSÝND Á MÁNUDAG KL. 7.30. LISE NÖRGAARD VERÐUR VIÐSTÖDD FRUMSÝNINGUNA. www.mrbeain.co.uk A4Mirrfflfc[ ^iiTiiiti Ámtrtáii muírim M^úriyfe:i oaS. S46A4 Alfabakka S. simi SS7 S900 og SS7 8903 ínAuuiJjyuÁm MISSiR ÞU ANOLITIÐ í OAC? assíSsiWE ★ ★★^r DV. „Fcice/off er ekki aðeins langsomlega besta mynd þessarar drslíðar heldur framúrskaran- di hröð og lífleg... frumleg, vel skrifuð og leikin fantaskemmtun sem ætli að vera auðkennd hdspenna/lífshætta. Tæknivinnslan er óaðfinnonleg, sömuleiðis taka og klipping og Travolta er í essinu sínu i tvöföldu hlulverkinu og Cage lítið síðri." SV MBL Kurt Russel er kominn afturv mynd sem færir þig á fremstu brún sætisins. Ógnvekjandi mynd um nokkuð sem gæti hent hvern sem er. I Settu þessa mynd efst á listann yfir þær myndir sem þú átt eftir að sjá. I breakdown MATTHEW BRODERICK ME(I RYAN TVEIR NIPPINU mmm ★★★ WgOSE Sýnd kl. 5, 9 og 11. Sýnd kl. 5, 6.40, 9 og 11. B.i 16. Bi Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.m4. amnr,nai Neyðarhjálp úr norðri Fjöldi listamanna leggur málstaðnum lið ANNA Kristine Magnúsdóttir, sem sér um þáttinn Milli mjalta og messu í Ríkisútvarpinu, stendur fyrir góðgerðartónleik- um í Háskólabíói 20. september nk. Bera þeir yfirskriftina „Neyðarhjálp úr norðri“ og þar verður blandað saman óperu, poppi, djassi og þjóðlögum svo fátt eitt sé nefnt. Agóði tónleikanna rennur til heimilislausra Tékka. „Þetta fólk er allslaust eftir flóðin í Tékk- landi,“ segir Anna Kristine. „Ennþá búa um 12 þúsund manns í íþróttahúsum og skól- um, enda eyðilögðust hátt á fimmta þúsund íbúðarhús. Þá fóru fjölmörg fyrirtæki í rúst, sem veldur því að fólkið er einnig atvinnulaust." Anna Kristine er sjálf af tékk- nesku bergi brotin. „Ég er fædd Mikulcáková og bar raunar það nafn til sjö ára aldurs,“ segir hún. „Þá varð pabbi að skipta um nafn af því hann gerðist íslensk- ur ríkisborgari." Heimildarmynd um tónleikana Tökulið frá tékknesku sjón- varpsstöðinni TV Prima kemur til landsins af þessu tilefni og verður gerð heimildarmynd um tónleikana. Þá kemur til greina að tékkneska ríkisútvarpið verði með dagskrá um tónleikana. Fjöldi þjóðþekktra tónlistar- manna kemur fram og gefa allir vinnu sína. Einkum verður Páll Oskar Hjálmtýsson í stóru hlut- verki, að sögn Önnu Kristine. Hann mun koma þrisvar fram og syngja m.a. tvær ballöður við undirleik píanós og fíðlu. Dans- ararnir Brynjar Örn Þorleifsson og Daníel Traustason munu stíga dans við eitt af lögum Páls PÁLL Óskar Hjálmtýsson er einn helsti hvatamaður tón- leikanna. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir k fram á tónleikunum. Óskars. Þá syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir, systir hans, við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Peter Maté, sem kvæntur er tékknesku konunni Lenku Mátéova, leikur á píanó ásamt tékkneska píanóleikaranum Pa- vel Smíd. Einnig munu flautuleikararnir Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau leika sígild verk. Alina Dubik, mezzósórpan- söngkona, syngur við undirleik Pavel Manáseks, sem er tékk- neskur píanó- og orgelleikari við Háteigskirkju. Þá kemur Ríó tríó fram ásamt Gunnari Þórð- arsyni, Gretti Björnssyni, Birni Thoroddsen, Magnúsi R. Ein- arssyni, Gunnlaugi Briem og Szymon Kuran. Bjarni Arason og milljóna- mæringai-nir stíga einnig á svið, Tríó Björns Thoroddsens kemur fram með Agli Ólafs- syni, kvennakórinn Vox Fem- inae syngur undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur og Signý Sæmundsdóttir og Björk Jóns- dóttir flytja Tvísöngva Dvor- áks ásamt Gerret Scruil. HLUTI listamannanna sem kemur fram á tónleikum hittist heima hjá Önnu Kristine á laugardaginn, f.v. Pavel Manásek, Elísabet Manásek, Alina Dubik, Peter Máté, Anna Kristine Magnúsdóttir, Margrét Pálmadóttir, Ólafur Þórðarson og Sigríður Anna Ellerup. Vanmetin snilld TOJVLIST Geisladiskur RAGGA AND THE JACK MAGIC ORCHESTRA Geislaplata samnefndrar hljómsveit- ar sem er skipuð hjónunum Ragnhildi Gísladóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni ásamt Englendingnum Mark Stephen Davies. EMI gefur út. 1.999 kr. 61 mín. RAGNHILDUR Gísladóttir og eiginmaður hennar, Jakob Frím- ann Magnússon, hafa á áralöngum listaferli sínum sýnt að þeim er margt til lista lagt. Þekktust eru þau fyrir að hafa verið í hljómsveit- inni Stuðmönn- um, sem er löngu samgróin þjóðarsálinni og hefur verið að hætta og byrja aftur í gegnum tíðina. Nýjasta ævin- týri þeirra er einnig á tónlist- arsviðinu, en á að öðru leyti fátt skylt með Stuð- mannafyrirbær- inu. Reyndar er Ragnhildur að- alsöguhetja og burðarás ævin- týrisins, sem er hljómsveitin Ragga and the Jack Magic Orchestra. Hún semur öll lögin ásamt rafhljóða- spámanninum Pylon King, Kon- ungi háspennumastursins í laus- legri þýðingu. Tónlistin er fram- sækin og á lítið skylt við gömlu úti- legulögin. Platan er meistaralega vel gerð, öll vinnubrögð og hljóðfæraleikur eru í hæsta gæðaflokki. Jakob leikur á alls kyns gamaldags orgel sem blandast skemmtilega við nýtísku- legan rafhljóðaheim Pylon-kóngs- ins. sem kann ereinileera vmisleert fyrir sér. Hljómur er einstaklega góður, en fer að einu leyti mjög í taugarnar á undirrituðum. S-hljóð- in eru deyfð með svokallaðri „díessun" (á máli hljóðmanna) sem gerir að verkum að Ragnhildur er smámælt meira og minna alla plöt- una. Það er þó ljóður lítill á ráði Galdrasveitarinnar. Lagasmíðar Ragnhildar og Pylon-kóngsins eru afbragðsgóðar og vinna á með hverri hlustun. Reyndar er furðulegt að sveitin skuli ekki hafa notið meiri hylli, enda hefur hún hlotið góða dóma í erlendum tónlistarblöðum. Kannski ræður þar slakt val á fyrstu smáskífu, sem var lagið Where Ai-e They Now? sem að mínu mati er einna slakast á plöt- unni. Platan, sem vissulega má kalla meistaraverk (a.m.k. á ís- lenskan mælikvarða), hefur verið lítið spiluð á íslenskum útvarps- stöðvum en ég vil nú beina þeim til- mælum til útvarpsmanna að kynna hana fyrir þjóðinni. ívar Páll Jónsson RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR, Jakob Magnússon og Marks Stephen Davies.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.