Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 15 AKUREYRI Horft út um gluggann ÞÓ AÐ flestum þyki gaman í skólanum og sökkvi sér ofan í lærdóminn, svona að öllu jöfnu, er nauðsynlegt að líta upp úr bókunum öðru hvoru og sjá hvað fyrir augu ber utan veggja skólastofunnar. Eins og þessir krakkar í Brekkuskóla á Akureyri. Kannski það hafi bara verið ljósmyndarinn sem var á vappi fyrir utan gluggann sem fékk þau til að gera hlé á vinnunni í þetta sinn. Verkefm Sjálfsbjargar í fullum gangi Sjálfvirkur opnunar- bunaður ÞRIGGJA mánaða átaksverkefni Sjálfsbjargar á Akureyri sem gengur út á að sem flestar verslanir, þjónustu- fyrirtæki og einstaklingar komi sér upp sjálfvirkum opnunarbúnaði á hurðir stendur nú yfir. Ætlunin er að þeir sem verða við kalli félagsins fái viðurkenningu á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember næstkomandi. Átakið hófst með útgáfu blaðsins „Létt hurð, greið leið“, sem var dreift á 6.200 staði á Akureyri og í Eyjafirði. Vænt- ir félagið þess að sem flestir taki við a hurðir sér og komi upp léttum hurðum í húsum sínum og greiði mönnum þann- ig leið. Sjálfsbjörg hefur veitt húsráðendum að Glerárgötu 26, þar sem m.a. eru skrifstofur á vegum Akureyrarbæjar, viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar hlaut viðurkenninguna „Velunnari Sjálfs- bjargar á Akureyri 1997“. Félagið hefur skorað á Sjálfsbjargarfélagið á Siglufirði að gangast fyrir átaksdegi um aðgengi fatlaðra á næsta ári. Bæjarráð Bærinn tek- ur ekki við eignum Ársólar BÆJARRÁÐ Akureyrar getur ekki lagt til að Akureyrarbær taki við eignum leikskólans Ársólar. Ráðið tekur hins vegar jákvætt í samninga um frekari stofnstyrk til leikskólans þegar nauðsynleg gögn og upplýs- ingar liggja fyrir. Bæjarráð tók til umfjöllunar tvö erindi frá leikskólanum Ársól á fundi sínum á fimmtudag, annað frá 15. júní síðastliðnum um afhendingu á húseign og búnaði ásamt skuldbind- ingum leikskólans til Akureyrarbæj- ar og hitt frá 7. júlí um frekari stofn- styrk vegna stækkunar á leikskólan- um Ársól. Skautasvell Á fundi bæjarráðs var einnig tekið fyrir erindi frá Skautafélagi Ak- ureyrar en félagið leitar eftir sam- starfi við Akureyrarbæ um byggingu yfir skautasvellið við Naustaveg. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins, vísaði því til íþrótta- og tómstunda- ráðs til skoðunar og óskar eftir til- lögu frá ráðinu um afgreiðslu þess. Smíðaverkstæði LA Leikfélag Akureyrar hefur sent bæjaryfirvöldum erindi vegna hús- næðis fyrir smíðaverkstæði félags- ins. Samþykkt var á fundi bæjarráðs tillaga bæjarstjóra þess efnis að smíðaverkstæði leikvalla bæjarins verði flutt úr leiguhúsnæði að Ós- eyri 16 í húsnæði umhverfisdeildar í Gróðrarstöðinni. Leitað verður eftir samþykki eigenda húsnæðisins að Óseyri 16 um framsal á leigusamn- ingi til Leikfélags Akureyrar. -----»■ -»-»--- Apótek á Akureyri Vaktþjónustu hætt FORSVARSMENN lyfjaverslana á Akureyri, Akureyrar apóteki og Stjörnu apóteki hafa sent bæjaryfir- völdum bréf þar sem greint er frá vaktafyrirkomulagi apótekanna á liðnum árum vegna afgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum utan hefð- bundins afgreiðslutíma. Fram kemur í bréfinu að nú sé svo komið að vegna aukinnar sam- keppni og lækkandi álagningar á lyf treysti apótekin sér ekki til að halda úti slíkri vaktþjónustu án þess að greiðsla komi fyrir og munu apótek- in að óbreyttu hætta bakvöktum frá og með 1. nóvember næstkomandi. Félagsmálastjóri Akureyrarbæjar hefur skoðað málið og haft samband við Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsu- gæslustöðina vegna þessa erindis og miðað við viðbrögð þeirra sér bæjar- ráð ekki ástæðu til að hafa afskipti af málinu. Discovery XS-V8I'V MED KRAFTA í KÖGGLUM Discovery XS-V8Í Land Rover Discovery Windsor V8i er kraftmikill jeppi sem kemur þér þangað sem þú vilt fara. Discovery Windsor er óskaþíll íslenskra jeppa- manna með 3,9 Irtra vél með beinni innspýtingu. Windsor er sérbúinn fyrir íslenskar aðstæður með ABS bremsukerfi, álfelgum, brettaköntum, tveimur sóllúgum og upphitaðri framrúðu. Staðalbúnaður í Discovery V8i er: Sæti fyrir sjö, vökva- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, útvarp og segulband, toppgrind, hliðarlistar og aðskilin miðstöð fyrir ökumann og farþega. Komdu og við hjá okkur og prófaðu þennan kraftmikla og þægilega jeppa sem nú er fáanlegur á sérlega góðu verði Discovery V8i frá 2.980.000 Discovery Windsor V8i frá 3.390.000 Suðurlandsbraut 14, sími 575 1200. Söludeild, sími 575 1210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.