Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
__________ERLENT_______
Skaðar ímynd Israels
á alþjóðavettvangi
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur að undan-
fömu sætt harðri gagnrýni vegna
árásar þriggja manna á Khaled
Mashaal, einn af forystumönnum
Hamas-samtakanna í Jórdaníu í lok
síðasta mánaðar. Árásin er talin
hafa verið framkvæmd af útsendur-
um ísraelsku leyniþjónustunnar
Mossad og hefur ekki einungis reitt
Kanadamenn og Jórdani til reiði
heldur einnig skaðað ímynd ísraela
á alþjóðavettvangi.
Forsaga málsins er sú að 25.
september réðust þrír menn að
Mashaal fyrir utan skrifstofu hans
í Amman. Mennimir náðu að
sprauta eitri í eyra Mashaals áður
en tveir þeirra vom yfirbugaðir af
lífvörðum hans. Þriðji maðurinn er
sagður hafa komist undan. Eftir
að mennimir tveir höfðu verið hand-
teknir kom í ljós að þeir höfðu kana-
dísk vegabréf. Haft var samband
við kanadíska sendiráðið sem bauð
þeim strax aðstoð sína. Mennimir
höfnuðu hins vegar aðstoð Kanada-
manna og þá vaknaði gmnur um
að ekki væri allt með felldu.
Móteitur til Jórdaníu
Fljótlega kom í ljós að mennimir
vom ísraelsmenn og tveimur dög-
um eftir árásina sendi ísraelsstjóm
mótefni gegn eitrinu til Jórdaníu
þar sem það var gefið Mashaal og
er sagt að Hussein Jórdaníukon-
ungur hafi krafist þess áður en
hann tæki upp viðræður um örlög
útsendaranna.
Eftir að þetta hafði verið gert
fóm Yitzhak Mordechai, vamar-
málaráðherra, Ariel Sharon, innan-
ríkisráðherra, og háttsettir embætt-
ismenn úr vamarmálaráðuneytinu
til Jórdaníu þar sem þeir freistuðu
þess að fá mennina látna lausa. í
kjölfarið gaf Netanyahu fyrirmæli
um að Sheik Ahmed Yassin, leið-
togi og stofnandi Hamas-samtak-
anna, skyldi látinn laus úr fangelsi
í ísrael og sendur til Jórdaníu. Yass-
in var sendur til Jórdaníu í síðustu
viku og kom til Gaza-svæðisins í
gær. Þá er talið að fleiri Hamas-
leiðtogar verði látnir lausir úr ísra-
elskum fangelsum á næstunni þrátt
fyrir að mennimir tveir séu enn í
haldi í Jórdaníu.
Gengið fram hjá Arafat
Þótt stuðningsmenn Hamas-
samtakanna fagni að vonum lausn
Yassins og annarra meðlima sam-
takanna er ánægja Palestínumanna
langt frá því að vera fölskvalaus.
í fyrsta lagi hefur ísraelsstjóm al-
gerlega gengið fram hjá Yassar
Arafat, leiðtoga Sjálfsljómarsvæða
Palestínumanna, við meðferð þessa
máls og þar með hundsað stöðu
hans og völd.
í öðm lagi benda Palestínumenn
á að skyndileg lausn Yassins og
annarra meðlima Hamas-samtak-
anna, sem veitt er á sama tíma og
ísraelsstjóm gerir sífelldar kröfur
um að forsvarsmenn palestínsku
sjálfstjómarsvæðanna handtaki
meðlimi þessara samtaka, sýni ekki
aðeins að ólíkar leikreglur gildi um
ísraelsk og palestínsk stjómvöld
heldur einnig það að mönnunum
sé haldið til hrókeringa en ekki í
öryggisskyni eins og hingað til hef-
ur verið haldið fram.
Misheppnað tilræði ísra-
elsku leyniþjónustunnar
á hendur háttsettum
Hamas-liðum í Jórdaníu
hefur vakið gagnrýni á
hendur Benjamin Net-
anyahu. Sigrún Birna
Birnisdóttir er í Jerú-
salem og fylgist með
gangi mála.
Atvikið hefur einnig skaðað sam-
skipti ísraela og Jórdana auk þess
sem það hefur sett Hussein Jórdan-
íukonung, einn helsta stuðnings-
mann ísraels í Mið-Austurlöndum,
í erfiða aðstöðu. Hussein, sem hefur
lagt mikið undir í friðarsamningum
við ísrael, á undir högg að sækja
gegn öfgasinnuðum múslimum sem
m.a. halda því fram að hann láti
ísrael vaða yfír sig og þjóð sína.
Árásin nú kemur á versta tíma fyr-
ir hann þar sem kosningar eiga að
fara fram í Jórdaníu á næstunni.
Kunni ekki að lifa við frið
ísraelsstjóm hefur enn ekki
gengist opinberlega við árásinni en
Kanadastjóm, sem áður hafði for-
dæmt notkun falsaðra kanadískra
vegabréfa, kallaði í síðustu viku
sendiherra sinn í ísrael heim vegna
þessa máls. Þó æðstu valdamenn í
Israel hafí staðið í ströngum samn-
ingaviðræðum um örlög útsendar-
anna frá því að árásin á Mashaal
var gerð tóku þeir sér frest fram
yfir nýárshátíðir gyðinga til að
bregðast opinberlega við óánægju
Kanadamanna.
Þannig náði Kanadastjóm ekki
sambandi við David Levi, utanrík-
isráðherra, fyrr en að hátíðunum
loknum á sunnudag. í ísraelskum
íjölmiðlum hefur sú skoðun komið
fram að eftir áratuga ófrið kunni
valdamenn í ísrael hreinlega ekki
að lifa við frið og viti því ekki hvern-
ig koma eigi fram við vinveittar
þjóðir.
ísraelska leyniþjónustan hefur
áður notað kanadísk vegabréf í
aðgerðum sínum þrátt fyrir endur-
tekin mótmæli Kanadastjómar. í
viðtali við Yitzak Shamir, fyrrver-
andi forsætisráðherra ísraels og
yfirmanns Mossad, sem birtist í
Jerusalem Post á mánudag, segir
hann viðbrögð Kanadamanna
dæmigerð fyrir Vesturlönd, sem
veiti stolnum vegabréfum meiri at-
hygli en sprengjum á götum Jerú-
salemborgar. I viðtalinu sagðist
Shamir þó eindregið mæla með því
að leyniþjónustan noti skjól fá-
mennra og áhrifalítilla þjóða þannig
að þegar vandamál á borð við þetta
komi upp verði þau hvorki áberandi
né dýrkeypt fyrir ísrael.
Mikil ábyrgð þjá Netanyahu
Auk þess sem þetta mál hefur
reitt Palestínumenn, Jórdani og
Kandamenn til reiði hafa þær radd-
ir heyrst í ísrael að atvikið hafi
smánað bæði leyniþjónustuna og
ísraelska ríkið á alþjóðavettvangi.
Enda sagðist Mashaal, eftir að hann
var útskrifaður af sjúkrahúsi, vera
enn ákafari í baráttu sinni gegn
ísrael en áður þar sem atburðurinn
sýni að ísraelska leyniþjónustan sé
langt frá því jafn óskeikul og ósi-
grandi og hún hafi áður virst.
Þá hafa menn haldið því fram
að Benjamin Netanyahu hafi með
því að samþykkja þessa vanhugs-
uðu áætlun sýnt fram á að hann
sé ófær um að taka afdrifaríkar
ákvarðanir fyrir hönd ríkisins. Það
virðist liggja Ijóst fyrir að mikil
ábyrgð liggi hjá honum þótt fréttum
dagblaðsins Sunday Times, þess
efnis að hann hafi þröngvað Danny
Yatom yfirmanni leyniþjónustunnar
til þessara aðgerða, hafi algerlega
verið vísað á bug.
Eftir að nýárshátíðunum lauk
hófst ríkisstjórn hans handa við að
bregðast við vandanum heima fyr-
ir. Á sunnudag kallaði Netanyahu
Ehud Barak, leiðtoga Verkamanna-
flokksins og helsta fyrirliða stjóm-
arandstöðunnar, á sinn fund þar
sem hann útskýrði fyrir honum
aðdraganda málsins. Hann frestaði
hins vegar fyrirhuguðum fundum
utanríkis- og vamarmálanefnda um
málið, að því að talið er til þess að
forðast ágang íjölmiðla. Ýmsir
þingflokkar á ísraelska þinginu
hafa þó krafist opinnar umræðu
um málið og er ætlað að hún fari
fram í byijun næstu viku.
* * * „Mér er illa við mismumin, fólk á bara að fá það sem það á skilið.
Þeir sem standa við sitt eiga ekkert að þurfa að spá íþað meira. Ég
fór í Vörðuna vegna þess að fjölskylda mín og áhugamál ganga fi/rir.
Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af gluggaumslögum. Það er fólk í
bankanum mínum sem sér um að borga reikningana mína. “
VARÐA
Landsbankinn treystir fólki eins og Elínu og veitir
því sveigjanlega fjármálaþjónustu í Vörðunni.
Hún treystir bankanum sínum og kýs það öryggi
og þau þægindi sem í því felast að hafa öll sín
fjármál á einum stað. Greiðsluþjónusta
Vörðunnar sér um að greiða reikningana fyrir
hana og dreifa greiðslubyrðinni yfir árið.
I Vörðunni er margt í boði, meðal annars:
• Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr.
án ábyrgðarmanns.
• Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábyrgðarmanns.
• Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir
aðgang að ýmsum fríðindum.
• Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða.
• Ferðaklúbbur fjölskyldunnar.
• Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa.
• Stighækkandi vextir á Einkareikningi.
• Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar
gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar.
•
•
Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað
á fjölskylda auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum
á ári í bankanum. Vörðufélagar geta einnig safnað
punktum með viðskiptum hjá Landsbréfum, með því
að kaupa F+ fjölskyldutryggingu VÍS, með ferðum hjá
Flugleiðum og nú þegar hjá yfir 160 verslunar- og
þjónustufyrirtækjum. Síðan má breyta punktum í peninga
eða nota þá sem greiðslu upp í ferðalag.
•
•
„Hafðu samband við bankann þinn og kynntu
þér víðtæka þjónustu Vörðunnar.