Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 27
Verk eftir John
Speight frum-
flutt í New York
Þrælgóð
þrenna
LEIKLIST
Lcikfclag Kópavogs
MEÐ KVEÐJU FRÁ YALTA
Þrír einþáttungar eftir Anton
Tsjekhov: Bónorðið, Um skaðsemi
tóbaksins, Björainn. Leikstjóm, leik-
mynd og búningar: Hópurinn. Lýs-
ing: Skúli Rúnar Hilmarsson. Flytj-
endur: Om Alexandersson, Ragn-
hildur Þórhallsdóttir, Frosti Frið-
riksson, Skúli Rúnar Hilmarsson,
Jóhanna Pálsdóttir, Bjami
Guðmarsson.
ÞESSIR einþáttungar eftir
Tsjekhov heita
Með kveðju frá Yalta, en samt
leggur hann núna undir sig svið
bæði í Reykjavík og Kópavogi,
þessi maður, með þrennum: Þrem-
ur systrum í Þjóðleikhúsinu og
þremur einþáttungum í Kópavogi,
ekki einleikin tala þrír enda ekki
einleikið hvernig þessi Rússi legg-
ur mannlífið bert. Á sviðinu litla
í Félagsheimili Kópavogs striplast
hver sálarflækjufellan á fætur
annarri svo glittir í breyskleikann
þeirra og okkar sem á horfum en
sem betur fer þannig að alltaf er
gaman og stundum mjög gaman.
Það er því tilvalið fyrir þá sem
sjá Þrjár systur að skreppa í Kópa-
voginn og sjá þrennuna þar. Hún
er eins og frískandi eftirréttur,
fleira bragð en eitt.
Sviðsmyndin er eins í öllum
þáttunum: Knöpp, stílhrein. Rautt
plussið, samóvarinn, silfraða
vindlingaaskjan sköpuðu það and-
rúmloft sem þurfti, og svo var
smellið að sjá bækurnar sem löpp
undir skenknum, því heimsmyndin
þarna er á fallanda fæti ... Og
það var snoturt bragð og til marks
um þá alúð sem einkennir upp-
setninguna að dreifa laufblöðum
í öllum haustsins litum á stóla
áhorfenda.
Leikararnir gera hlutverkum
sínum ágæt skil, enda hafa þeir
flestir starfað með Leikfélagi
Kópavogs alllengi og fengið dýr-
mæta sviðsreynslu. Ekki síst þótti
mér gaman að sjá Skúla Rúnar
Hilmarsson fljdja eintal sitt um
skaðsemi tóbaksins án þess að
falla í þá gryfju að ofleika. Skúli
kaus heldur að draga persónu
Mannsins konunnar sinnar hik-
andi, daufum dráttum og birti því
eðli hennar áhorfendum vel.
Framsögn var skýr og áheyrileg
í þessari þægilegu nálægð sem
umhverfið skapar sýningunni.
Þau sem standa að Með kveðju
frá Yalta gera allt vel nema eitt.
Þeim hefur láðst, eins og oft vill
verða hjá áhugahópum, að láta
vita nógu vel af sér. Þau eiga
skilið góða aðsókn.
Guðbrandur Gíslason
------» ♦ ■■»----
Sýningar
á vegum
Skruggusteins
GALLERÍ Skruggusteinn sem
starfrækt er í Kópavogi fjölgar nú
listamönnum sem að galleríinu
standa. í tilefni af afmæli og fjölg-
un listamanna munu verða haldnar
sýningar á nokkrum stöðum í
Kópavogi og mun þeim ljúka með
uppboði sem fram fer í húsakynn-
um Skruggusteins, Hamraborg
20a, Kópavogi.
Sýningarstaðir eru íslandsbanki
Hamraborg, Toyota Nýbýlavegi,
ÁTVR Dalvegi og Byko Skemmu-
vegi. Sýningarnar verða haidnar
þann 7.-24. október. Uppboðið fer
fram 25. október og munu verkin
verða boðin upp.
NÍNA Margrét Grímsdóttir mun
frumflytja nýtt píanóverk eftir John
Speight, Manhattan Moments, í
Steinway Hall í New York í kvöld.
John, sem er á listamannalaunum
til þriggja ára, er
nýkominn heim frá
Princeton í Banda-
ríkjunum þar sem
hann dvaldist í eitt
ár við tónsmíðar
meðan eiginkona
hans, Sveinbjörg
Vilhjálmsdóttir,
lagði stund á nám
við Westminster
Choir College. Þar
er Manhattan Moments samið. „Nína
Margrét kom að máli við mig eftir
tónleika sem við Sveinbjörg héldum
í New York í vor og bað mig um að
skrifa fyrir sig verk. Við þeirri beiðni
varð ég að sjálfsögðu," segir John.
Fengu John og Sveinbjörg lofsam-
lega dóma fyrir umrædda tónleika,
sem fram fóru í Norsku sjómanna-
kirkjunni á Manhattan, í fréttabréfi
the American Scandinavian Society
í New York. Ber gagnrýnandinn,
Rolf Stang, sérstakt lof á flokk sex
laga, The Lady in White, sem John
samdi við ljóð Emily Dickinson og
frumfluttur var við þetta tækifæri.
Notar hann orðið „frábær“ til að
lýsa flokknum. „Lögin eru unaðsleg
á að hlusta og falla fullkomlega að
hinum hnitmiðaða stíl Dickinson.
Tónlistin lyftir ljóðunum meira að
segja upp í nýjar hæðir, svo aðgengi-
leg og hlý sem hún er.“
í byrjun desember verður annað
verk sem John samdi í Bandaríkjun-
um, sálumessan Sams Mess, frum-
flutt í Englandi á minningartónleik-
um um ungan mann, son kunningja-
fólks Johns og Sveinbjargar, sem
iést í bílslysi í Israel á liðnu ári. Er
verkið skrifað fyrir kór, sópran og
einleiksóbó og mun Sveinbjörg
syngja einsöngshlutverkið.
Sálumessuna samdi John í Kali-
forníu en þar dvöldust hjónin um
þriggja mánaða skeið í sumar. „Það
getur verið gott að vera í Kalifor-
níu í þijár vikur en þrír mánuðir
eru alltof langur tími í þessu „veður-
leysi“. Þess vegna er ég dauðfeginn
að vera kominn heim aftur.“
Eigi að síður er John hæstánægð-
ur með dvölina ytra, sérstaklega í
Princeton, en þar um slóðir mun
klassísk tónmenning standa í mikl-
um blóma. „Þetta var góð tilbreyt-
ing og gaman að kynna sér hvað
er á seyði í klassíkinni þarna á
austurströnd Bandaríkjanna en
þaðan fáum við ekki oft fréttir af
því tagi.“
MENNTAFÉLAG BYGGINGARIÐNAÐARINS
----------mmammsammmaB.-----
Idnmeistarar
Verk- og tæknifræðingar
MENNTAFÉLAG BYGGINGARIÐNAÐARINS BÝÐUR í OKTÓBER
OG NÓVEMBER 5 NÁMSKEIÐ Á REKSTRARSVIÐI
KOSTNAÐARREIKNINGUR
Námskeiðið er sniðið að þörfum meistara og fyrirtækja í iðnaði fyrir kostnaðareftirlit. Það byggir á
texta og töludæmum sem líkja eftir daglegum viðfangsefnum. Námskeiðið fer fram að hluta í
tölvustofu og hafa allir þátttakendur aðgang að tölvu. Disklingur til notkunar fyrir töflureikni (Excel)
fylgir námsgögnum.
ÚTBOÐ, TILBOÐ OG VERKSAMNINGAR
Námskeiðið er ætlað þeim sem kynnast vilja aðferðum við gerð og frágang útboða, tilboða og
verksamninga og hvaða grundvallarreglum þeir þurfa að fylgja í því efni. Það byggist á texta og
töludæmum sem líkja eftir daglegum viðfangsefnum. Námskeiðið fer fram að hluta í tölvustofu og
hafa allir þátttekendur aðgang að tölvu. Disklingur til notkunar fyrir ritvinnslu (Word) og töflureikni
(Excel) fylgir námsgögnum.
VERKEFNISSTJÓRNUN
Námskeiðið er ætlað þeim sem kynnast vilja aðferðum við verkefnisstjórn og hvaða
grundvallarreglum þeir þurfa að fylgja í því efni. Það byggist á texta og töludæmum sem líkja eftir
daglegum viðfangsefnum. Farið er í gerð verkáætlana í tölvu — MS Project. Námskeiðið fer fram að
hluta í tölvustofu og hafa allir þátttakendur aðgang að tölvu.
VERKSTJÓRNUN Á BYGGINGARSTAÐ
Námskeiðið er ætlað þeim sem kynnast vilja aðferðum við verkstjórn á byggingarstað og hvaða
grundvallarreglum þeir þurfa að fylgja í því efni. Það byggist á texta og dæmum sem líkja eftir
daglegum viðfangsefnum.
GÆÐASTJÓRNUN
Þátttakendur kynnast tilgangi, hugmyndafræði og vinnubrögðum gæðastjórnunar og hvernig
gæðastjórnun er beitt til að stuðla að alhliða umbótum í fyrirtækjum og bæta stöðu þeirra út á við.
Hvert námskeið er 20 stundir og kostar kr. 16.000.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Menntafélags
byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1. Sími 552 1040, fax 552 1043.
John
Speight