Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 43 Hellir í úrslit Evrópukeppninnar SKAK Mulhousc, Frakk- landi, 3.-5. októbcr EVRÓPUKEPPNI TAFL- FÉLAGA, UNDANRÁSIR Hellismenn sigruðu í sínum riðli um helgina og tryggðu sér þátttökurétt í átta liða úrslitakeppni. TAFLFÉLAGIÐ Hellir er komið í hóp átta sterkustu taflfélaga í Evrópu eftir að hafa sigrað alla andstæðinga sína í undanrásum Evrópukeppni fé- laga. Keppnin fór fram í Mulhouse í Frakklandi, nálægt landamærum Frakklands, Þýskalands og Sviss. Hellir tefldi í fimmta riðli undanrás- anna, en alls er teflt í 7 riðlum. Ein- ungis efsta liðið í hveijum riðli kemst áfram í lokakeppnina, sem haldin verður í lok nóvember í Kazan í Rúss- landi. Þar tefla margir af sterkustu skákmönnum heims. Undanrásirnar voru útsláttar- keppni og þar sem 8 lið kepptu í hveijum riðli þurfti þijár umferðir til að ákvarða sigurvegara riðilsins. I annarri umferð tefla saman sigurveg- arar fyrstu umferðar og í þeirri þriðju og síðustu tefla tvö efstu liðin um réttinn til þátttöku í lokakeppninni. Lið Hellis var þannig skipað: 1. Hannes H. Stefánsson, SM 2545 2. Jón L. Árnason, SM 2535 3. Helgi Ólafsson, SM 2505 4. Karl Þorsteins, AM 2495 5. Helgi Áss Grétarsson, SM 2475 6. Ingvar Ásmundsson, FM 2365 Varamaður var Andri Áss Grétars- son, FIDE meistari. í fyrstu umferð mætti Hellir liði Tékka. Fyrirfram voru úrslit talin tvísýn. Hins vegar kom í ljós að Tékk- ar höfðu stillt upp ólöglegum manni á sjötta borði gegn Ingvari Ásmunds- syni. íslendingum var því dæmdur sigur í skákinni og Ijóst varð að róður- inn yrði Hellisbúum eitthvað léttari en talið var í fyrstu. Ingvar var þó ekki á því að sitja auðum höndum meðan félagar hans tefldu og bauð því gúmmítékkanum í vináttuskák, sem Ingvar vann glæsilega. Úrslit urðu annars þessi: 1. Hannes H. Stefánss. - Nana Iosel- iani 0-1 2. Jón L. Árnason - Josef Pribyl 1-0 3. Helgi Ólafsson - Pavel Freisler 1-0 4. Karl Þorsteins - Ivan Hausner 1-0 5. Helgi Áss Grétarsson - Petr Jirovsky O-i 6. Ingvari Ásmundssyni var dæmdur sigur Það kom skemmtilega á óvart að þeir liðsmenn, sem eru í hvað minnstri æfingu skópu sigurinn í þessari um- ferð og héldu þar með opnum mögu- leikum Hellis á að ná efsta sætinu í riðlinum. Reyndar þótti tap Helga Áss bera að með vafasömum hætti þar sem hann lenti í miklu tímahraki og Jirovsky náði að fella hann á tíma í 39. leik með því að haida takk- anum á klukkunni niðri. íslenska liðið ákvað þó að einbeita sér að næstu viðureign í stað þess að dreifa kröftunum með því að standa í mála- rekstri um þetta atvik. Eftir þennan sigur var það talið nánast formsatriði að afgreiða andstæðinga Hellis í annarri umferð, sem voru frá Luxemborg. Annað átti þó eftir að koma á daginn og ís- lendingamir áttu í hin- um mestu erfíðleikum með að knýja fram sigur. Helgi Áss hafði þó greini- lega ekki látið tapið í fyrstu umferð fá á sig og tryggði sigurinn í þessari umferð með því að vinna sína skák, en þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Ámason, Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins og Andri Áss Grétarsson gerðu allir jafntefli við andstæðinga sína. Niðurstaðan varð því sigur með minnsta mun, 372-272. í síðustu umferðinni lenti Hellir á móti liði heimamanna í baráttunni um efsta sætið í riðlinum. Viðureign- in var afar spennandi, en að lokum náði Hellir að sigra með minnsta mun, 3 72 vinningi gegn ‘L'U vinningi Frakkanna. Það vora þeir Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétarsson sem tryggðu sigurinn, og þar með sæti í 8 liða úrslitum, með því að sigra andstæð- inga sína. Úrslit í einstökum skákum urðu sem hér segir: 1. Hannes H. Stefánsson - Andrei So- kolov 'A-'/z 2. Jón L. Árnason - Pascal Herb '/*— ’/* 3. Helgi Ólafsson - Kevin Roser 'A-'/a 4. Karl Þorsteins - Sebastian Riff 1-0 5. Helgi Á. Grétarsson - Jean-Noel Riff 1-0 6. Ingvar Ásmundsson - Cyril Marzolo 0-1 Andri Áss Grétarsson, varamaður liðsins, hvíldi í síðustu umferð. Eins og áður segir þýðir þetta að Taflfélagið Hellir er komið í hóp 8 sterkustu liða Evrópu. Þessir árangur er enn glæsilegri þegar þess er gætt að flestir andstæðinga Hellis nýttu sér þann möguleika í keppnisreglum, að styrkja lið sín með erlendum kepp- endum. Lið Hellis var hins vegar ein- göngu skipað íslenskum skákmönn- um. Allir liðsmenn Hellis era alþjóð- legir titilhafar, þar af 4 stórmeistarar og reyndar eru hvorki fleiri né færri en 4 þeirra fyrrverandi heimsmeistarar í bama- og unglinga- flokkum. Fararstjóri og liðs- stjóri Hellis í ferðinni var Hrannar Arnarson. Haustmót TR í ár er Haustmót Taflfélags Reykjavíkur minningarmót um Arn- ór Bjömsson. Lokið er fjórum umferðum og er ungur skákmaður, Einar Hjalti Jensson, efstur í A flokki, hefur unnið allar Ijórar skákir sínar. Arnar E. Gunnarsson getur náð honum, því hann hefur þijá vinninga og á inni frestaða skák gegn Sævari Bjarnasyni. Þeir Jón Viktor Gunnarsson og Kristján Eðvarðsson koma síðan næstir með 2‘A v. Við skulum líta á eina stutta og hressilega skák frá Haustmótinu, þar sem gengur á með miklum fómum: Hvítt: Bjöm Þorfinnsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson Drottningarjieðsbyrjun 1. d4 - dð 2. Bgð - c6 3. e3 - Db6 4. b3 - Bfð ð. Bd3 - Bxd3 6. Dxd3 - Rd7 7. f4 - f6 8. Bh4 - eð 9. fxeð - fxeð 10. Re2 - e4 11. Dd2 - Rgf6 12. Rf4 - Bb4 13. c3 - Bd6 14. 0-0 - 0-0 lð. c4 - Rg4 16. Bg3 - gð! 17. cð - Rxcð! 18. dxcð - Bxcð 19. Rxdð!? 19. - Rxe3! 20. Hxf8+ - Hxf8 21. Rbc3 - cxdð! Mun sterkara en 21. - Rdl+? 22. Bf2! - Bxf2+ 23. Khl og hvít- ur nær að klóra í bakkann. 22. Khl - Df6og hvítur gafst upp. Eina varnartilraunin er 23. Hgl, sem svarað er með 23. - Bd4! 24. Re2 - Rfl! 25. Dxd4 - Rxg3+ og hvítur tapar drottningunni eða verður mát. Svona tefla ungir og hraustir menn. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson KARL Þorsteins hlaut flesta vinn- inga Hellismanna, tvo og hálfan af þremur. AFMÆLI KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Frú Kristín Jónsdóttir var prófasts- frú í Ámessýslu á seinni hluta ævi. Hún átti merkisafmæli 5. október 1997. Hún var bóndadóttir frá Gemlufelli í Önundarfirði. Hún var í Núpsskóla í Dýrafirði, hjá séra Sig- tryggi Guðlaugssyni sóknarpresti og skólastjóra þar. Á því ári 1937 fékk séra Sigtryggur vígðan til sín ungan aðstoðarprest, séra Eirík J. Eiríksson. Hann var einnig ráðinn kennari við Núpsskóla. Þar fékk hann hina ungu, önfirsku stúlku Kristínu. Björt og svipfalleg hefur hún verið þá unga stúlkan, sem átti eftir að veita manni sínum, bindindis- og hugsjónamann- inum séra Eiríki J. Eiríkssyni á Núpi, umhyggju og áreiðanlega mikinn styrk í öllu hans mikla starfi, bæði sem presti og skólastjóra síðar. 1938 varð hann sóknarprestur eftir séra Sigtrygg og einnig skólastjóri er séra Sigtryggur lét af störfum fyrir ald- urssakir. Þarna voru samgöngur mest á sjó, eða utan í bröttum fjalla- hlíðum. Þáu Kristín og séra Eiríkur giftust 1938. Unga prestkonan tók að sér að vera matmóðir í Núps- skóla, frá hausti til vors. Til slíks þarf bæði mikla fyrirhyggju og stjórnunarhæfíleika. Vel fór það úr hendi, enda er Kristínu allt vel gefíð sem ósjálfrátt er, og eigi síður, það sem sjálfrátt er. Mörg efnileg börn eignuðust þau hjónin á þessum árum. Heilbrigt barn er mikil Guðs gjöf. En með þjáningu fæðast þau og þurfa mikla um- hyggju, sem hvorki hefur skort við þau, né nemendur á Núpi. Sá sem viil verða mestur, sé þjónn allra sagði sjálfur Kristur. Hafa margir síðan notið hjálpar af þeim orðum. En mis- jafnlega er þeirri kenningu fylgt, eða sú boðun rækt. Eins o g kunnugt er, var séra Eirík- ur mikill bókmenntamaður og bóka- safnari. En mörgum myndi nú á dög- um þykja húsakynni þeirra hjóna hafa verið í þrengra lagi. Séra Eirík- ur varð prestur og þjóðgarðsvörður að Þingvöllum 1948. Var hann vel til þess fallinn að kynna bæði innlend- um og útlendum sögu þings og lands. En margar kvaðir fylgdu því starfí. Mjög var skemmtilegt þau hjón heim að sækja. Minnist ég skrifstofunnar, þar sem allir veggir vora þaktir bóka- hillum, fullum frá lofti til gólfs. Miklu meira af bókum var þó til. Gömul þjóðsaga af Þingvalla- prestskonu hefur mér oft komið í hug í sambandi við frú Kristínu á Þing- völlum. Prestsekkja með átta böm kom að norðan. Hún átti leið um Þingvelli, fór þangað heim og bað um mjólk fyrir börnin. Prestkonan vísaði henni á nóg vatn í Þingvalla- lindum. Lítil mjólk væri í kúnum sín- um og bauð fjölskyldunni ekki inn. En sögunni fylgdi að kýrnar hennar hefðu næstum þomað upp á eftir. Eitt það fyrsta, sem ég heyrði um frú Kristínu að Þingvöllum, var í sambandi við það, að einn vetur í fögru veðri í skammdegi, hefði stór hópur af gagnfræðaskólaunglingum frá Laugarvatni, verið látinn fara í mikla göngu og áttu þau að ganga hálfa leið til Þingvalla og snúa þá við á tilteknum stað. Nú vora 16 piltar af þeim stóra hópi hraðgeng- astir og héldu áfram að eigin ósk alla leið til Þingvalla. En þeir voru bæði þyrstir og svangir, þegar þar kom. Og leiðin heim ekki jafn heill- andi eins og förin þangað. Þá fann einn þeirra upp á því, að fara heim á prestssetrið og biðja um vatn að drekka. Hefur hann líklega haft orð fyrir þeim. Prestkonan kom sjálf til dyra. Sjálfsagt hefur hana granað, að þetta ferðalag skólapiltanna væri ekki allt með felldu. En hin mikla móðir hugsaði að betra væri að dren- gimir fengju einhvem bita fyrir heim- leiðina. Þeim var ölium boðið í stofu og leið ekki á löngu, þar til að inn kom mjólk og heitt kakó og full föt af smurðu brauði. Fóra þeir þaðan saddir og glaðir og höfðu nú kraft í heimgönguna. Eftir þessa frásögn eins þeirra þóttist ég þekkja frú Kristínu, þótt við hefðum þá enn ekki kynnst. Og alltaf er gott að mæta hinni svip- björtu og hjartahlýju móður tíu barna. Hvar eitt þeirra er geymt í Guðsríki. Og þar- mun hún líka hugsa til að mæta manni sínum, er hún missti mjög skyndilega. Og sagði, eins og Job, Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri Drottins nafn. Þau hjón fluttu að Selfossi, að lokinni embættisævi hans. Og áttu þar nokk- ur góð ár saman. Sem kunnugt er þá gáfu þau Selfossbæ bókasafnið mikla. Tel ég það einsdæmi að gefa slíka gjöf. Afmælisbarninu óska ég innilega bættrar heilsu og allrar blessunar á þessu nýbyijaða aldursári og ókom- inni ævi. Óska öllum aðstandendum til hamingju. Með sérstakri kveðju til Ásmundar og afmælisbarnsins. Rósa B. Blöndals. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna i vestur- og miðbæ verður haldinn i Valhöll mánudaginn 13. október og hefst kl. 20.30. Stjórnin. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Vildarkjör ehf. f.h. áskrifenda sinna, sem eink- um eru bændur (nú um 560), óska eftir tilboö- um í ýmsartegundirtrygginga skv. nánari lýs- ingu í útboðsgögnum. Umfang trygginganna er ekki fast ákveðið, en þau tilboð sem tekið verður munu verða kynnt áskrifendum ítarlega í fréttabréfi og þeim gefin kostur á umsömdum tryggingaviðskiptum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vildarkjara ehf. án endurgjalds. Tilboð skulu berast Vildarkj- örum ehf. eigi síðaren kl. 12.00 miðvikudaginn 15. október nk. á skrifstofu fyrirtækisins eða milli kl. 13.00 og 14.00 sama dag í Norðursal Bænda- samtaka íslands, Bændahöllinni Hagatorgi 1, 3. hæð, þar sem tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Vildarkjör ehf. Suðurlandsbraut 6, sími 553 5300, fax 553 5360, netfang vildarkj@isholf.is Útboð pípulagnir Smáratorg ehf. óskareftirtilboðum í lagningu stofnlagna að verslunum í verslunarmiðstöð- inni á Smáratorgi 1 í Kópavogi. Flatarmál hús- næðis alls um 12.000 m2. Fjöldi verslana 12. Verktími er 1997. Gögn verða afhent hjá Verkfræðiþjónustu Magnúsar Bjarnasonar FRV, Lækjarseli 9,109 Rvík. á skrifstofutíma, gegn skilatryggingu kr. 10.000.-. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 13. október 1997 kl. 14.00. TILKYNNINGAR Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynningarog auglýsinga í Bókatídindum 1997 rennur út 13. október nk. Ritinu verður sem áður dreift á öll heimili á íslandi. Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverdlaunanna 1997 rennur út 30. október nk. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 553 8020. Félag íslenskra bókaútgefenda KIPULAG RÍKISINS Svæðisskipulag miðhálendisins Framkvæmdanefnd samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins hefurákveðið að framlengja frest til að skila athugasemdum viðsvæðisskipulagstillögunatil 10. desember 1997. Skipulagsstjóri ríkisins ÝMISLEGT SEBASTIAN Model Hingað kemur um næstu helgi fagmaðurfrá Sebastian Artistic Team. Okkur vantar því model, aldur 16 ára +. Áhugasamir mæti laugardaginn 11. okt., kl. 16.00 á Kristu í Kringlunni. Hársnyrtideild Halldórs Jónssonar ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.