Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsætisráðherra um óf ormlegar viðræður við varaforseta Tævans Harkaleg viðbrögð Kín- verja nokkuð óvænt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að óformleg heimsókn varaforseta Tævans, Li Chen, hingað til lands, hafi verið samþykkt fyr- ir 2-3 mánuðum af utanríkisráðuneytinu. For- sætisráðherra segir að sér komi harkaleg við- brögð Kínverja við heimsókninni nokkuð á óvart en sendiherra Kínverja afhenti mótmæli við henni í utanríkisráðuneytmu í gær. „Þetta er heimsókn, sem var samþykkt fyrir 2-3 mánuðum af utanríkisráðuneytinu. Mörgum vikum þar á eftir var ég beðinn að hitta hann óformlega vegna samskipta sem við eigum á viðskipta- og ferðamálasviði," sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég samþykkti það og geri ráð fyrir að við mununi eiga samræður um slíka hluti. Eins og hann hefur sjálfur tekið fram eftir að hann kom til landsins er hann hér í óformlegri heimsókn og gerir ekki kröfur til annars en að það sé rætt við hann sem mann í óformlegri heimsókn." Ferðamannastraumur hingað „Þannig að við munum ræða um möguleika á fjárfestingum miili landanna almennt og mögu- leika á því að efla ferðamannastraum milli land- Morgunblaflið/Jim Smart Li Chen, varaforseti Tævans, og eigin- kona hans snæddu kvöldverð í grillinu á Hótel Sögu í gærkvöldi. anna; kannski ekki síst hingað því Tævanar hafa sýnt verulegan áhuga í þeim efnum. En þessu er á engan hátt stefnt gegn yfirvöldum í Kína vegna þess að okkar stefna er klár hvað það varðar. Það er engin breyting í okkar pólit- ísku afstöðu til Kína og viðurkenningu okkar á Kína. Ég átti á sínum tíma viðræður við Li Peng [forsætisráðherra Kína] um það að við vildum eiga mjög náin viðskiptaleg samskipti við Tævan og hann hafði fullan skilning á því. Við erum ekki að rjúfa með neinum hætti þau góðu sam- skipti sem við viljum eiga við Kína," sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra. Heimsókn ferðamanns Forsætisráðherra játti því að sér kæmu nokkuð á óvart harkaleg viðbrögð kínverskra stjórnvalda við heimsókn varaforsetans en sendiherra Kina fór í utanríkisráðuneytið í gær til að mótmæla heimsókninni. „Þessi maður fær ekki neinar þær móttökur sem svo háttsettur maður í ríki sem við myndum eiga stjórnmálasamskipti við myndi fá og munar þar mjög miklu. Við munum tala saman og borða saman utan borgarinnar og það undirstrikar að hans heimsókn sé sem ferða- manns," sagði Davíð Oddsson, sem mun hitta varaforsetann á morgun, væntanlega á Þingvöll- Sandur í matinn HARPA Lind var að leika sér á gæsluvellinum við Dunhaga. Sandkassinn er hennar uppá- haldsstaður en sandur er ekki upphaldsmatur hennar. Greinarum prófkjör Prófkjör á vegum Sjálf- stæðisflokksins vegna borg- arstjórnarkosninga næsta vor fer fram síðari hluta okt- óbermánaðar. Gera má ráð fyrir, að Morgunblaðinu ber- ist töluvert af greinum til birtingar frá frambjóðendum í prófkjörinu og stuðnings- mönnum þeirra. Tekið skal fram, að grein- ar, sem fjalla um prófkjörið mega ekki vera lengri en 2500 tölvuslög. Æskilegt er að þær berist á disklingum eða í tölvupósti. Morgunblaðið/Ásdís Óskað eftir umræðum um heil- brigðismál STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi hefur óskað eftir að fram fari utan- dagskrárumræða um heilbrigðismál. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þingfiokki jafnaðarmanna, hóf um- ræðuna um ástandið sem ríkir í heil- brigðismálum á Alþingi í gær vegna þeirra sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Benti hún á að fólk sem greitt hefur sína sjúkratryggingu í gegnum skatta standi nú frammi fyrir gjörbreyttum tryggingaskilmál- um. Þeir sem eigi pantaða tíma hjá sérfræðingum eða fara í aðgerðir þurfa nú að greiða allan kostnað án þess að hafa tryggingu fyrir að fá hlut læknisins endurgreiddan eða að ríkið taki þátt í kostnaðinum eins og almannatryggingar gera ráð fyrir. „Þetta hefur valdið mjög miklum áhyggjum, sérstaklega hjá fólki sem er illa statt fjárhagslega og neyðist til að fara í þessar aðgerðir gegn fullu gjaldi," sagði Ásta Ragnheiður. Utanríkisráðherra um óánægju Kínverja með heimsókn Lis Chens til íslands Breytir á engan hátt sam- skiptum Islands og Kína SENDIHERRA Islands í Kína, Hjálmar W. Hann- esson, var í gær kallaður á fund í kínverska utan- ríkisráðuneytinu í Peking þar sem ráðamenn tjáðu honum þá afstöðu sína að litið væri alvarlegum augum á heimsókn Lis Chens, varaforseta Tævans, til íslands. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði að sér kæmi þessi afstaða Kín- verja á óvart. Þá gekk kínverski sendiherrann í Reykjavík á fund embættismanna í utanríkisráðuneytinu og lýsti sömu skoðun kínverskra ráðamanna. „Utan- ríkisráðuneytið kemur ekki á neinn hátt að þess- ari einkaheimsókn og við veitum enga fyrir- greiðslu og engar viðræður fara fram," sagði utan- ríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Okkur hefur verið kunnugt um að maðurinn komi hingað í algjörum einkaerindum og teljum að þessi ferð hans breyti á engan hátt samskipt- um íslands og Kína og að hún feli ekki í sér neina viðurkenningu á Tævan. Stefna íslands hefur verið og verður áfram sú að viðurkenna ríkísstjórnina í Peking sem löglega stjórn Kína. Utanríkisráðuneytið hefur alltaf haft þann skiln- ing að ekkert væri því. til fyrirstöðu að það ættu sér stað einstaklingssamskipti milli íbúa íslands og Tævans, m.a. á svi&wiðskipta, og því veitt vegabréfsáritanir til eða frá Tævan í þessum er- indum," sagði ráðherrann. Mismunum ekki einstaklingum eftir stöðu „Þessi viðbrögð Kínverja koma okkur á óvart og við höfum ítrekað það við þá að það hafi ávallt verið skilningur okkarað hér sé um að ræða einka- heimsókn." Halldór Ásgrímsson kvaðst vita að Li Chen myndi hugsanlega hitta forsætisráðherra en það væri óformlegur fundur. „Við teljum okk- ur ekki stætt á því að meina einstaklingi að koma til landsins vegna þeirrar stöðu sem hann hefur. Slíkt væri brot á mannréttindum; að mismuna einstaklingum eftir stöðu. Það væri aðeins hægt ef hann væri talinn brotlegur við lög og hefði eitthvað óhreint í pokahorninu en ekki vegna þess að hann tengist stjórnmálum." Ráðherrann minnti á að 1994 hefðu komið hingað allmargir stjórnmálamenn frá Tævan í tengslum við þing Liberal International, þeim hefði verið veitt vegabréfsáritun og ekki þótt tíð- indum sæta og engum dottið í hug að þar væri um að ræða stefnubreytingu af hálfu íslands. „Ég vona að yfirvöld í Kína taki það gilt að hér sé ekki um að ræða neina stefnubreytingu af okkar hálfu. Við höfum ákveðnar reglur um það hverjir fá að koma til íslands og getum ekki fallist á að aðrar þjóðir hafi um það að segja hvenær og hvernig hinir ýmsu einstaklingar koma til landsins. Það væru ekki afskipti við hæfi." Skriðuföll á Aust- fjörðum VEGFARENDUR um Austfírði voru í gær varaðir við grjót- hruni úr skriðum á vegum milli Borgarfjarðar og Breiðdalsvík- ur. Að sögn Guðjóns Þórarins- sonar, rekstrarstjóra Vega- gerðarinnar á Reyðarfirði, kom grjót niður á veginn í Kamba- skriðum og austan við þorpið í Fáskrúðsfirði. í Njarðvíkur- skriðum í Borgarfirði lokaðist vegurinn vegna skriðufalla og í Breiðdal féllu einnig skriður á veginn. Guðjón sagði að gífurlega mikil rigning hefði verið eystra frá því í gærmorgun. Allir læk- ir hefðu fyllst og runnið yfir vegi á nokkrum stöðum. Veg- farendur voru varaðir við að vera á ferli og Guðjón sagði að upp úr hádegi hefði stefnt í að loka þyrfti vegum. Eftir að veður gekk niður um klukk- an tvö lagaðist ástandið og var orðið þokkalegt síðdegis. Óku hægt vegna veðurs UMFERÐARÓHAPP varð við Haffjarðará þegar tveir bílar lentu saman án þess þó að slys yrðu á fólki. Lógregla, sem kom þar að, og aðrir vegfar- endur áttu erfitt með að at- hafna sig vegna veðurs. Lá við að loka þyrfti veginum. Á norðanverðu nesinu, í Kolgrafarfirði, var verið að smala fé og máttu smalamenn hafa sig alla við að fjúka ekki um koll en féreyndi að leita vars. Sýndi ungum drengjum klámefni RÚMLEGA þrítugur karlmað- ur var handtekinn í austurbæ Reykjavíkur á laugardag eftir að hann hafði haft í frammi ósæmilega hegðan við þrjá drengi á aldrinum 13-15 ára. Að sögn lögreglu hafði mað- urinn lokkað tvo drengi inn í íbúð til sín og sýnt þeim þar klámefni á myndbandi. Þriðji drengurinn hafði komið þar áður og einnig annar hinna fyrrnefndu. Við yfirheyrslu kannaðist maðurinn við að hafa sýnt þeim myndbandið og jafn- framt að hafa veitt öðrum þeirra áfengi. Rannsókn máls- ins er á lokastigi, að sögn lög- reglu. Hafnarfjörður Prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokki FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði hefur samþykkt að fram fari prófkjör hinn 22. nóvember næstkom- andi vegna sveitarstjórnar- kosninganna í vor og að það verði opið flokksbundnum Sjálfstæðismönnum. Hægt verður að skrá sig í flokkinn á kjörstað. Að sögn Þórarins Magnús- sonar, formanns fulltrúaráðs- ins, rennur framboðsfrestur til prófkjörsins út 29. október. Framboðslistinn verður síðan kynntur á aðalfundi fulltrúa- ráðsins 3. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.