Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Útihátíð allar
helgar í
miðbænum
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
taka undir það sem heiðar-
legur borgari segir í Vel-
vakanda sl. laugardag.
Hún segir að skrílslætin
og áreitið sé orðið svo mik-
ið að fólk sem býr í mið-
bænum sé orðið miður sín.
Hana langar til að benda
á það að með því að hafa
opna alls kyns veitingasölu
alla nóttina sé verið að
veita þessu fólki sem hang-
ir í miðbænum vissa þjón-
ustu. Hún veltir því fyrir
sér hvort ekki sé ástæða
til að því sé hætt því þetta
myndi nokkurs konar úti-
hátíðarstemmningu. Hún
segir að eina helgin sem
fólk verði ekki fyrir ónæði
í miðbænum sé versiunar-
mannahelgin en þá flytjist
þessi útihátíðarstemmning
út á land. Hún segist mjög
ánægð með umfjöllun
Morgunblaðsins um þetta
mál og fmnst blaðið hafa
tekið vel á þessu máli t.d.
í leiðurum.
Miðbæjarborgari.
Þvottaefnið Dato
KONA hafði samband við
Velvakanda og sagðist hún
hafa notað fyrir nokkrum
árum þvottaefni sem heitir
Dato. Þetta þvottaefni var
sérstaklega gott fyrir
gardínur, stórisa og
nælonefni. Hún segist ekki
hafa séð þetta þvottaefni
á markaðnum lengi og var
að velta því fyrir sér hvort
það fengist hvergi lengur
og ef ekki hvort væri til
sambærilegt þvottaefni.
Tapað/fundið
Hjól týndist
hjá Arseli
FJÓLUBLÁTT gírahjól,
með stórum svörtum
bögglabera, með gulum
límmiðum, týndist hjá fé-
lagsmiðstöðinni Árseli sl.
miðvikudag. Þeir sem hafa
orðið varir við hjólið hringi
í síma 567-3412. Fundar-
laun.
Grátt Jazz-
fjallahjól týnt
GRÁTT, Jazz-fjallahjól með
tösku á stýrinu, týndist frá
Blönduhlíð aðfaranótt sl.
sunnudags. Þeir sem hafa
orðið varir við hjólið hafi
samband í síma 551-2252.
Dýrahald
Köttur týndur
í Garðabæ
BRÖNDÓTTUR fress með
gula bringu og gula ól,
hvarf frá Reynilundi í
Garðabæ miðvikudaginn
1. okt. Fólk í nágrenninu,
vinsamiega athugið bíl-
skúra og geymslur. Þeir
sem hafa orðið varir við
kisu hafi samband í síma
565-8218.
Fress í
óskilum
SVARTUR fress
er í óskilum í
Garðabæ. Þeir
sem kannast við
kisa hafi sam-
band í síma
565—6339 eða
hafa samband við
Kattholt.
SKAK
Umsjón Margcir
Pé.tursson
STAÐAN kom upp á skák-
mótinu Kettler Cup, í Ceska
Trebova í Tékklandi. Hin
síungi Viktor Kortsnoj
(2.610) hafði hvítt og átti
leik gegn gamalreyndum
heimamanni, Jan Smejkal
(2.525).
23. Bxa6!! (Þetta er mun
sterkara en 23. Hal - Be6
24. Bb5!? - axb5 25. Hxa7
- bxc5 og svartur bjargar
sér) 23. - bxc5 24. b5 -
Hcxa6 (Fórnar skiptamun,
annars tapar svartur c peð-
inu.) 25. bxa6 - c4 26. Hal
- Bb3 (Eða 26. - Hxa6
27. Hf2 og vinnur) 27.
Ha5 - Kf8 28. Hfal
- Ke7 29. Hd5 - Ke6
30. g4 - c3 31. Hd3
- Bc4 32. Hxc3 -
Hxa6 33. Hxa6+ -
Bxa6 34. Hc6+ og
Smejkal gafst upp.
Þessi skák birtist
með rangri stöðumynd
á sunnudaginn var. í
síðustu átta tölublöð-
um Morgunblaðsins,
sem komu út frá 27.
september til 5. októ-
ber, rugluðust stöðu-
mynd og texti þrívegis í
vinnsluferli blaðsins, sem
mun vera bæði flókinn og
hátækni-væddur núorðið. Á
meðan Morgunblaðið var
staðsett niðri í Aðalstræti
liðu oft nokkur ár á milli
þess að skákhomið lenti í
nokkmm slíkum hremming-
um.
Nú síðast var um nýja
tegund af mistökum að
ræða. Oftast klúðrast þetta
þannig að laugardags- og
sunnudagsstöðumyndirnar
víxlast, en í þetta sinn birt-
ist laugardagsstöðumyndin
báða dagana. Ekki vantar
þó að bæði stöðumyndir og
texti séu þrælmerkt saman.
Þetta getur varla gerst
nema tæknin sé komin á
svo hátt stig að hún hafi
útrýmt mannlegu atgervi.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur seldu skraut úr plastperlum
og máluðu myndir til styrktar Rauða krossi Islands
og söfnuðu þær alls kr. 2.616. Þeir heita Nína Birna
Þórsdóttir, Margrét Hrönn Þóroddsteinsdóttir og á
myndina vantar Karitas Ósk Harðardóttur.
ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu til styrktar
Rauða krossi Islands og söfnuðu 3.262 kr. Þeir heita
Jón Þröstur Hauksson og Hafsteinn Úlfar Erlingsson.
Víkveiji skrifar...
#3% Dagbók
í|'?Öl) Háskóla
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands 6. til 12.
október. Allt áhugafólk er velkomið
á fyrirlestra í boði Háskóla íslands.
Dagbókin er uppfærð reglulega á
heimasíðu Háskólans:
http://www.hi.is
Þriðjudagurinn 7. október:
Claus Haagen Jensen, gestafyrir-
lesari og prófessor frá háskólanum
í Álaborg, heldur fyrirlestra á veg-
um lagadeildar í stofu 101, Lög-
bergi, kl. 16:15. Fyrirlesturinn sem
fer fram á dönsku nefnist: „Hoved-
træk af udvikling i dansk forvaltn-
ingsret siden 1970.“
Fimmtudagurinn 9. október:
Prófessor Einar Niemi frá há-
skólanum í Tromsö heldur fyrirlest-
ur á þingi sagnfræðinema á Norður-
löndum, „Nordsaga 97. Nordisk id-
entitet i 1000 ár. Fra Lindesfarne
til Lillehammer", sem haldið er við
Háskóla íslands 9.-14. október nk.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðasal
Háskólans kl. 14:00 og nefnist: „Id-
entity, Ethnicity and Regionalism
in Northern Scandinavia. A Hi-
storical Perspective.“ Á þingi sagn-
fræðinema flytur einnig prófessor
Brian Patriek MacGuire frá háskól-
anum í Hróarskeldu erindi sem
hann nefnir: „Danish and Nordic
identites - medieval and post-mod-
ern reflections."
Þorbergur Högnason læknanemi
og MS nemi heldur fyrirlestur í
málstofu læknadeildar í sal Krabba-
meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8,
ki. 16:00. Fyrirlestur sinn nefnir
hann: „EGF viðtakinn: boðberi lífs
eða dauða?“
Helene Liette Lauzon heldur fyr-
irlestur í málstofu í matvælafræði
kl. 16:15 í stofu 158 í VR-II sem
nefnist „Geymsluþol og mikilvægi
einstakra örverutegunda í skemmd-
arferli skrápflúru."
Prófessor Brian Patrick McGuire
frá háskólanum í Hróarskeldu held-
ur opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar í stofu 101 í Odda
v/Sturlugötu ki. 17:15. Fyririestur-
inn nefnist: „The difficult saint and
his opponent: Bernard, Abelard;
and twelfth-century friendship." I
fyrirlestri sínum mun próf. McGuire
fjalla um fræga rimmu heilags
Bernharðs frá Clairvaux, eins helsta
andlega leiðtoga vestrænnar kristni
á 12. öld, og Abelards, umdeildasta
heimspekings og guðfræðings sömu
aldar, í ljósi samtímahugmynda um
vináttu.
Föstudagurinn 10. október:
Arnar Pálsson MS nemi flytur
fyrirlestur í málstofu Líffræðistofn-
unar kl. 12:20 í stofu G-6 á Grens-
ásvegi 12 um „Markvissar stökk-
breytingar á ligasa geni Thermus
scotoductus."
Guðmundur G. Haraldsson, dós-
ent við raunvísindadeild, flytur fyr-
irlestur kl. 12:00 í málstofu efna-
fræðiskorar í stofu 158 í húsi VR-
II við Hjarðarhaga. Fyrirlesturinn
nefnist: „Líf-lífrænar efnasmíðar á
einsleitum þríglýseríðum með EPA
og DHA fyrir tilstilli lípasa."
Laugardagurinn 11. október:
Prófessor Harald Gustavson frá
háskólanum í Lundi heldur fyrir-
lestur á þingi sagnfræðinema á
Norðurlöndum „Nordsaga 97. Nor-
disk identitet i 1000 ár.“ Fyrirlest-
urinn fer fram í sal 101 í Odda
kl. 12:30 og nefnist: „Politisk inter-
aktion och politisk kultur i Norden
pá 1700-talet.“ Dr. art. Björg Evj-
en heldur fyrirlestur á sama þingi
sem hún nefnir: „The Case of
Longyerabyen, Spitsbergen, in the
20th Century."
í tilefni þess að 150 ár eru frá
því að kennsla hófst í Prestaskólan-
um gengst guðfræðideild Háskóla
íslands fyrir málþingi í fyrirlestrar-
sal Þjóðarbókhlöðu kl. 14:00. Mái-
þingið ber yfirskriftina: „Guðfræðin
og kirkjan." Þar munu eftirtaldir
fyrirlesarar tala: Dr. Hjalti Huga-
son prófessor: „Prestaskólinn og
samhengið í íslenskri prestsmennt-
un.“ Séra Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup: „Væntingar kirkjunn-
ar til guðfræðinnar." Dr. Sigurður
Árni Þórðarson: „Guðfræðin og inn-
ræti prestsins.“ Dr. Arnfríður Guð-
mundsdóttir: „Af hveiju leggjum
við stund á guðfræði?"
Námskeið á vegum Endur-
menntunarstofnunar HÍ vikuna
13.-18. október:
13.-14. okt. kl. 8:30-12:30.
Hönnun lágspennudreifikerfa - Raf-
magnstöflur. Kennarar: Þorkell
Jónsson, tæknifræðingur hjá Samey
hf., Þorvaldur Finnbogason, deildar-
stjóri þjónustudeildar RARIK, Jón
Halldórsson, verkfræðingur hjá Vst.
Rafhönnun hf., og Haukur Geir
Guðnason, tæknifræðingur hjá Vst.
Rafteikningu hf.
13., 14. og 20. okt. kl. 8:00-13:
00. Gæðakerfi - ISO 9000. Kennar-
ar: Pétur K. Maack prófessor og
Kjartan J. Kárason framkvæmda-
stjóri hjá Vottun hf.
13. og 14. okt. kl. 8:30-12:30.
Starfsfólk, þjónusta, viðskiptavinir
og árangur. Kennarar: Þórður
Sverrisson rekstrarhagfræðingur
og Jón Gunnar Aðils rekstrarhag-
fræðingur, MBA, báðir ráðgjafar
hjá Forskoti ehf.
13. okt. kl. 9-16 og 14. okt. kl.
9-13. Ný viðhorf í loftræstimálum.
Kennari: Guðni A. Jóhannesson,
prófessor KTH.
13. og 14. nóv. kl. 8:30-12:30.
Lög og reglugerðir um mengunar-
mál. Kennarar: Ingimar Sigurðsson
umhverfisráðuneyti, Björn Frið-
finnsson ráðuneytisstjóri, Ólafur
Pétursson og Davíð Egilsson frá
Hollustuvernd ríkisins.
13., 16. og 20. okt. kl. 9-12.
Endurtekið: 14. okt. kl. 13-17 og
23. og 24. okt. kl. 9-12. Vefsmíðar
1 - Hönnun og notendaviðmót.
Kennari: Gunnar Grímsson vef-
meistari hjá this.is og IO - Inter-
Organ gunnarthis.is - http://this.is
- http://this.is/io
15. okt. kl. 8:30-12:30. Samnet
símans. Inngangur að samneti sím-
ans, ISDN. Kennari: Einar H. Reyn-
is rafeindavirkjameistari hjá Pósti
og síma hf.
Mið. 15. okt.-19. nóv. kl. 20-22
(6x). Réttarsaga íslands. Kennari:
Sigurður H. Líndal prófessor.
15. okt. kl. 8:15-12:15. Gæða-
stjórnun í ráðstefnu- og funda-
haldi. Undirbúningur - framkvæmd
- árangursmat. Kennari: Arney
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
Gæðastjórnunarfélags íslands.
15. okt. kl. 9-16. Mat á fjár-
hags- og bókhaldshugbúnaði.
Kennari: Dennis Keeling, alþjóðleg-
ur ráðgjafí og stjórnandi Business
& Accounting Software Developers
Association (BASDA), samtaka
helstu framleiðenda.
Mið. 15. okt.-12. nóv. kl. 8:15-
12:15 (5x). Tauga- og hormóna-
stjórnun á líkamsstarfsemi. Kenn-
ari: Dr. Jón Ólafur Skarphéðinsson
prófessmaor HÍ.
15., 17. og 18. okt. kl. 8:30-12:
30. Gerð verkáætlana með aðstoð
tölvu. Kennari: Eðvald Möller
rekstrarverkfræðingur, lektor TÍ og
stundak. HÍ.
15. okt. kl. 12:30-16:45. Náms-
stefna um umhverfisstjórnun í
fyrirtækjum og stofnunum. - að-
ferðir ávinningur og útgjöld. I sam-
starfi við Gæðastjórnunarfélag ís-
lands, Iðntæknistofnun íslands og
Samtök iðnaðarins. Fyrirlesarar:
Halldóra Hreggviðsdóttir VSÓ ráð-
gjöf, Helga J. Bjarnadóttir um-
hverfisdeild Iðntæknistofnunar,
Haraldur Hjaltason VSÓ ráðgjöf,
Aðalsteinn Pálsson tæknisviði Rík-
isspítala, Baldur Hjaltason forstjóri
Lýsis hf., Þorgeir Baldursson for-
stjóri Odda, Sigurður Geirsson,
Frigg hf.
16 okt. kl 12:30-17:30. Stýring-
ar I - Kerfislýsingar stjórnkerfa.
Umsjón: Sigurgeir Þórarinsson vél-
tæknifræðingur hjá VGK. Fyrirles-
arar auk hans verða Jón Pálmason
rafmagnsverkfræðingur hjá Raf-
teikningu, Sveinn Aki Sverrisson
véltæknifræðingur hjá VSB og
Friðmar M. Friðmarsson rafvirkja-
meistari hjá Hitatækni.
16., 23. og 30. okt. kl. 17:00-19:
30. Að skrifa vandaða íslensku.
Kennari: Bjarni Ólafsson, íslensku-
fræðingur og menntaskólakennari.
*
AFÖSTUDAG lækkaði hluta-
bréfavísitalan um 2%, sem
jafngildir tæplega 3 milljarða lækk-
un á markaðsvirði þeirra fyrirtækja,
sem skráð eru á verðbréfaþingi.
Verðbréfasalar töldu, að frétt í
Morgunblaðinu þann dag um hugs-
anlega lækkun á verði hlutabréfa í
sjávarútvegsfyrirtækjum hefði átt
umtalsverðan þátt í þessari hreyf-
ingu.
Ef svo er mætti ætla að verð-
bréfasalar fylgist lítið með því, sem
gerist í kringum þá. Fyrir nokkrum
dögum var haldinn aðalfundur
Samtaka fiskvinnslustöðva. Á þeim
fundi voru að venju birtar upplýs-
ingar um slæma stöðu fiskvinnsl-
unnar og tap á landvinnslu. Tals-
menn sjávarútvegsins voru afar
svartsýnir á horfurnar í rekstri fyr-
irtækjanna á næstu mánuðum og
misserum af þessum sökum.
Hin umrædda frétt Morgunblaðs-
ins byggðist á því, að blaðið hafði
samband við nokkra verðbréfasala
og leitaði álits þeirra á því, hvaða
áhrif þessar upplýsingar og mál-
flutningur talsmanna sjávarútvegs-
ins á fundinum mundi hafa á verð
hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækj-
um á næstu mánuðum. Ætla mætti,
að það væru þær upplýsingar, sem
fram komu á aðalfundi Samtaka
fiskvinnslustöðva, sem haft hefðu
þessi áhrif á verð hlutabréfa í síð-
ustu viku. Morgunblaðið hafði ekki
aðrar upplýsingar undir höndum en
aðrir landsmenn, þ. á m. verðbré-
fasalar, um það, sem fram kom á
aðalfundinum.
xxx
ETTA sýnir hins vegar óneitan-
lega þann vanda, sem tals-
menn sjávarútvegsins eru nú í. Hér
áður fyrr komu þeir reglulega með
upplýsingar á aðalfundum sínum
um slæma stöðu sjávarútvegsins.
Þær voru yfirleitt hugsaðar sem
þrýstingur á stjórnvöld til þess að
grípa til aðgerða þeim í hag. Morg-
unblaðið hefur á undanförnum
árum bent á, að allt eru þetta með-
altalstölur, sem segja ekki nema
hálfa sögu.
Forystumönnum fyrirtækja í
sjávarútvegi er auðvitað í mun, að
hlutabréf í fyrirtækjum þeirra hald-
ist í sem hæstu verði. En nú standa
þeir allt í einu frammi fyrir því, að
hefðbundinn málflutningur frá fyrri
tíð hefur á skömmum tíma þau
áhrif, að hlutabréf í fyrirtækjunum
falla verulega í verði. Það verður
óneitanlega fróðlegt að sjá, hvort
þessi veruleiki hefur áhrif á það,
hvernig talsmenn sjávarútvegsins
haga málflutningi sínum í framtíð-
inni.
xxx
NÚ ER nánast hvergi hægt að
koma í verzlanir eða þjón-
ustufyrirtæki án þess, að viðskipta-
vininum séu boðin margvísleg fríð-
indi. Það eru punktar hér og þar,
happdrætti, leikir og endalaus
gylliboð af þessu tagi. Það er auð-
vitað alveg Ijóst, að viðskiptavin-
irnir sjálfir borga kostnaðinn af
þessari sölustarfsemi. Hvenær
skyldi þetta fyrirbæri ganga sér til
húðar?