Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 31
-1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 31 iráli þegar um aldamót Peterson, Friðrik Sophusson ásamt dóttur sinni, Halldór Jónatansson og fleiri gestir á Grundartanga. ning- iog •áðnir Morgunblaðið/Ásdís framkvæmdum Norðuráls miðaði og la. Frá vinstri eru Friðrik Sophusson rst Peters frá þýska fyrirtækinu Ve- í, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Sri Norðuráls, Ken Peterson og Finn- anni >r- I m •A- im varla til ama. Löngu sumarnæt- urnar séu heillandi en erfiðara geti orðið að sætta sig við skammdegið. „Ég er kennari og fékk leyfi frá störfum. Unglingunum í bekknum mínum fannst það mjög spennandi þegar þau heyrðu að ég ætlaði að flytja til íslands. Annars held ég að þeim hafi þótt merkilegast að eldra fólk gæti yfirleitt breytt til í líf- inu!" segir hún og hlær dátt. Henni finnst tungumálið for- vitnilegt, segist vera í íslensku- tímum einu sinni í viku, á þriðju- dagskvöldum, ásamt eiginmanni sínum. Þegar spurt er hvort hún haf i smakkað þjóðarrétti á borð við hangikjöt segist hún eiga það eftir. „Og ég efast um að ég leggi í kæstan hákarl." hefðu lagt hönd á plóginn við að láta hugmyndina verða að veruleika. Cau- dill sagði að framkvæmdir stæðust nokkurn veginn áætlun og allt benti til þess að hægt yrði að hefja fram- leiðslu í júní á næsta ári. Aðspurður sagði hann að engin óvænt vandamál hefðu komið upp og gert væri ráð fyrir að jarðvinnu lyki í nóvember. Búið er að gera undirstöður kerskála og stefnt að því að ljúka við að steypa upp skálana í desember. Hafin er vinna við að reisa stálgrind aðalbygg- ingar, ákveðið hefur verið að aðallitur verksmiðjunnar verði grænblár. ÍSAL er sem kunnugt er að láta stækka verksmiðjuna í Straumsvík. Caudill var spurður hvort um eitt- hvert samstarf væri að ræða, hvort skipst væri á nytsömum upplýsingum. Hann sagði samskiptin með ágætum og benti á að meðal gestanna væri forstjóri ÍSAL, Rannveig Rist. „Hjá þeim er verið að ljúka við stækkunina og það hefur komið sér vel fyrir okk- ur að verktakar hafa getað farið beint úr því verki til okkar." Sagðist Cau- dill einnig vænta góðs samstarfs við stéttarfélög, fulltrúar þeirra sýndu mikinn áhuga á framkvæmdunum. Samkeppni við plast Ken Peterson sagði aðspurður að þurft hefði að gefa mönnum nokkurn tíma til að hugsa sig um áður en þeir samþykktu að flytja hingað til íslands til að taka við stjórnunarstöðum, eink- um ef þeir hefðu ekkert vitað um land- ið. Hann var spurður hvort hann teldi að aðrir málmar og efni myndu veita áli mikla samkeppni í iðnaðarfram- leiðslu á næstu árum. „Já, ég óttast að plast geti komið í staðinn fyrir ál á sumum sviðum og orðið harður keppinautur, einkum í framleiðslu íláta fyrir drykkjarvörur. Þetta er þegar orðin staðreynd hér og í Bandaríkjunum. Einnig er unnið mik- ið þróunarstarf í stáliðnaði til að auka samkeppnishæfnina. Sjálfur tel ég að vegna eiginleika áls sé hægt að nota það í mun ríkari mæli í farartækjum vegna þess að stöðugt er verið að reyna að gera þau léttari og draga þannig úr mengun. Sé horft til skamms tíma eru horfurn- ar því góðar í atvinnugreininni. Það eru engin sérstök hættumerki núna en auðvitað myndi það hafa áhrif á framleiðslu okkar ef hagvöxtur í heim- inum minnkaði eða kreppa hæfíst." Hann var spurður hvort hann teldi að settar yrðu skorður við starfsemi stóriðjufyrirtækja á borð við Norðurál ef alþjóðlegir samningar tækjust um samdrátt í losun koldíoxíðs. „Ef litið er á málið í heild, nýtingu á áli, þá er það mjög umhverfisvænt vegna þess að hægt er endurvinna það margsinnis með auðveldum hætti. Loftmengun í tengslum við endur- vinnsluna er hverfandi. Mikilvægast er að á fundinum í Kyoto í desember um loftslagsbreyt- ingar verði gætt sanngirni. Ef samið verður um að hægt verði að skiptast á losunarkvótum fyrir koldíoxíð skiptir öllu að framkvæmdin verði i lagi. Þá held ég að það væri hægt að nota aðferðir af því tagi. En er það sanngjarnt að leyfa eða takmarka koldíoxíðlosun hjá stórþjóð- um en takmarka hana hjá smáþjóðum? Það flnnst mér ekki. Sömu takmarkan- ir eiga að gilda um Kína, Bandaríkin, Indland og ísland. Ef reglurnar mis- muna ekki þjóðum, veita ekki sumum þeirra forskot í samkeppninni, get ég ekki séð að vandinn verði mikill." Nóbelsverðlaunin í læknisfræði veitt Bandaríkjamanni Uppgötvun er eykur skilning á heila- rýrnunarsjúkdómum Stokkhólmi. Reuter. STANLEY B. Prusiner hefur gert uppgötvanir er veitt hafa lykilupplýsingar um heilarýrnunarsjúkdóma, að því er fram kemur í tilkynningu Karolinska Institutet í Stokkhólmi í gær, er greint var frá því að Prusin- er hafí verið veitt Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1997. Prusiner er 55 ára og prófessor við Kaliforníuhá- skóla í San Francisco, þar sem hann starfar bæði við taugasjúkdómadeild og í lífefnafræði. í tilkynningu Karolinska í gær sagði að vinna Prusiners hafi átt drjúgan þátt í því, að heimsbyggðin hafi öðlast aukinn skilning á Alz- heimer-sjúkdómnum og riðu. Hann hlýtur verð- launin fyrir uppgötvun á príoni, „alveg nýjum sjúk- dómsvaldi," eins og segir í tilkynningunni. Prusiner setti fram kenningu sína um príon 1982. Þykir upp- götvunin auka líkur á að hægt verði að komast til botns í Alzheimer-sjúk- dómnum. Hin svonefndu „príon" eru sjúkdómsvaldar, hlið- stæð bakteríum og vírus- um. Prusiner hóf rann- sóknir sínar 1972 eftir að einn sjúklinga hans lést af völdum hrörnunar er hlaust af Creutzfeldt- Jakob sjúkdómnum. Tíu árum síðar tókst honum, ásamt samstarfsfólki sínu, að einangra úr heilavef riðusýktra hamstra sýkil sem Prus- iner nefndi „prion". Uppgötvun Prusiers var umdeild vegna þess að samkvæmt kenningu hans eru príon ólík öðrum sýklum að því leyti að í þeim væru engin erfðaefni. Þau séu einungis prótín. Príonprótín getur birst á tvennan hátt, annarsvegar sem meinlaust, eða eðlilegt príon, en hins Stanley B. Prusiner, prófessor í taugasjúk- dómafræði, hlýtur verð- launin fyrir uppgötvun á príoni, „alveg nýjum sjúkdómsvaldi" en hann setti fram kenningu sína umpríonárið 1982. STANLEY B. Prusiner kvaðst himinlifandi yfir því að hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. vegar sem hættulegur sjúkdóms- valdur og jafnvel banvænn. Meinlaus príon eru prótín í heil- anum. Hættuleg príon hafa aðra lög- un en þau meinlausu og smita, ef þau komast inn í heilann, með því að breyta lögun meinlausra, eða eðli- legra príona, sem síðan breyta enn lögun annarra meinlausra. Þannig hefst keðjuverkun er drepur heila-->* frumur og veldur því að heilinn rýrn- ar. Uppgötvun príona „skapar grund- völl fyrir þróun lyfja er geta stöðvað breytingu eðlilegs príons í sjúklegt príon," sagði Ralf Petersson, pró- fessor í frumulíffræði við Karol- inska, í samtali við Associated Press í gær. I tilkynningu Karolinska segir að Prusiner hafi leyst gátuna um eiginleika príons. „Uppgötvun Prusiners veitir mikilvæga innsýn sem verða kann grundvöll- ur frekari skilnings á þeim líffræðilegu þáttum sem eru ástæða annarra gerða" sjúkdóma, er tengjast and- legri hrörnun, til dæmis Alzheimer-sjúkdómsins, og skapa möguleika á þró- un lyfja og annarrar lækn- ismeðferðar," segir enn- fremur í tilkynningu Ka- rolinska. Prusiner tekur nú þátt í endurskoðun á banda- rískri reglugerð sem miðar að því að hindra útbreiðslu heilarýrnunarsjúkdóma. Hann sagði í gær að verð- laun á borð við þessi myndu ekki sanna gildi vinnu sinnar. Hann tók fram, að nýjar hugmyndir í vísindum hljóti ekki al- mennt samþykkti nema á löngum tíma. „Það er mik- ilvægt að framvinda [nýrra hugmynda í vísind- um] sé hæg og stigvax- andi," sagði Prusiner. Hann kvaðst himinlif- andi með að hafa hlotið Nóbelsverð- launin, en bætti því við að árangur- inn sé einnig að þakka fjölda starfs- bræðra hans, sem hafi tekið þátt í rannsóknunum. Reuter Nóbelsverðlaunahafinn í læknisfræði Gestafyrirlesari á Keldum á næsta ári „MÉR kemur þessi viðurkenning ekki á óvart og hann er mjög vel að henni kominn. Það skemmtilega fyrir okkur er það að Stanley Prusiner er væntanleg- ur hingað til lands í ágúst á næsta ári til að halda fyrirlestur á ráðstefnu hjá okkur," sagði Guðmundur Georgsson, forstöpurmaður Tilraunastöðvar Há- skóla íslands í meinafræði að Keldum. Bandaríkjamaðurinn Stanley Prusin- er, próf essor í taugasjúkdómafræði við Kaliforníuháskóla í San Francisco, hlýt- ur Nóbelsverðlaunin fyrir kenningu sína um sérstöðu smitefnis, svonefnds prion- smitefnis í hrörnunarsjúkdómum en til þeirra mátelja Creuzfelt-Jakob sjúk- dóminn í mönnum og riðu í sauðfé. „Hann setti fram djarfa kenningu árið 1982 eftir 10 ára rannsóknir um smit- efni í þessum sjúkdómum, að í þeim væri ekkert nema prótín, að þarna væri ný tegund sýkla því venjulegir sýklar, bakteríur og veirur, hafa erfða- efni eða kjarnsýru," segir Guðmundur Georgsson í samtali við Morgunblaðið. „Þessi kenning var mjög umdeild og ég efaðist mjög um hana sjálfur í fyrst- Guðmundur Georgsson unni en nú hefur honum og samstarfs- mönnum hans og reyndar fleirum sem unnið hafa að svipuðum rannsóknum, ' tekist að renna sif ellt fleiri stoðum und- ir hana og hann er nú leiðandi maður í heiminum á þessu sviði. Þetta er mjðg sérstæð hugmund sem síðan hefur tekist að færa gild rök fyrir." Skyldir sjúkdómar til rannsóknar Meðal verkefna á Keldum frá upphafi hafa verið rannsóknir á skyldum hrörn- unar- eða heilarýrnunarsjúkdómum, svo sem á riðu í sauðfé sem Guðmundur segir að Björn heitinn Sigurðsson, fyrr- verandi forstöðumaður, hafi flokkað undir hæggenga smitsjúkdóma og að sú . hugmynd hans hafi staðist tímans tönn. Stanley Prusiner verður gestafyrirles- ari á ráðstefnu í lok ágúst á næsta ári sem Tilrauna- stöðin stendur fyrir í tilefni af 50 ára afmæli henn- ar. „Ég skrifaði honum snemma á þessu ári og tók hann boðinu strax sem ég er mjög ánægður með því hann er mjög umsetinn og vinsæll fyrirlesari," sagði Guðmundur Georgsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.