Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 17 VIÐSKIPTI Cadbúry fær á sig málshöfðun London. Reuter. SVISSNESKIR súkkulaði- framleiðendur hafa höfðað mál gegn brezka framleiðandanum Cadbury Schweppes Plc, sem er gefíð að sök að láta sem súkkulaði framleitt í Bretlandi sé svissneskt súkkulaði. Framleiðendumir Lindt & Spmengli og Kraft Jacobs Suc- hard auk samtaka svissneska súkkulaðiiðnaðarins, Chocosu- isse, fara fram á að bannað verði að selja „Swiss Chalet" súkkulaði og allar fyrirliggj- andi birgðir verði eyðilagðar. Því er haldið fram að al- menningur geti freistazt til að halda að súkkulaðið sé sviss- neskt, þar sem á umbúðunum sé mynd af hinu fræga Matter- hom. Póstur og sími Stefnt að sjónvarpsútsend- ingum í þessum mánuði PÓSTUR og sími hf. stefnir að því að hefja sjónvarpsútsendingar á breiðbandinu í þessum mánuði. Verður myndlyklum dreift án end- urgjalds til áskrifenda og er gert ráð fyrir því að áskriftargjald verði innan við 2.000 krónur. í boði verða í fyrstu allt að 20 erlendar gervihnattarásir auk þess sem von- ir standa til að innlendu dagskrár- efni verði einnig sjónvarpað á breiðbandinu. Undirbúningur á lokastigi Að sögn Friðriks Friðrikssonar, forstöðumanns breiðbandsþjón- ustu P&S , er nú unnið að lokaund- irbúningi útsendinga og hefur ver- ið sótt um leyfi til sjónvarpsútsend- Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Sijómvöld standi vörð um sparnað STJÓRNVÖLD verða að standa vörð um sparnað í stefnu sinni í ríkisfjár- málum til að viðhalda fjárfestingu og hagvexti. Samhliða þessu verður peningastefna þjóða að tryggja stöð- ugt verðlag til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og viðvarandi hag- vöxt. Þetta kom fram í ræðu sem Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri flutti fyrir hönd Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna á sameiginlegum aðalfundi Alþjóða- bankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem lauk í Hong-Kong sl. fimmtudag. Birgir gerði að um- talsefni þá jákvæðu þróun sem átt hefði sér stað í heimsbúskapnum að undanförnu. Hann lagði áherslu á mikil- vægi þess að viðhalda góðum hagvexti um leið og verðbólgu væri haldið í skefjum. „Við þurfum viðeig- andi samspil aðgerða í peningamálum og ríkis- fjármálum til að tryggja stöðugleika í efnahags- lífinu og hagvöxt til langs tíma. Um leið og markmið peningamálastefnunnar er að tryggja stöðugleika í verðlagsmálum verður stefna í ríkisfjármálum að hafa að leiðarljósi nauðsyn þess að standa vörð um spamað, sem er forsenda fyrir fjárfestingu og hagvexti. Við þurfum efnahagsskipulag sem leysir úr læðingi verðmæti sem bundin eru á klafa hafta með íþyngj- andi lagaramma og hindrunum á Birgir ísleifur Gunnarsson M Ú R A R A R GÓLF SLÍPIVÉLAR - þar sem mest á reynir , SKEIFUNNI3E-F SlMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 inga til útvarpsréttarnefndar. „Við erum að setja upp og prófa búnað þessa dagana og við viljum sjá hvort þetta virki ekki allt sem skyldi áður en við ákveðum endan- lega hvenær við hefjum útsending- ar,“ segir Friðrik. Hann segir að unnið sé að samn- ingsgerð við innlenda aðila um út- sendingar á einni eða fleiri rás. „Það var ein af hugmyndunum með breiðbandinu að gera fleiri aðilum kleift að koma sjónvarpsefni á fram- færi. Það er m.a. einn aðili sem er að skoða alvarlega að koma á fót nýrri sjónvarpsstöð með innlendu og erlendu efni á breiðbandinu." Friðrik segir að gjaldtaka fyrir aðgang sjónvarpsstöðva að breið- bandinu verði breytileg og velti m.a. á áskriftargjöldum. Kjósa að semja milliliðalaust við rétthafa efnis Eins og fram hefur komið hefur a.m.k einn aðili, íslenska sjón- varpsfélagið, sóst eftir aðgangi að breiðbandinu til endurvarps er- lendra sjónvarpsstöðva. Friðrik segir hins vegar að við gerð samn- inga við dreifingaraðila sé það haft að leiðarljósi að semja beint við rétthafa efnis, hvort sem þar sé um að ræða innlendan eða er- lendan aðila. Því sé ólíklegt að samið verði við innlenda aðila sem eingöngu hafi í huga að endur- varpa erlendu efni. viðskipti og fjármagnshreyfingar. Við þurfum víðtækar endurbætur á vinnumarkaðinum, sem ásamt átaki í menntun og starfsþjálfun getur blásið nýju lífi í efnahagslífið og dregið úr atvinnuleysi," sagði Birgir í ræðu sinni. Stofnfé Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins aukið um 45% Birgir lagði áherslu á hversu mikil- vægt eftirlitshlutverk Alþjóðagjald- eyrissjóðsins væri. Sagði hann þann óróa sem ríkt hefði á mörkuðum í Suðaustur- Asíu að undanfömu draga fram mikilvægi traustrar og trúverðugr- ar efnahags- og um- bótastefnu og skjótra viðbragða þegar óstöð- ugleiki gerði vart við sig.. A ársfundinum var samþykkt að hækka stofnfé Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um 45% til að mæta vaxandi fjár- þörf vegna fyrirgreiðslu við aðildarríki, einkum þróunarlönd og ríki sem eru að hverfa frá miðstýringu í átt að fijálsum markaðsbúskap. Birgir ísleifur fagnaði þessum breytingum í ræðu sinni. „Við verð- um ávallt að tryggja að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi nægilegan styrk til að annast þau verkefni sem honum eru lögð á herðar. Þess vegna fagna ég nýlegri samþykkt fram- kvæmdastjórnar um aukningu á stofnfé sjóðsins. Gjaldeyrisforðinn rýmaði um 4 millj- arða í september GJALDEYRISFORÐI Seðla- bankans rýrnaði um fjóra millj- arða króna í september og nam 30,8 milljörðum króna í lok mán- aðarins. Erlendar skammtíma- skuldir bankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er segir í frétt frá Seðla- bankanum. Á gjaldeyrismarkaði nam nettó gjaldeyrissala Seðlabank- ans 1,5 milljörðum króna í sept- ember. Eftir um 0,4% lækkun í september hafði gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkað um 1,4% frá áramótum til loka sept- ember. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst í september um tæpa 0,3 milljarða króna og er þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs lækkaði um rúma 0,8 milljarða króna en ríkisbréfaeignin jókst um tæpan 0,1 milljarð króna. Ríkisvíxlaeignin jókst um einn milljarð króna og nam í mánað- arlok tæpum 1,9 milljörðum. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 2,5 milljarða króna í september en nettókröf- ur bankans á ríkissjóð og ríkis- stofnanir lækkuðu um 0,1 millj- arð króna og námu 3,1 milljarði í mánaðarlok. Grunnfé bankans lækkaði um 2,7 milljarða króna og nam 19,1 milljarði í lok sept- ember. Fríkortssamstarf íslandsbanka Mikill ávinning- urfyrir bankann ÍSLANDSBANKI hyggst halda Frí- kortssamstarfinu áfram enda skilar það bankanum miklum ávinningi að mati forráðamanna hans. Komið hef- ur fram að BYKO og. 10-11 hafa hætt viðskiptum við íslandsbanka vegna þátttöku hans í Fríkortssam- starfmu og verður bankinn af tals- verðum viðskiptum af þessum sökum. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka, segir að bank- inn sjái eftir þessum góðu viðskipta- vinum en vonandi sjái þeir sér hag í því að koma aftur í viðskipti við bankann síðar. Hún segir að bankinn muni halda áfram þátttöku í Fríkorts- samstarfinu enda hafi það skilað honum miklum ávinningi frá því það hófst á síðastliðnu vori. „Almennt hafa viðskiptavinir okkar tekiðFrí- kortinu vel og yfir fimm þúsund nýir viðskiptavinir hafa bæst í hópinn síð- ustu sex mánuðina. Þar teljum við að FMkortið hafí haft mikil áhrif. Raunar hefur mikill vöxtur í öllum viðskiptum einkennt starfsemi bank- ans á þessu ári og mörg fyrirtæki, þar á meðal stór fyrirtæki, hafa kom- ið með viðskipti sín til íslandsbanka. Það er mikil samkeppni á íjármála- markaði og því algengara nú en áður að fýrirtæki skipti um banka eða deili viðskiptum sínum milli banka. Við munum leggja okkur fram um að fá viðskipti þessara aðila til baka.“ Sigurveigu er ekki kunnugt um að fleiri fyrirtæki hyggist hætta við- skiptum við bankann vegna sam- starfsins. „Við lögðum ríka áherslu á það í upphafi að skýra út fyrir við- skiptavinum að ekki væri verið að mismuna fyrirtækjum með þátttöku bankans. Við gefum Fríkortspunkta vegna notkunar á debet- og kredit- kortum og er þá sama hjá hvaða fyrirtæki er verslað. Almennt hafa fyrirtæki tekið skýringum okkar vel,“ segir Sigurveig. 7 góðir frá EPSON Stylus Color 800 Stylus Color 600 Stylus Color 400 Stylus Color 300 Frábaer litprentari fyrir skrifstofuna - afkastamikill, allt að 8 bls. á mfn. I sv/hv. og 7 bls. Illt. Alltað 1440 punkta upplausn. Tenging við Windows 95, Windows 3.x og Macintosh. PostScript möguleiki. Stylus Color 1520 Verðlaunaprentari fyrir heimilið og skrifstofuna. Prentar allt að 6 bls. á mln. I sv/hv. og 4 I lit. Allt að 1440 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Vandaður heimlisprentari. Prentar allt að 4 bls. á mln. i sv/hv. og 31 lit. Allt að 720x720 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Hentugur prentari fyrir heimiliö og skólafólk. Prentar allt að 3 bls. á mln. I sv/hv. og 1,2 (lit. Alltað 720x360 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Stylus Photo Stylus Color 3000 Wmm Afkastamikill litaprentari fyrir teiknistofuna, skrifstofuna eða graflska hönnuðinn. Tekur papplrsstærð A3+. Upplausn allt að 1440 punktar. Tenging við Windows 95, Windows 3.x og Maclntosh. PostScript fáanlegt sem aukabúnaður. Prentarinn fyrir atvinnu- og áhugaljósmyndarann. Tenging við Windows og Macintosh umhverfi. Frábær Ijósmyndagæðl. 6 lita prentun. Litaprentari fyrir verkfræðistofur, teiknistofur og llstafólk. Tekur papplrsstærö A2. Sðtu- og drelfingaraðili tyrir EPSON á Isiandi: TOLVUDEILD PÓR HF Ármúla 11 - Bíml BBB-1BQO SÖLUAÐILAR: Reykjavlk: Apple-iJmboðiö, Boðeind, Digital á Islandi, Heimilistœki, Hugver, Nýmark, Tölvubær, Tölvulistinn, Tölvusetrið. Borgames: Tölvubóndinn. Isafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Sauðárkrókur Stuðull Tölvuþjónusta. Akureyri: Akurstjaman, EST. Egilsstaöln Brokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.