Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norræn gildi LIST OG HÖNNUN Kjarvalsstaðir HÚSAGERÐARLIST Sigurður Guðmundsson. Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 12. október. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 1.650 krónur. ALLTOF lítið hefur verið hugað að því í gegnum tíðina, að bregða ljósi á íslenzka byggingarlistasögu og er frumkvæði Kjarvalsstaða mik- ill hvalreki. Og þótt einungis hafi verið brugð- ið upp heildarmynd af ferli tveggja arkitekta til þessa, þeirra Einars Sveins- sonar og nú Sigurðar Guðmundssonar, má öllum innvígðum vera augljóst í hve stóra gloppu er verið að fylla. Ekki aðeins hafa sjálfar framkvæmdirnar vakið drjúga athygli, heldur gefst mönnum kostur á að líta þróunina frá allt annarri og skilvirkari hlið. Er einstakt og ómetanlegt að geta sett sig inn í hugsanagang arkitektanna og fylgt þróun þeirra frá fyrstu tíð, framar öðru hvernig Sigurður hugsaði sér umhverfi bygginganna, og að hús skyldi byggt yfir þarfir, hagnýtigildi þess. Ekki laust við að menn bíði spenntir fram- haldsins og þá einnig úttektar á byggingarlistarsögunni á lands- byggðinni. Hér er nefnilega vakin umræða um mál sem öllum kemur við, og sem menn hafa ekki haft aðgengi að í þessu umfangi fram til þessa, en oft hafa orsakað heitar deilur manna á millum og opinberum vettvangi. Einstakar sýningar varð- andi afmarkaðar samkeppnir eða á hugmyndavinnu nýútskrifaðra arki- tekta segja mönnum lítið, einkum í ljósi þess að oftar en ekki hefur verið um hreinar tækniteikningar að ræða, minna um riss, vinnubækur og og módelsmíði. Báðir þessir arkitektar urðu fyrir harðri gagnrýni á meðan þeir lifðu og um margt óréttlátri, er rýnirinn hér ekki með öllu undanskilinn. Rök- Húsameistarinn Sigurður Guð- mundsson á árun- um 1925-30. ræða á sjónlistir hefur frekar ein- kennst af ofstæki, hagsmuna- árekstri og skammsýni en umburð- arlyndi, skilningi og yfírsýn. En menn höfðu einfaldlega ekki tækifæri til að setja sig nægilega inn í þessi mál og svo hefur seinni tíma skipulag þrengt að mörgum bygging- anna, hreinlega myrt sumar, og virð- ast menn enn í dag lítið hafa lært af mistökunum. Hús þurfa andrými til að njóta sín og það hefur Sigurður Guðmundsson gert sér ljósa grein fyrir eins og uppköst hans eru til vitnis um. Sér stað í hinum hand- gerðu og listavel gerðu vinnuteikn- ingum sem sýna hve stutt var í mynd- listarmanninn, á tímabili mun hann enda hafa ráðgert að verða málari. Það var líka einmitt hjá málaranum Jóni Stef- ánssyni, í húsinu sem Sigurður teiknaði 1928 að Bergstaðastræti 7, um og eftir miðjan sjötta áratuginn að húsráðandi kynnti okkur. Húsa- meistarinn sat þar í einu horninu grár og virðu- legur er mig bar að, og stafaði frá honum ein- hver virðuleiki hlýja og ljómi. Má segja að ég hafi fengið hann beint í æð, því hann skildi mikið eftir af áru sinni þegar hann fór skömmu seinna og Jón notaði nær alla heimsókn mína til að úlista fyrir mér hve góð- ur arkitekt maðurinn væri og herma af óréttmætri gagn- rýni á sum verka hans. Norræn klass- ík átti ekki upp á pallborðið hjá ung- um í þann tíma, frekar en svo margt annað norrænt, einkum danskt, sem er ógæfa íslenzkrar byggingarlistar. Auðvitað áttum við að taka upp það besta í norrænni byggingarlist og myndlistarmenningu og bæta um betur, svona líkt og Japanir gerðu á sviði bílaiðnaðarins svo augljóst dæmi sé tekið sem íslendingar skilja. En í raun gerðu þeir það á fleiri sviðum, ekki síst í hátækniiðnaðinum og réðu svo seinna til sín Evrópska húsam- eistara og hönnuði, er tæknibyltingin var að gera flest yfirþyrmandi ein- hæft hjá þeim sjálfum á sviði húsa- gerðar. íslenzkir arkitektar hafa til þessa undantekningarlaust verið skólaðir í útlandinu og þessir skólar hafa GARÐASTRÆTI 41, hús Olafs Thors, byggt 1929. Af módelinu, sem er smíði Sigurðar Gústavssonar arkitekts 1996, má ráða hve vel það hefði notið sín í bjartari búningi. eðlilega verið lagaðir að allt öðru umhverfi og aðstæðum. Með langa sögu og erfðavenju að baki á hverj- um stað, þar sem tekið var sérstakt tillit til landslags, veðurs og gróur- fars. Við sjáum það greinilega í Reykjavík hve margvísleg og sund- urleit þessi menntun hefur verið, öll byggðin ber þess merki. Það var svo dæmigert áð er Sigurður kom heim árið 1925* sem gagnmenntað- ur húsameistari, þótt svo hann kysi að taka ekki fullnaðarpróf, vissi hann næsta lítið um steinsteypuhús þar sem timburhús voru hans sér- grein! Hann var þannig hvorki búinn undir né sérhæfður í að teikna hús fyrir íslenzkar aðstæður frekar en svo margir aðrir, sem marglitum prófskírteinum hampa, enn í dag. Sigurður er skýrt dæmi um mann sem gengur út frá grunnmenntun sinni og mótuðum hefðum, én var um leið opinn fyrir því helsta sem var að gerast á vettvanginum í Evr- ópu. Nálgaðist það án þess að yfir- gefa hefðina og teiknar þó, jafnvel einmitt þessvegna, einhver fegurstu hús nytjastefnunnar, Funkisstílsins, sem reist hafa verið hér á landi. En menn gleymi því ekki, að um var að ræða að byggja upp af engu að segja má, og leggja grunn að fram- tíðinni. Sumir hafa álitið, að það hafí verið yngri samstarfsmenn á teiknistofu Sigurðar sem lögðu grunn að nýrri þróun í samvinnu við meistarann og má það vel vera, en rýrir á engan hátt hlut hans, þvert á móti. í rýni sinni á verk Sigurðar taka menn svo ekki alltaf tillit til aðstæðna né tímanna, er útjaðar borgarinnar var Vatnsþróin við Hlemm, og upp reis á Skólavörðu- holtinu eitt fullkomnasta skólahús á Norðurlóndum, eins konar háborg grunnmenntunar. { mínum augum var Austurbæjar- skólinn einhver einfaldasta og stíl- hreinasta bygging borgarinnar á sín- um tíma. Svo mikill var stórhugurinn að þegar hann var tekinn í notkun 1930, nutu þeir sem sóttu hann, jafnt háir sem lágir, stórkostlegra forrétt- inda, sem ekki höfðu þekkst áður á landi hér, því í húsinu voru kvik- myndasalur, sundlaug og böð, full- komið skólaeldhús og matsalur, auk sérhæfðra kennslustofa fyrir list- greinar (!) og verklega kennslu. Einu sundiaugarnar töldust t.d. uppi í sveit þ.e. í Laugardalnum, þar sem var mjög strjál byggð fram á sjötta ára- tuginn. Þá var skólinn fyrsta bygging í Reykjavík sem tengd var jarðvarma- veitunni frá Þvottalaugunum, tekin í notkun síðla árs 1930. Þá fékk hann Ásmund Sveinsson myndhöggvara til að gera útskurðarmyndir á anddyris- hurðir og lágmyndir yfír inngöngum skólans og er mér í barnsminni hve þetta jók á virðuleika skólans. Þetta var minn skóli, sem ég bar ótta- blandna virðingu fyrir og að auki naut ég þess að fara um skeið á kvöldin í sundlaugar hans í fylgd foreldra minna, sem voru einkavinir skólalæknisins. Sundhöllin við Bar- ónsstíg, snilldarverk Guðjóns Sam- úelssonar og í góðu stílrænu sam- ræmi við skólann, tók svo til starfa 1937 og gerbreytti allri aðstöðu til sundiðkana í borginni. Um leið og maður náði í skottið á gamla tíman- um lifði maður upphaf nýaldar á Is- landi, risavöxnustu hvarfa í sögu landsins. Þessi bygging er sérstak- lega dregin fram hér vegna þess hve vel rýnirinn þekkir til innviða hennar og hve gott dæmi hún er um yfírsýn Sigurðar, en hann hafði einnig hann- að svæðið fyrir framan bygginguna og aðgengi að henni. Öll upphaflega teikningin er mjög formhrein, en þaki var breytt í endanlegri útfærslu og lóðin komst aldrei í gagnið í fyrir- hugaðri mynd! Eitt dæmi af alltof mörgum um seinþroska ráðamanna og þvergirðingshátt kerfisins. Skilja ekki að aðgengi að húsum og um- hverfí er hluti þeirra. Eitthvað skort- ir á stórhug framvarðasveita á „framfaraskeiðum" seinni tíma, því hve margir skólar hafa verið byggðir í þessum anda og hve margir skólar eru með sérhannað rými fyrir list- og handmenntir? Við eigum jafnvel ekki sérhannaðan skóla fyrir íðir, myndlist og arkitektúr sem þó frá fornöld hafa talist til grunneininga menntunar. Enginn háskóli úti í heimi svo aumur að honum fylgi ekki lista- deild, væri ekki akademía fyrir. Sigurður Guðmundsson var mikill listamaður og í afar sterkum tengsl- um við hið besta á sínum tíma. Auk þess bjó með honum sá metnaður fyrir hönd þjóðar sinnar, sem á virð- ist hafa skort hjá ýmsum seinni tíma arkitektum er litu langt yfír skammt og fluttu inn hrærigraut erlendra stílbrigða. Teiknuðu viðbyggingar við eldri hús sem eru líkastar illa gerðum stoðtækjum á fatlaða, eða áfestir herðakistlar á vel byggða menn. Létu sig hafa að misþyrma eldri byggð með hjáleitum stílbrigðum og skerða með því ris umhverfisins, sem telst andleg nauðgun og sjónmengun. Annað mál er svo að ytri byrði húsa Sigurðar var iðulega fullþungt, grámóskuleg grófhúðun, svonefnt perlukast sem eltist illa, um það geta menn verið sammála og mörg húsa hans í hagnýtistílnum hefðu notið sín betur í bjartari gerð. En gátu þeir sem á þessum tíma leituðu að efni til að styrkja ytri byrði húsa séð fram á bílaöldina og skítinn úr útblásturs- rörunum? Seinna kom skjeljamuln- ingur, sem var afar snjöll og ódýrari lausn í ómenguðu og hreinu lofti, og Stefán Einarsson trésmíðameistari fann upp, en óhreinindi og koltvísýr- ingur fer enn verr með. Ber að líta til þessa alls og að- stæðna á tímunum áður en dómar eru felldir og skoða með opnum og vakandi huga frumköst og upp- drætti hins merka húsameistara og hönnuðar. Gefin hefur verið út afar handhægur og skilvirkur ritlingur í tilefni sýningarinnar, þó saknar maður litmynda og svart/hvítar myndir mættu vera fínkornaðri og hefting fullkomnari. Bragi Ásgeirsson Ódysseifur í tali og tónum LEIKLIST Det lille Turnéteater ODYSSEUS Handrit og leikstjórn: Kim Nörrevig. Leikari: Peter Ilolsf. Tónlist og biissaleikur: Christian Glahn. Leik- 1 jald: David Lewis. Möguleikhúsið 5. október. UM HELGINA hélt Möguleikhús- ið barnaleikhúshátíð og bauð upp á nokkrar ólíkar sýningar fyrir börn. Ein þeirra var gestasýning á Ódys- seifí í flutningi danska leikhússins Det lille Turnéteater. Formlega er þessi sýning afar einföld í sniðum og á sviðinu eru aðeins tveir menn: sögumaður og kontrabassaleikari. Sögumaðurinn segir söguna af Ód- ysseifí, allt frá því hann er kallaður til liðs við Menelás konung Spörtu sem heldur til stríðs gegn Trjóubúum og_ þar til hann stígur á land aftur í íþöku, heimaborg sinni, tuttugu árum síðar og endurheimtir kon- ungsríki sitt og fjölskyldu. Sögumað- urinn, Peter Holst, rekur þessa frægu sögu á lifandi og skemmtileg- an hátt og er dyggilega studdur af undirleik kontrabassaleikarans Christians Glahn. Peter Holst tókst mjög vel upp í hlutverki sögumanns og átti hann auðvelt með að bregða sér í hin ólík- ustu gervi og halda athygli áhorf- enda. Christian Glahn notaði hljóð- BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaáritanir (Green Card) eru í boði í nýju Rikishoppdræfli "U.S. Government Lottery". Opinbert happdrætti, ókeypis þóttoka. LOKAFRESTUR: 14. NOVEMBER 1997 Upplýsingor: Sendið einungis póstkort með eigin nofni og heimilisfangi til: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 www.nationolvisocenter.com NATIONAL^ VISA SERVICE 01997 IMMIGHATlON SERVICES færi sitt á útsjónarsaman hátt til að túlka ólík sviðshljóð og gefa tón- inn til að undirstrika þá stemmningu sem við átti hverju sinni. Sagan af Ódysseifi er viðburðarík örlagasaga sem býður upp á mörg skemmtileg frásagnaratriði þar sem til leiksins mæta risar og forynjur og fjallað er um ást og vináttu, svik og tryggð, stríð og sigur, hrakninga og hættur, töfra og tálsýnir. Þetta ætti því að vera tilvalin skemmtun fyrir börn jafnt sem fullorðna áhorf- endur og þeir fáu gestir sem mættu í Möguleikhúsið á sunnudaginn skemmtu sér vel. Vera kann að sú staðreynd að sýningin var flutt á dönsku hafl átt sinn þátt í því hversu fáir áhorfendur mættu til leiksins. Sýning sem þessi er tilvalin til flutnings í skólum, til að mynda, því hið einfalda form hennar gerir það auðvelt að setja hana upp við nán- ast hvaða aðstæður sem er. Gaman væri ef einhverjir íslenskir leikarar notfærðu sér þessa hugmynd, að setja klassískar sögur (innlendar jafnt sem erlendar) á svið á þennan máta, þar sem áherslan er á lifandi frásögn og spuna, og kynna þannig heimsbókmenntirnar fyrir íslenskum börnum og unglingum. Það væri þarft framtak sem skilaði sér örugg- lega í auknum áhuga, bæði á bók- menntum og leikhúsi. Soffía Auður Birgisdóttir Ljóðasafn eftir Jóhann á spænsku STORT safn ljóða eftir Jóhann Hjálmarsson kemur út á Spáni í byrj- un næsta árs. Þýðandi ljóðanna er José Ant- onio Fernández Romero og útgefandi Asociación Cultural „El último Parnaso" í Zaragoza. Ljóðin, sem eru um 100, eru úr öllum fjórt- án ljóðabókum skálds- ins, frá þeirri fyrstu, Aungull í tímann (1956), til hinnar síð- ustu, Rödd í speglunum (1994). Ljóð eftir Jóhann og fleiri íslensk skáld birt- ust í safnritinu Poesía Nórdica (útg. Torres 1995) í þýðingu Fernández Romero, en ritstjóri bókarinnar var skáldið og þýðandinn Francisco J. Uriz, forstöðumaður Þýðingastofn- unarinnar í Tarazona í Aragónfylki. Hlaut æðstu þýðinga- verðlaun Spánar José Antonio Fernández Romero hefur um árabil fengist við þýðingar á ljóðum Jóhanns Hjálmarssonar, en hann lauk þýðingu væntanlegs safns í sumar. Áður hefur hann þýtt skáld- sögur eftir Halldór Laxness, íslensk- Jóhann Hjálmarsson ar þjóðsögur og skáld- söguna Engla alheims- ins eftir Einar Má Guð- mundsson. Fernández Romero, sem er prófess- or við Háskólann í Vigo í Galisíu, fékk nýlega æðstu þýðingaverðlaun spænska ríkisins fyrir þýðingar sínar á ljóðum íslenskra skálda. Bókaútgáfan „El últ- imo Parnaso" sem einn- ig gefur út bókmennta- tímarit hefur að mestu gefið út verk ungra spænskra skálda, en einnig þýðingar, m.a. safn ljóða rússnesku fútúristanna. Bókum útgáfunnar er dreift um Spán, Suður-Ameríku og fleiri lönd. Ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson hafa verið þýdd á fjölmörg mál og birst víða í safnritum, tímaritum og blöðum. Bók með úrvali ljóða hans kom út í Svíþjóð 1977: Landet vilar i egen dikt. Bókin kom út í ritröðinni Nordisk dikt hjá forlagi Rabén & Sjögren í Stokkhólmi og var Christer Eriksson þýðandi ljóð- anna. Safn ljóða Jóhanns nefnist Poem- as í spænsku þýðingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.