Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Evrópuvika og Evrópu- ráð gegn krabbameini KRABBAMEIN er sjúkdómur sem herjað getur á hvern sem er, hvar sem_ er, hvenær sem er. í Evrópu er talið að krabbamein snerti um þriðjung Evrópubúa einhvern tímann á ævinni og leiði þar til dauða fjórða hvers manns. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ýtti úr vör verkefninu „Evrópa gegn krabbameini" árið 1987. Tilgangur þess er og hefur verið að styðja fjölþjóðlegar aðgerðir gegn krabbameinum og hafa áhrif á útbreiðslu þeirra. Þriðja krabbameinsáætlunin, 1996 til 2000, leggur áherslu á fjögur meginsvið, þ.e. krabba- meinsvarnir, krabbameinsleit og snemmbæra uppgvötun meina, þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og stuðning við krabbameinsrann- sóknir. Aætlunin er sú fyrsta, eftir að Evrópusambandið tók heilsu- vernd inn í sáttmála sinn 1993. Sáttmálinn gerir ráð fyrir að heil- brigðissjónarmið skuli í heiðri höfð við pólitískar ákvarðanir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir Evrópusam- bandsins. Við hlið krabbameinsáætlunar- innar er einnig unnið að öðrum Skúli Thoroddsen heilbrigðisverkefnum tengdum eyðni, eitur- lyfjafaraldrinum og almennri heilsuefl- ingu. EFTA-löndin, ís- land, Noregur og Lic- htenstein hafa gerst aðilar að þessum verk- efnum Evrópusam- bandsins. Frjálst flæði fólks, vöru og þjónustu kallar á ný vandamál, einnig heilbrigðis- vandamál sem stund- um er erfitt að sjá fyr- ir. Sjúkdómsvarnir og heilsuefling hafa þess vegna orðið að þýðing- armiklum þætti á svæði EES samningsins. Ætla má að samstarf þjóðanna auki heilsuf- arslegt öryggi þegnanna. Stærsta einstaka heilbrigðisverk- efni Evrópusambandisns er þriðja áætlunin gegn krabbameini. Verk- efnum hennar er ætlað að efla vit- und heilbrigðisstarfsfólks og al- mennings um orsakir krabbameins og krabbameinsvernd. Evrópu- krabbameinsskrá er eitt verkefni og neysluvenjurannsók annað með þátttöku um 270.000 sjálfboðaliða til að kanna fylgni krabbameins við tilteknar neysluvenjur. Gæði við krabbameinseftirlit, rannsóknir og meðferð er einnig umfangsmikið verkefni og miðlun upplýsinga í því sambandi. Meðal verkefna er einnig r^ KENNARAHÁSKÓLI ÍSIANDS LESTRARMIÐSTOÐ Auglýsing um námskeið Stafsetningarnámskeið Námskeið fyrir framhaldsskólanema, fullorðna með lestrarörðugleika og þá sem voru lengi að ná tökum á lestri verður haldið 13. október - 3. desember. Kennt verður á mánudögum pg miðvikudögum kl. 18:00-19:00. Nægi þátttaka í tvö námskeið verður það endurtekið sömu daga kl. 19:00-20:00. Kennari er Baldur Sigurðsson lektor í Kennaraháskóla Islands. Nánari upplýsingar eru veittar næstu daga frá 14:00 til 16:00 í síma 510 3702. Frábær fýrirtæki 1. Kertaverksmiðja, framleiðir t.d. kerti úr náttúruvænu hunangsvaxi um 30 mót fylgja, hægt að vera með um 100 mismunandi kerti. Kjörið til flutnings út á land. 2. Þekkt bóka- og ritfangaverslun á einstaklega góðum stað. Besti tíminn framundan. Á þessum tíma er best að kaupa slíka fyrirtæki. Skemmtilegt starf fyrir t.d. samhent hjón. 3. Snyrtivöruverslun á góðum stað vaxandi viðskipti, umboð fylgja. Frábær tími framundan, frábært verð. 4. Myndbandaleiga um 3500 spólur vel staðsett í austurborginni, nýtt tölvukerfi og nýlegar innréttingar. Góð kjör í boði. 5. Góður söluturn með vídeóleigu um 5000 spólur, gott tölvukerfi. Góð velta. 6. Til leigu húsnæði undir söluturn í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofunni. taamaziinmisvig] að hafa frumkvæði að löggjöf varð- andi tóbak, s.s. um tjöru og nikotín- magn og önnur aukaefni í tóbaki, merkingar á tóbaksvörum, bann á tóbaksauglýsingum og reykingum á opinberum stöðum. Nokkuð öflug- ur stuðningur fer til tóbaksvarna, eins og „Evrópunetið til reykinga- varna" og „Evrópunet æskufólks gegn reykingum og tóbaki" eru dæmi um. Auk þess að veita styrki til ein- I þessari viku er ætlunin að vekja fólk í löndum Evrópusambandsins, ís- landi og Noregi, til um- hugsunar um krabba- mein, segir Skúli Thor- oddsen, og e.t.v. að- gerða gegn hugsanleg- ____um meinum.____ stakra verkefna sem samræmast markmiðum áætlunarinnar, beitir Evrópusambandið sér árlega fyrir sérstakri viku í októbermánuðij „Evrópuviku gegn krabbameini." I þessari viku er ætlunin að vekja fólk í löndum Evrópusambandsins, íslandi og Noregi, til umhugsunar um krabbamein og e.t.v. aðgerða gegn hugsanlegum meinum, áður en það kann að vera um seinan. Evrópuvikan gegn krabbameini er haldin í samvinnu við heilbrigð- isráðuneyti aðildarþjóðanna og krabbameinsfélögin. ísland tekur nú í fyrsta skipti þátt í vikunni en kjörorð hennar að þessu sinni, „rjúfum þögnina - ræðum um krabbamein" höfðar til hulunnar sem legháls- og brjóstakrabbamein í konum er stundum slegin. Konur eru þess vegna hvattar til að kynna sér þema vikunnar, því þekking dregur úr ótta og fordómum. Evrópuvikan er iðulega notuð til frekari útfærslu á einhverju ráði sem fjallað er um í „Evrópuráðum gegn krabbameini," en það eru tíu einföld ráð um hvernig hver og einn getur minnkað líkur á að krabba- mein þróist hjá sér og hvað beri að gera til að reyna að uppgvöta vágestinn í tíma. Þetta er afar mik- ilvægt vegna þess að talið er að krabbameinstengd dauðsföll megi í um 70% tilvika rekja til þess lífs- stfls sem fólk velur sér. M.ö.o. heilsa mín er að verulegu leyti undir mér sjálfum komin. Hér fer á eftir þýðing mín á þessum „Evrópuráðum," með ósk um að þátttaka íslands í „Evrópu- viku gegn krabbameini" skili hverju okkar um sig nokkrum skrefum í átt til betri heilsu, sé það á okkar valdi. Evrópuráð gegn krabbameini Komast má hjá vissum tegund- um krabbameins með heilbrigðum lífsstíl; 1. Reyktu ekki. Reykingafólk ætti að reyna að hætta reykingum sem fyrst og reykja ekki í nærveru annarra. Ef þú reykir ekki, ekki byrja á því. 2. Ef þú neytir áfengis; bjórs, víns eða sterkra drykkja, dragðu úr neyslunni. 3. Neyttu meira ferskra ávaxta og grænmetis, daglega, ásamt trefjaríkri kornfæðu. 4. Forðastu ofþyngd og hreyfðu þig meira. Takmarkaðu neyslu fituríkrar fæðu. 5. Forðastu langvarandi sólböð. Komdu í veg fyrir sólbruna, sér- staklega hjá börnum. 6. Fylgdu settum reglum um umgengni við þekkt krabbameins- valdandi efni og farðu eftir heil- brigðis- og öryggisleiðbeiningum varðandi slík efni. Hægt er að komast fyrir mörg krabbamein, ef þau uppgvötast nógu tímanlega. 7. Leitaðu læknis ef þú finnur fyrir hnúð eða þú tekur eftir sári sem ekki grær (jafnvel í munni), fæðingarbletti sem breytist í lögun og lit, eða óeðlilegum blæðingum. 8. Leitaðu læknis ef þú hefur stöðugan hósta eða hæsi, ef breyt- ingar verða á hægða- eða þvagláts- venjum og ef þú léttist óeðlilega og án skýringa. Konur athugi sérstaklega 9. Þú ættir að láta taka legháls- sýni reglulega, taka þátt í skipu- lagðri leit að forstigum vegna leg- hálskrabbameins. 10. Þú ættir að skoða brjóstin á þér reglulega. Ef þú ert yfir fimmtugu, ættir þú að taka þátt í skipulagðri brjóstaröntgenmynda- töku Krabbameinsfélagsins. Höfundur starfar sem sérfrseðingur bjá framkvæmdasljórn Evrópusambandsins á vegum heilbrigðisráðuneytisins. SUÐURVE Rl SIMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIRÞORGRÍMSSON. Hinir landskunnu, síkátu og frábæru skagfírsku söngvarar: Hlj msveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi föshjdag'mn 17. og laugardaginn 18. október. (alœsileqasti skemintistaöiw (andsins - bestu skenuntikrafia/vtu' <hj skenuntifeqasta/6/kid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.