Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIUIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 41 4 4 i 4 I i I I 4 4 4 4 4 4 < < < I i í i STEINUNN GÍSLADÓTTIR + Steinunn Ragnheiður Gísla- dóttir fæddist á Sámsstöðum í Eyjafjarðarsveit, áður Önguls- staðahreppi, hinn 12. mars 1930. Hún andaðist á heimili sínu, Garðsá í sömu sveit, hinn 28. september síðastliðinn. Steinunn var annað tveggja barna hjónanna Sveinbjargar Magnúsdóttur og Gísla Guð- mundssonar sem bjuggu á Sáms- stöðum, en bróðir hennar Pálmi býr nú þar ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Árnadóttur. Steinunn giftist eftirlifandi Fagra haust þá fold ég kveð, faðmi veg mig þínum. Bleikra laufa láttu beð, legstað verða mínum. Sannarlega veit ég ekki hvort Steina mágkona mín á Garðsá hefði tekið undir þessa ósk þjóðskáldsins. Þá er þó víst, að fölnuð og bleik lauf haustsins munu umvefja beð hennar þegar hún nú er lögð til hinstu hvílu að Munkaþverá í Eyja- fjarðarsveit. Þó ekkert sé víst utan það eitt, að einhverju sinni munum við öll kveðja þetta líf, koma dauðsföll allt- af jafn óvænt, og ekki síst þegar þeir kveðja, sem búast mátti við að ættu enn óloknu dagsverki. Nú þegar sumarið er að renna BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 25. september 1997. 16 para riðill: ÞórarinnÁmason-Ólafurlngvarsson 261 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 257 Eyjólfur Halldórsson - Oddur Halldórsson 247 FróðiPálsson-HaukurGuðmundsson 232 Mánudagur 29. september 1997. Mitchell, 18 pör. N-S: Sasmundur Bjömsson - Jón Andrésson 248 Sigurleifur Guðjónsson - Óliver Kristófersson 234 Viggó Norquist - Tómas Jóhannsson 232 A-V: Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 260 LárusHermannsson-EysteinnEinarsson 248 Oddur Halldórsson - Júlíus Ingibergsson 240 Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 30. september spil- uðu 20 pör Mitchell tvímenning. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Guðjón Siguijónsson - Rúnar Einarsson 258 Aron Þorfinnsson - Sverrir G. Kristinsson 239 Ingunn Sæmundsdóttir - Vigdís Einarsdóttir 232 AV Vilhjálmur Sigurðss. jr. - Jón Steinar Ingólfss. 265 Guðbjöm Þórðarson - Steinberg Ríkarðsson 256 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 254 A þriðjudögum gefst þátttak- endum kostur á að leggja í verð- launapott, sem síðan rennur til þeirra er ná bestum árangri af þeim sem borguðu í hann. Síðasta þriðjudag var potturinn 6.000 krónur. 1. verðlaun voru 4.000 kr. og runnu þau til Vilhjálms og Jón Steinars og 2. verðlaun voru 2.000 kr. og þau fengu þeir Guðjón og Rúnar. A þriðjudagskvöldum eru spilað- ir einskvölds tölvureiknaðir tví- menningar með forgefnum spilum. Spilaðir eru Mitchell og Monrad- barómeter tvímenningur til skiptis. Spilamennska byrjar kl. 19.30 og spilað er í húsnæði Bridssambands- ins, Þönglabakka 1, 3. hæð. Minnt er á að spilamennska er ókeypis fyrir spilara 20 ára og yngri, en enginn spilari úr þeim hópi hefur ennþá séð sér fært að nýta sér þessa ókeypis spilamennsku sem BR býður uppá. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. manni sínum, Ottari Björnssyni, f. 3.7. 1929, frá Syðra Lauga- landi, og tóku þau við búi þar eftir foreldra hans, þau Emmu Elíasdóttur og Björn Jóhanns- son, en keyptu síðar jörðina Garðsá og bjuggu þar síðan. Börn Steinunnar og Óttars eru: Orri, f. 11.11. 1964, Tinna, f. 24.4. 1967, Logi, f. 16.2. 1970, og Vaka, f. 13.11. 1972. Útför Steinunnar fer fram frá Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sitt skeið, dag fer að stytta og nátt- úran öll að búast vetrarklæðum, lagði hún upp í þá langferð sem allra bíður að lokum, hvort sem þeir eru undir þá ferð búnir eða ekki. Með öllu lífi sínu og framgöngu hafði Steina undirbúið sína langferð, og því var hún ekki vanbúin þegar kallið kom. Allt hennar líf sem ein- kenndist af kyrrlátri hógværð, óbil- andi trú á forsjá almættisins, sann- girni sem laus var við fordóma til alls og allra og vildi öllum vel, ásamt blikandi kímni sem þó aldrei sveið undan, eru þeir mannkostir sem duga munu lengst þegar upp er stað- ið. Þessi lífsgildi öll hafði Steina í hávegum og ræktaði, þannig að þau urðu hluti af henni sjálfri, urðu henn- ar ferðabúnaður, og þess vegna gat hún, sátt við allt og alla, lagst til hvílu að kveldi, albúin þess að leggja fyrirvaralaust af stað, og vakna ekki til nýs hversdags. Ég kynntist Steinu ekki fyrr en_á fullorðinsárum, þegar hún ásamt Óttari bróður mínum tók við búsforráðum á æskuheimili mínu á Syðra-Laugalandi, og svo síðar er þau fluttust að Garðsá í sömu sveit. Allar minningar um hana eru á einn veg, ljúfar og blíðar, og þegar hugsað er til baka, er eins og alltaf hafi verið sólskin þegar fjölskyldur okkar hittust. Svolítið sérstakt orðfæri hennar, þegar spurt var almæltra tíðinda og í spjalli um dag og veg, gleymist ekki og ekki heldur þær stundir þeg- ar rætt var um ættir manna og upp- runa, en þau fræði voru henni hug- leikin, og undantekningalaust fór ég mun fróðari af hennar fundi en ég kom. Lestur góðra bóka og umræða um þær var henni nautn, og þekking hennar á úrvals bókmenntum var víðfeðm. Steinunn Gísladóttir var fyrst og síðast góð kona og slíka samferða- menn er gott að muna, þar ber eng- an skugga á. Með þessum fáu orðum vil ég fyrir hönd okkar Birnu og dætra okkar þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum og fyrir margra ára órofa vináttu. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Steinunnar Gísladóttur um leifi og hann veitir Óttari og börnunurr þeirra Steinu, þeim Orra, Tinnu. Vöku og Loga svo og Magnúsi litla. þann styrk sem þau þarfnast á þess- um erfiðu dögum. Björn Björnsson. t Útför móður okkar, ÞÓREYJAR EYJÓLFSDÓTTUR KOLEINS, Grenimel 33, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.30. Sigrún Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Haraldur Ólafsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Helgadal. Þuríður G. Mc Neill George Mc Neill Einar J. Guðjónsson, Erna Pálsdóttir, Evert K. Ingólfsson, Elín B. Njálsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÓLAFS SIGFÚSSONAR, vélfræðings, Hjálmholti 2, Reykjavík, Ingunn Klemenzdóttir, Sigurður Ólafsson, Magna Sigfúsdóttir, Sigfús Ólafsson, Guðný Jarnulf Sigfúsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Gústafsson, Sólveig R. Ólafsdóttir, Gunnar R. Ólafsson, og fjölskyldur. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, HALLDÓRS ARNAR ÞÓRÐARSONAR skipasmiðs, Móabarði 31, Hafnarfirði, sem lést 21. september. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5A Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jónfna G. Andrésdóttir, Rúnar Þór Halldórsson, Hrafnhildur Þórðardóttir, Gunnar Þór Halldórsson, Inga Dóra Ingvadóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Gunnlaugur St. Gfslason, Ásdís Herrý Ásmundsdóttir, Bergur J. Hjaltalín, Andrés Ásmundsson, Halldór Örn Rúnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, mágkonu og tengdadóttur, DAGRÚNAR HELGU HAUKSDÓTTUR, Hlfðarhjalla 63, Kópavogi. Sérstakar þakkir til félaga Lionsklúbbanna Eir og Víðarrs fyrir ómetanlegan stuðning. Bergþór Bjarnason, Sigrún Steinsdóttir, Vignir Bragi Hauksson, Gfslína Vilhjálmsdóttir, Andri Már Bergþórsson, Haukur Harðarson, Þóra Valgerður Jónsdóttir, Bjarni Sæmundsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóð ur, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR GUÐBJARTSDÓTTUR frá Einlandi, Vestmannaeyjum, Lönguhlíð 3, Reykjavík, Bjarni Herjólfsson, Unnur Ketilsdóttir, Guðbjartur Herjólfsson, Birna Bogadóttir, Guðjón Herjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts sonar okkar og bróður, VALBERGS GUNNARSSONAR, Básenda 10, sem lést af slysförum 21. september. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heiðbjört Ingvarsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Lena Reynisdóttir, Sunna Reynisdóttir, Gunnar Björnsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. | + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför vinar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS JÓHANNSSONAR, Grundargötu 20, Siglufirði. Sigríður Sóley Sigurjónsdóttir, Inga Jóna Stefánsdóttir, Jóhann Stefánsson, Helga Stefánsdóttir, Jón Stefánsson, Þórður Stefánsson, Linda María Stefánsdóttir, Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Kristinn Hermannsson, Stefanfa Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur Baldursson, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Hanna Dóra Þórisdóttir, Valgarður Einarsson, Rafn Emilsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.