Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landlæknir á málþingi
um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu
Morgunblaðið/RAX
Fjör í frímínútum
SUMIR krakkar svara án þess að
hugsa sig um „Frímínúturnar!"
þegar þeir eru spurðir hvað þeim
þyki skemmtilegast í skólanum.
Hvort svo er um þessa kátu
krakka, sem ljósmyndari hitti í
Hamraskóla í Reykjavík, skal
ósagt látið en víst er þó að hjá
þeim er mikið fjör í frímínútum.
Dregið úr byggingu legudeilda
en þjónusta dagdeilda aukin
ÞRÓUN og framfarir í læknisfræði
hafa í för með sér breytingar á
forgangsröðun í heilbrigðisþjón-
ustunni, meðal annars að lögð verð-
ur minni áhersla á byggingu
sjúkrahúsa þar sem aðgerðir muni
í auknum mæli fara fram utan
þeirra. Framfarir sem orðið hafa í
meðferð ýmissa sjúkdóma auðveldi
aðgerðir á eldra fólki og þar af
leiðandi sé ekki hægt að leysa for-
gangsröðun í eitt skipti fyrir öll.
Þetta kom m.a. fram í máli Ól-
afs Ólafssonar landlæknis á mál-
þingi um forgangsröðun í heilbrigð-
iskerfinu. Þar var einnig kynnt
könnun á viðhorfum fólks til for-
gangsröðunar sem Félagsvísinda-
stofnun Háskólans vann fyrir Sam-
tök heilbrigðisstétta sem stóðu að
ráðstefnunni.
Landlæknir rifjaði það upp að
fyrir nokkrum áratugum hefði
áhersla verið lögð á uppbyggingu
sjúkrahúsa, síðar heilsugæslunnar,
frá sjöunda áratugnum hefði aukist
mjög heilsuvernd gegn langvinnum
sjúkdómum og nú væri mikil
Tónleikar í Háskólabíói
fimmtudaginn 9. október kl. 20:00
Hljómsveitarstjóri: Einleikari:
Ronald Zollman Pálína Árnadóttir
Franz Schubert: Ófullger&a sinfónían
Henri Vieuxtemps: Fi&lukonsert nr. 5
Pablo de Sarasate: Carmen fantasía
Georges Bizet: Sinfónía í C dúr
Slarfsáríð
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói við Hagatorg
Sími: 562 2255
Fax: 562 4475
Veffang: www.sinfonia.is
Miðasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og ví& innganginn
áhersla lögð á byggingu öldrunar-
stofnana í dreifbýli. Fram að þessu
hefðu markmið forgangsröðunar
verið þau að láta læknisfræðileg
sjónarmið ráða við meðferð sjúk-
dóma og að skapa jafnt aðgengi
að heilbrigðisþjónustu. Hann sagði
að forgangsraða mætti á ýmsan
hátt, t.d. veita þeim forgang sem
greiða hæsta skatta, fara „biblíu-
leiðina", þ.e. að menn uppskeri eins
og þeir sá, láta þá sem haga sér
óskynsamlega, t.d. reykja, borða
of mikið, keyra óvarlega og taka
ýmsa áhættu koma síðast í for-
gangsröðinni eða láta þá hafa for-
gang sem eigi flest gæðaár fram-
undan, að ungir njóti meiri for-
gangs en ellimóðir, eldri og lang-
tírnaveikir mæti afgangi.
Olafur Ólafsson sagði að megin-
inntak forgangsröðunar yrði þó
óbreytt að mestu. Viðhaldið verði
jöfnu aðgengi allra til heilbrigðis-
þjónustunnar, læknisfræðileg sjón-
armið ráði mestu um meðferð sjúkl-
inga, að samábyrgð verði með þeim
sem veikastir eru, áhersla verði
lögð á heilsuvernd, sérstaklega tób-
aksvarnir og byggð upp dagdeilda-
og utanspítalaþjónusta og dregið
úr byggingu legudeilda.
Andstaða við forgangsröðun
á biðlista
Meðal niðurstaðna í viðhorfs-
könnun til forgangsröðunar er að
fleiri eru hlynntir rekstri einka-
sjúkrahúsa en andvígir eða 52,1%
á móti 38,7% og flestir, eða 67,4%,
eru hlynntir því að gerðar séu
kransæðaaðgerðir á fólki áttatíu
ára og eldra. Þá er meirihluti svar-
enda andvígur því að fólk sem þjá-
ist af offitu og reykingafólk sé sett
áftar en aðrir á biðlista eftir hjarta-
aðgerð, eða 80% á móti 14%.
I könnuninni var einnig spurt
hvort fólk hefði þurft að fresta för
sinni eða hætta við að fara til lækn-
is síðustu 12 mánuði vegna fjár-
skorts og höfðu 85% svarenda ekki
þurft þess. Hlutfallið var mun
hærra meðal kvenna, eða 18,4% á
móti 10% hjá körlum og hærra hjá
fólki á aldrinum 18-29 ára, 20,5%
en hjá þeim sem eru á aldrinum
30-75 ára, eða 11,6%.
Evrópsk vika gegn krabbameini
Aðeins 60%
mæta í brjósta-
krabbameinsleit
________k____ju.________
Valgerður Sigurðardóttir
NÚ STENDUR yfir
evrópsk átaks-
vika gegn
krabbameini. Eins og
annars staðar í Evrópu
er vikan á íslandi helguð
leit að legháls- og brjósta-
krabbameini hjá konum.
- Hver er árangurinn
af leit _ leghálskrabba-
meins á íslandi?
„Leitað hefur verið
skipulega að legháls-
krabbameini í rúmlega
þijátíu ár og mesta lækk-
un dánartíðni á legháls-
krabbameini eða 77% er
hér á landi“, segir Val-
gerður Sigurðardóttir
krabbameinslæknir. „Ar-
angurinn má að stórum
hluta rekja til skipulegrar
leitar. Leghálskrabba-
mein var annar algengasti
illkynja sjúkdómur
kvenna en er nú kominn í 9. sæti.“
Valgerður segir að með því að
koma reglulega í skoðun sé hægt
að finna forstigsbreytingar. „Við
finnum árlega um hundrað for-
stigsbreytingar hjá konum og þó
þær séu komnar á hæsta stig er
næstum 100% öruggt að hægt
sé að komast fyrir frekari ein-
kenni. Greinist konur með
krabbamein í leghálsi á byijunar-
stigi eru batahorfur lika mjög
góðar.“
Valgerður segir að meðalaldur
þeirra sem greinast með krabba-
mein í leghálsi sé 50 ár. „Því er
mikilvægt að fá konur strax um
tvítugt í skoðun. Þá er hægt að
finna forstigsbreytingar snemma.
Um 80% kvenna mæta reglulega
í leghálsskoðun."
- Hvað með leit að brjósta-
krabbameini?
„Bijóstakrababmein er öðruvísi
en leghálskrabbamein þar sem
ekki er hægt að finna forstig sjúk-
dómsins. Með röntgenmyndatöku
má á hinn bóginn finna æxli
snemma og það er besta aðferðin
sem í dag er þekkt.“
- En geta röntgenmyndatökur
ekki verið krabbameinsvaldandi?
„Geislamagnið við hveija
bijóstamyndatöku er mjög lítið
og tækjabúnaður er alltaf að
batna sem þýðir að geislunin
verður æ minni. Jafnvel þó konur
fari annað hvert ár í bijósta-
myndatöku á það ekki að skaða
þær. Þessi aðferð hefur verið
rannsökuð gaumgæfi-
lega. Geislunin við
bijóstamyndatöku er
til dæmis svipuð og
við lungnamynda-
töku“, segir Valgerð-
ur. Hún bendir á að
til að geislamagnið sé sem minnst
sé nauðsynlegt að setja bijóstið
í klemmu. „Klemman þrýstir
bijóstinu saman svo það verður
þynnra og myndskerpan betri sem
þýðir að auðveldara er að túlka
niðurstöður."
Því minna sem æxlið er því
betri eru lífslíkurnar. Ef æxlið er
lítið er oft hægt að gera fleyg-
skurð þannig að geiri er tekinn
úr bijósti þar sem æxlið er. Síðan
þarf að geisla bijóstið á eftir til
að meðhöndla btjóstvefinn en
konurnar halda bijóstinu.
- Hvaða árangur hefur
brjóstakrabbameinsleit borið?
„Við höfum leitað að bijósta-
krabbameini frá árinu 1987. Alls
greinast 115-120 íslenskar konur
á ári með sjúkdóminn eða 10
►Valgerður Sigurðardóttir
nam krabbameinslækningar í
Stokkhólmi og lauk doktors-
prófi árið 1996 frá Radium-
hemmet sem er stærsta
krabbameinssjúkrahúsið í Sví-
þjóð. Hún starfar nú sem
krabbameinslæknir á leitarstöð
Krabbameinsfélags Islands.
konur á mánuði. Við greinum
rúmlega 40 konur á aldrinum
40-69 ára árlega með hjálp leitar-
innar. Bijóstakrabbamein er al-
gengasti illkynja sjúkdómur
kvenna og önnur algengasta dán-
arorsökin. Yfir 40 konur deyja á
ári úr bijóstakrabbameini hér á
landi.“ Valgerður segist vilja
benda á að þó bijóstakrabbamein
sé önnur algengasta dánarorsökin
séu 1.200 konur lifandi í dag með
þennan sjúkdóm hér á landi. Átta
konur af hveijum tíu sem grein-
ast lifa lengur en fimm ár.
- Geta konur gert eitthvað
fyrirbyggjandi gegn myndun æxl-
is í bijósti?
„Enn er ekki hægt að koma í
veg fyrir bijóstakrabbamein. Það
er flókin orsakakeðja sem liggur
að baki og að líkindum er hún
tengd hormónastarfsemi, barn-
eignum, lífsstíl og mataræði. Það
er því engin ein orsök. Leit hjá
Krabbameinsfélaginu er aldrei
gulltrygging og einu ráðin sem
við þekkjum er að benda konum
á að þekkja bijóstin sín, mæta
reglulega í myndatöku eftir fer-
tugt, stunda hreyf-
ingu og gæta að mat-
aræðinu.“
- Margar konur
segjast verða tauga-
veiklaðar þegar þær
þreifa bijóstin því þau
séu breytileg frá degi til dags?
„Æfingin skapar meistarann.
Ef konur þekkja bijóstin sín og
hafa fyrir reglu að þreifa þau
viku til tíu dögum eftir fyrsta dag
blæðinga finna þær frekar ef eitt-
hvað fer úrskeiðis."
Valgerður segir ástæðu til að
benda konum á að yfirleitt séu
hnútarnir góðkynja. Engu að síð-
ur borgar sig alltaf að láta líta á
bijóstið ef kona finnur fyrir breyt-
ingum. „Því miður mæta einungis
um 60% kvenna reglulega í
bijóstakrabbameinsleit sem þær
ættu í raun að líta á sem heilsu-
vernd. Það skiptir miklu að mæta
reglulega í myndatöku, þ.e.a.s. á
tveggja ára fresti. Myndataka
með iengra millibili gerir ekki
sama gagn.“
Krabba-
meinsleit er
sjálfsögð
heilsuvernd