Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar Við sníðum þær að þínu fyrirtæki. ^ár W^t^wM^hlh MORGUNBLAÐIB, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SIMI5091100, SIMBREF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG R1TSTJ@MBL.1S AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTOBER 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Atkvæðagreiðsla 94,2% kennara samþykktu verkfall GRUNNSKOLAKENNARAR samþykktu með 94,2% atkvæða að boða til verkfalls 27. október nk. hafi samningar ekki tekist. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands, segir að þessi niður- staða endurspegli þá reiði sem sé meðal kennara vegna stöðunnar í kjaramálum þeirra. Á kjörskrá hjá Kennarasambandi íslands voru 3.254 kennarar. 3.071 greiddi atkvæði eða 94,4%. 2.891 sagði já eða 94,2%, 114 sögðu nei eða 3,7% og auðir og ógildir voru 66 eða2,l%. Á kjörskrá hjá HÍK voru 177 og ir greiddu 132 atkvæði eða 74,6%. 122 sögðu já eða 92,4%, 8 sögðu nei eða 6,1% og auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 1,5%. „Þessi niðurstaða er staðfesting á því sem við höfum heyrt á fundum með félagsmónnum. Fólk er mjög reitt og því er misboðið. Það er í þessari atkvæðagreiðslu að lýsa þessum skoðunum og að það verði eitthvað að gera til að bæta launa- kjörin," sagði Eiríkur. Aðeins hefur verið haldinn einn ^ samningafundur í kennaradeilunni síðastliðinn mánuð og var hann ár- angurslaus. Eiríkur sagðist gera ráð fyrir að samningsaðilar hefðu kannski verið að bíða eftir niður- stöðu atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Nú væri hún fengin og því mætti gera ráð fyrir því að samn- ingafundur yrði boðaður á næst- unni. Hann sagði að kennarafélögin legðu alla áherslu á að reyna að leysa kjaradeiluna án verkfalls. Verkfallið gæti orðið hart „Menn verða að reyna að leiða þetta til lykta áður en til verkfalls kemur. Það segir sig alveg sjálft að þegar baklandið er svona samstiga og ákveðið má búast við því að átök- in verði enn harðari en ella þegar út í þau er komið." Á fundi í stjórn KÍ í gær var m.a. rætt um undirbúning verkfalls. Kennarasambandið á yfir 250 millj. í verkfallssjóði. Eiríkur Jónsson fór utan í dag til að sitja fund með nor- rænum starfsbræðrum sínum þar sem kjaramál grunnskólakennara á íslandi verða m.a. til umræðu. Ei- ríkur sagði að utanför sín ætti ekki að þurfa að tefja samningaviðræð- ur. Samninganefnd kennara væri vel skipuð. í Laufskálarétt ÞAÐ gekk mikið á í Laufskála- rétt í Hjaltadal í Skagafirði um helgina þegar hrossastóð Skag- firðinga var þar rekið í rétt úr sumarhaga og dregið í dilka. Stóðréttirnar draga ekki að- eins til sín þá bændur sem eiga hross í réttunum og þeirra skyldulið heldur mikinn fjölda manna hvaðanæva af landinu. Vond veðurspá rættist ekki um helgina og viðraði þokkalega á hross og menn en votviðri und- anfariuna daga hafði þó þau áhrif að mikið drullusvað var í réttinni og urðu menn og dýr samlit þegar eðjan slettist í allar áttir. Einnig var líflegt viðskiptah'f í réttunum. Skiptu ófáir gæðingar og bikkjur um eigendur norður í Laufskálarétt á laugardag. 84% leik- skólakennara samþykktu KJARASAMNINGUR leikskóla- kennara var samþykktur í at- kvæðagreiðslu með miklum meiri- hluta. Á kjörskrá voru 996 og greiddu 590 atkvæði eða 59,2%. 495 sögðu já eða 83,9%, 83 sögðu nei eða 14% og 12 seðlar voru auðir eða ógildir. Morgunblaðið/RAX Úrslitafundur í lífeyrisnefndinni 15. október Alls óvíst hvort málið verður afgreitt með samkomulagi ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda lokafund í nefnd fjármálaráðherra sem fjallað hefur um breytingar á frumvarpi um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða 15. október. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort samkomulag næst á milli fulltrúa ríkisstjórnarinn- ar og aðila vinnumarkaðarins í nefndinni. Að sögn Vilhjálms Egils- sonar, formanns nefndarinnar, verð- ur málið afgreitt úr nefndinni á næsta fundi þ.e. á miðvikudag í næstu viku, hvort sem samstaða næst innan nefndarinnar eða ekki. Verða þá drög að frumvarpi send fjármálaráðherra. í framhaldi af því er það svo ákvörðun ríkisstjórnar- innar hvort frumvarpið verður lagt fram á nýjan leik á Alþingi. Vilhjálmur sagði að töluverðar breytingar yrðu gerðar á frumvarp- inu. Fulltrúar Alþýðusambands Is- lands og samtaka vinnuveítenda hafa staðið saman í nefndinni en hörð gagnrýni þeirra á frumvarpið sl. vor varð til þess að afgreiðslu þess á Al- þingi var frestað til hausts. Töldu bæði ASÍ og VSÍ að frumvarpið hefði að óbreyttu gjörbreytt starfs- grundvelli lífeyrissjóðanna. Heimilt að verja hluta iðgjalds í séreignardeild? Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins hafa nú til skoðunar þær tillögur til breytinga á frumvarpinu sem fjallað hefur verið um í nefndinni að undan- fórnu og er gert ráð fyrir stífum fundahöldum í herbúðum þeirra út þessa viku. í framhaldi af því kemur í Ijóst hvort samtökin munu lýsa yfir andstöðu við framkomnar tillögur eða gera úrslitatilraun til að ná sam- stöðu með því að leggja fram breyt- ingartillögur. ASÍ mun ekki vilja hvika frá kröfu sinni um að annarri grein frumvarpsins um aðild að líf- eyrissjóðum verði breytt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fela tillögur fulltrúa fjár- málaráðherra ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á meginefni frumvarpsdraganna frá í vor. Áfram verði lögbundið 10% lífeyristrygg- ingaiðgjald til sjóðanna en einnig er gert ráð fyrir að sú lágmarkstrygg- ingavernd sem iðgjaldið veitir geti að hluta til verið valkvæð fyrir einstak- lingana, sem eigi þess kost að verja hluta heildariðgjaldsins í séreignar- deild eða -sjóð. M.a. hefur verið rætt um 2% af 10% lágmarksiðgjaldinu. Engin breyting á viðhorfum Al- þýðusambandsins „Það er að koma að ögurstundu í þessu," segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, sem sæti á í nefndinni. „Næsti fundur í nefndinni er boðað- ur 15. október og þá held ég að hljóti að koma í ljós hvort menn eru á þeirri leið að lenda þessu sameigin- lega eða hvort ágreiningur verður áfram um málið," segir Grétar. „Það liggur ekki fyrir nein breyting á við- horfum hvað varðar ASI frá því sem var í vor og byrjun sumars. Menn munu vafalaust funda mjög stíft í þessari viku," segir hann. Ný sjón- varps- stöð með barnaefni BARNARÁSIN heitir ný sjón- varpsstöð sem hefur útsend- ingar í desember. Um er að ræða stöð með barna- og ung- lingaefni sem sendir út á breið- bandi Pósts og síma. Að sögn Sögu Jónsdóttur hjá Barnarásinni er ætlunin að allt efni stöðvarinnar verði ofbeld- islaust. Allt erlent efni verður talsett og textað en einnig verður framleitt innlent efni. Um rekstur stöðvarinnar sér kvikmyndagerðin Hljóð og mynd sem hefur séð um tal- setningu barnaefnis á Stöð 2 og er í eigu Böðvars Guð- mundssonar kvikmyndagerð- armanns. Dagskrárstjóri stöðvarinnar verður Guðrún Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.