Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ V AKUREYRI Sameining þriggja sveitarfélaga í utanverðum Eyjafirði Kynningarblað og fundur í Víkurröst vegna kosninga NEFND um sameiningu Árskógs- hrepps, Dalvíkurbæjar og Svarfað- ardalshrepps efnir til sameiginlegs kynningarfundar í Víkurröst á Dal- vík þriðjudagskvöldið 14. október næstkomandi og hefst hann kl. 20.30. Pjallað verður um ýmsar hliðar málsins og leitast við að svara fyrirspurnum kjósenda. Stuðlað verður að því að ólík sjónarmið komi fram með því að bjóða yfirlýst- um andstæðingum sameiningar að ávarpa samkomuna. Nefndin hefur dreift kynningar- blaði í hvert hús á Árskógsströnd, Dalvík og Svarfaðardal vegna at- kvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna þriggja sem verð- ur laugardaginn 18. október næst- komandi. í blaðinu er að finna stefnuyfir- lýsingu sameiningamefndar, rætt er við nokkra kjósendur um viðhorf þeirra til sameiningar og þá koma þar fram nýjar upplýsingar um fjár- mál sveitarfélaganna og áætlun um sparnað í yfirstjórn verði af samein- ingu. Fram kemur í blaðinu að þeg- ar á heildina er litið er gert ráð fyrir að árlega sparist um 14 millj- ónir króna, eða sem svarar nær 7 þúsund krónum á íbúa. Þá fjármuni megi nota til að minnka skuldir sveitarfélagsins og lækka þannig fjármagnskostnað. Um 2.100 íbúar Sameining sveitarfélaganna þriggja dregur ekki úr möguleikum á frekari sameiningu við Eyjafjörð síðar, en fram kemur í kynningar- ritinu að þvert á móti hnígi rök til þess að sameiningin einfaldi-og greiði fyrir stærri skrefum vilji íbú- arnir á annað borð ganga lengra. Staðarheitin Árskógsströnd, Dal- vík og Svarfaðardalur verða áfram til þó sveitarfélögin sameinist, en sameiginlegt sveitarfélag fær hins vegar nýtt heiti og verður óskað eftir tillögum frá íbúunum um leið og fyrsta sveitarstjórnin eftir sam- einingu verður kjörin vorið 1998. Verði sameining samþykkt í öll- um sveitarfélögum verðar alls 2.088 íbúar í hinu nýja sveitarfé- lagi, en 1. desember síðastliðinn voru 1.506 íbúar á Dalvík, 254 í Svarfaðardalshreppi og 328 í Ár- skógshreppi. Samningur Akureyrarbæjar og Iþróttafélagsins Þórs Tryggir áfram- haldandi rekstr- argrundvöll SAMNINGUR milli Akureyrar- bæjar og íþróttafélagsins Þórs, um sérstakan stuðning bæjarins við félagið vegna fjárhagserfið- leika þess, var undirritaður fyrir helgi. Með samningnum er félag- inu gert kleift að gera skulda- skilasamninga við alla viðskipta- menn sína og lækka skuldir fé- lagsins svo mikið að tryggður verði áframhaldandi rekstrar- grundvöllur þess. Heildarskuldir félagsins voru rúmar 50 milljónir króna. I samningnum kemur fram að með skuldaskilasamningum við kröfuhafa og lánastofnanir sé reiknað með að skuldir Þórs verði lækkaðar um helming, ef frá eru taldar veðkröfur í fasteign félags- ins. Akureyrarbær veitir félaginu styrk að fjárhæð 20 milljónir króna sem nýttar verði til þess að greiða þann hluta krafna sem greiddur verður í peningum sam- kvæmt skuldaskilasamningnum. í framhaldinu er gert ráð fyrir að skuldir Þórs verði úm 12 millj- ónir króna og að þær verði tryggðar með veði í fasteign fé- lagsins. Af hálfu Akureyrarbæjar var með hliðsjón af því mikla og mikilvæga forvarnar- og uppeld- isstarfi sem unnið er á vegum íþróttafélagsins, talið eðlilegt og réttlætanlegt að veita félaginu þennan sérstaka stuðning. Var þá litið til þess að of miklu væri hætt með því að félagið færi í þrot og ljóst að Akureyrarbær hefði illa getað staðið hjá við slík- ar aðstæður, segir í fréttatilkynn- ingu frá samningsaðilum. Þá er bent á að þessi niður- staða er þó háð því skilyrði að allir kröfuhafar og lánardrottnar félagsins taki þátt í lækkun skulda, með eftirgjöf þeirra að hluta. Nú þegar hafa náðst skuldaskilasamningar við nær alla kröfuhafa og lánardrottna og vonir standa til að gengið verði frá samningum við þá alla innan tíðar. Morgunblaðið/ÞórhaHur Jónsson LÖÍJREGLA á Akureyri var að venju á ferðinni aðVnæturlagi um helgina og skoðaði þá ma. skilríki hjá ungum vegí arendinn. Hjálmláus og undir áhrifum á stolnu hjóli LOGREGLA á Akureyri hafði af- skipti af ungum pilti sem var að reiða annan á hjóli, en hvorugur hafði hjálm á höfði. í samtali við lögreglu kom í ljós að pilturinn hafði tekið hjólið ófrjálsri hendi og var hann einnig undir áhrifum áfengis. Piltinum, sem aðeins var 14 ára gamall, var ekið til síns heima og foreldrum skýrt frá málavöxtum. Tveir reyndu að komast inn á skemmtistaði á Akureyri um helg- ina með fölsuð skilríki, en glöggir dyraverðir þekktu skírteinin frá þeim réttu og létu lögreglu vita. Telur lögregla rétt að vara ungl- inga við að stunda slíka iðju. Ung stúlka var staðin að því að taka peysu í verslun einni, fara með hana út án þess að greiða andvirði hennar. Alltaf er eitthvað um búðarhnupl en verslunarfólk er vel á vérði. Matthildur Sigurjónsdóttir kjörin formaður Alþýðusambands Norðurlands ¦¦ ¦ ¦ ........................... ¦—'¦ ¦ ¦ .........—.1 ,. ——,..,-,,., . ... ...... ..... „ ,. ,, ,., . ..........._.-,_,. rýa .. Sparnaður í rekstri sjúkrahúsa kemur harðast við láglaunafólk MATTHILDUR Sigurjónsdóttir var kjörin for- maður Alþýðusambands Norðurlands á 25. þingi sambandsins sem haldið var á Illugastöðum um helgina. Matthildur er varaformaður Verkalýðs- félagsins Einingar í Eyjafirði. Hún er Hríseying- ur og var formaður Hríseyjardeildar Einingar um árabil, en hefur síðasta eitt og hálft ár starf- að á skrifstofu Einingar á Akureyri. Matthildur verður formaður AN fram að næsta þingi sem verður haustið 1999. Aðrir í stjórn eru Páll H. Jónsson, Félagi versl- unar- og skrifstofufólks á Akureyri sem er vara- formaður, en meðstjórnendur eru Signý Jóhann- esdóttir, Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði, Þorsteinn Arnórsson, Iðju Akureyri og Torfi Húsavíkur. Matthildur sagði að þingið hefði verið gott og gagnlegt og það legðist ágætlega í sig að taka við formennsku sambandsins. Eitt af helstu málum þingsins var framtíð sjúkrahúsa á lands- byggðinni en m.a. kom fram á þinginu að áætl- Morgunblaðið/Kristján að er að spara um 80 milljónir króna í rekstri þeirra á næsta ári og að á næstu árum verður héraðssjúkrahúsum gert að hagræða um 160 milijónum króna í rekstri sínum eða draga úr þjónustu. „Þessi niðurskurður er afskaplega bagalegur, ef heldur fram sem horfir verður sérfræðiþjónusta eingöngu veitt í Reykjavík. Þessi samdráttur og hagræðing gerir ekki annað en senda reikninginn beint inn á heimilin og kemur þá harðast niður á þeim sem lægstar hafa tekjurnar," sagði Matthildur. Bent er á í ályktun að því fylgi mikill kostnaður fyrir lands- byggðarfólk að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð, ekki síst láglaunafólk. Gegn skólagjöldum I ályktun þingsins kemur fram að verkalýðs- hreyfíngin muni berjast af einurð gegn öllum skólagjöldum og aukagreiðslum námsmanna sem stöðugt skjóti upp kollinum. Rætt var um á þing- inu að dapuriegt væri að þess væru dæmi að ungt fólk hefði þurft að hætta skólagöngu vegna mikils kostnaðar. Þetta ætti við um þau heimili þar sem framhaldsskólar væru ekki í næsta nágrenni, en kostnaður við að senda unglinga í framhaldsskóla gæti numið um 200 til 250 þús- und krónum yfir veturinn. Bíllinn hafnaði í næsta garði TVEIR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Þingvallastrætis og Mýrarveg- ar síðdegis á sunnudag. Tveir bílar rákust þar saman og hafn- aði annar inni í nærliggjandi garði. Ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum fóru á slysadeild vegna meiðsla á fæti og fíngri. Miklar skemmdir urðu á bifreiðunum, sem báðar voru fluttar af vettvangi með kranabíl. Árekstur tveggja bíla varð einnig í Helgamagrastræti við Bjarkarstíg um kl. 16 á sunnu- dag. Tveir menn voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Á laugardag varð óhapp á Eyjafjarðarbraut, skammt norðan við bæinn Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. Tveir menn voru þar á ferð, missti ökumað- ur stjórn á bílnum" og hafnaði hann utan vegar eftir veltu. Sluppu báðir með smáskrámur. Viðskipta- banni á Kúbu mótmælt SKÓLAFÉLAGIÐ Huginn í Menntaskólanum á Akureyri stendur fyrir mótmælafundi vegna viðskiptabanns Banda- ríkjanna á Kúbu á morgun, miðvikudaginn 8. október, en þá verða 30 ár liðin frá því Che Guevara féll í Bólivíu. Fundurinn er haldin í sam- vinnu við ýmis samtök á höf- uðborgarsvæðinu. Farið verð- ur í kröfugöngu frá Iþrótta- höllinni kl. 11.45 að Borgar- bíói þar sem fundurinn hefst kl. 12.15. í frétt um fundinn kemur fram að viðskiptabannið hefur staðið í nær fjörutíu ár og nálgast hafnbann með tveimur viðbótarlögum sem sett hafa verið á þessum áratug og kennd eru við bandarísku þingmennina Torricelli, Helms og Burton. Einnig kemur fram að bannið setji mikinn þrýsting á efnahag landsins, erfiðleikar í læknisþjónustu, lyfjaskortur og hörgulsjúkdómar séu átak- anleg dæmi þess. Alþýðusamband Norðurlands Framlög til starfsfræðslu námskeiða verði aukin ÞING Alþýðusambands Norð- urlands sem haldið var á 111- ugastöðum um liðna helgi skorar á stjórnvöld að stór- auka fjárframlög til starfs- fræðslunámskeiða fyrir ófag- lært starfsfólk. „Það fjármagn sem ætlað er í þennan málaflokk hefur farið sí minnkandi ár frá ári. Traustari og fjölbreyttari und- irstöðumenntun ásamt góðri verk- og tækniþekkingu er ekki hægt að sinna án veru- legs fjármagns. Mennta- og atvinnustefna sem treystir undirstöðu þróunar og fram- fara í þessu landi á að fara saman," segir í ályktun frá 25. þingi sambandsins. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.