Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nietzsche, háskalegur eða heilnæmur? í nýjasta hefti Tímaríts Máls og menningar velta menn fyrír sér ólíkum og ógnvænlegum birtingarmyndum heimspeki Nietzsches á öldinni. Þresti Helgasyni þótti líka bragð að gamanbréfí Böðvars Guðmundssonar þar sem hreintungumenn eru teknir á beinið. FRIEDRICH Nietzsche lifði ekki á þessari öld en hann lést aldamóltaárið 1900. Engu að síður hafa fáir haft jafn mikil áhrif á hugsun og heimspeki þessarar aldar. Áhrif hans hafa ekki síst verið mikil nú síðustu árin og áratugina, einkum á verk svokallaðra póstmódernista í hug- og félagsvísindum. Eins og Nietzsche hafa þeir reynt að brjóta upp hefðbundna heimspeki, taka til endurmats viðteknar skoðanir á heiminum og tilverunni. Eins og hugmyndir Nietzsches hafa hug- myndir þeirra einnig mætt tölu- verðri andstöðu, einkum úr hópi þeirra sem telja sig til hinnar hefð- bundnu bresk-bandarísku heim- speki. Gagnrýni úr þeirri átt hefur mátt líta í skemmtilegum og stóryrt- um greinaflokki Kristjáns Kristjáns- sonar, heimspekings við Háskólann á Akureyri, í Lesbók Morgunblaðsins undanfarna laugardaga. Hugmyndir Nietzsches hafa sömuleiðis gengið ljósum logum í skáldskap aldarinnar. Kannski hafa skáldum verið hægari heimatökin að sækja í verk Nietzsches en öðrum því hann var sjálfur skáld, og sumir segja meira skáld en heimspekingur. Og hugmyndir hans virðast ekki síð- ur vera íslenskum skáldum hugleikn- ar nú í lok aldarinnar en þær voru í upphafi hennar. Umfjöllun nýjasta heftis Tímarits Máls og menningar (3. '97) um Nietzsche hefst á tveim- ur ljóðum Matthíasar Johannessen sem vitna í Zaraþústra, íranska spá- manninn sem Nietzsche samdi höf- uðrit sitt um. í öðru þeirra má kannski sjá andóf gegn ofurmennis- hugmyndum Nietzsches: „Hver segir að vér séum kóróna sköpunarverks- ins og verðum / sá vonarneisti sem hrökk víst af steðja drottins forðum, / vér sem krossfestum guð vorn og gengum þannig til verka / að vér grófum undan drottni unz jörðin hans fór úr skorðum." Spennandi ráðgáta í stuttum inngangi segir Friðrik Rafnsson, ritstjóri TMM, tilefni þess að safnað sé saman í sérstakt þema um Nietzsche ekkert en þemað er „Heimspeki Nietzsches, háskaleg eða heilnæm?" Þó megi nefna að undanfarin ár hafi loks verið farið að þýða og gefa út bækur Nietzsches. Sömuleiðis segir Friðrik að hann sé fólki á öllum aldri spenn- andi ráðgáta, ckki síst þeirri kyn- slóð sem nú er að vaxa úr grasi og kallist „'89 kynslóðin". Hér mætti svo bæta við að sennilega hafa aldr- ei verið til jafn margir sérmenntað- ir Nietzschefræðingar hér á landi og einmitt nú. Sumir þeirra skrifa í þetta nýj- asta hefti TMM. Róbert H. Haralds- son heimspekingur fjallar um ýmsar birtingarmyndir Nietzsches og hug- mynda hans í menningu tuttugustu aldarinnar. Þær myndir hafa oftlega verið hálf ógnvænlegar, Róbert bendir til dæmis á það hvernig hann hefur verið túlkaður í kvikmyndum, svo sem eins og Cape Fear og The Rope eftir Hitchcock. Róbert bendir á að ótti manna við heimspeki Nietzsches sé byggður á misskiln- ingi. Hann segir raunar að. það sé „ekki endilega niðrandi að segja um heimspeking að hann sé hættuleg- ur" og Nietzsche sjálfur hefði ekki litið svo á. „Margir af þeim sem hafa lastað Nietzsche hafa því óvart verið að lofa hann og öfugt," segir Róbert. Kristján Árnason bókmennta- fræðingur fjallar um rætur Nietzsches í forngrískri heimspeki. Eins og Arthúr Björgvin Bollason heimspekingur fjallar hann einnig um tengsl heimspeki og skáldskapar í verkum Nietzsches. Um þau segir Arthúr Björgvin: „Það er ekki hægt að nálgast hugsun hans með kaldri rökvísi; menn verða þvert á móti að lesa þessa margslungnu texta af ástríðu og næmleika, svo að þeir fínni sjálfir fyrir kvikunni sem leyn- ist undir marglitri grímu orðanna." Sigríður Þorgeirsdóttir heimspek- ingur fjallar um viðhorf Nietzsches til sannleikans sem hann telur blekk- ingu eða hreinlega lygi. Heimspek- ingurinn túlkar heim sinn og því á sannleiksvilji hans sér upptök í lyga- viljanum, segir í grein Sigríðar, en lygaviljinn á sér aftur á móti upptök í sköpunarmætti einstaklinganna. „Hin rólega íhugun heimspekingsins er í raun skapandi iðja." Vilhjálmur Árnason heimspeking- ur nálgast einnig sannleikshugtakið í heimspeki Nietzsches, bara frá öðru sjónarhorni, það er að segja látbragðsleik. Vilhjálmur fjallar um notkun Nietzsches á hugtakinu „gríma" og tengdum orðum. Vil- hjálmur segir sífellda spennu „milli þeirra eiginleika grímunnar að af- hjúpa og að fela" og þessir tveir eiginleikar séu „ekki andstæður heldur samtvinnaðir". Yfirhylmingin er megineinkenni grímunnar en hún er líka leið að sannleikanum, segir Vilhjálmur, grímuna „má nota til að fela og flýja en einnig til að leiða í ljós og skapa." Það er þakkarvert að TMM skuli hafa safnað þessum greinum saman um Nietzsche enda nauðsynlegt að koma nýjum skilningi á verkum þessa mikla og skemmtilega heim- spekings til skila. Þótt Nietzsche sé sá heimspekingur sem einna mest áhrif hefur haft á hugsun þessarar aldar er hann sennilega líka sá heim- spekingur sem mest hefur verið mis- skilinn eða mistúlkaður. Kannski menn fari að komast á þá skoðun að heimspeki hans er ekki háskaleg heldur heilnæm. Vel ættúð jómfrú Böðvar Guðmundsson, rithöfundur og íslenskufræðingur, fer á kostum í grein sem hann kallar „Gamanbréf til góðkunningja míns Olafs Halldórs- sonar. Með alvarlegum undirtónum þó." Bréf J>etta er ritað í tilefni grein- ar sem Olafur birti í síðasta hefti TMM (2. '97) og heitir „íslenska með PORTRETT af Nietzsche eftir Edvard Munch er á forsíðu TMM að þessu sinni en meginviðfangsefni heftisins er einmitt sú spurn- ing hvort heimspeki Nietzches sé hættuleg eða heilnæm. útlendu kryddi." Þar fjallar Ólafur um viðtal sem bókmenntafræðingur (Úlfhildur Dagsdóttir) átti við rithöf- und (Steinunni Sigurðardóttur) í TMM í fyrra. Ólafí þykir viðtalið ekki fara fram á nægilega góðri og „hreinni" íslensku, þar séu orð sem séu beinlfnis „illa ættuð". Böðvar er þessu ekki sammála enda segist hann ekki aðhyllast hreintungustefnu. Þykir honum engin ástæða vera til þess að gera veður út af því að bókmenntafræð- ingar, rithöfundar og aðrir noti er- lend lánsyrði til að gera sig skiljan- lega, hann lætur jafnvel liggja að því að erfitt gæti orðið um tjáskipti fólks ef hreintungustefnunni yrði fylgt út í ystu æsar: „Ég er ekki hrein-tungu-stefnu-maður eins og þú, kæri Ólafur, en engu að síður vil ég, eins og þú, að fólk vandi sitt mál. Munur okkar er þó sá, að þú virðist leggja mikið upp úr því að málfar íslenskra rithöfunda sé „hreint og vel ættað," og að jómfrú- in gæti meydómsins. Mér er meira í mun að tjáningarmöguleikar séu margir og tjáning nákvæm, hvaða meðulum sem beitt er til þess, og þess vegna fagna ég því að jómfrú- in slíti af sér tunguhaftið sem önn- ur höft. Ætterni orða skiptir mig engu, enda held ég að „alíslensk" orð og orðstofnar séu varla til. Með öðrum orðum, að hrein íslenska sé svo orðfá og rýr, að hún mundi ekki duga í hálfa hlunkhendu, hvað þá meir." Það er rétt hjá Böðvari að hreint- Ljósmyndasýning Morgunblaðsins íVestmannaeyjum Madurinn néÝiiiwiiftiii aiiUriUlOi Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996. íafgreiðslu Herjólfs á Básaskersbryggju íVestmannaeyjum hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því fólki kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og'gegna mikilvægu hlutverki ífréttaöflun blaðsinsá landsbyggðinni. Sýningin stendur til föstudagsins 24. október og er opin á afgreiðslutíma Herjólfs á Básaskersbryggju. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. ungustefnan getur gengið út í ófgar og þegar það gerist verður hún hlægileg. En það getur líka verið grátlegt að heyra íslensku með enskri fræðaslettu í öðru hverju orði. Sjálfsagt er meðalvegurinn fðlginn í að fylgja öfgalausri hreintungu- stefnu, stefnu sem hefur það að leið- arljósi að menn megi leyfa sér ýmis- legt til að gera sig skiljanlega, það er jú einu sinni markmið tjáskipta. Haustkuldi í gagnrýnendum Gyrðir Elíasson skáld skrifar minningarorð um Hannes Sigfússon og grein um Jóhann Magnús Bjarna- son rithöfund. í heftinu eru einnig stuttar greinar eftir Jón Karl Helga- son, Guðberg Bergsson og ljóð eftir Diddu, Jón Egil Bergþórsson, Helga Ingólfsson og Aðalheiði Sigurbjörns- dóttur. Ritdðmar þessa heftis einkennast einna helst af því að vera allir held- ur neikvæðir, kannski það hafí hlaupið einhver haustkuldi í mann- skapinn. Haukur Hannesson segir Gyrði Elísason treysta of mikið á galdurinn í nýjustu ljóðabók sinni, Indíánasumar. Berglind Steinsdóttir segir ráðleysi einkenna skáldsögu Gerðar Kristnýjar, Regnbogi í póst- inum. Og Eiríkur Guðmundsson seg- ir að hinir einkennilegu menn séu ekkert einkennilegir í smásagna- safni Einars Kárasonar, Þættir aí einkennilegum mönnum. Það er gaman að vita að það er enn ekki búið að berja allan dug úr gagnrýn- endum. Italskur organisti á lokatón- leikum ÍTALSKUR organisti, Glanluca Libertucci frá Róm, slær botn- inn í tónleikaröð Selfosskirkju að þessu sinni. Röðin er að vísu kennd við september, en í til- efni 50 ára afmælis sveitarfé- lagsins hefur meira verið í lagt en stundum áður og lokatón- leikarnir yerða sem sagt 7. október. ísland er eitt fárra landa í evrópu sem Libertucci hefur ekki leikið í fyrr. Á Selfossi leikur hann m.a. Dorisku tokkötuna eftir J.S. Bach og verk eftir gamla ít- alska meistara, Frescobaldi og A. Vivaldi auk hins þekkta tón- skálds og fv. kórstjóra við Cap- ella Sistina í Vatikaninu, D. Bartolucci (f. 1917), en ein- og tvísöngslög hans hafa einmitt verið uppistaðan í efnis em notað hefur verið við einstakl- ingsþjálfun hjá Unglingakór Selfosskirkju. Tónleikarnir byrja kl. 20.30 og taka um 50 mínútur. Að- gangur er ókeypis. ^K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.