Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga um að Seltjarnarnesbær semji beint við kennara Sveitarfélagið stendur að baki samninganefndinni LIFANDl VISINDI FORSÍÐA kynningarbæklings um tímaritið Lifandi vísindi. Nýtt tímarit Vísindi á léttu máli EGGERT Eggertsson, bæjarfulltrúi á Seltjamarnesi, hefur lagt fram tillögu í bæjarstjórn að Seltjarnar- nesbær afturkalli umboð launa- nefndar sveitarfélaganna og semji beint við kennara í skólum á Sel- tjarnarnesi. Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands Islands, segir að slíkir samningar yrðu að fara í gegnum Kennarasamband íslands. Sigurgeir Sigurðsson bæj- arstjóri segir að sveitarfélagið standi einhuga að baki launanefnd- inni meðan hún vinni að gerð samn- inga. Eggert segir að tillöguna hafi hann lagt fram eftir að hann heyrði Eirík Jónsson, formann Kennara- sambands íslands, lýsa því yfir að hann vildi gjarnan að kennarar í einstökum skólum semdu beint. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur „Mér þótti þetta sæta tíðindum því þegar hreyfing komst á þessi mál fyrir einu og hálfu ári voru kennarar áfjáðir í að Kennarasam- bandið semdi beint við Samband íslenskra sveitarfélaga. Að mínu mati er það eðlilegast að við semjum við okkar starfsfólk eins og hvert annað fyrirtæki. Með slíkum samn- ingum kæmi fram sá vilji sveitarfé- lagsins að gera góðan skóla betri. Sá hnökri er þó á tillögunni að í beiðni okkar til launanefndarinnar um að semja fyrir okkar hönd við kennara er ákvæði um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Við getum formlega sagt þessu samkomulagi upp en þrír mánuðir er langur tími. í rauninni kom því ekki til greina að segja upp umboði okkartil launa- nefndar sveitarfélaga. Við féllumst því öll á það í bæjarstjórninni að hvetja launanefndina til að ganga frá samningum,“ sagði Eggert. Eggert segir að ein ástæðan fyr- ir því að hann vilji að sveitarfélagið semji beint við sína kennara sé sú að kennurum hafi verið boðið upp á ýmsar launauppbætur, sérstak- lega úti á landsbyggðinni. „Það gerir það að verkum að samningar eru mjög staðbundnir. Á litlum stöðum úti á landi er haldið í skólastjóra, yfirkennara eða góðan kennara með því að bjóða honum staðaruppbót, bílastyrki, símapen- inga o.s.frv. Þetta er stór hluti af kjarasamningum. En þegar sveitar- félögin ætla að semja eru þessar greiðslur komnar inn í samning- ana,“ sagði Eggert. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, segir að ef það yrði niðurstaðan að sveitarfé- lagið tæki samningsumboðið aftur til sín myndi Kennarasambandið semja við sveitarfélagið í nafni stéttarfélagsins fyrir hönd kennara. „Ég held að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir framselja samn- ingsumboðið í framtíðinni miðað við þessa re rnslu. Við erum tilbúnir að mæta þ\ í framtíðinni að semja við einstök sveitarfélög en það verður gert í nafni sveitarfélagsins. Það yrðu því engir einstaklingssamning- ar úti í skólunum heldur samningar stéttarfélags." Eiríkur sagðist ekki gera athuga- semdir við yfirborganir í skólum úti á landsbyggðinni. Fordæmi fyrir aðra starfsmenn bæjarins Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að með því að sveitarfélagið semdi beint við kennara væri verið að skapa for- dæmi fyrir aðra starfsmenn bæjar- ins. „Ég á ekki von á því að nokkur maður hlaupi út í þetta að óhugs- uðu máli. Við erum búnir að semja við 65% af starfsmönnum bæjarins og raunar enn fleiri eftir að samið var við leikskólakennara. Þeir samningar skapa ákveðið fordæmi sem við getum ekki farið að ijúfa enda er engin ástæða til þess á þessu stigi," sagði Sigurgeir. Hann segir að kjarasamningar við kennara úti á landi beri það glögglega með sér að þeir eru hver með sínu sniði á hveijum stað. Ýmis fríðindi séu veitt sem ekki hafi verið í boði á höfuðborgarsvæð- inu. „í raun má segja að það séu margir samningar í gildi. Ef sveitar- félagið ætlaði í kapphlaup um kenn- ara og yfirbjóða landsbyggðina yrði það á kostnað hennar. Ég vil ekki hvetja til þess. Auðvitað eiga kenn- arar að fá sómasamleg laun, ég hef engan heyrt segja annað,“ segir Sigurgeir. FYRSTA tölublað nýs tíma- rits, Lifandi vísindi, kemur út í nóvember næstkomandi. Tímaritið er gefið út í sam- vinnu við útgefendur tímarits- ins Illustreret Videnskap, sem kemur út á öllum Norðurlönd- um og mun erlend umfjöllun tímaritsins koma frá þeim. Einnig verða í því innlendar greinar, unnar í samráði við Háskóla íslands og Rannsókn- arráð íslands. Ulustreret Videnskap er vinsælasta mánaðarrit Norðurlanda og meira en hálf milljón eintaka selst í hveijum mánuði. Lifandi vísindi verða gefin út í tíu þúsund eintökum. Tímaritin fjalla um allar vís- indagreinar, allt frá mann- fræði til læknisfræði, sagn- fræði o g sljörnufræði. I inn- gangi ritstjóra, Guðbjarts Finnbjörnssonar, segir að engin flókin tækniorð og hug- tök eigi að koma fyrir í ritinu. „Við Guðbjartur erum báðir áhugamenn um vísindi og höfðum tekið eftir þessu tíma- riti sem gefið er út á Norður- löndum,“ segir Hilmar Sig- urðsson. „Einhvern tíma kom upp sú hugmynd hjá okkur á kaffihúsi að gefa þetta út á Islandi. Við fórum í viðræður við útgefendurna fyrir um einu og hálfu ári og í júní skrifuðum við undir samninga.“ „Það er smuga á markaðn- um því ekkert annað tímarit fjallar um þetta efni. Önnur tímarit eru meira eða minna að fjalla um það sama. Útgáfa á Illustreret Videnskap hófst árið 1981 og það varð strax langvinsælasta mánaðartíma- rit Norðurlanda. Það voru Danir sem höfðu frumkvæði að útgáfunni, en þeir urðu að markaðssetja það á öllum Norðurlöndum samtímis, til þess að það gæti staðið undir sér. Efnisvinnslan er mjög dýr, og íslendingar gætu aldr- ei framkvæmt það einir sér að gefa út svona tímarit," seg- ir Hilmar. Einkarekstur í Reykholtsskóla Þrjár hugmyndir í skoðun VIÐRÆÐUR eru milli hins opinbera og nokkurra aðila sem vilja standa að rekstri í Reykholtsskóla. Skóla- hald hefur verið aflagt í Reykholti og síðastliðið vor var lýst eftir hug- myndum um rekstur á staðnum. Skiluðu milli 20-30 aðilar inn tillög- um. Ein hugmyndin sem nú er fjall- að um er uppbygging afþreyingarað- stöðu í Reykholti með þátttöku inn- lendra og erlendra fjárfesta. Þeir aðilar sem nú er rætt við hafa lagt fram hugmyndir sem nú eru útfærðar af meiri nákvæmni. Einnig leggja þeir fram rekstrar- og efnahagsáætlun til 3-5 ára. Ríkið, sem eigandi eignanna, vill að starf- semin í Reykholti hæfi sögu staðar- ins og helgi. Markmiðið er að þarna þrífist rekstur á forsendum einka- rekstrar. Ríkið mun því ekki koma beint að þeim rekstri sem þar verð- ur. Stefnt er að því að einhver starf- semi geti hafist þarna í upphafi næsta árs. Málið er enn á trúnaðar- stigi og fengust ekki upplýsingar um hvers kyns rekstur verið væri að skoða. Þijár meginhugmyndir í Reykholti eru tvö stór hús, ann- ars vegar gamla skólahúsið með hefðbundinni kennsluaðstöðu, og hins vegar heimavist með gistiað- stöðu fyrir 120 manns og veitingaað- stöðu. Hótel Edda hefur leigt skói- ann á hveiju sumri mörg undanfarin ár. Þijár meginhugmyndir eru nú til umfjöllunar. Þrír aðilar hyggja á námskeiðahald tengt ferðamennsku, Háskóli íslands hefur áhuga á því að flytja einhveija af vaxtarbroddun- um í starfsemi sinni að Reykholti. Mjög fljótlega er von á því að niður- staða fáist í þessa athugun hjá Há- skólanum. Loks eru skoðaðir kostir þess að byggja upp afþreyingarað- stöðu i Reykholti með þátttöku inn- lendra og erlendra fjárfesta sem sæju sér hag í því að nýta sér sögu staðarins og aðstöðuna. Erlendir sérfræðingar hafa lagt mat á þennan kost fyrir hið opinbera og von er á frumdrögum að skýrslu frá þeim í þessari viku. í skýrslunni eru m.a. arðsemisútreikningar. Fyrir mikilvægasta fólk í heimi! í nýrri og stærri barnavörudeild okkar er ótrúlegt úrval húsgagna og leikfanga fyrir börnin. Barna IKEA Utanríkisráðherra um atvinnumál á Suðurnesjum og varnarliðið Tveimur óskyldum hlutum blandað saman VIÐ umræður á Alþingi að lok- inni stefnuræðu forsætisráðherra setti Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalista, fram þá hug- mynd að nú þegar fyrirsjáanleg væri þörf fyrir aukinn starfs- mannafjölda hjá Flugleiðum mætti varnarliðið að skaðlausu hverfa úr landi og að íslendingar sem þar hefðu starfað gætu flutt sig til Flugleiða. Þátttaka okkar í vestrænu varnarsamstarfi „Þarna er verið að blandá sam- an tveimur óskyldum málum,“ sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra aðspurður um um- mæli Kristínar Halldórsdóttur. „Annars vegar er um að ræða veru varnarliðsins og þátttöku okkar í vestrænu varnarsamstarfi og hins vegar atvinnumálum. Vera varnarliðsins kemur ekki atvinnumálum við og þar eru allt aðrar ástæður að baki þannig að þátttaka okkar í varnarsamstarfi vestrænna þjóða og atvinnu- ástandið á Suðurnesjum eru tveir ólíkir hlutir og ekkert samhengi þar á milli.“ LA sýnir söngleikinn Söngvaseið Margir vilja taka þátt ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina þegar fram fóru áheyrnar- próf vegna uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Söngvaseið, en þessi vinsæli söngleikur verður frumsýnd- ur í byijun mars á næsta ári. Á milli 70 og 80 börn mættu og spreyttu sig á fjölum Samkomuhúss- ins, en verið er að leita að 6 söng- elskum börnum í hlutverk barna George Von Trappe. Nú er afráðið að það verður Hin- rik Ólafsson sem fer með hlutverk hans og áður hefur verið gengið frá því að Jóna Fanney Svavarsdóttir leiki elstu dótturina, Lísu. Þóra Ein- arsdóttir leikur barnfóstruna, Maríu. ) > I > i i I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.