Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn og faðir okkar, AXEL EYJÓLFSSON frá Seyðisfirði, lést laugardaginn 4. október. Jóna Jensen, Sigríður Jensen Axelsdóttir, Níls Jens Axelsson. t HELGI GUNNLAUGSSON trésmiður, Heiðargerði 7, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 4. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur Árnason. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og bróðir, HAUKUR HREGGVIÐSSON, Ytri-Hlíð, Vopnafirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi fimm- tudagsins 2. október. Útförin verður auglýst síðar. Cathy Ann Josephson, Guðrún Emilsdóttir, Sigurjón Friðriksson, Ása Hauksdóttir, Halldór A. Guðmundsson, Sigurjón Starri Hauksson, Elísabet Lind Richter, Guðrún Hauksdóttir, Hreggviður Vopni Hauksson systkini og aðrir aðstandendur. t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, ÓLAFUR JÓHANN JÓNSSON verkstjóri, Uppsalavegi 19, Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga sunnudaginn 5. október sl. Jarðarförin ferfram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 10. október kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana S. Sævarsdóttir, Arnar Már, Sævar Guðmundur, Gunnar Jón. Sigurður J. Jónsson, Þuríður Hallgrímsdóttir, Ólöf S. Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Lilja Jónsdóttir, Stefán B. Sigtryggsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, LÁRUS ÁGÚST LÁRUSSON, Aflagranda 7, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. október, Valgerður Ragnarsdóttir, Eiríkur Ingi Lárusson, Jakob Lárusson, Andri Þór Lárusson, Lárus Ó Þorvaldsson, Sveinbjörg Eiriksdóttir, Ragnar Ingi Hálfdánsson, Sigríður Þ. Jakobsdóttir, og systkini. GUÐNIORN JÓNSSON t Faðir okkar, JÓNAS GEIR JÓNSSON, fyrrv. kennari, Húsavík, andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga laugar-daginn 4. október. Olga Jónasdóttir, Gunnur Jónasdóttir, Bergsteinn Karlsson. JtX3 m w + Guðni Órn Jóns- son múrara- meistari var fæddur á Akureyri 17. febr- úar 1943. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Þórarins- son, f. 1907, d. 1991, frá Skeggjastöðum í Fellum, og Hólm- fríður Guðnadóttir, f. 1907, d. 1984, frá Hóli í Hjaltastaða- þinghá. Systkini Guðna voru sjö og eru sex á lífi. Þórarinn, f. 1931, d. 1951, Guðný Halla, f. 1933, Þráinn, f. 1935, Herdis Guðrún, f. 1938, Þórey Jarþrúður, f. 1940, Ævar Heið- ar, f. 1945, Sæbjörn Jón f. 1949. Guðni Eignaðist son árið 1964, hann heitir Jón Haukur. Guðni grift- ist Rannveigu Bald- ursdóttur árið 1966, þau skildu árið 1988. Börn Guðna og Rannveigar eru Baldur Guðnason, f. 1966, maki Arna Alfreðsdóttir, f. 1935, börn þeirra Harpa, f. 1988, og Freyr, f. 1994. Þórarinn, f. 1968, maki Kristrún Sig- urgeírsdóttir, f. 1971, og barn þeirra Jón Guðni, f. 1991. Birkir Hólm, f. 1974, maki Marta Stefánsdótt- ir, f. 1973. Hólmfríður, f. 1976, maki Halldór Krisrjánsson, f. 1970. Útför Guðna fór fram frá Akureyrarkirkju 6. október. Oddeyrin iðaði af lífí á fimmta og sjötta áratugnum. Mörg börn voru að alast upp á þessu svæði og eins og krökkum er tamt fundu þau sér margt til dægrastyttingar. Strákarnir í Fjólugötunni voru þar engin undantekning. Glaðværð, leikir og ærsl einkenndu þessa daga og þar var grunnurinn einnig lagð- ur að því sem síðar varð. Kassafjal- ir urðu að kofum. Mannvirki risu á lóðum og óbyggðum svæðum og stundum litu smiðirnir þessa húsa- gerðarlist býsna alvarlegum augum enda þótt henni væri ekki ætlað að standa til frambúðar. Á þessu svæði lágu leiðir okkar Guðna fyrst saman þar sem við vorum þátttakendur í hinum dag- legu umsvifum strákanna. Þarna tókum við okkur fyrst í hönd þau verkfæri sem áttu eftir að fylgja okkur og verða starfsvettvangur okkar til lengri tíma. Þótt hamarinn félli mér í hlut en múrskeiðin Guðna þá tengjast þessi verkfæri og störf uppvexti okkar og leikjum með ýmsu móti. Á þessum árum var algengt að ungir drengir færu í sveit á sumrin. Það var af mörgum álitinn hluti uppeldisins að kynnast sveitastörf- um og því mannlífi sem þjóðin var vaxin úr. Ekki fóru þó allir til sveitadvalar og hygg ég að Guðni hafi að mestu varið dögunum á Eyrinni á þessum árum. Þar skap- aði hann sér einnig áhugamál er fylgja átti honum eftir alla ævi. Hann fékk snemma áhuga á knatt- t Elskuleg móðir okkar og sambýliskona mín, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést að morgni sunnudagsins 5. október á Hjúkrunarheimilinu Eir. Guðjón Hansson, Sjöfn Ingólfsdóttir, Birgir Sveinbergsson, Þórey Sveinbergsdóttir, Gísli Sveinbergsson, Margrét Sveinbergsdóttir, Sigurgeir Sveinbergsson, Lára Sveinbergsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, KRISTJÁN ÞÓR KRISTJÁNSSON, fæddur 22. ágúst 1997, lést á vökudeild Landspítalans föstudaginn 3. október. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 560 1300. Kristján Hlöðversson, Þórdís fvarsdóttir, Hjalti Kristjánsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGVELDUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstu- daginn 3. október s.l. Gisli Guðmundsson, Hulda Ragnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Jóhann Guðmundsson, Laufey Hrefna Einarsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. H; /&* r^flHf*' * *\JP^ s'.4 *¦;>¦ spyrnu og stundaði þá íþrótt um árabil. Hann var dyggur Þórsari eins og sagt er á Akureyri en lék einnig með Iþróttabandalagi Akur- eyrar á þeim tíma sem íþróttafélög- in KA og Þór héldu úti sameigin- legu liði í fótboltanum. Þótt Guðni virkaði fremur hlé- drægur í daglegu lífi þá átti hann til skemmtilega eiginleika. Eigin- leika sem hann flíkaði sjaldnast nema í góðra vina og vinnufélaga hópi. Hann var einstaklega gaman- samur og sá skoplegar hliðar á flestu sem fyrir hann bar. Þetta lét hann gjarnan í ljósi í kveðskap því hann var einstaklega fljótur að orða hugsun sína í bundnu máli. Síður var honum annt um að halda þess- um ritsmíðum saman, sem oft voru skrifaðar á kassalok eða sements- poka á vinnustaðnum. Þar var jafnt gert grín að samferðamönnum sem honum sjálfum því honum var ekk- ert síður lagið að sjá skoplegar hlið- ar á eigin lífi en annarra. Vísurnar og vísubrotin eru mörg en geymast því miður sum aðeins í minni sam- ferðamanna. Ég minnist þess er við sátum saman þrír á kaffihúsi þegar ung og myndarleg kona kom með kaffibolla og spurði hvort hún mætti setjast hjá okkur. Það var auðsótt mál og tókum við tal við konuna. Guðní lagði þó færri orð að samtalinu en fitlaði því meira við servéttu sína þar til hann tók penna úr brjóstsvasanum og skrif- aði nokkur orð á servíettuhornið. Er ég leit á servéttuna sá ég að hann hafði skrifað eftirfarandi: „Hjá okkur situr ungleg snót/und- urhýr/ætlum við að gefa henni und- ir fót/allir þrír." Ég las vísuna og þótti konunni ungu vel hafa verið að orði komist. Einhverju sinni hafði Guðni verið að vinna fyrir kunningja sinn og þeir verið að ræða saman á léttum nótum. I þeim samræðum hafði. kunninginn sagst vera farinn að lesa í Biblíunni á kvöJdin. Sitthvað hafði Guðni við þetta hátterni hans að athuga og lét það i ljósi á þann hátt sem honum var lagið: „Hann var alltaf daufur drengur/dofnar enn til muna/á Erlu ekki lítur leng- ur,/les nú heldur Biblíuna." Ég held að skáldskapur Guðna hafi lýst honum betur en annað og þeir sem ekki þekktu til hans hafi ekki reynt manninn að fullu. Vera má að Guðni hafi stundum beitt þessum hæfileika sínum til að leiða hugann frá daglegu lífi sem ekki lék ætíð við hann. Lífsbaráttan var á köflum hörð og settu bæði hjóna- skilnaður og heilsubrestur ákveðin mörk á líf hans. Þó var fjarri honum að gefast upp og sinnti hann starfi sínu næstum því til hins síðasta dags. Leiðir okkar Guðna lágu fyrst saman í Fjólugötunni á Akureyri þar sem við ólust upp og lögðum grunninn að lífsstarfinu með kofa- byggingum á lóðum foreldra okkar. Eftir að ég stofnaði fyrirtæki og hóf byggingastarfsemi á Akureyri lágu leiðirnar saman að nýju. Leið- ir hamarsins og múrskeiðarinnar þar sem Guðni var múrarameistari við byggingaframkvæmdir mínar um árabil. Ég minnist hans fyrst sem leikfélaga á Oddeyrinni, síðar sem samstarfsmanns og vinnufé- laga en síðast en ekki síst fyrir þá glaðværð og gamansemi sem ég naut að deila með honum. Fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum. Sveinn Heiðar Jónsson. Við viljum í fáum orðum minnast pabba okkar sem nú er horfinn okkur. Það má segja að við lifum í nánustu ættingjum okkar í meira mæli en við gerum okkur grein fyr- ir. Þegar þeir deyja deyr eitthvað innra með okkur. Þú fórst frá okk- ur skyndilega eftir stutta og erfiða veikindabaráttu og eftir situr mikið tómarúm og sár söknuður. Foldarinnar friður Faðm þér á móti breiðir, Hvíl þú í friði, sofðu rótt, þig Alfaðir styður, hann allra götu greiðir, við bjóðum öll þér góða nótt. (Hannes Árnason.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.