Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 34
■ 34 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Gullbring’a - ný höfuð-
borg á Islandi?
EFTIR áratuga tilraunir áhuga-
manna „fyrir sunnan" að sameina
sveitarfélög á landsbyggðinni, þá
er loksins kominn skriður á þau
mál. Því var helst borið við að
stjórnunarkostnaður litlu sveitarfé-
laganna væri óheyrilega hár og með
sameiningu mætti lækka þennan
kostnað. Samanburðurinn hefur
oftast verið óréttmætur, þótt bornir
-séu saman sambærilegir bókhalds-
Iiðir við yfirstjórn. Þetta skýrist af
því að stærri sveitarfélögin sundur-
liða stjórnunarkostnað sinn mun
meira niður á málaflokka en þau
smærri og starfrækja jafnvel sér-
stakar stofnanir til að annast stóra
málaflokka. Kostnaðarliðir, sem
oftast eru bornir saman, sýna því
fremur stjórnunarkostnað við yfir-
stjórn í Reykjavík og stærri sveitar-
félögum (þ.e. kostnaður við t.d.
bæjarstjórnir og bæjarstjórnar-
skrifstofur) en heildarstjórnunar-
kostnað eftir því sem sveitarfélögin
eru smærri.
Eftir áratuga tilraunir
áhugamanna „fyrir
sunnan“ að sameina
sveitarfélög á lands-
byggðinni, segir Hall-
grímur Guðmundsson,
þá er loksins kominn
skriður á þau mál.
Stj órnunarkostnaður
Ef þessi skekkja er lagfærð með
því að bera saman heiidarstjórn-
unarkostnað (þ.e. samanlagðan
stjórnunarkostnað við yfirstjórn og
stjórnunarkostnað sundurliðaðan á
málaflokka) þá dregur úr hag-
kvæmni stærðarinnar. Þegar heild-
arstjórnunarkostnaður er hins veg-
ar borinn saman við rekstrarum-
fang kemur í ljós að mörg stærri
sveitarfélaganna ná ekki fram þeirri
rekstrarhagkvæmni, sem gera verð-
ur kröfur til. Frekari samanburður
hér á landi og í grannlöndum okkar
bendir til að hin raunverulega
stjórnunarlega hagræðing við sam-
einingu sveitarfélaga sé þegar
dreifbýli og þéttbýli sameinast um
þjónustusvæði/kjarna eða þar sem
margir samliggjandi þéttbýliskjarn-
ar geta myndað eina heild. Setja
má því fram þá tilgátu að búast
megi við meiri hagræðingu eftir því
sem þéttbýliskjarnarnir eru stærri
og þeir liggja nær hver öðrum.
„Gullbringa“
Ef þetta er rétt, þá hlýtur sam-
eining Garðabæjar, Hafnarfjarðar,
Kópavogs og Bessastaðahrepps að
vera skattborgurunum mjög áhuga-
verður kostur. Við sameininguna
myndaðist ný borg með tæplega
50 þúsund íbúa og með árlega íbúa-
fjölgun, sem er hlut-
fallslega helmingi
meiri en í Reykjavík.
Við stofnun hennar
sköpuðust fjölmörg
áhugaverð sóknarfæri
önnur en þau að fækka
bæjarfulltrúum, nefnd-
um og framkvæmda-
stjórum bæjarfélaga.
Nýjar forsendur
myndu skapast í skipu-
lagsmálum og þróun
byggðar- og atvinnu-
lífs og áður en langt
um liði þyrftu mörg
atvinnu- og þjónustu-
fyrirtæki að horfa á
staðarval sitt í nýju
ljósi. Með sameiningunni mætti
einnig samræma og einfalda yfir-
stjórn og rekstur einstakra mála-
flokka svo sem félagsmála, menn-
ingarmála, skólamála, veitna,
leggja niður byggðasamlög og aðra
óþarfa millistjórnendur. Þar með
lækkuðu gjöld á einstaklinga og
fyrirtæki og jafnframt losnaði um
fjölmarga hæfa stjórnendur til
starfa á almennum vinnumarkaði.
Haltir leiða blinda
Svo vill til að veikleiki hvers
sveitarfélags er veginn upp af styrk
hinna. Sem dæmi má nefna að á
móti miklum fjárút-
gjöldum Kópavogsbæj-
ar kemur gott og eftir-
sóknarvert byggingar-
land sem Garðbæinga
skortir og þau tvö hafa
ekki hafnaraðstöðu á
borð við Hafnfirðinga,
sem fá drauma sína um
„Stór-Hafnarijarðar-
svæðið“ uppfyllta með
embættisbústað for-
seta íslands innan
borgarmarkanna.
Samskipti Reykjavíkur
og hinnar nýju vaxandi
borgar myndi ekki
lengur einkennast af
höfuðbóli og hjáleig-
um, sem verða að taka því sem að
þeim er rétt, heldur keppinautum
um betri þjónustu við borgara og
atvinnulíf. Sameiningin gæfi einnig
stjórnmálaflokkunum kærkomið
tækifæri að skipta út sínu þreytt-
asta fólki og þakka þeim vel unnin
störf. Svona mætti lengi telja. Sér-
hver íbúi í hinu nýja sveitarfélagi
stæði því betur eftir en áður og
fengi loksins meira fyrir minna í
viðskiptum sínum við „hið opin-
bera“.
Höfundur er
stjómsýslufræðingur.
Hallgrímur
Guðmundsson
*
A
Dagbók lögreglunnar 3. til 6. október
Konur
í slags-
málum
UM HELGINA voru höfð af-
skipti af rúmlega 60 manns
vegna ölvunar þeirra á almanna-
færi. Lögreglumenn í borginni
hafa unnið mikið að umferðar-
málum á síðustu dögum. Er það
meðal annars liður í sérstöku
umferðarátaki sem lýkur í dag,
6. október. Að þessu sinni hefur
athyglinni m.a. verið beint að
ljósanotkun og hjálmanotkun á
reiðhjólum.
Ósæmileg hegðun við unga
drengi
Karlmaður var handtekinn í
austurborginni en hann hafði
haft frammi ósæmilega hegðan
við unga drengi.
Líkamsmeiðingar
Til átaka kom milli tveggja
kvenna í austurborgjnni er þær
gerðu upp ágreiningsmál sín.
Onnur þeirra hlaut áverka í and-
liti og fór sjálf upp á slysadeild
til skoðunar.
23 umferðaróhöpp
Ökutæki sem hafði verið til-
kynnt stolið var stöðvað í akstri
við Hlemm. Ökumaður var hand-
tekinn og færður á lögreglustöð
en hann er einnig grunaður um
að hafa ekið undir áhrifum
áfengis.
Innbrot/þjófnaður
Tveir piltar voru handteknir
er þeir höfðu stolið bjórkút sem
var í sendibifreið. Piltarnir voru
færðir á lögreglustöð. Þá var
brotist inn í fyrirtæki í Síðumúla
og stolið þaðan peningum.
Um helgina urðu 23 umferðar-
óhöpp. Bifreið og númeralaust
vélhjól skullu saman með þeim
afleiðingum að hjólið kastaðist á
umferðarvita. Ökumaður hjólsins
fótbrotnaði og var fluttur á slysa-
deild.
Yfirlýsing vegna umræðna um
flutning lungnadeildar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
„Vegna umræðna sem fram hafa
farið að undanförnu um flutning
lungnadeildar frá Vífílsstöðum á
Landspítala vilja framkvæmdastjórn
og stjórnarformaður Ríkisspítala
taka eftirfarandi fram:
1. I stórum dráttum er samkomu-
lag heilbrigðisráðherra, fjái-málaráð-
herra og borgarstjóra að því er Rík-
isspítala varðar, byggt á tillögum
stjómenda Ríkisspítala. Samkomu-
lagið felur í sér framkvæmd atriða
sem stjómendur Ríkisspítala hafa
barist fyrir í mörg ár. Má þar nefna
opnun endurhæfíngardeildar í Kópa-
vogi, flutning göngudeilda lungna-
sjúkdóma, kynsjúkdóma og húðsjúk-
dóma á Landspítalalóð eða í bein
tengsl við hana, auk þess sem geng-
ið er út frá opnun líknardeildar í
Kópavogi. Flutningur lungnadeildar
frá Vífilsstöðum gerir kleift að nýta
þar húsnæði fyrir hjúkrunardeildir.
Hér er því um að ræða hagkvæma
skipulagsbreytingu. Á bráðadeildum
Landspítala liggja margir sjúklingar
sem ekki þurfa lengur á bráðalækn-
ingum að halda og betur og ódýrar
má sinna á hjúkrunar-, endurhæfíng-
ar- og líknardeildum.
2. Flutningur lungnadeildar frá
Vífilsstöðum á Landspítala hefur
lengi verið á stefnuskrá stjórnenda
Ríkisspítala. Starfsemi sú sem
þarna fer fram á heima inni á bráða-
spítala og tengsl við rannsókna-
starfsemi og aðra sérfræðistarfsemi
á sjúkrahúsinu eru mikilvæg. Hag-
kvæmni eykst vegna samræmingar
á vöktum, samnýtingar á rann-
sóknastarfsemi o.fl. Um þetta mál
hefur verið víðtæk samstaða innan
sjúkrahússins.
Áætlað var að þessi flutningur
færi fram er nýr barnaspítali hefði
risið e.t.v. eftir 3 til 4 ár. Samkomu-
lag heilbrigðisráðherra, fjármála-
ráðherra og borgarstjóra opnar
möguleika á að flýta þessum flutn-
ingum. Samkomulagið kveður ekki
á um tímasetningu flutningsins.
Tímasetning í greinargerð er sett
fram ásamt fleiri ábendingum og
hefur ekki bindandi áhrif. Stjórn-
endur Ríkisspítala munu við tíma-
setningu flutnings gæta þess að
starfsemi lungnadeildar verði sem
best tryggð og sem víðtækast sam-
komulag verði um tímasetningu.
Stjórnendur Ríkisspítala líta á
þessi atriði sem eina heild. Þannig
er uppbygging endurhæfingardeild-
ar, líknardeildar og flutningur
göngudeildar lungna- og ofnæmis-
sjúkdóma að Landspítalalóð for-
senda þess að flutningur lungna-
deildar sé framkvæmanlegur."
Undir þetta rita: Guðmundur G.
Þórarinsson, formaður stjórnar-
nefndar, Vigdís Magnúsdóttir, for-
stjóri, Ingólfur Þórisson, aðstoðar-
forstjóri, Þorvaldur Veigar Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri lækn-
inga, Pétur Jónsson, framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviðs og Anna Stef-
ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri.
Samstarfs vettvangnr versl-
unarmanna verði efldur
í TILEFNI skrifa formanns
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
(VR) í leiðara VR-blaðsins um
Landssamband íslenskra verslunar-
manna (LÍV) hefur Morgunbiaðið
verið beðið að birta eftirfarandi.
Undir bréfíð rita eftirtaldir for-
menn verslunarmannafélaga: Jó-
hann Geirdal, Verslunarmannafé-
lagi Suðurnesja, Hansína Á. Stef-
ánsdóttir, Verslunarmannafélagi
Árnessýslu, Kristján Hálfdánarson,
Verslunarmannafélagi Rangárvalla-
f sýslu, Guðrún Erlingsdóttir, Versl-
unarmannafélagi Vestmannaeyja,
Magnús Pálsson, Verslunarmanna-
félagi Austurlands, Ágúst Óskars-
son, Verslunarmannafélagi Húsa-
víkur, Jóna Steinbergsdóttir, Félag
verslunar- og skrifstofufólks Akur-
eyri, Hjörtur Geirmundsson, Versl-
unarmannafélagi Skagfirðinga, Vil-
hjálmur Stefánsson, Verslunar-
mannafélagi Húnvetninga, Gylfí
Guðmundsson, Verslunarmannafé-
lagi Isafjarðar, Júnía Þorkelsdóttir,
Verslunarmannafélagi Akraness,
Unnur Helgadóttir, Verslunar-
mannafélagi Hafnarfjarðar, Elínrós
Jóhannsdóttir, deild verslunar- og
skrifstofufólks, Höfn í Hornafírði,
Sigrún Agnarsdóttir, deild verslun-
armanna Siglufirði og Einar Páls-
son, deild verslunarmanna Borgar-
nesi.
„Við teljum sjálfsagt og eðlilegt
að verslunarmenn ræði breytingar.
' Starfsemi sambanda á borð við LÍV
á stöðugt að vera í endurskoðun og
nú, þegar við fögnum 40 ára af-
mæli sambandsins, er ekki úr vegi
að gera áætianir til framtíðar. En
við óskum þess jafnframt að sam-
eiginlegt markmið okkar allra sé
að efla þann samstarfsvettvang sem
við verslunarmenn eigum í LÍV. Það
er skylda okkar að leita allra leiða
til að efla hag og samstöðu versl-
unarfólks. Að þessu viljum við
gjarnan vinna með VR og því þykir
okkur miður sú einhliða umfjöllun
sem borið hefur á að undanförnu.
Dæmi um slíka einhliða umfjöll-
un, um óeiningu innan LÍV, er að
finna nú síðast í leiðara VR-blaðs-
ins. Talað hefur verið um óvissu um
framtíð LÍV, að landsbyggðin hafí
ekki verið sátt við skipulag LÍV, að
við af landsbyggðinni höfum „ítrek-
að unnið að því að leggja LÍV niður
í þeirri mynd sem það nú er“, og
okkur er fundið það til foráttu að
hafa kosið „að eiga samleið með
öðrum verkalýðsfélögum við síðustu
samningagerð" svo vitnað sé í leið-
ara síðasta VR-blaðs.
Allur þessi einhliða málflutningur
hefur komið okkur „landsbyggðar-
fólki“ nokkuð sérkennilega fyrir
sjónir. Við sem störfum í forystu
ýmissa landsbyggðarfélaga höfum
átt gott samstarf. Við höfum jafn-
framt átt gott samstarf við formann
LÍV, Ingibjörgu R. Guðmundsdótt-
ur. Landssambandið hefur þjón-
ustað félög af landsbyggðinni á
ýmsan hátt, vissulega eru þarfirnar
misjafnar, m.a. eftir stærð félag-
anna. Leitast hefur verið við að
koma til móts við þær óskir sem
borist hafa um aðstoð og upplýs-
ingar. Samstarf LÍV _við önnur
landssambönd innan ASÍ hefur ver-
ið töluvert og njótum við þar m.a.
þess að formaður okkar er jafnframt
annar af varaforsetum ASÍ. Vissu-
lega tekur það starf töluverðan tíma
en með þessu er þó tryggt að sjónar-
mið okkar verslunarmanna koma
fram strax á umræðustigi innan
heildarsamtakanna. Sennilega hefur
starfsemi LÍV verið meiri á undan-
förnum árum en oftast áður. Innan
framkvæmdastjórnar LÍV hefur
samstarfíð verið gott. Þar starfa
saman fulltrúar félaganna af lands-
byggðinni og mætir fulltrúar VR.
Til dæmis má nefna að mjög fátítt
er að atkvæðagreiðsla skeri úr um
afgreiðslu mála.
Gott samstarf okkar innan LÍV
kom vel fram við gerð síðustu kjara-
samninga, að vísu kaus eitt félagið,
sem vissulega er stærsta félag versl-
unarmanna, að fara sína leið. Það
getur hins vegar ekki talist óeðlilegt
að félögin af landsbyggðinni vilji
starfa saman innan síns landssam-
bands, það getur ekki heldur talist
óeðlilegt að þau væru í samfloti við
önnur landssambönd innan ASÍ.
Ekki ber það heldur vott um að
landsbyggðarfélögin séu ósátt við
LÍV því það er einmitt undir merkj-
um þess sem samstarf okkar hefur
verið.
Það fer hins vegar ekkert á milli
mála að sumir forsvarsmenn VR
hafa gagnrýnt landssambandið að
undanförnu og virðast telja því flest
til foráttu. Við viljum hins vegar
bera fram þá frómu ósk að forsvars-
menn VR láti það nægja að greina
frá sínum sjónarmiðum og gagnrýni
en láti það vera að eigna okkur
skoðanir sem við viljum alls ekki
kannast við.
Við teljum ósköp eðlilegt að menn
vilji ræða breytingar. Starfsemi
sambanda eins og LÍV á stöðugt
að vera í endurskoðun og nú þegar
við fögnum 40 ára starfsemi sam-
bandsins er ekki úr vegi að gera
áætlanir um framtíðina.
Við teljum mikilvægt að sú þróun
á starfseminni eigi sér stað innan
LÍV, með opinni og heiðarlegri
umræðu. Sú umræða þarf að hafa
það markmið að efla þann sam-
starfsvettvang sem við eigum í LÍV.
Þá verðum við líka að hætta að ein-
blína á fortíðina eins og t.d. er gert
í upphafi leiðara VR-blaðsins, en
þar er verið að velta upp dæmi sem
er a.m.k. 10 ára gamalt og flest
okkar sem nú störfum á þessum
vettvangi vorum ekki komin til
starfa þegar það átti sér stað.
í umræddum leiðara eru einnig
settar fram nokkrar „hugmyndir"
sem gætu stuðlað að bættu starfi.
Við teljum jákvætt að slíkar hug-
myndir séu settar fram og erum fús
til að taka þátt í umræðu um þær,
á réttum vettvangi. Hins vegar hefði
verið betra að sjá þær settar fram
sem hugmyndir eða umræðugrund-
völl en sem kröfur VR. Það hlýtur
að vera skylda okkar allra að leita
leiða til að efla hag og samstöðu
verslunarfólks. Til að það megi tak-
ast þurfum við að vera tilbúin að
virða mismunandi skoðanir og rétt
hvers félags til að taka sjálfstæða
ákvörðun og -fara þá leið sem það
sjálft kýs að fara.“