Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 1
v* 96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 227. TBL. 85. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTOBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir þúsunda stuðningsmanna Hamas fagna Yassin við komu hans til Gaza Jórdanir sleppa ísraelskum tilræðismönnum úr haldi Amman, Jerúsalem. Reuter. JORDANIR staðfestu í gær að þeir hefðu sleppt úr haldi tveim ísra- elskum tilræðismönnum, sem voru teknir höndum eftir að þeir gerðu misheppnaða tilraun til að ráða stjórnmálaleiðtoga Hamas-samtak-; anna af dögum í síðasta mánuði. I skiptum fyrir mennina tvo hafa ísraelar látið lausan Ahmed Yassin, stofnanda Hamas, sem hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Israel. Auk þess hafa ísraelar heitið því að láta lausa tugi jórdanskra og palestínskra fanga og standa við gerða samninga við Jórdaníu. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- •herra ísraels, sagðist í gær hafa skipað nefnd sem ætti að rannsaka hið misheppnaða banatilræði ísra- elsku leyniþjónustunnar, Mossad, við Khaled Meshal, stjórnmálaleið- toga Hamas, 25. september sl. Mennirnir tveir komu til ísraels í gær. Netanyahu greindi frá þessu eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar. ísraelar kváðust hafa sleppt úr haldi 20 palestínskum og jórdönsk- um föngum, og samkvæmt samn- ingi við Jórdani mundu þeir láta lausa 40-50 araba til viðbótar á næsta hálfa mánuði. Á frétta- mannafundi í gær neitaði Netanya- hu að ræða í smáatriðum hina mis- heppnuðu morðtilraun, en sagði að- gerðina hafa verið réttlætanlega. Hann svaraði ekki ítrekuðum spurningum um það, hvort ísraelar myndu oftar ráðast í aðgerðir innan landamæra Jórdaníu. Ráðherrann kvaðst axla sjálfur ábyrgð á tilræðinu. Meshal hefði ekki verið neitt „peð", heldur leið- togi „hryðjuverkamanna". En í öll- um styrjöldum kæmi það fyrir að aðgerðir misheppnuðust. „En við yfirgefum ekki okkar fólk. Það er ófrávíkjanleg regla." Yassin var fluttur frá Amman til Gazaborgar í gær, þar sem tugir Foale kominn heim Reuter MEÐAL þeirra er tóku á móti Yassin er hann kom til Gaza í gær vorii kona hans, Halima (t.h.), Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafats, (2.f.h.) og Abdel Aziz al-Rantissi, leiðtogi Hamas-samtakanna á Gaza (2.f.v.). þúsunda stuðningsmanna Hamas fógnuðu honum á íþróttaleikvangi í Gazaborg og hétu honum stuðningi og trúnaði. Meðal þeirra sem tóku á móti Yassin var Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, en Yassin hefur lýst andstöðu sinni við samninga þá, er Palestínumenn gerðu við Israela og kenndir eru við Osló. Leiðtogi Hamas-samtak- anna á Gaza sagði í gær að ísraelar ættu eftir að finna fyrir auknum styrk Hamas í kjölfar þess að Yass- in væri laus úr haldi. I Skaðar ímynd/22 Kanaveralhöfða. Reuter. ATLANTIS, geimferja banda- rísku geimvísindastofnunarinn- •ar, NASA lenti við Kennedy geimvisindamiðstöðina í Flórída í gærkvöldi klukkan 21.55 að ís- lenskum tíma. Með ferjunni var m.a. Michael Foale, Bandaríkja- maður er dvalið hefur í rúss- nesku geimstöðinni Mír í fjóra og hálfan mánuð. Lendingu Atlantis var frestað tvisvar á sunnudag vegna óhag- stæðra veðurskilyrða og tvísýnt var lengi vel í gær hvort unnt yrði að lenda í Flórida. Kom til greina að ferjan lenti í Kaliforn- íu, en í gærkvöldi hafði vind lægt nægjanlega til að hægt væri að lenda í Flórída. Atlantis tengdist Mír í nýlok- inni ferð og bandarískur geim- fari, David Wolf, varð þar eftir í stað Foales. Kvenna- vagnar vegna káfs Tókýó. The Daily Telegraph. LÖGREGLAN í Tókýó hvetur nú eindregið til þess að komið verði upp sérstökum vögnum fyrir konur í járnbrautarkerfi borgarinnar til að stemma stigu við káfí og annarri kynferðis- legri áreitni sem er vaxandi vandamál á meðal lestarfarþega í Japan. Yumiko Sakuma, 24 ára Tókýomær, giskar á að káfað hafi verið á henni um 300 sinn- um í lestum og hefur hún gripið til þess ráðs að stinga söku- dólgana með prjóni og skrifar „öfuguggi" á föt þeirra með eldrauðum varalit. Kærur og kvartanir vegna káfs hafa aldrei verið eins margar og nú þótt vandinn sé si'ður en svo nýr af nálinni. Yfir- fullir lestarvagnar á annatíma eru kjörinn vettvangur fyrir „fjölþreifna" karlmenn, sem bera því við að mannþröngin eða hreyfing lestarinnar sé ástæða þess að þeim hafi orðið á að snerta konurnar á óviður- kvæmilegan hátt. Mikilli herferð hefur verið hrundið af stað til að hvetja konur til að láta í sér heyra, ráðgjafarstöðvum hefur verið komið fyrir á brautarpöllum, viðvaranir til karla gjalla í há- talarakerfi járnbrautarstöðva og farþegar eru áminntir um að káf sé glæpur. Japönsk Iög- reglukona segir landa sína hins vegar hafa lítinn skilning á því og telur fyrirbærið sérjapanskt. Óvíst er þó að lausnin felist í kvennavögnum. Fyrir tíu árum var tilraun gerð með slíka vagna en henni var snarlega hætt þeg- ar í Ijós kom að álagið jókst gíf- urlega á þær konur sem ferðuð- ust í „venjulegum" vögnum. Rússneskt faðmlag BORIS Jeltsín Rússlandsforseti faðraaði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, á rússneska vísu í gær, þegar Blair kom í eins dags opinbera heimsókn til Moskvu. Jeltsín hvatti til enn nánara sam- starfs landanna. Leiðtogarnir tveir ræddust við í eina klukkustund í Kreml. A hoiium undirrituðu Blair og Viktor Tsjernomyrdúi, rússneski forsætis- ráðherrann, tímamótasamning um samstarf ríkjanna í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Blair gladdi Jeltsúi auk þess með þvi' að ¦ leggja fram uppkast að njrju merki fyrir leiðtogafundi helztu iðnríkja heims, þar sem Rússland bætist i hóp Bretlands, Bandaríkjanna, Þýzka- lands, Frakklands, Japans, Itah'u og Kanada, svo úr verður „G8"-h(5pur- inn í stað „G7". Blair Ij'áði Jeltsín einnig að hann væri bjartsýnn á að Rússland hlyti á næsta ári aðild að Heimsviðsldptastofnuninni, WTO. Jeltsin lýsti Tony Blair sem at- orkusömum og ákveðnum stjórn- málamanni og Blair svaraði með því að mæra staðfestu Jeltsíns sem með vægi persónuleika síns hefði tekizt að hrinda róttækum breyt- ingum í framkvæmd i Rússlandi. Brezki forsætisráðherrann hafði Reuter öryggisfyrirvara hinna rússnesku gestgjafa að engujiegar hann tók sér far með troðinni neðanjarðarlest frá verzlunarmiðstöð við Rauða torgið. Hann fór milli tveggja stöðva með lestinni og sagði furðu lostinni konu sem kunni ensku að sér fyndist Moskva „heillandi... fögur borg". 0 Deilan um gasvinnslusamning Total í Iran Eindregin andstaða ESB við Bandaríkin París. Reuter. RÁÐAMENN Evrópusambandsins stóðu í gær fastir fyrir í andstöðu við bandarísk stjórnvöld vegna umdeilds samnings fransks fyrirtækis um gasvinnslu í íran en hétu því að láta deiluna ekki stefna góðum tengslum V-Evrópu og Bandaríkjanna í hættu. Utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna, sem funduðu í Lúxemborg í gær, lýstu stuðningi við málstað Frakklands sem telur refsiákvæði laga, sem Bandaríkin settu einhliða í fyrra, ekki geta náð til franska Total-olíufyrirtækisins fyrir að hafa gert samning um að verja um tveim- ur milljörðum Bandaríkjadala í gasvinnslu undan strönd Irans. Samkvæmt lögunum er Banda- ríkjaforseta skylt að refsa fyrirtækj- um utan Bandaríkjanna, sem fjár- festa fyrir meira en 20 milljónir dala í orkuiðnaði írans eða Líbýu. Á blaðamannafundi í París sagði William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að bandaríska stjórnin hefði ekki að svo komnu máli komizt að niðurstöðu um til hvaða ráða hún hygðist grípa vegna Total-samningsins. „En ef hún ákveður að lögin hafi verið brotin mun hún framfylgja þeim," sagði ráðherrann sem í gær átti fund með frönskum starfsbróður sínum, Alain Richard. Cohen og Richard sögðust mjög ósammála um réttmæti og afleiðing- ar gassamningsins en lýstu því jafn- framt yfir að hin harða deila myndi ekki varpa skugga á annars gott samstarf ríkjanna tveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.