Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Hafði engan ing á dauð sem ungli Samuel L. Jackson fer með hlutverk kennara í 187 sem þarf að taka á honum stóra sínum til að öðlast virðingu nemenda. Hann kenndi Ingibjörgu Þórðardóttur ýmislegt þegar hún hitti hann að máli í London fyrir nokkru. SAMUEL L. Jackson segist ekki vera sérlega trúaður. -i O fT ER STERK ádeila j ^\ / á bandaríska skóla- -*¦ v-/ I kerfíð. Hún er byggð á reynslu handritshöfundar- ins sem eitt sinn var kennari og tel- .ur að skólar eigi sér enga viðreisn- ar von í kerfi þar sem kennarar þurfa að vinna sér inn virðingu nemenda í stað þess að hún sé til staðar þegar kennsla hefst. Titill myndarinnar hefur vakið athygli en ástæðuna fyrir valinu á honum segir höfundur hennar vera þá að nafnið sé ópersónulegt og í samræmi við reynslu flestra nem- enda, þ.e. persónuleiki þeirra er máður út, einstaklingurinn er einskis virði og í kerfinu verða þeir -að númerum. 187 er tákn sem not- að er fyrir morð í Kaliforníufylki og hefur verið notað sem táknmál á milli gengja í Los Angeles. Leikstjórinn Kevin Reynolds er þekktastur fyrir samstarf sitt við Kevin Costner en úr því samstarfi urðu stórmyndirnar Vatnaveröld og Hrói Höttur til. Astæðuna fyrir því að Reynolds tók að sér þetta verkefni segir hann vera þá að hann hafi verið orðinn þreyttur á stórmyndum og viljað gera per- sónulegri mynd þar sem meiri áhersla væri lögð á einstakar per- sónur. Samuel L. Jackson, aðalleikari myndarinnar, er best þekktur sem glæpamaðurinn Jules úr Reyfara. SLOKKVI- TÆKI Allar geröir og stæröir. Duft, vatn, léttvatn og kolsýra. Allar geröir eldvarnatækja. Þjónustum slökkvitæki. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. & ELÐVARNAMIÐSTÐÐIN HF ÓLAFUR GfSLASON & CO. HF. SUNDABORG 3 SÍMi 568 4800 ÞAÐ GENGUR ýmislegt á í kennslustofunni í 187. Jackson lauk námi frá leiklistar- skólanum Morehouse í Atlanta. Fyrstu árin vann hann mest í leik- húsum jafnframt því sem hann lék aukahlutverk í nokkrum stutt- myndum. Hann var einnig með hlutverk í myndum á borð við Kiss and Death, Amos and Andrew og True Romance svo einhverjar séu nefndar. Samuel L. Jackson bað sérstak- lega um þetta hlutverk og sem meginástæðu nefnir hann að Trevor Garfield hafi upphaflega átt að vera hvítur. „Þá sögu höfum við öll séð áður; hvítur kennari í skóla fyrir svarta, það segir sig sjálft að hann verður óvinsæll. Ég vildi ekki að myndin væri um kynþáttafor- dóma heldur um samskipti nem- enda og kennara í skólastofunum," segir hann. „Fyrir leikara var þetta hlutverk líka spennandi þar sem persónan í myndinni fer í gegnum miklar til- finningasveiflur sem gerir hlut- verkið mjög krefjand. Eg undirbjó mig sérstaklega vel. Eína leiðin til að setja mig í spor kennarans var að ímynda mér hvernig mér myndi líða ef ég gæti ekki leikið lengur. Trevor er að mínu mati mjög hug- rakkur og hann fann ástæðu til að halda áfram þrátt fyrir erfiðar að- stæður." Trevor Garfíeld tekur lögin í sín- ar hendur í myndinni. Getur það ekkihaft ófyrirséðar afleiðingar? „Eg myndi ekki ganga svo langt að segja að hann taki lögin í sínar eigin hendur, það er ekki eins og hann leggi sig fram um að hrella krakkana. Hann varð fyrir slæmri lífsreynslu og þegar maður verður fyrir slíku er eðlilegt að leita allra hugsanlegra leiða til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ég held HLUTVERK Jacksons í 187 er þrungið tilfinningum. persónulega að það sem miður fór hjá Trevor í myndinni hafi verið mistök af hans hálfu og hann geld- ur það dýru verði." Unglingarnir ímyndinni eru allir frá Los Angeles. Gafþað þér betri innsýn ílífnemenda? „Já, auðvitað eru_______ ákveðin atriði færð í stíl- inn en krakkarnir sem léku í myndinni sögðu að hún færi ótrúlega nærri sannleikanum. Þeir hefðu raunar sjálfir lent í verri aðstæðum í kennslustof- um. Það er hræðileg til- hugsun að þegar ég var á þeirra aldri hafði ég engan skilning á dauðanum; ég hélt ég væri ódauðlegur. Þessir krakkar fara hins vegar í skólann á morgnana og vita ekki hvort þeir eiga aftur- kvæmt. Það leiðir til þess að þeir „Skylda mín eingöngu að koma hlut- verkinu til skila á heiðar- Jegan hátt" sig. Þess vegna erum við með vopnaleit við innganginn á skólum. Þeir sem ætla sér virkilega að smygla vopnum inn í skólana eiga samt sem áður auðvelt með það." Var skólaganga þín eitthvað í líkingu viðþetta? „Nei, langt í frá. Skól- inn sem ég sótti á þessum árum var í tengslum við samfélagið, kennararnir voru vinir okkar og oftast nær fyrrverandi bekkjar- félagar foreldra okkar. Þekking kennaranna á nemendum og foreldrum er afar mikilvæg. Það er það sem hefur farið úrskeiðis í skólakerfinu. Krakkar hafa verið teknir úr því umhverfi sem þeir þekkja best og settir í skóla þar sem þeir þekkja engan og enginn þekkir þá. Þetta er gert í þeim til- ganga með vopn til þess að vernda gangi að gera skólakerfið réttlát- ara en í staðinn hefur verið skapað bil á milli kennara og foreldra, sem halda að allt sem sagt er við þá sé sagt í þeim tilgangi að niðurlægja þá - og verja sig því eftir sem best þeir geta." Þú ólst upp í Tennessee þar sem trúin gegnir stóru hlutverki og flestar persónur sem þú hefur leik- ið nýlega hafa verið trúarlega þenkjandi. Ert þú trúaður? „Ég myndi ekki segja það og það er algjör tilviljun að persónur mín- ar eru svona trúaðar. Ég bið til Guðs og þakka honum fyrir það sem ég hef en er ekki endalaust að biðja hann um greiða. Ég geri hlut- ina sjálfur og þakka honum fyrir ef vel tekst til." Hverju þakkar þú helst frama þinn á leiklistarbrautinni? „Mér sjálfum, ég lít alls ekki á mig sem fyrirmynd fyrir aðra. Ég geri mér grein fyi'ir að árangur minn gefur ungum leikurum von um að hægt sé að ná langt, sem er af hinu góða, en ég hef engar skyldur gagnvart þeim eða öðrum. Ekki frekar en að ég geti ekki leik- ið ákveðin hlutverk vegna þess að það sé í mótsögn við skoðanir ein- hvers þjóðfélagshóps. Skylda mín er eingöngu að koma hlutverki til skila til áhorfenda á heiðarlegan hátt svo þeir geti upplifað það sem ég er að ganga í gegnum í stað þess að horfa á myndina án þess að verða fyrir áhrifum. Þegar ég fer í kvikmyndahús vil ég vera þátttak- andi í myndinni og finna til með persónunum." Attu þér uppáhalds hlutverk? „Já, ég hef sérstakan stað í hjarta mínu fyrir allar þær persón- ur sem ég hef leikið. Draumahlut- verkið er alltaf það hlutverk sem ég leik hverju sinni eða það hlut- verk sem tekur við vegna þess að ég hugsa stöðugt um það til þess að verða hluti af þeirri persónu." Er ekki komið að því að taka sér frí eftir fjórar myndir á tveimur ár- um? „Ég veit ekki einu sinni hvert mitt næsta hlutverk verður. Eg er að fara í búningamátun í lok sept- ember fyrir nýju Stjörnustríðs- myndína en George Lucas hefur ekki sagt mér neitt um það hvað ég á leika. Það er möguleiki á að ég verði einhver furðuleg loðin vera en mér er í raun alveg sama, mig langar bara að taka þátt í Stjörnu- stríðsmyndunum. í næstu viku byrja ég síðan í upptökum á The Negotiator á móti Kevin Spacey." Er einhver von um að Samuel L. Jackson sé á leið til íslands? „Aðeins meðan sólin skín," segir hann og hlær. „Reyndar hitti ég nokkra íslendinga fyrir nokkru sem buðu mér að koma og sögðu að það væri hægt að spila golf á mið- nætti að sumri til. Ég hefði mikinn áhuga á því að koma og gera það. Hver veit - ef til vill verður mín næsta mynd tekin upp á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.