Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Vélstjórar boða verkfall frá 1. janúar Vilja aukinn hlut á stærri skipunum VÉLSTJÓRAR á fiskiskipum hafa samþykkt að boða til verkfalls frá og með 1. janúar nk. og mun það ná til 79 skipa með aðalvél 1501 kW og stærri. Atkvæðagreiðsla um verkfalls- boðun hefur staðið yfir að undan- fbrnu, en samkvæmt talningu at- kvæða í gær greiddu 197 atkvæði með verkfalli, 36 voru á móti og auðir og ógildir seðlar voru fimm. A-flokkar f Reykjanesbæ Sameiginlegt framboð ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Keflavík og Njarðvík hafa sam- þykkt að bjóða fram sameiginlega með Alþýðubandalagi og Oháðum við sveitarstjómarkosningamar í vor. Að sögn Reynis Ólafssonar verð- ur fjölgað í samstarfsnefndinni, sem starfað hefur hingað til og er nefnd- inni ætlað að velja listabókstaf og undirbúa kosningamar. Á kjörskrá vom 358, en atkvæði greiddu samtals 238 eða 65% af at- kvæðabærum mönnum. Að sögn Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, var þátt- takan í atkvæðagreiðslunni mjög góð miðað við starfandi vélstjóra og benti niðurstaða atkvæða- greiðslunnar til þess að menn vilji og ætli að fylgja kröfum sínum eft- ir og hafi ekki í hyggju að hvika frá þeim. Meginkrafa vélstjóra er auk- inn skiptahlutur til vélstjóra, sem starfa á stærri skipum, með 1501 kW eða stærri aðalvél. Samningar hafa verið lausir frá áramótum Að sögn Helga hafa útvegsmenn ekki viljað hlusta á þær kröfur ennþá, en síðustu samningafundir hefðu farið fram á vordögum. Verkfall þarf að boða með þriggja vikna fyrirvara. 1. janúar væri í sjálfu sér ekkert vem en hver ann- ar dagur enda væri flotinn þá hvort sem væri í höfn vegna áramóta. Samningar við vélstjóra hafa verið lausir frá síðustu áramótum. Sár eftir átök fengi- tímans Vaðbrekku, Jökuldal. FENGITÍMI hreindýra stendur nú yfir. Mikil barátta er milli tarfanna um að helga sér kúa- hópa og stendur ávallt stærsti tarfurinn þar uppi sem sigurveg- ari, nokkrir minni tarfar sveima síðan kringum hópinn og bíða færis. í átökum tarfanna meiðast og heltast sumir þeirra enda hornin sem þeir hafa að vopni engin smásmíði. Einn tarfur sem meiðst hafði í átökunum sást nýlega við Hölknárfoss í Vaðbrekkuheiði ekki langt frá um það bil hundr- að dýra hópi. Var hann haltur og heldur sig til hlés meðan hann er að gróa sára sinna og víst er að hann verður ekki meira til nytja fyrir kýrnar þetta haustið, en kemur aftur fflefldur næsta haust, þá orðinn stærri og eldri. Er nú Ijögurra vetra en verður fimm vetra á næsta fengitíma ef hann fellur ekki fyrir kúlu veiði- manns fyrir fengitímann næsta haust. Indónestsk fágun ogfínleiki Gegnheilt mahóní. Sófi og tveir stólar. 174.230 kr. I Útgáfa fornrita og ferðasögu frá 1858 Úr skókassa í Mtinch- en í bókaskápinn að Bessastöðum Kurt Schier FERÐASAGA Kon- rads Maurers, þýzks fræðimanns sem var vinur Jóns Sigurðssonar forseta og ferðaðist vítt og breitt um ísland árið 1858, kom út í fyrsta sinn síðast- liðinn mánudag. Ferðafélag Islands gefur bókina út í ís- lenzkri þýðingu, og er þetta í fyrsta sinn síðan hún var skráð að hún birtist á prenti. Sagan á bak við þessa útgáfu er löng og æv- intýraleg á köflum, en Kurt Schier, prófessor í norræn- um tungumálum og menn- ingu við háskólann í Múnchen, sem nú er kom- inn á eftirlaun, á stóran þátt í því ævintýri. Morgun- blaðið náði tali af Schier á meðan hann dvaldi hér í til- efni af útkomu ferðasögunnar, en eins og í ljós kom í spjalli blaða- manns við Schier er hann með mörg járn í eldinum eftir að hann hætti kennslu við háskólann. „Handritið að ferðasögunni fannst í skókassa í kjallaranum hjá einum afkomanda Maurers árið 1972, eftir mikla leit sem ég og Kládía Róbertsdóttir höfðum ráðizt í, þar sem við vissum úr bréfum Jóns Sigurðssonar að Maurer hefði skrifað söguna og ætlað að gefa hana út, sem svo aldrei varð. Fyrsta ljósritið að handritinu fékk Knstján Eldjám, þáverandi forseti Islands, fært að gjöf 1973. Þá var hafizt handa við að vélrita upp handritið með það fyrir augum að fá það útgefið, en það reyndist erfitt að finna útgef- anda í Þýzkalandi. Hreinritun handritsins tók langan tíma, en Stefanie Wúrth, sem var aðjúnkt við háskólastofn- unina í Múnchen fí norrænum fræðum, þar sem Schier var pró- fessor] og hafði einnig starfað við Amastofnun um skeið, lagði ómælda vinnu í að fullgera fyrsta tölvutæka handritið, með ættar- töflum og öðm tilheyrandi. Fyrsta hreinritaða eintakið af handriti ferðasögunnar fékk Vig- dís Finnbogadóttir að gjöf. Og núna, 25 áram eftir að upprana- legt handrit sögunnar fannst í skókassa í Múnchen, fékk Ólafur Ragnar Grímsson forseti fyrsta prentaða eintak bókarinnar að gjöf.“ - Hvemig kom það til að Ferðafélagið gerðist útgefandi bókarinnar? „Það var að mínu mati fyrst og fremst Jóhanni J. Ólafssyni að þakka að skriður komst á undþ- búningsvinnu að útgáfu ferða- sögu Maurers hér á landi. Fyrir tveimur áram var haldinn hér við háskólann fundur um Maurer þar sem ég og Sigurður Líndal og Árni Björnsson meðal annarra héldu erindi. í kjölfar þess tókst loks að semja við Ferðafélagið um útgáfuna, og ritnefnd var sett á fót. Félagið minnist 70 ára afmælis síns með útgáfunni. Baldur Hafstað hefur unnið stórvirki við þýðingu bókarinnar. Ég er mjög þakklátur þessum mönnum, það er stórkostlegt hvað þeir hafa áorkað.“ - Nú þegar þessi bók, sem hefur fylgt þér í 25 ár, er loks komin á prent, hvað tekur við hjá þér? „Nú ætla ég að reyna að fá tækifæri til að gefa út bréf Maurers, að minnsta kosti bréfa- skipti hans og Jóns Sigurðssonar, en helzt líka bréf Jóns Ámasonar ►Kurt Schier fæddist árið 1929 í Súdetahéruðum Bæheims. Fjöl- skylda lians var hrakin þaðan í lok síðari heimsstyrjaldar og settist að í Bæjaralandi 1946. Schier kom fyrst til íslands sum- arið 1951 og réðst til sumarvist- ar í sveit á Hegranesi í Skaga- firði. Þá stundaði hann nám í ís- lenzku, þjóðfræði og þjóðsögum við Háskóla Islands einn vetur, en hélt svo áfram námi við há- skólann í M"unchen. Þangað réðst hann sem kennari 1955. 1971 varð hann forstöðumaður deildarinnar, Institut f'ur nor- dische Philologie, sem fæst við rannsóknir á tungumálum og menningu Norðurlandaþjóða. Hann fór á eftirlaun 1995. Schier hefur komið oft til íslands og ferðast meðal annars um þær slóðir sem Konrad Maurer fór í íslandsför sinni 1858. og Guðbrands Vigfússonar til Maurers, og ef til vill líka bréf Maurers til Gustavs Storms [pró- fessors í Ósló], en sú útgáfa yrði á þýzku. Og svo ætla ég að skrifa ævi- sögu Maurers, sem Universitáts- archiv í Múnchen ætlar að gefa út. Ég hef fengizt svo lengi við verk Konrads Maurers að mér finnst ég þekkja hann vel. Það er spennandi að sjá hvers konar maður hann var, hvað hann hugs- aði og gerði. Þetta langar mig að taka saman í bók.“ Þar að auki tek ég þátt í stóru verkefni sem Diederichs-forlagið i Múnchen hefur ráðist í, en það er yfirgripsmikil útgáfa á íslenzk- um miðaldabókmenntum, undir yfirskriftinni Saga - Bibliothek der altnordischen Literatur. Ritröðin hóf göngu sína fyrir nokkrum árum. Nú era komin út fjögur bindi, það er Egils saga, sem kom út í fyrra, Laxdæla saga, sem er nýútkomin, og nokkrar riddarasögur tókum við saman í eina bók, Trójumanna sögu, Alexanders sögu og Breta- konungasögu. Hún kom einnig út í fyrra. Síðan er nýút- komið bindi með nokkrum hinna svokölluðu fomaldar- sagna Norðurlanda - Ásmundar saga kappabana, Ragnars saga loðbrókar og fleiri. Áformað er að gefa út alls 30 bindi í ritröð- inni, sem nýtur engra styrkja. Tilgangurinn er ekki sízt sá að sýna hinum þýzkumælandi heimi að miðaldabókmenntir hér á ís- landi voru ekki aðeins „frysti- skápur germanskrar arfleifðar" heldur stóðu þær í nánu sam- bandi við bókmenntir Vestur- Evrópu.“ „Þýzk ritröð íslenzkra forn bókmennta í smíðum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.