Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Undraland Kubricks ►JENNIFER Jason Leigh líkir samstarfí við Stanley Kubrick við ferð inn í furðuveröld Lísu í Undralandi. Leikkonan fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd Ku- bricks „Eyes Wide Shut“ sem er enn í vinnslu en tökur hófust fyrir tæpu ári í London. Jason Leigh sagði í viðtali við USA Today að Kubrick væri snillingur. „Það var ótrúleg lífs- reynsla fyrir mig að vinna með honum. Maður stígur yfír í ann- an heim þar sem tíminn skiptir ekki máli.“ Leikkonan vildi ekkert gefa upp um söguþráð „Eyes Wide Shut“ eða samstarfið við aðalleikara myndarinnar, Tom Cruise og Nicole Kidman. Það eina sem hún gaf upp var að hún hefði haft mjög takmarkað- an tíma til þess að lesa handrit- ið. „Ég þurfti að skila eintakinu samdægurs.“ Aggi Slæ og Tamlasveitin auk hinnar firábæru söngkonu Sigrúnar Evu standa fyrir mögnuðum dansleik frá kl. 23.30 til kl. 3. FÓLK í FRÉTTUM Samviskulaust dagskrárefni ÞÁ ER farið að lifna yfir dagskrá ríkissjónvarpsins, eins og gjarnan verður þegar dag fer að stytta. Komnir eru á vettvang tveir þætt- ir, sem landsmenn skemmta sér við eftir sumarlöng leiðindi og hrollvekjur. Annar þessara þátta er Stöðvarvík þein-a Spaugstofu- manna. Nafnið er í sjálfu sér ekk- ert fyndið og Bogi róni virðist hoi-finn af vettvangi og aðrar ónefndar fyllibyttur, en í staðinn er kominn einhver sem talar kin- versku, þegar svo ber undir. í þessum fyrsta þætti var töluð kín- verska til heiðurs heimsækjanda frá Taiwan. Kínverjar eru enn móðgaðir og gætu sem hægast orðið móðgaðir seinna meir út af öðrum ríkjum í Austurlöndum fjær. Það er auðvelt að tileinka sér ríki með þessu hætti; lýsa því bara yfir að það sé móðgun við milljarð manns og tvö hundruð þúsund betur að bjóða í kaffi. Það er ástæða til að fagna end- urnýjuðum kynnum við Spaugstof- una. Ekki vildu þeir hafa gott og gilt austfirskt safnheiti yfir víkur, en á Suðurfjörðum nefnast þær Fratvíkur og þykir enginn ósómi að. Þá vakti nokkra furðu að þeir spaugarar skyldu ekki hafa gleymt Steingrími Hermannssyni. Sýnir það raunai’ hvað vettvangur þeiiTa er þröngrn- hjá lítilli þjóð, svo grípa varð m.a. til heilagrar kvöld- máltíðar, sem eins og kunnugt er var ekki efnt til á partílandinu ís- landi, heldur við Miðjarðarhafs- botn, svo víða leita þeir spaugarar fanga. Seðlabankinn er aftur á móti mikil höll yfir léttvægar syndir. Þá tókst ríkissjónvarpinu að leggja fram nýjan þátt í síðustu viku, sem heppnaðist prýðilega. Ber eflaust að þakka það stjórn- andanum, Hildi Helgu Sigurðar- dóttur, blaðamanni, en liðsstjórar hennar verða Ragnhildur Sverris- dóttir, blaðamaður og Bjöm Brynjúlfur Bjömsson, kvikmynda- maður. Hildur hefur löngum alið aldur sinn í London, en þar eru spurningaleikir vinsælt sjónvai-ps- efni. Svo vill til að íslenskur maður Magnús Magnússon, eða Mest- megnis Magnús, eins og spaugarar hafa kallað hann, er ein- hver frægasti spyrill Bretlands og hefur gefið út bók um spurnir sínar. Hildur Helga og liðsstjórar hennar fóra vel af stað á fimmtudag í fyiri viku og vona menn að ekki verði af neinu slegið í framtíðinni. Þrátt fyrir góða spretti á báðum sjónvarpsstöðvunum, heldur dag- skráin áfram að vera nokkuð happa- og glappakennd. Þeir sem ráða eiga sýnilega í nokkram erf- iðleikum í innkaupum. Kannski þurfa þeir enn að sæta því, hafi þeir ágirnd á tveimur eða þremur myndum, að fá þær ekki nema kaupa tíu mynda pakka, og þá verða þeir að taka við myndum sem þeir hafa engan áhuga á, myndum sem sölumönnum gengur illa að selja. Sem dæmi um kvöld- dagskrá stöðvanna tveggja eitt ný- liðið kvöld er hér getið þriggja fyr- irferðarmikilla sýninga: Laun- morðingjar, Glæpahringur og Mis- tækir mannræningjar. Dagblöð þurfa ekki að burðast við að birta fyrrgreind dæmi í heilaþvotti og innrætingu. Þeim er haldið úti af allt öðrum ástæðum, þótt myndbirtingar í þeim hafi aukist í takt við sjónvarpsnotkun. Blöðin birta aftur á móti vaxandi árangur af innrætingu sjónvarps í auknum fréttaflutningi af meiðsl- um, morðum og manndrápum. Engin skýring hefur fengist á því af hverju nú, þegar við erum upp- lýstari og betur klædd og betur fædd en áður, skuli dynja á okkur sú manndráps- og hryðjuverka- alda, sem gengur yfir hinn vest- ræna heim. Okkur verður fyrst f'yrir að benda á sjónvarpið. Þar er hinn grái og grimmilegi leikur háður kvöld hvert í skemmtunar- skyni. Einnig þar sem aðsóknin er húsbóndinn - kvikmyndahúsun- um. Einhver tímann komst í tísku að drepa menn í sjónvarpsleikjum. Þessi manndráp urðu að lokum svo alvanaleg, að ekkert mál var að vinna verkið í alvörunni, né að það snerti svo mjög við samvisku almennings. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI Hæsta einkunn: © DIE WOCHE „Það gustar af þessari mynd.“ MANNLÍF „...viðkvæmnisleg...“ Hæsta einkunn. TV SPEILFILM „...myndin er bæði metnaðarfull og vel gerð...stórkostleg leikkona..." MORGUNBLAÐIÐ „Leggur upp með dásamlegum þunga...“ STERN „Mesti leikur Arnars Jónssonar á hvíta tjaldinu...“ DAGSLJÓS „...frábært hlutverk fyrir Barböru Auer... fullheppnuð leikstjórafrumraun hjá Einari Heimissyni.“ FRAU IM SPIEGEL Tölvuást ►MEG Ryan og Tom Hanks ætla að leika saman á ný í endurgerð á rómantisku gamanmyndinni „The Shop Around the Corner“ frá ár- inu 1939. Ryan og Hanks vöktu hrifningu bíógesta í rómantísku gamanmyndinni „Sleepless in Seattle" og er vonað að sú hrifning tryggi góða aðsókn. Það voru James Stewart og Margaret Sullivan sem fóru með aðalhlut- verkinu í „The Shop Around the Corner". Myndin fjallar um vinnu- félaga í bókabúð og þeim kemur mjög illa saman. Karlmaðurinn gerist síöan pennavinur konunnar undir dulnefni og hún fellur fyrir þessum nýja yndislega vini. „The Shop Around the Corner" átti að gerast í Búdapest en í nýju útgáfunni með Ryan og Hanks verður sögusviðið Manhattan og í stað hefðbundinna bréfaskrifta skiptast vinnufélagarnir á skila- boðum með tölvupósti. Titillinn verður að öllum líkindum „You Have Mail“. Nora Ephron, sem leikstýrði „Sleepless in Seattle", skrifaði handritið að „You Have Mail“ með systur sinni Deliu og ætlar einnig að leikstýra. Nýja myndin kemur væntanlega í kvikmyndahús seint á næsta ári. VEGAMÓTASTÍGUB 4 (BAK VIÐ LAUGAVEGSAPÓTEK) SÍMI 511 3040 • OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 01 OG TIL KL. 03 UM HELGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.