Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 57 FRETTIR Sparisjóður Hafnarfjarðar Boðið upp á fjár málanámskeið Morbunblaðið/Hallgrímur KOR Setbergsprestakalls æfir fyrir tónleikana á sunnudag. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson. Kirkjutónlist í Grundar- fjarðarkirkju SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar hef- ur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum og öðrum upp á fjármála- námskeið. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja taka fjármálin föstum tökum og njóta lífsins með því sem þeir hafa handa á milli. Leitast verður við að kenna hvernig skipu- lag, markmiðasetning og áætlana- gerð nýtist við að ná festu í fjármál- um heimilisins. Námskeiðin verða haldin í sal Sparisjóðsins á Linnetsstíg og verða fyrstu námskeiðin þriðjudaginn 21. október og fimmtudaginn 30. októ- ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands býður áhugafólki um eðlisfræði upp á kvöldnámskeið á þriðjudagskvöldum frá 21. októ- ber til 2. desember. Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa að baki þjálfun í raunvísindum eða stærð- fræði. Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum innsýn í þær kenningar sem liggja til grund- vallar allri eðlisfræði nútímans. Þetta eru afstæðiskenningar Ein- steins og skammtafræðin. Jafnframt verður gefið yfirlit yfir heimsmynd eðlisfræðinnar og á hvaða sviðum umræddum kenningum er beitt. 40 ára af- mæli AFS AFS á íslandi heldur upp á 40 ára afmæli félagsins með samkomu á Hótel Borg í kvöld, laugardaginn 18. október. AFS eru elstu og stærstu sam- tökin í heiminum sem starfa að nemendaskiptum án íhlut- unar stjórnvalda og án þess að taka afstöðu til stjórnmála eða trúmála, segir í fréttatil- kynningu. AFS starfar nú í 53 löndum og á félagið á ís- landi í beinum samskiptum við AFS-félög í yfír þijátíu lönd- um. AFS varð til árið 1914 sem samtök sjálfboðaliða sem óku sjúkrabifreiðum á vígvöllum Evrópu í heimsstyrjöldinni fyrri undir nafninu American Field Service. Eftir að hafa orðið vitni að hörmungum tveggja heimsstyrjalda áttu fyrstu sjálfboðaliðar AFS sér þann draum að stuðla að friði á alþjóðvettvangi með því að efla vináttu og skilning milli ólíkra þjóða með persónuleg- um hætti. Nemendaskipti fyrir unglinga á framhaldsskóla- stigi hófust með þátttöku unglinga frá ellefu löndum árið 1947 og fagna alþjóða- samtökin því 50 ára afmæli á þessu ári. Starf AFS hefur sí- fellt verið að eflast og yfir 200 þúsund skiptinemar hafa farið á milli landa á vegum samtak- anna. Yfir 2.000 íslenskir nemar hafa farið utan og hér hafa verið hýstir um 500 er- lendir skiptinemar. Veislustjóri í afmælisfagn- aði AFS verður Davíð Þór Jónsson, skiptinemi í Banda- ríkjunum 1983-1984. Sér- stakir gestir verða Pat Moody, svæðisstjóri hjá alþjóðasam- tökunum og Juan Rodriguez, framkvæmdastjóri AFS í Ecu- ador.“ ber. Námskeiðin hefjast kl. 20:00 og standa í um 2 klst. Skráning á námskeiðin er í síma 550 2000 og er þátttaka ókeypis. Eftir áramótin er fyrirhugað að halda framhaldsnámskeið um fjár- mál heimilisins. Þá verða haldin tvö námskeið sem snúa að ólíkum hópi einstaklinga. í því fyrra verður fjall- að um fjármögnun íbúðarkaupa, greiðslumat, skattamál, lífeyrismál og líftryggingar svo fátt eitt sé nefnt. í því síðara verður fjallað um starfslok, lífeyrisréttindi, eignalos- un og ávöxtun fjármuna o.fl. Sögulegum aðdragenda þessara kenninga verður lýst stuttlega en megináhersla lögð á að gera grein fyrir því hvernig kenningar knýja okkur til að hugsa um veröldina með nýjum hætti. Að lokum verður fjallað um óleyst verkefni í eðlis- fræði samtímans og gerð grein fyr- ir því af hverju núverandi heims- mynd er ófullkomin. Kennari verður Þórður Jónsson Ph. D., kennilegur eðlisfræðingur, forstöðumaður stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endur- menntunarstofnunar. Fyrsta danskeppni vetrarins DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni sunnu- daginn 19. október sem styrkt er af Supadance skóumboðinu á ís- landi. Keppnin fer fram í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Keppni þessi er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dansskólum landsins og verður keppt í öllum aldursflokkum bæði í dönsum með grunnaðferð og með frjálsri aðferð. Þetta er fyrsta danskeppni vetr- arins svo að spennandi verður að sjá þá framför sem hefur átt sér stað á pörunum síðan á íslands- meistaramótinu í maí sl., segir í fréttatilkynningu. Húsið verður opnað kl. 12. Keppnin hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. Aðgangseyrir: 11 ára og yngri 400 kr., 12 ára og eldri 600 kr. og sæti við borð 1.000 kr. LEIÐRÉTT Rangt heiti á doktorsritgerð í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. október birtist frétt um að Óskar Þór Jóhannsson hafi varið doktors- ritgerð í Svíþjóð. Prentvillupúkinn læddist inn í titil ritgerðarinnar, en hið rétta er að hún heitir He- reditary Breast Cancer in South Sweden, með undirtitilinn Early findings from studies on the role ofBRCA 1. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar. Kerskáli ÍSAL Ranghermt var í texta myndar á bls. 4 í gær að skáli II í Straums- vík hafi verið tekin í notkun með 160 kerum árið 1972. Hið rétta var að það ár voru tekin í notkun 120 ker. Árið 1980 var skálinn lengdur og kerum fjölgað í 160 og varð þá framleiðslugetan orðin 88 þúsund tonn á ári. Grundarfjörður - Tónleikar í til- efni af 100 ára verslunarafmæli Eyrarsveitar í Grundarfirði verða nú um helgina. í dag, laugardag, mun Karla- SFR kannar við- brögð mið-^ stjórnar ASÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar: „Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar harmar hörð viðbrögð og ummæli miðstjórnar ASÍ í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms þann 14. október sl. vegna skólaliða og félagsaðildar þeirra. Þessi við- brögð eru óskiljanleg með öllu þeim sem þekkja staðreyndir málsins og allan aðdraganda. Tekið skal fram að meirihluti þeirra starfsmanna sem nú hafa ráðið sig í störf skólaliða voru fé- lagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, starfsheiti þeirra var „starfsmaður skóla“. Verkefni skólaliða eru í öllum meg- inatriðum þau sömu og starfsmenn skóla höfðu með höndum að við- bættri ræstingunni. Eftir að samningur hafði verið gerður milli SFR og Reykjavíkur- borgar um kaup og kjör skólaliða lýsti forysta Verkakvennafélagsins Framsóknar óánægju sinni með hann og var þá stofnað til viðræðu- funda þar sem leita skyldi leiða til að jafna þann ágreining sem risið hafði. Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar tók þátt í þessum viðræð- um af fullum heilindum. Að lokum var farið að tillögu fulltrúa Fram- sóknar/Dagsbrúnar um að leggja málið fyrir Félagsdóm og hlíta úr- skurði hans. Um þetta var gert þríhliða samkomulag, undirritað af þeim aðilum sem komu að málinu. Niðurstaða hefur nú fengist og hlýtur það að teljast lágmarkskrafa að aðilar gangist við samkomulag- inu sem þeir sjálfir stóðu að og byggist á þeirr" eigin tillögu." Djasstónleikar í Hveragerði TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss stefnir að því að halda djasstónleika fyrsta vetrardag ár hvert. Af óviðráðanlegum orsökum verða tónleikarnir í ár viku fyrr, þ.e. í dag, laugardag. Þá leikur kvartett Sigurðar Flosasonar, en han skipa auk Sigurðar, sem leikur á saxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó, Þórður Högnason á kontra- bassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikamir verða í Hótel Björk og hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 800 kr., en 600 kr. fyrir félagsmenn. kór Akureyrar syngja í Grundar- fjarðarkirkju og á morgun verða kórtónleikar í kirkjunni. Þar munu kór Setbergsprestakalls og kór Borgarneskirkju syngja. Gallerí Borg með málverka- uppboð GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð á Hótel Sögu sunnudaginn 19. október kl. 20.30. Um 90 verk verða boðin upp þar af um 70 myndir eftir gömlu meist- arana. Þar má nefna myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts, Kristínu Jónsdóttur, Erró, Kristján Daviðs- son, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Svavar Guðnason og Jón Þorleifsson. Heildarverðmæti verk- anna er um 20-25.000, segir í fréttatilkynningu. Myndirnar verða sýndar í Gall- eríi Borg, Síðumúla 34, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-18. Opið hús á sunnudag- hjá FÍB FÍB kynnir starfsemi sína og nýj- ungar sunnudaginn 19. október kl. 10-16 í Borgartúni 33. Meðal helstu nýjunga sem kynntar verða er FIB aðstoð og FÍB farsíminn. Af öðrum þáttum í starfsemi FÍB sem hægt er að fræðast um á sunnudaginn er lög- fræðiaðstoð félagsins, tækniráð- gjöf, akstur erlendis, ferðatilboð og afsláttarsamningar. Á útisvæði verður veltibíll Um- ferðarráðs. Þeir sem þora geta prófað hvað bílbeltin hafa mikið að segja. Unglingurinn í skóginum SÝNING í Galleríi „Nema hvað?“, Þingholtsstræti 6, kjallara, verður opnuð laugardaginn 18. október kl. 18. Sýningin ber yfirskriftina Unglingurinn í skóginum og samanstendur af verkum eftir landskunna jafnt sem lítt þekkta myndlistarmenn. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á unglingsárum listamannsins og er sýningin hugs- uð sem nokkurs konar Freudiskt innlegg í myndlist í dag, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 2. nóvember og er galleríið opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Heimdallur kynnir ungt fólk í prófkjöri HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur fund með ungum frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna laugardaginn 18. október. Fundur- inn verður haldinn í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 og hefst kl. 20. Frambjóðendur sem á fundinum verða eru: Anna F. Gunnarsdóttir, útlitshönnuður, Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari, Baltasar Kormákur, leikari, Eyþór Arnalds, hljómlistarmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, útvarpsstjóri, Halldóra M. Steingrímsdóttir, snyrtifræð- ingur, Kjartan Magnússon, blaða- maður og Svanhildur Hólm Vals- dóttir, nemi. Afmælishátíð SÁÁ á Hótel Islandi AFMÆLISVIKU SÁÁ, í tilefni af 20 ára afmælis samtakanna, lýkur á sunnudaginn með afmælishátíð sem haldin verður á Hótel íslandi kl. 15. SÁÁ býður öllum vinum og vel- unnurum að koma á hátíðina. Á dagskrá verður tónlistarflutningur, skemmtiatriði, ávörp og heiðurs- viðurkenningar. Á fagnaðinum verður einnig hægt að kaupa hina nýútkomnu afmælisbók SAÁ, Bræðralag gegn Bakkusi - SÁÁ í 20 ár. Erindi um Krossinn í Sel- tjarnarnes- kirkju GUÐFRÆÐINGURINN Bjarni Randver Sigurvinsson heldur er- indi í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn 19. október eftir messu. Erindið ber yfirskriftina: Trúfélag- ið Krossinn. Bjami Randver tekur fyrir sögu- legan bakgrunn trúfélagsins og útskýrir kenningar þess. Boðið verður upp á léttar veit- ingar mönnum að kostnaðarlausu. Allir velkomnir. 100 miðar óseldir ENN eru til um 100 miðar á tón- leika Nýdanskrar í Háskólabíói 24. október nk. Miðasala hófst sl. miðvikudag og seldust nær allir miðar upp á þremur dögun en einungis félagar í Einkaklúbbnum eiga þess kost að kaupa miða. Miðaverð er 600 kr. og er miðasala í Háskólabíói. Ný umferð- arljós við Lönguhlíð KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum á mótum Lönguhlíð- ar-Háteigsvegar og Lönguhlíðar- Flókagötu þriðjudaginn 21. októ- ber kl. 14. Umferðarljós á báðum gatnamótum eru að hluta umferð- arstýrð, þannig að alltaf logar grænt ljós á Lönguhlíð. Þeir sem ætla að ganga yfír Lönguhlíð verða því að styðja á hnapp til þess að kalla á græm gönguljós. Til að vekja athygl. ökumanna á hinum nýju ljósun verða þau látin blikka gulu nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Kvöldnámskeið fyrir áhugafólk um eðlisfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.