Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rafmagnsveita Reykjavíkur boðar 2-3 prósenta lægra orkuverð Eðlilegur arður þrátt fyr- ir raforkuverðlækkunina RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur mun lækka raforkuverð til notenda um 2-3% að meðaltali frá og með áramótum. Lækkunin mun ekki hafa áhrif á afgjald fyrirtækisins til borgarinn- ar, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns Veitustofnana borgarinnar, sem telur að hægt eigi að vera að láta fyrirtækið skila eðlilegum arði þrátt fyrir þessa lækkun. Fyrir áramót á einnig að fást niðurstaða varðandi það hvort fýsilegt þyki að ráðast í sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Alfreð sagði á blaðamannafundi á Nesjavöll- um í gær, þar sem áformin voru tilkynnt, að þetta væri fyrsta skref og að á næstunni mundi skapast svigrúm til frekari lækkunar, m.a. að liðnum nokkrum árum vegna raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Einnig væri þetta liður í að und- irbúa veitufyrirtæki borgarinnar undir sam- keppni i orkusölu. Ákvörðun um sameiningu RR og HR um áramót Alfreð sagðist telja líklegt að með sameiningu Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar mætti ná frekari spamaði eða hagræðingu sem skila mætti til neytenda. Unnið er að könnun á þeim kosti en niðurstaða um það á að fást fyrir áramót. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitustjóri sagði á blaðamannafundinum gær, að fyrirtæk- ið hefði á undanfömum árum, einkum á síðasta ári og nú í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, lagt aukna áherslu á margs konar hagræðingaraðgerðir. Meðal annars væri stefnt að því að spara í rafmagnseftirliti og einnig með setningu ítarlegra verklagsreglna fyrir tæknilega vinnu. Einnig verði tekið í notkun nýtt innheimtukerfí sem veiti bætta þjónustu og fjölþættari upplýsingar en verði að auki ódýr- ara í rekstri en það kerfi sem nú er notað. Þá sé stefnt að nýjungum og samvinnu við Hitaveit- una um spamað í mælaálestri hjá notendum. I bígerð séu aðgerðir til að tryggja aukna skilvísi í greiðslu orkureikninga. Þá hafi fyrirtækið selt íbúðarhúsnæði sem það átti og því sé sjóðsstaða þess góð. Loks geri áætlanir ráð fyrir aukinni orkusölu á næsta ári. Stöðvarhús raforkuvers fokhelt í næsta mánuði Framkvæmdir við raforkuverið á Nesjavöllum standa nú sem hæst og er stefnt að því að nýja stöðvarhúsið verði fokhelt um miðjan næsta mánuð. Með framkvæmdunum er stefnt að tvö- földun mannvirkja á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að vélar komi í hús í marsmánuði og að framleiðsla raforku með fyrri vélasamstæðu virkjunarinnar hefjist í október 1998. Jóhann vann Hansen SIGURGANGA Jóhanns Hjartarsonar og Jonny Hector frá Svíþjóð hélt áfram á Norð- urlandamóti VISA í skák í gærkvöldi. Jóhann vann Han- sen í níundu umferð með svörtu og Hector vann Ralf Ákesson. Jóhann og Hector hafa l'h vinning. í 3.-4. sæti eru jafnir Schandorff og Djurhuus. Helgi Áss Grétarsson sigraði John Árna Nilssen frá Færeyjum örugglega. Hannes Hlífar Stef- ánsson gerði jafntefli við Tis- dall og Þröstur Þórhallsson sat enn að tafli móti Gausel seint í gærkvöldi. 10. umferð verður tefld á morgun. Þá teflir Jóhann Hjartarson við Heiga Áss, Hector við Tisdall og Hannes Hlífar við Norðmanninn Djur- huus. Einvígi/55 Stærsti sjóbirting- ur á stöng í áratugi ÞÓRARINN Kristinsson veiddi þann stærsta sjóbirting sem veiðst hefur á stöng um nokkuð langt árabil 5. október síðastlið- inn. Birtingurinn, sem var 21 punds hængur, veiddist á Breið- unni í Tungulæk. Sjóbirtingar af þessari stærð eru fágætir. Jafnstór fiskur veiddist í net út af Dyrhólaósi í vor og rúmlega 20 punda fiskur veiddist í ádrátt í klakveiðum í Tungufljóti í fyrrahaust. En það eru nærri tveir áratugir síðan jafnstór sjóbirtingur veiddist á stöng og það var í Hlíðarfit í Tungufljóti. „Þetta var heldur betur glíma. Þetta var í óveðrinu er djúpa lægðin fór_yfir í byijun þessa mánaðar. Ég hugsa að ég hefði ekki sett í hann nema af því að veðrið var svo vont,“ seg- ir Þórarinn. ÞÓRARINN með risann, 21 punds sjóbirtingshæng. Fiskurinn beygði ásinn „Ég var með millistærð af silfruðum Tóbí og var svo hepp- inn að vera með nýja 30 punda línu. Fiskurinn var svo sterkur, að þegar viðureignin hafði stað- ið í rúmar 15 mínútur beygði hann ásinn á kasthjólinu þannig að allt sat fast. Þá var aðeins um eitt að ræða, ég hélt jöfnu átaki og bakkaði, en um leið og hann fór að beijast um á grynnra vatni, rifnaði spónninn úr honum. Ég stökk þá til, var kominn í vatn upp að mitti er ég náði til hans og bara jós hon- um upp á bakkann. Það mátti ekki tæpara standa,“ sagði Þór- arinn. Þórarinn sagði að faðir hans, Kristinn, þekktur sem Kiddi í Björgun, hefði fengið 21 punds birting í klakveiðiádrætti í Tungulæk fyrir nokkrum árum og „fyrir óralöngu fékk hann annan sem var 24 pund. En svona fiskar eru mjög sjaldséð- ir“, sagði Þórarinn. * Islenskir hestar til Nýja-Sjálands SEX ÍSLENSK hross verða send til Nýja-Sjálands í byijun nóvember nk. Eigandi hrossanna er þýskur hestamaður Friedhelm Sommer og á hann búgarð á Nýja-Sjálandi og mun ætlun hans að selja þessi hross þegar þangað kemur. Aðspurður sagði hann þetta ekki fyrstu íslensku hrossin sem þangað kæmu því fyrir væri eitt gamalt hross af íslensku kyni sem væri reyndar ekki notað til reiðar og hefði líklega aldrei verið notað sem slíkt. Friedhelm kvaðst þess fullviss að hrossin myndu vekja athygli þama og þetta væri hans framlag til að auka útbreiðslu íslenska hestsins. í hópnum er einn stóðhestur en Friedhelm kvaðst ekki hyggja á ræktun íslenskra hrossa á Nýja-Sjá- landi. Allar líkur eru á að hrossin þurfi að dvelja tuttugu daga í London því óheimilt er að flytja inn hross til Nýja-Sjálands nema frá löndum inn- an breska samveldisins. íslensk hross/53 Norski utanríkisráðherrann dregur úr ummælum Angelsens Ágreiningsefnin leyst í viöræðum þjóðanna UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ fór fram á það við norska utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytið í gær- morgun að þau gæfu skýringar á ummælum Peters Angelsen sjávar- útvegsráðherra. Hann lýsti því yfir á fimmtudag að hann vildi loka Smugunni og íslendingar fengju ekki kvóta þar. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, hringdi síðdegis í gær í Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og sagði að um- mæli Angelsens hefðu verið slitin úr samhengi og staðfesti að ágrein- ingsmál þjóðanna yrði að leysa með fundum. „Við ræddum um það sem hefði farið milli þjóðanna á undanförnum vikum og hvemig hefði verið skilið við málið milli mín og Björns Tore Godal í New York fyrir þremur vik- um. Þar komumst við að þeirri nið- urstöðu að það væri rétt að utanrík- isráðuneyti landanna tilnefndu hvert sinn fulltrúa og gerðu lokatil- raun til þess að komast að niður- stöðu í málinu. Björn Tore Godal átti þá samtal við Prímakov, [utan- ríkisráðherra Rússlands], um það mál í New York. Ég vænti þess að ný ríkisstjóm Noregs vinni á þess- um grundvelli. Það hefur ekki verið boðað til þríhliða viðræðna en hins vegar skrifaði utanríkisráðherra Noregs bréf til Rússa 8. október sl. í framhaldi af þessum viðræðum og við bíðum eftir svari. Utanríkis- ráðherra Noregs staðfesti það að hann myndi halda áfram að vinna að lausn málsins á þessum grund- velli,“ sagði Halldór. Ekki kominn inn í málin Ný stjóm tók við í Noregi í gær og er Angelsen sjávarútvegsráð- herra. Angelsen sagði á fimmtudag að full ástæða væri til að taka ástand fiskistofna i Barentshafi alvarlega, einkum óvænt hrun í þorskstofnin- um þar: „Hin mikla ofveiði, meðal annars af íslands hálfu, er ein af ástæðum þéssa.“ Halldór kvaðst ekki geta tekið undir þessi orð um þátt Islendinga, taldi þau út í hött þar sem veiðar íslendinga hafi ver- ið mjög litlar. Halldór telur ekki að ummæli Angelsens séu upphlaup af hans hálfu. Hann kvaðst þekkja hann frá fyrri tíð. „Hann er sjómaður af guðs náð og vill varðveita fiski- stofnana. Hann lýsti sínum skoðun- um en var reyndar ekki kominn inn í sitt ráðuneyti þegar hann gerði það. Ég tel að samtal mitt við utan- ríkisráðherra Noregs staðfesti það að menn vilji halda áfram á sömu braut," sagði Halldór. Morgunbiaðið/Jón Svavarsson HUGAÐ að fólkinu í fólksbílnum eftir árekstur við sjúkrabíl. Sjúkrabíll og fólks- bíll í árekstri FÓLKSBÍLL lenti í árekstri við sjúkrabíl í útkalli á Kringlumýrar- braut í Reykjavík um hádegisleytið í gær. Sjúkrabíllinn var á leið í Kópa- vog vegna minni háttar óhapps þar, sem annar sjúkrabíll var strax send- ur í. Tvennt var í fólksbílnum og var í fyrstu talið að annað þeirra hefði hlotið alvarleg háls- og bakmeiðsli en þau reyndust minni en virtist í fyrstu. Talsverðar skemmdir urðu á báðum bílunum. Hnefaleika- sýning Stöðvar 2 til rannsóknar LÖGREGLAN hefur nú til skoðun- ar hvort gripið verði til aðgerðs vegna sýningar á hnefaleikum £ Stöð 2 í fyrrakvöld. Hún hefui fengið upptöku af þættinum ti skoðunar og er málið í rannsókn. Sturla Þórðarson hjá embætt lögreglustjóra kvaðst ekki get£ sagt hvert framhald málsins yrð en það væri nú í rannsókn. Tald hann ekki ósennilegt að meint bro’ á_ lögum yrði skoðað í samráði vi( ríkissaksóknara. Hjá lögreglunni hefur verið ti rannsóknar frá því fyrr í sumai sýning og kennsla í hnefaleikun: sem boðið hefur verið uppá Reykjavík og bætist mál Stöðvai 2 nú við þessa rannsókn. Hnefa leikar eru með öllu bannaðir hér lendis samkvæmt lögum nr 92 fri 1956. I l Með gítarinn/62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.