Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 32
VIKU m MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 'ANPRES // f / 1 Wj I rVyjli 'l Jj Æf ' L ’m 1 m / n) wj \ smÍIIí /IV f / g H V il eins og kunn dæmi frá Rómönsku Ameríku og víðar sýna. Algengt er að þar sem mikir peningar safnast saman myndast gríðarlegir hagsmunir. Þeir sem eru fylgjandi banninu vilja berja þetta niður með hörku og lög- regluaðgerðum ellegar forvörnum eða hræðsluáróðri. Þeir telja allt annað uppgjöf. Því miður hafa hræðsluherferðirnar gert meiri skaða en gagn þar sem þeir fjöl- mörgu sem hafa prófað ólögleg efni vita að þar er farið með ósannindi. Annaðhvort er það vís- vitandi, eða gert af þekkingar- leysi, en sjálpskipaðir „sérfræð- ingar“ fjalla oft um þessi efni af lítilli þekkingu. Dæmi um óraun- sæi bannsinna er herferð á Is- landi undir kjörorðinu Island eit- urlyfjalaust árið tvöþúsundogeitt- hvað. Þeir sem eru fylgjandi lög- leiðingu, segjast vilja horfast í augu við veruleikann. Um tíma var neysla kannabis leyfð á Spáni og mátti neyta þess á opinberum stöðum og bera á sér takmarkað magn til einkaneyslu. Var svo komið að á sumum börum voru skilti þar sem þurfti að taka fram að neysla hassvindlinga væri bönnuð. Fyrir þrýsting frá öðrum Evrópuríkjum, sérstaklega þeim Samkvæmt nýlegum dómi í Katalóníu er leyfilegt að rækta kannabis til eigin nota. Yfírvöld í Andalúsíu afhenda nú langt leiddum heróínfíklum efnið endurgjalds- laust. Þorri Jóhannsson veltir fyrir sér þessari stefnubreytingu og segir frá umræðum um hana. Ú UMRÆÐA að tími sé til kominn að lögleiða ólögleg vímuefni hefur verið lengi í gangi á Vesturlöndum þótt ekki hafi hún náð til þeirra allra. Slakað hefur verið á ríkisklónni víða t.d. í Þýskalandi. Aðferðimar og árang- urinn hingað til við að stemma stigu við vandanum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni. Bannið er ekki lengur jafnsjálfsagt og talið var. Þótt ekki séu nærri allir neytend- ur ííklar og sjúklingar er þetta frekar heilbrigðisvandamál en lög- reglumál. Sumir telja þetta ekki félagslegt vandamál heldur einka- mál. Hættulegt bann Fylgjendur þess að slakað sé á klónni telja að fíkniefnabannið sé hættulegt fyrir réttarríkið og lýð- ræðislega stjórnarhætti. Það er tvíþætt, ráðist er að einstaklings- frelsi og yfirvöld brjóta lög og mannréttindi með því að ráðast inn í einkalíf manna. Einnig er þekkt í sögunni að það sé notað þegar þjarmað er að óþægum þegnum, en hér áður fyrr fór oft saman neysla hugvíkkandi efna og andþjóðfélagsleg afstaða. A máli félagsfræðinnar, félagsleg frávik og menningarkimar. Völd yfir- valda og yfirgangur eykst svo að hætta er á hljóðlátu lögregluríki. Aðgerðir lögreglu valda oft meiri skaða en neysla efnanna og mótar andþjóðfélagslega afstöðu einstaklinga sem sjá ekki réttlætið í þessu. Eðli afbrotsins býður upp á þetta. Annarsvegar er það fjár- magn sem eiturlyfjabarónar safna að sér sem hægt er að nota til að kaupa sér völd og stjórnmálamenn skandinavísku, voru lögin hert aftur og nú er hassið ekki jafná- berandi og áður en kókaínið því útbreiddara. Spænska fíkniefna- löggjöfin fellur undir glæpi gegn heilsu almennings. Fyrsti dúmurinn leyfir einkanut Nýlega féll dómur í Tarragona um að ræktun marihuana sé leyfí- leg til einkanota. Þetta er fyrsti dómurinn á þessa vegu og sam- kvæmt honum geta 97 Katalónar ræktað eigið gras. Þannig getur félagið Ramón Santos um rann- sóknir á kannabis leyft hverjum félaga að rækta tvær plöntur á sameiginlegum akri félagsins, en þeir neyta þess ekki sameigin- lega. Óviðkomandi er bannaður aðgangur að þessari einkaeign. Mörg svona félög eru á Spáni og er markmið þeirra að gera neyt- endum kleift að rækta eigið gras til að þurfa ekki að kaupa á göt- unni. Þetta er spor í áttina til að losna við svartamarkaðinn segja félagsmenn. En margar stórar plantekrur eru á vegum glæpa- samtaka sem sjá einnig um dreif- ingu. Varaforseti Madridfélagsins um kannabisrannsóknir segir fé- lagsmenn vilja rannsaka efnið en sé það ókleift vegna bannsins. Við viljum gera neysluna ódýrari fyrir einstaklinga. Sumir segja að gras sé verra en tóbak aðrir segja að það opni fyrir súrefnisflæði til lungnanna. Bannið er aðeins sölu- mönnunum til góða. Einn neyt- andinn segir kannabis gefa lífinu lit og slaka á strekktum taugum. Bannið sé skerðing a persónu- frelsi og efnið verði dýrara. Hann segir að þó samfélagið sé löngu farið að líta á kannabis sem saklaust efni setji yfirvöld það undir sama hatt og sterkari efnin. Það sé fáránlegt að ofsækja fólk fyrir neyslu. Við lögleiðingu yrði réttur neytandans virtur sem myndi leiða til meiri gæða og fara betur með lungun. Hann endar á því að segjast hafa rétt til að setja það sem hann vill í líkama sinn þvi innan húðarinnar ráði hann. Læhnir mælir með lagleiðingu Geðlæknirinn Enrique G. Duro segir lögleiðingu tryggja gæði efn- isins. Bannið komi alls ekki í veg fyrir neyslu: „Það er sölumönnum tíl góða en hættulegt fyrir neyt- endur þar sem ekkert eftirlit er með vörunni. Það er hægt að nota það í lækningaskyni við gláku og bronkítis. Bannlögin byggjast ekki á marktækum vísindarannsoknum. Bannið er byggt á siðferðisafstöðu en ekki raunverulegri þekkingu. Þær alvarlegu rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa verið þagg- aðar niður þar sem þær mæla ekki með banni. Ef fólk væri upplýst um neysluna er samfélagið búið undir lögleiðingu. Lýðræðisþjóðfé- lag verður að taka áhættu og upp- lýsa fólk um hættuna. Dauði vegna bílslysa er miklu algengari en vegna dóps og engum dettur í hug að banna bíla.“ Þess má geta að fyrir nokkrum dögum var eiginmaður konu með M.S. í Jórvíkurskíri á Bretlandi kærður fyrir ræktun hassplantna en það var það efni er virkaði best sem verkjalyf á konuna. Læknir hjónanna styður þau og vill að Hver er skaðsemi neftóbaks? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar að vita um skaðsemi neftóbaks á heilsu manna. Getur neftóbak valdið krabbameini, og ef svo er, þá hvar? Svar: Skaðsemi reyklauss tóbaks (neftóbaks og munntóbaks) bygg- ist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins veg- ar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. í reyklausu tó- baki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabbameini í nefi, munni, hálsi, vélinda, maga og e.t.v. víðar. Hætta á krabbameini virðist þó ekki eins mikil og hjá þeim sem reykja. Fyrir utan hættuna á krabbameini hefur reyklaust tó- bak ýmis konar skaðleg áhrif þar sem það er sett; neftóbak fer mjög illa með slímhúðir í nefi og munntóbak fer sömuleiðis illa með slímhúðir í munni og getur þar að auki valdið tannskemmd- um og tannlosi. í einum skammti af reyklausu tóbaki er mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Nikótín er eitt kröftugasta fíkniefni sem þekkt er og er sennilega enn meira vanabindandi en efni á borð við heróín og kókaín. Nikótín hefur margvísleg áhrif á líkamann sem öll verður að telja skaðleg. Það örvar hjartað og veldur æðasamdrætti en í sam- einingu leiðir þetta til hækkaðs blóðþrýstings og getur þar verið um verulega hækkun að ræða. Hækkaður blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og æðar og getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. kransæðasjúkdóms. Ef reynt er að bera saman skaðsemi reyklauss tóbaks og reykinga þá bendir flest til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins en hætta á eiturverkunum nikótíns, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri. Spurning: Ég hef miklar maga- sýrur og hef reynt allt sem hægt Magasýrur er að fá við þeim. Eitt meðal hef- ur reynst best, það er Losec, en ég fæ aðeins mánaðarskammt í einu. Af hverju koma sterkar magasýrur og af hverju er ekki hægt að fá meðal við þeim stöðugt? Þarf ég að breyta um mataræði? Hvaða matur er basískur? Svar: Það sem einkum veldur miklum magasýrum er sýking í maga eða skeifugörn, viss sjald- gæf æxli í meltingarfærum en þar að auki ýmislegt í lífsstíl okkar. Ymislegt sem við gerum eða neytum ertir magaslimhúðina og eykur sýrumyndun á beinan eða óbeinan hátt. Má þar nefna reyk- ingar, mat og drykk sem inni- heldur koffein, áfengi og líkam- lega streitu. Reykingar hafa veruleg áhrif, þær auka sýru- myndun í maganum og tefja fyrir að sár grói. Kaffi, te, kóladrykkir og annað sem inniheldur koffein örvar sýruínyndun í maga og sama gildir um mikið ki-yddaðan mat. Afengi hefur ertandi áhrif á magaslímhúðina og getur aukið sýrumyndun þó að ekki hafi fund- ist öruggt samband milli áfengis- drykkju og meltingarsára (sár í maga eða skeifugörn). Andleg streita er ekki lengur talin auka hættu á magabólgum og melting- arsárum en getur valdið ýmsum óþægindum frá meltingarfærum. Líkamleg streita eins og á sér stað við slys, bruna og stórar skurðaðgerðir er hins vegar þekkt að því að valda melting- arsárum. Sum lyf, sérstaklega bólgueyðandi gigtarlyf (aspirín, íbóprófen, naproxen og mörg fleiri), erta magaslímhúðina og gera hana viðkvæmari fyrir magasýrunum en annars. Síðan má ekki gleyma því að langvar- andi magabólgur og meltingarsár stafa oft af sýkingu af völdum bakteríu sem nefnist Helicobact- er. Þessa bakteríu er hægt að uppræta með sérstakri sýkla- lyfjameðferð þar sem gefin eru saman tvö eða jafnvel þrjú lyf. Lyfið Losec (og nokkm’ fleiri skyld lyf) dregur úr sýrumyndun í maga á meðan það er tekið en algengt er að þegar töku lyfsins er hætt fari allt í fyrra horf. Notkun þessa lyfs er takmörkuð eins og bréfritari lýsir og þarf því að fara mánaðarlega í lyfjabúð. Þetta er ákvörðun Heilbrigðis- ráðuneytisins sem byggir á því að um sé að ræða dýrt lyf sem að sumra dómi sé ofnotað. Sum fæða er basiskari en önn- ur en í þessu samhengi skiptir það litlu sem engu máli. Allur matur þynnir magasýrumar og eyðir þeim en rétt er að forðast mikið kryddaðan og brasaðan mat. Einnig ætti að forðast reyk- ingar, áfengi og kaffi, te, kóla- drykki og annað sem inniheldur koffein. Bólgueyðandi gigtarlyf gera ástandið einnig verra. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjar- ta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.