Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIKU M fyrst, var eins og menn hefðu beðið fyrir utan hlið því fyrr en varði var orðið fullskipað í nuddið hjá mér og 50-60 manna kjami myndaði klúbbinn án þess að nokkur form- leg stofnun færi fram. Þeir eru hérna frammi feðgarnir Sigtrygg- ur Jónsson og Jón Sigtryggsson sonur og sonarsonur Jóns Sig- tryggssonar prófessors, sem pant- aði fyrstur nuddtíma hjá mér dag- inn sem ég opnaði og missti vart úr laugardag í rúm 20 ár. Hér eni fjölmargar aðrar feðgamafíur eins og við köllum það, t.d. Gulli Berg- mann og hans synir og sonasynir, Örn Erlingsson Keflavíkur- og SR- mjölssægreifi, Erlingur Arnarson og Örn litli, þannig að endurnýjun klúbbfélaga er pottþétt. Svo stinga sér inn nýir menn enda öllum tekið vel svo lengi sem þeir eru prúðir, skemmtilegir og kunna að taka gríni. Ekki skemmir fyrir ef þeir kunna brids eða að tefla. Gunnar segir okkur að opnunar- tími fyrir klúbbfélaga sé milli fjög- ur og átta mánudag til laugardags en fram til þess tíma rekur hann gufu- og nuddstofu fyrir gesti og gangandi, jafnt konur sem karla. Hann hefur undanfarin ár starfað í Danmörku á heimili fyrir aldraða og auðséð á hve æfðum höndum hann fer um lúin bein sund- kappans, að hann kann sitthvað fyrir sér í nuddfræðum, enda uml- ar bara í Jónasi er við kveðjum. „Sex grönd“ heyrst sagt við spilaborðið, sem er snarlega dob- blað og redobblað með tilheyrandi kjarnyrtum lýsingarorðum og kýl- ingum í borðið. Við taflborðið er Gunnar Gunnarsson, sá gamli Valsari og skáksnillingur, að rúlla andstæðingnum upp, en hann og Svavar heitinn Ánnannsson háðu marga hildi við gufutaflborðið og stóðu menn stundum í þrefaldri röð í kring til að fylgjast með. „Hvað er mikið fyrir dobblaðan, redobblaðan dán á hættunni" hróp- ar einhver sigri hrósandi, meðan annar muldrar eitthvað á þá leið að „það sé ekki mikill vandi að segja grand með fullt ****gat af spilum.“ Svona gengur þetta fyrir sig dag eftir dag, stöðugar skiptingar við spila- og taflborðin, inn og út úr gufunni, á nuddbekkinn, skrafað og þagað og svo skella menn sér í sturtuna, segja „Góða helgi!“ um leið og þeir bretta upp kragann og halda út í haustmyrkrið, endur- nærðir á sál og líkama. myndi lagast (mér fannst þau ein- beita sér að bakinu á mér). Skyndi- lega fann ég mikinn doða færast yfir mig og varð mjög hrædd. Þá segi ég við lækninn að ég sé þun- guð og hvort þessi sprauta sé því ekki hættuleg barninu? Þau i hrukku við og gáfu mér strax aðra sprautu og ég fann doðann hverfa. Eftir þetta hvarf hjúkrunarkonan en læknirinn varð eftir og strauk áfram á mér bakið. Hann sagði það hafa verið mjög gott að ég lét hann vita um barnið og hélt áfram að strjúka á mér bakið og segja mér að þetta yrði allt í lagi. Að síðustu minnti hann mig á lyklakippuna sem ég hélt enn á.“ Ráðning Þessi draumur felur í sér fleiri en einn skilning. Þú ert opin, næm (læknirinn) og tilbúin að prófa nýja hluti (lykilinn). Þessi nýungagirni þín og opni hugur geta leitt þig í ógöngur (þér er talin trú um slæm- sku í baki) á villigötum (hjúkrunar- konan sem sprautar þig) með vond- um afleiðingum (doði), eða þú getur nýtt þessa hæfileika (barnið) þér til frama (lyklakippan). Þarna er útlit skrautsins á kippunni mikilvægt tákn fjrir þig. •Þeir lesendur sem vilja fá drauma sínu birín og níðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjaví LAUGARDAGUR 18 OKTÓBER 1997 29 Veisia fyrir Hver leikurinn af öðr- um byggir á Quake- grafíklausninni. Árni Matthíasson brá sér í Hexen II. ARGIR muna eftir leikn- um Heretic sem dró mjög dám af Doom, en þó með öðru inntaki, annarskonar ófreskjum og vopnum. Framhald Heretic var kallað Hexen og mikil bót í grafík og um leið flóknari og veigameiri leikur. Nokkur bið hefur aftur á móti orðið á Hexen II, en biðin á enda því hann barst hingað til lands fyrir skömmu. Hexen II byggir á Quake-gi'afík- vélinni, sem er þegar orðin út- breiddasta lausn fyrir þrívíddarleiki enda afskaplega vel heppnuð. Hönn- uðii' Hexen hafa aftur á móti gert sitthvað til að nýta hana betur og lagt gríðarlega mikið í gi'afíkina. Hún er og það vel heppnuð að leikandinn staldrar við til að skoða umhverfíð þegar komið er í nýtt borð og gleymir jafnvel að verja hendur sínar. Það verður reyndar að taka fram að leik- urinn var prófaður á 200 MHz MMX tölvu með 6,4 GB hörðum disk, 64 MB innra minni og Matrox Mil- A lenium og Monster 3D skjá- vera vel með á nótunum, því þó sá sé hraðskreiðastur er hann líka við- kvæmastur. Óvönum er líklega holl- ast að vera bardagamaður eða krossfari, því þeir þola töluverðar hremmingar og aflsmunir hafa æv- inlega eitthvað að segja. Sem í fyrri útgáfu af Hexen er barist við heim- sendisknapana fjóra, dauði, plága, hungur og stríð, og þann snáka- riddarann sem lifir enn, Eidolon, k en hinir lutu í gras í Heretic og ” Hexen I. höll og loks dimm og drungaleg dómkirkja. Glæsilegust er GL-út- gáfa leiksins, sem kallar á þrívíddar- kort, en hin útgáfan er lítið síðri. Hexen II gengur vissulega út á það að drepa útsendara hins ill. Helst mætti bæta úr vopnaúrvali, það er full dauflegt, að minnsta kosti fyrir þá sem komust upp á lagið með að nota kjarnasprengju í Shadow Warrior. Annað sem hægt er að kvarta yfir er að þrautimar í leikn- um byggjast á fullmikilli smámuna- semi og fyrir kemur að rannsaka þarf svæði aftur og aftur til að leita að einhverju smáatriði sem yfirsást á sínum tíma. Reyndar er það kostur að geta farið til baka, en óþarflega erfitt að komast áfram. Það eru þó víða vísbendingar og þolinmæð- n in þrautir vinnur allar. Einnig er vert að geta þess að eftir því sem leikandinn berst við fleiri ófreskjur og leysfr flehri þrautir vex honum ás- megin og getur að auki borið meira af mana, sem er töfrunum nauðsyn- legt. Hexen II er framúrskarandi leik- ur og vel heppnaður, sérstaklega fyrir augað, og fær því bestu með- mæli, en þeir sem eiga hann eða hyggjast eignast hann ættu að kíkja á slóðina http://www.gamecent- er.com/Downloads/PC/Result/Tit- leDetail/0,41,0-29983-g,00.html en þar er að finna endurbætur á ýms- um böggum sem fylgja fyrstu útgáfu hans. Eins og áður segir er mikið lagt í gi'afíkina í Hexen II, svo mikið reyndar að / kortum. Á Hexen II pakkanum segir að nóg sé að hafa 90 MHz Pentium tölvu með 16 MB innra minni og 120 MB laus á disk, en skjákort sem byggja á 3Dfx ör- gjörvanum hafa lækkað veru- lega í verði og því innan seiling- ar fyrir flesta. I upphafi leiksins velur við- komandi hvaða gerð af hetju hann vill verða, bardagamaður, kross- fari, galdrakarl eða launmorðingi og hefur hver nokkuð til síns ágætis. Einna skemmtilegast er að leika sem launmorðingi, en þá er eins gott að Tölvuleikurinn hann er glæsilegasti leikur sem borið hefur fyrir augu þess sem þetta skrifar, ekki síst þegar komið er í þriðja borð, sem gerist í Egypta- landi. Fyrri borðin tvö, mið- aldakastali og musteri í Mið- Ameríku, eru vissulega glæsileg, en egypska grafhýs- ið sem hýsir þriðja borðið er sérdeilis vel heppnað aukin- heldur sem þrautirnar í því borði eru þær rökréttustu og um leið skemmtilegustu. Á eftir því eru vissulega góð borð líka, grísk-rómversk 'i(Jau<stlaukar Allir haustlaukar með 20 - 50% afslætti á meðan birgðir endast. Haustið er tími kertaljósa og rómantíkur. Sýnum um helgina gífurlegt úrval af kertum í nýju kertahúsi. Margs konar tilboð. %jaktu8ar Seljum um helgina alla kaktusa með 50 % afslaetti. l^rtosýmngy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.