Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Síðasti draug- ur Vichy- stjómarinnar Mauríce Papon var meðal franskra embætt- ismanna sem sendu 76.000 gyðinga í dauð- ann á stríðsárunum. Þórunn Þórsdóttir segir spurt í tiiefni réttarhalda yfir honum, hvað brenglað hafí dómgreind þeirra og hvort tryggja megi að slíkt gerist ekki aftur. Reuters PAPON hefur verið úthýst úi hótelum og þessu húsi sem hann leigði suður af Bordeaux. IFRAKKLANDI stendur yfir eins konar lokatilraun til að gera upp reikninga stríðsár- anna, meira en hálfri öld eftir grimmdarverk nasista og sam- starfsmanna þeirra. Mál Maurice Papon, fyrrum fjárlagaráðherra í forsetatíð Giscards D’Estaing, var tekið fyrir rétt í Bordeaux 8. októ- ber eftir 16 ára aðdraganda. Papon var embættismaður í Bordeaux í stríðinu og sætir ákæru fyrir að hafa sent þaðan í dauðann 1.690 gyðinga, þar af 223 börn, 1942-44. Lögmenn 35 fórnarlamba eða fjöl- skyldna þeirra og 14 samtaka gyð- inga eiga aðild að málinu. Það er sagt síðasta tækifærið til að varpa með formlegum hætti ljósi á Frakk- land hernámsáranna, aðrir hátt sett- ir embættismenn tímabilsins séu látnir. Papon var lögreglustjóri í Gir- onde-héraði þegar Vichy-stjómin, leppstjóm nasista, var við völd. Hann kveðst hafa tekið ákvarðanir í samræmi við lög stjórnarinnar og réttarhöldin nú séu skrípaleikur. Hann sé sjálfur talinn tákn stjórnar þessa tíma; ekki sé hægt að dæma tákn. Ýmsir ráðamenn í Frakklandi hafa sagt að dómur verði felldur yfír einum manni og stjómkerfí Vichy. Mikill meirihluti Frakka telur réttarhöldin mikilvæg vegna þess að þekking á atburðum tímabiisins geti verið víti til vamaðar. Samviskubit Frakka vegna sam- vinnu við Þjóðveija í stríðinu hefur oft komið fram síðustu ár og mán- uði. Francois Mitterrand fyrrum Frakklandsforseti sagði frá starfí sínu fyrir Vichy-stjórnina skömmu fyrir dauða sinn, en hann átti þátt í að stöðva meðferð kæra á Papon fyrir tíu áram. Jacques Chirac, var fyrsti franski forsetinn til að lýsa því yfír að franska ríkið bæri ábyrgð á örlögum gyðinga í landinu vegna hlýðni stjórnar Pétains marskálks við nasista. Katólska kirkjan bað gyðinga nýlega afsökunar á af- skiptaleysi sínu á stríðsárunum. Félag franskra lögreglumanna lýsti fyrir nokkram dögum ábyrgð þeirr- ar stéttar og formaður læknasam- taka landsins einnig. Frelsi Papons móðgun við minningu gyðinga Frönsk lög segja að sakborningur í alvarlegu máli skuli sitja í varð- haldi meðan á réttarhöldum stendur og Papon mætti í fangelsi á tilsett- um tíma. En dómforsetinn Jean- Louis Castagnede ákvað á þriðja degi réttarhaldanna, að samþykkja ósk veijandans Jean Marc Varaut um að Papon fengi frelsi. Aðalrök beggja voru heilsuleysi Papons, sem er 87 ára og gekkst þrisvar undir hjartaaðgerð í fyrra. Akvörðuninni var mótmælt á útifundum í París og Bordeaux og Papon úthýst af hótelum. Hann leigði sér hús, en hefur verið beðinn að fara þaðan líka. Tveir lögmenn gengu úr réttar- salnum þegar ákvörðunin var kunn- gerð, þeir sögðu hana móðgun við minningu gyðinga og réttarhöldin þýðingarlaus. í lögum segir ekkert um áfrýjun frelsisúrskurðar en sak- sóknari ákvað að áfrýja, þótt ekki væri fordæmi. Kænn og miskunnarlaus í vikunni hefur persóna og starfs- ferill Papons verið til skoðunar í réttinum. Greinilegt er að metnaður og harka hefur einkennt hann og svo tvöfeldni eða kænska sem skýr- ir að hluta velgengi eftir stríðið. Papon ætlaði eftir lagapróf að ganga í lið með „fijálsum Frökkum" De Gaulles, en kúventi þegar emb- ætti aðstoðaramtmanns í Gironde bauðst. Leiðin var greið upp met- orðastiga Viehy-stjórnarinnar og Papon varð lögreglustjóri í héraðinu 32 ára gamall. Hann undirritaði skjöl um brottflutning gyðinga og sagði við dóminn í vikunni að oft hefði hann grátið þegar lestir fóra með fólkið. Þannig vissi hann hvað hann var í raun að gera, en sat samt áfram í embætti. Þetta er atr- iði sem sagnfræðingar hafa oft bent á, spurningin um vitneskju og mat embættismanna. Þegar leið á stríðið lék Papon tveim skjöldum, sendi upplýsingar til Ijóðveija og til andspyrnuhreyf- ingarinnar. Hann komst innundir hjá sigurvegurunum og varð að stríði loknu lögreglustjóri á Kors- íku, í Alsír og Marokkó. Árið 1958 varð Papon lögreglustjóri í París, kallaður af De Gaulle til að hafa stjórn á eldfimu ástandi vegna Als- írdeilunnar. Þekktasta dæmið um vinnubrögð hans þar er frá 1961 þegar hann lét beija niður fjölda- mótmæli alsírskra sjálfstæðissinna. Lík flutu í tugatali í Signu og talið er að 200 manns hafí látist. Tölur lögreglu voru miklu lægri og Papon sagði í dómhúsinu í vikunni að þarna hefðu fylkingum Alsírbúa íent saman, lögreglan hefði enga sök átt. Lögreglumaður, sem þátt tók í aðgerðunum, sagði réttinum að Papon hefði hvatt til drápanna; ákveðið hefur verið að opna opinber skjöl um málið. Papon hóf afskipti af stjórnmál- um 1968 og varð ráðherra UDR í stjóm Raymonds Barre áratug síð- ar. Þar sat hann 3 ár, þar til Mic- hel Slitinsky, sagnfræðingur og gyðingur af úkraaínskum upprana, fann skjöl, undirrituð af Papon, um fangelsun nærri 1.700 gyðinga og sendingu þeirra til fangabúða í Drancy skammt frá París. Búðirnar voru síðasti áfangastaður á leið í Auschwitz-útrýmingarbúðirnar í Póllandi, þar sem foreldrar Slitinsky létu lífíð. Vikuritið Canard Enchainé birti skjölin og Papon hrökklaðist úr stjóminni. Velktist um dómskerfið Gérard Boulanger lögmaður, og einn málsaðila nú, kærði Papon í desember 1981 og 1983 sakaði rannsóknardómari í Bordeaux hann um glæpi gegn mannkyninu. Fjóram árum seinna ógilti hæstiréttur máls- meðferðina vegna formgalla. Málinu var vísað til áfrýjunarréttar í Borde- aux. Papon var sakaður um hið sama og fyrr árin 1988 og 1990 og saksóknari óskaði þess 1995 að hann yrði að nýju færður fyrir rétt. Það var gert ári síðar og kröfu Papons um frávísun hafnað í byijun þessa árs. Búist er við að réttarhöldin standi til jóla, 128 manns era á vitnalistum og veijendur kalla 82 þeirra til. Í þessum mánuði er ætlunin að fjalla um Papon sjálfan og hernámsárin o g í nóvember verður farið yfír gögn um tíu „hreinsanir“ eða fjöldahand- tökur gyðinga í Bordeaux 1942-4. Réttarhöldin era tekin upp á mynd- bönd, en þau verða innsigluð næstu ár. Málsskjölin eru í 40 bindum, alls 20.000 síður og ákæran er 169 blaðsíður að lengd. Sögukennsla endurskoðuð Þrír löglærðir dómarar og níu manna kviðdómur situr í máli Pap- ons og athygli vekur samsetning kviðdómsins. Þar era 3 undir þrí- tugu og aðeins einn yfír sextugt. Nokkrir liðsmenn Front national, öfgaflokksins til hægri, segja að fólk, sem ekki var fætt á stríðsáran- um, geti ekki fjallað um málið. Ala- in Juppé, borgarstjóri í Bordeaux og fyrram forsætisráðherra, segir hins vegar að réttarhöldin séu nauð- synleg fyrir ungt fólk í Frakklandi, það eigi ekki að bera byrðar geng- inna kynslóða. Kaflinn um tímabil Vichy-stjóm- arinnar í sögukennslu franskra menntaskóla er til endurskoðunar og verður ekki kenndur í vetur. Hann þótti ógagnrýninn og að því leyti fölsun. Sumir sögukennarar hafa ráðlagt nemendum sínum að klippa út blaðagreinar um Papon- málið í staðinn. Tímaritið Express sagði nýlega frá könnun þar sem yfír helmingur Frakka undir 25 ára aldri kveðst vita of lítið um atburði stríðsáranna í heimalandinu. Á bekk með Barbie og Touvier Papon hefur verið kallaður „síð- asti draugur Vichy-stjórnarinnar“ og ef svo er marka réttarhöldin þriðja og síðasta þátt í uppgjöri Frakka vegna stríðsglæpanna í landinu. Blöð skipa Papon við hlið Klaus Barbie eða „slátrarans frá Lyon“ þar sem hann var aðstoðar- foringi Gestapo og Paul Touvier foringja varaherdeildar sem alræmd var fyrir grimmd. Barbie var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi 1987 og dó þar 1991, 78 ára gamall. Touvier hlaut sama dóm 1994 og lést tveimur árum seinna í fangelsi, 81 árs að aldri. Þessir menn sáu sjálfir um pyntingar fórnarlamba sinna, en það er alls óvíst hvað Papon varðar. Ljóst er að minnsta kosti að hann fylgdi „af samviskusemi" lögum Vichy-stjómarinnar frá 1942 gegn atvinnu og landvist gyðinga sem fæddir vora utan Frakklands og afkomenda þeirra. Þetta vora fyrstu lögin sem fjölluðu um brottsendingu fólks, áður höfðu þýsk stjórnvöld viljað tryggja sér skjöl um gyðinga og takmarka vinnurétt þeirra. Fyrstu andgyðinglegu Iögin vora sett 1940, alls urðu þau 160 en lög- in frá 1942 vora meðal þriggja sem höfðu alvarlegastar afleiðngar. í krafti þeirra vora 76.000 gyðingar fluttir í útrýmingarbúðir, fímmtung- ur allra gyðinga sem talið er að verið hafi í landinu. Sérfræðingar um Vichy-tímabilið segja alla franska lögreglustjóra, alls 300, hafa gerst seka um sömu glæpi og Papon. Sagnfræðingurinn Pierre Vidal-Naquet segir Papon ekki endilega „besta dæmið" - hann hafi farið að skipunum frekar en að taka ákvarðanir. Öðru gegni um René Bousquet æðsta yfírmann Vic- hy-lögreglunnar, sem var myrtur fyrir fjórum árum meðan á málaferl- um yfir honum stóð. Hann var eins og Papon ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og sama var um Jean Legnay, náinn samstarfsmann Bo- usquet. Legnay lést 1989 áður en dómur féll. Svo var einnig um yfír- boðara Papons, lögreglustjórann Sabatier. Hjarta Papons þolir væntanlega tveggja mánaða réttarhöld en spurning er hvernig það endist síðan árin sem áfrýjunarferli tekur. Standi úrskurðurinn um frelsi hans er allt eins líklegt að hann fái aldrei refs- ingu. Hún myndi heldur ekki duga til að sefa beiskju vegna stríðsár- anna í Frakklandi, en hugsanlega slá á samviskubit vegna „þagnar og aðgerðaleysis“ eins og katólska kirkjan orðaði það. De Gaulle sagði oft að Frakkland hefði verið hemumið ríki undir ólöglegri stjórn, það væri ekki þess að taka á sig glæpi nasista. Þó voru það sannar- lega Frakkar sem frainfylgdu skip- unum um grimmdarverk og hlýðni embættismanna hefur ekki hingað til fírrt þá ábyrgð á svo alvarlegu glæpsamlegu athæfi. Eikar- virki í Hálfdáns- haug TRÉVIRKI úr eik fannst á botni Hálfdánshaugsins í Nor- egi fyrr í vikunni, er kjami var boraður úr honum, og telja forleifafræðingar að eik- in sé úr skipi eða grafhýsi frá víkingatíð. Þegar fyrsti kjam- inn kom upp úr haugnum kom í ljós 20 sm þykkt trélag og telur einn fornleifafræðing- anna það vera eik. Aðrir telja um að ræða hluta úr víkinga- skipi. Leyfi Rússa afturkallað FLU GMÁLA YFIRV ÖLD í Bandaríkjunum munu að lík- indum draga til baka leyfi rússneska flugfélagsins Kha- barovsk til að fljúga til Seattle í Washingtonríki. Ástæðan er sú, að vél frá félaginu olli mikilli hættu í Seattle í síð- asta mánuði vegna þess að flugmenn hennar skildu ekki ensku. Flugu þeir í nokkra hringi yfir flugvellinum, sem skapaði hættuástand, áður en þeir lentu giftusamlega. Veikindi vegna þéttis SÆNSKT byggingafyrirtæki greindi frá því í gær að nokkr- ir verkamenn, sem unnu við gerð járnbrautajarðganga skammt frá Malmö hefðu orð- ið fyrir taugaskemmdum vegna notkunar á þéttiefni sem innihéldi eitur. Efnið heitir Rocha-Gil og hafa fram- leiðendur þess sagt að það hafí ekki verið notað á réttan hátt í þessu tilviki. Hafa 20 starfsmenn fyrirtækisins reynst hafa einkenni tauga- skemmda í fótleggjum, að sögn framkvæmdastjóra þess. Berklar í Rússlandi UM það bil 2,2 milljónir Rússa þjást af berklum og fjöldi þeirra sem smitast eykst, að því er fréttastofan Itar-Tass greindi frá í gær. Flestir þeirra sem smitast eru börn. Fjölgunin er um 4% á fyrstu níu mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra, en 11% meðal barna. Flestir sem smitast eru í suðurhluta landsins, í Tsjetsjníju, Ing- úsjetíu og Dagestan. Ekki „pabbi og mamma“ RÓMVERSK-kaþólska kirkj- an á írlandi hvetur kennara fjögurra og fimm ára barna til þess að hætta að tala um „mömmu og pabba" í kennslustundum vegna þess hversu mörg börn komu frá fjölskyldum þar sem foreldri er eitt. Blaðið Irish Independ- ent greinir frá þessu. Kennur- um er ráðlagt að tala í staðinn um „þá fullorðnu sem búa heima hjá þér“, eða „fólkið sem lítur eftir þér“. Opið í da kl. 10.00-16.00. í tilefni Kópavogsdaga er 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum. NP VARAHLUTIR hf ■jIL'.IMIIL1! JJH.I.M A.J.lUl.Tll - Sími 587 0240 - Fax 587 0250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.