Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 48
-48 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Símon Krist- jánsson, fv. út- gerðarmaður og framkvæmdastjóri, Túngötu 23 í Vest- mannaeyjum, fædd- ist á Stað í Vest- mannaeyjum, 2. september 1926. Hann lést í Sjúkra- húsi Vestmanna- !• m eyja hinn 6. október * síðastliðinn. For- ' eldrar hans voru hjónin Kristján Eg- ilsson, útgerðar- maður á Stað og , kona hans Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, sem bæði voru ættuð úr Rangárvallasýslu. Systkini Símonar voru: Bernótus, fv. skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Þórunni Matthíasdóttur, Egill, trésmíðameistari í Vestmanna- eyjum, kvæntur Guðbjörgu Mörtu Hjörleifsdóttur, Guðrún, húsfreyja í Reykjavík, gift Pétri Agústssyni, múrarameist- ara og Emma, húsfreyja í Vest- «*• mannaeyjum, gift Hauki Jó- Skjótt hefír sól brugðið sumri, því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum ijalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hveijum. Þetta fyrsta erindi úr minningar- ljóði Jónasar Hallgrímssonar um ^■•TJjarna Thorarensen flaug mér í hug, þegar ég frétti lát míns kæra vinar Símonar Kristjánssonar. Hvernig mátti það vera, að hann væri dáinn? Aðeins einum sólar- hring áður töluðum við saman í síma og þá var hann svo kátur og við ræddum saman um bikarúr- slitaleikinn, sem ég ætlaði á daginn eftir og báðir vorum við svo vissir um úrslitin. Þegar þessu síðasta samtali lauk, sagðist hann vera að fara út í garð að taka upp kartöfl- urnar, því Símon var mikill hug- maður og hann geymdi aldrei það til morguns, sem hann gat gert í dag. Við sögðumst síðan hittast um næstu helgi, því þá ætlaði ég að koma til Eyja, til þess að vera við jarðarför móðurbróður míns og Símon sagði að ef ég fengi ekki flug til baka gæti ég gist hjá hon- um. En margt fer öðruvísi en ætlað i er. Leikurinn tapaðist og um morg- j uninn er Símon allur. Ég sagði í upphafí þessara orða, Íað mér hefði flogið í hug fyrsta erindið í minningarljóði Jónasar, en helgina eftir 71 árs afmæli Sím- i onar voru þau hjón stödd í Reykja- f vík og við buðum þeim með okkur f í dagsferð austur undir Eyjafjell, í ; alveg frábæru veðri, glampandi sól ) og ekki skýhnoðri á himni. Eyjarn- ’ ar blöstu við í allri sinni dýrð und- ^jppn Landeyjasandi á hægri hönd og fögur Hlíðin og jöklasýnin á þá vinstri. En skjótt hefír sól brugðið sumri, því séð hef eg fljúga fann- hvíta svaninn úr sveitum til sól- j landa fegri. Símon Kristjánsson fór snemma að taka til hendinni við fískvinnu, eins og títt var um unglinga í Eyj- um. Faðir hans var útgerðarmaður og fjölskyldan tók öll þátt í þeim verkum sem vinna þurfti til að gera aflann að því verðmæti, sem gerði hann að útflutningsvöru. Það ^ þurfti að gera að aflanum, salta hann, vaska og breiða til þurrkun- ar. Við þá vinnu lét Símon ekki sitt eftir liggja, þegar hann hafði burði til. A unglingsárunum hóf hann síðan nám í málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni, kunnum list- málara í Eyjum, sem verið hafði samtíða Ásgrími Jónssyni við list- málaranám í Kaupmannahöfn. Meðan hann var í námi hjá Engil- hannssyni útgerð- armanni. Símon kvæntist 8. nóvember 1952, Önnu Tómasdóttur, f. 28. apríl 1931, en foreldrar hennar voru hjónin Tómas S. Sveinsson, fv. út- gerðarmaður og kona hans Líney Guðmundsdóttir, sem lengst af bjuggu að Faxastíg 13 í Vestmannaeyj- um. Börn Símonar og Önnu eru: Helga, f. 13. maí 1962, húsfreyja í Vestmanna- eyjum, gift Halldóri Guðbjörns- syni, skipstjóra, og eiga þau þrjú börn, og Liney, f. 1. maí 1966, meinatæknir í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Friðþjófur Árnason, líffræðing- ur. Utför Símonar verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bert fór hann á Selfoss þar sem þeir vinnufélagar máluðu m.a. hina nýreistu Ölfusárbrú. Að námi loknu hóf hann störf hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum, sem þá var nýstofnuð. Þar starfaði hann sem verkstjóri um nokkurra ára skeið. Á árunum upp úr 1960 stofnar hann síðan ásamt félaga sínum úr Fiskiðjunni, Ólafi Pálssyni, útjgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækið Oli og Símon hf., sem þeir ráku allt fram að gosinu í Heimaey 1973. Fljót- lega eftir gos selja þeir eignir fyrir- tækisins og tekur Símon þá við framkvæmdastjórastöðu hjá Stakk hf., sem annaðist þurrkun á salt- físki og faðir Símonar hafði verið einn af frumkvöðlum að því að stofnað væri. Því starfi gegndi hann allt til þess að hætt var að þurrka saltfisk til útflutnings. Þá tók hann að sér afgreiðslu fyrir Umbúðalagerinn og Síldarútvegs- nefnd. Síðustu árin hefur hann starfað hjá ísfélagi Vestmannaeyja hf. Fyrstu kynni mín af Símoni Kristjánssyni voru þau, að þegar ég var líklega 6 eða 7 ára peyi í Sólhlíðinni í Eyjum, heyrði ég einn daginn einhveija mótorskelli fyrir utan og lít út um gluggann. Þá sé ég einhvem ofurhuga koma þeys- andi á mótorhjóli að Litlu-Heiði, sem var beint á móti, og stansa þar. Þetta vakti forvitn-ina í mér og ég rýk út til þess að athuga hver þar sé á ferð, því mótorhjól voru ekki algeng í Eyjum í þann tíð. Jú, þar er þá kominn Símon, forframaður frá Selfossi, og er að sýna vinum sínum, þeim Bjarna og Guðlaugi Helgasonum, þennan for- láta grip, sem mig minnir að hafí verið BSA mótorhjól. Auðvitað gapti ég af undrun yfír þessum grip og gleypti í mig hvert orð, sem þeir sögðu um ágæti gripsins. Síðan liðu nokkur ár og ég var fluttur úr Eyjum, en þá frétti ég að mótor- hjólagarpurinn, Símon, væri kvæntur frænku minni, Önnu Tóm- asdóttur. Eftir það hittumst við við og við, en raunveruleg kynni hó- fust ekki fyrr en um gos, þegar þau flytja upp á land. Síðan hafa vináttuböndin ekki rofnað. Við höf- um heimsótt þau til Eyja árlega og þau hafa komið til okkar, þegar þau hafa komið til Reykjavíkur. Margar ferðir höfum við farið sam- an, til Tomma og Stínu í Skarðs- hlíð, á ættarmót austur undir Fjöll- um, oft í sumarbústaði og einu sinni fórum við saman, ásamt fleira fólki til Amsterdam, sem allir minnast enn þann dag í dag, því í þeirri ferð sem öðrum var Símon hrókur alls fagnaðar, því það var alltaf líf og fjör í kringum hann. Heim að sækja voru þau hjón höfðingjar og gestrisnin ávallt í fyrirrúmi. Um það vitnar allur sá ijöldi, sem hefur heimsótt þau, jafnt erlendir gestir, sem innlendir. Allir hafa síðan haldið sambandi við þau, með heimboðum, heim- sóknum og bréfaskrifum. Símon var mjög listfengur maður og allt lék í höndum hans. Hann var ekki aðeins lærður húsamálari, hann málaði líka mörg mjög falleg málverk. Hann byggði húsið sitt að miklu leyti sjálfur, smíðaði, múraði, málaði o.fl. o.fl. Símon Kristjánsson var mjög heilsteyptur maður og hreinskipt- inn. Hann sagði sina skoðun á málunum, þannig að enginn fór í grafgötur með hans álit. Hann var mjög traustur og trúmennskan var honum í blóð borin. Hann var afar ósérhlífinn og taldi ekki eftir sér sporin, ef hann vissi að hann gæti orðið að liði. Það er mikil eftirsjá í góðum dreng. Það er líka óhætt að taka undir með Jónasi, að grát- þögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. Kæri Símon, við Ólöf og fjöl- skylda þökkum þér áralanga, ein- læga vináttu og biðjum þér Guðs blessunar á flugi til sóllanda fegri. Elsku Anna, Helga, Líney og fjölskylda. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og söknuði. Ólöf og Hilmar. í dag verður gerð frá Landa- kirkju útför Símonar Kristjánsson- ar, sem venjulega var kenndur við Stað í Vestmannaeyjum. Á árum áður vann Símon ýmis störf, var verkstjóri í Fiskiðjunni í mörg ár og rak útgerð og saltfisk- verkun í félagi við aðra. Eftir gosið var byggt glæsilegt þurrkhús á Eiðinu í Vestmannaeyj- um, þar sem þurrkaður var saltfisk- ur. Þetta þurrkhús, Stakkur, var í eigu allra frystihúsanna í Vest- mannaeyjum og varð Símon fram- kvæmdastjóri þess árið 1974. Frá því ég fluttist til Vestmanna- eyja 1975, starfaði Símon við fyrir- tæki sem ég tengdist eða stjórnaði til dauðadags. Eftir að rekstri þurrkhússins var hætt, tók Símon að sér að veita forstöðu sameiginlegum umbúða- lager frystihúsanna og lager fyrir Síldarútvegsnefnd. Til að sjá um birgðahald þurfa menn að vera nákvæmir og vita hvað þeir eru að gera. Nærri má geta að oft hefur verið handagangur í öskjunni á vertíðum þegar kallað var úr öllum áttum á umbúðir eða síldartunnur. Símon var þeim hæfíleikum gædd- ur að annast lagerhaldið með far- sælum hætti. Hann var mjög ná- kvæmur og samviskusamur og þótt ókunnugum þætti hann stundum htjúfur á ytra borði var hann fljót- ur að leysa hvers manns vanda. í framhaldi af sameiningu hjá frystihúsum í Vestmannaeyjum árið 1992 var þurrkhúsið selt. Þá fluttist umbúðalagerinn til og Sím- on jafnframt því hann var óað- skiljanlegur hluti af lagernum. Eft- ir að Vinnslustöðin og ísfélagið hættu samstarfi um umbúðalager sá Símon um lagerhald fyrir ísfé- lagið og sinnti því verki til dauða- dags ásamt störfum fyrir Síldarút- vegsnefnd. Símon var lærður málari og vann m.a. að viðhaldi fasteigna Isfélags- ins hin síðustu ár. Þar kom snyrti- mennska hans og dugnaður vel í ljós en hann málaði alla skrifstofu- hæð ísfélagsins seinasta sumarið sem hann lifði. Símon var heiðursfélagi í Akóges og starfaði þar mikið og þótti mjög góður félagi. Þeir sem komu á heimili þeirra hjóna, Önnu og Símonar, tóku eftir því hvað það var glæsilegt og öllu haldið vel við bæði utan og innan dyra. Mikill harmur er nú kveðinn að ættingjum Símonar við þetta snögga fráfali hans og þá sérstak- lega Ónnu, konu hans, en hann var hennar stoð og stytta í þeim miklu veikindum, sem hún hefur átt við að stríða. Ég vil að lokum senda ættingjum Símonar innilegar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Sigurður Einarsson. Ekki grunaði mig þegar við töluðum saman á föstudeginum og mæltum okkur mót eftir helgina, að ég sæi þig aldrei framar. Þið Anna eruð svo samofín öllum mín- um minningum að erfítt er að skilja að lífið haldi áfram en þú sért far- inn. Bernskuminningar líða hjá þar sem þið eruð glöð í góðra vina hópi ásamt foreldrum mínum, í sumarfríi hjá afa og ömmu, á gaml- árskvöldum, þú jafn ákafur í flug- eldunum og hrekkjum og við krakk- arnir og í sprelii með pabba og öðrum félögum. Við krakkarnir hændumst að Símoni, litum upp til hans og sóttumst eftir að vera þar sem hann var. Eftir gos sneru Anna og Símon aftur til Eyja en foreldrar mínir urðu eftir. Án þess að spyija nokk- urn um samþykki fór ég að kalla ykkur fósturforeldra mína, þið vor- uð svo óijúfanlegur hluti af tilveru minni. Ófá spor lágu upp á Tún- götu á eldhúsbekkinn, þar sem ég var líka búin að eigna mér sæti. Þú varst yfirleitt eitthvað að bauka, gast aldrei setið auðum höndum. Komst samt og fékkst þér kaffí- bolla með mér, ræddir dægurmálin, boltann og bátana. Aldrei hallaðir þú á nokkurn mann en lagðir stund- um undir flatt, hlóst og hristir höf- uðið. Oft barst talið líka að dætrun- um og bamabörnunum, sem þú varst svo stoltur af. Minningar um þig á baðstofu- loftinu á þorrablótum, kjamsandi á hákarlsbita og bjóðandi okkur hin- um úr vel lokaðri glerkrukku, í fjöl- skylduboðum laumandi ijómatertu- bita á máfastellsdiski fyrir heimil- isköttinn við hávær mótmæli Önnu og grillboðin, sem þú lagðir sömu alúð við og allt annað. Natni þín og snyrtimennska í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur bæði heima og annars staðar. Ná- kvæmni þín og iðni sem stundum stangaðist á við leti mína í morg- unsárið. Þú að skoða með mér nýju íbúðina mína, ekki vildi ég taka ákvörðun án þess að þú værir bú- inn að leggja blessun þína yfir hana. Þú talaðir oft um þann draum þinn að komast aftur til Grænlands og geta haldið þar upp á sjötugsaf- mælið og gleði þín var mikil þegar sá draumur rættist þó að ýmis ljón væru í veginum. Ótrúlegt æðruleysi þitt, þegar þú veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum, kjarkur þinn og barátta og umhyggja þín fyrir öllum öðrum. Gleði þín þegar þú komst úr eftir- liti fyrir aðeins mánuði og sagðir mér glaður í bragði að það væri sko allt í lagi með þig, nú þyrftum við bara að hugsa um Önnu. Til að geta sinnt því enn betur hafðir þú ákveðið að hætta nú að vinna. Þú stóðst alltaf eins og klettur við hliðina á Önnu í veikindum hennar og ég mun aldrei gleyma hlýjunni og umhyggjunni í röddinni + Oddný Halldórsdóttir fædd- ist 2. janúar 1942. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 18. júlí. Elsku Oddný okkar. Okkur lang- aði mikið að geta kvatt þig, en þrátt fyrir mikil veikindi fórstu óvænt frá okkur. Við vorum alltaf velkomnar á heimilið þitt og þú vildir allt fyrir okkur gera. Þær eru ófáar stundirn- ar sem við eyddum saman i eldhús- inu þínu á spjalli langt fram á rauð- þinni þegar þú talaðir um hana. Ókunnugum fannst þú stundum hijúfur en við sem þekktum þig vitum að undir skelinni sló hjarta úr gulli. Við erum öll miklu ríkari að hafa fengið að kynnast þér og vera samvistum við þig. Elsku Anna, Helga og Líney. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar samúð mína og vona að ykk- ur veitist styrkur til að takast á við sáran missi. Helga Hallbergsdóttir. Söm er lífsgangan - vinimir kveðja. Eftir nokkurn lasleika að undan- förnu kvaddi Símon Kriscjánsson 6. október sl. Hafði hann um skeið kennt sér meins, sem reyndist al- varlegra, en vonir stóðu til. Símon var næstelstur fimm mannvænlegra barna sæmdarhjón- anna Sigurbjargar Sigurðardóttur og Kristjáns Egilssonar, sem jafnan voru kennd við sitt reisulega hús, Stað, er þau byggðu við Helgafells- braut. Þar var vinnusemin í heiðri höfð og vandist Símon fljótlega á að taka til hendinni. Hann lærði málaraiðn hjá hinum þjóðkunna snillingi Engilbert Gíslasyni og vann við iðnina með honum og sonum hans um árabil, en lengst vann Símon við verkstjórn hjá Fisk- iðjunni, sem lengi var eitt af um- svifamestu fyrirtækjum Eyjanna. Þá rak Símon ásamt öðrum út- gerð um tíma, en síðustu árin hafði hann umsjón með umbúðabirgðum frystihúsanna. Það fylgdi Símoni gustur at- hafnamannsins, sem ekki kunni að slaka á og féll aldrei verk úr hendi. Símon stóð ekki einn, hann átti frábæran lífsförunaut, Önnu Tóm- asdóttur. Þau reistu sér myndarlegt hús á Túngötu 23 sem alla tíð hef- ur sett svip á bæinn. Myndarskapur hjónanna, úti og inni, hefur ávallt verið í sérflokki, húsið og umhverfi þess, margrómað og viðurkennt. Þau nutu þess að ferðast saman og höfðu gert víðreist í flestum heimsálfum. Og minnumst við kirkjukórsfélagarnir ljúfra sam- vista með þeim á ferðalögum utan- lands og innan. Síðast í fyrra hélt Símon upp á sjötugsafmæli sitt á Grænlandi. Vini eiga þau víða um heim, enda hefur Anna verið sér- lega natin að rækta vinagarðinn. Margar kærar minningar leita á hugann að skilnaði, alltaf var nota- legt að sækja þau heim. Síðustu árin hafa verið erfið vegna sjúk- leika Önnu, sem hún hefur mátt þola, og gerði Símon allt sem í hans valdi stóð, til að Anna gæti verið heima í þeirra yndislega un- aðsreit. Mikill harmur er kveðinn að dætrunum tveim og fjölskyldum þeirra við fráfall Símonar, sem auk þess að vera þeim góður félagi, var alltaf tilbúinn að létta undir með sínu snilldarhandbragði, sem alls staðar munaði um. Við leiðarlok er hugurinn hjá þeim og sérstaklega Önnu, sem mest hefur misst. Megi Guð blessa þau öll og gefa þeim huggun og styrk um ókomin ár. Jóhann Friðfinnsson. ar nætur. Alltaf sýndir þú okkur mikinn áhuga, varst alltaf með fullt hús af vinkonum Áslaugar. Þú ert okkur afar kær og við eigum aldrei eftir að gleyma þér. Elsku Áslaug, við vildum að við gætum verið hjá þér, tekið utan um þig og stutt þig á þessum erfiðu tímum. Við elskum þig og þú ert alltaf í huga okkar. Guð veri með þér og gefi þér styrk í framtíðinni. Auður Edda Birgisdóttir, Hrafnhildur Svansdóttir, Birna Jónsdóttir, Guðlaug Norðdahl Elliðadóttir. SÍMON - KRISTJÁNSSON ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.