Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ KÓPAVOGSHÖFIM LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 15 Öflugir grannar STÆRÐARMUNUR er mikill á höfnum á höfuðborgarsvæð- inu. Samanlögð lengd hafnar- bakka í Reykjavík er rúmir fjór- ir kílómetrar, í Hafnarfirði rúmlega einn kílómetri. Bakkinn á Kársnesi verður aðeins 135 metrar þegar fullri lengd er náð og því ljóst að hann er út af fyrir sig engin raunveruleg ógn við grannana. En það munar um allt og hart er barist um tekjurnar enda um rúmlega 740 milljónir króna að ræða fyrir Reykjavíkurhöfn í fyrra. Tekjurnar í Hafnarfirði voru um 145 milljónir. Auk þess fylgja ýmis önnur umsvif hafnarrekstri sem erfítt er að meta nákvæmlega en ýta undir verslun og viðskipti á svæðinu. Hafnarsvæði Reykjavíkinga er nú um 160 hektarar alls en Hafnfirðinga um 30 hektarar. Þegar úthlutað er lóðum á hafnarsvæði Reykjavíkur er keppikeflið að fá þangað starf- semi er telst hafnsækin. Er þá átt við flutninga og vörudreif- ingu af ýmsu tagi. Aukin samkeppni milli hafnanna EIMSKIP og Samskip skipta á milli sín nær öllum áætlunarsigling- um mili íslands og ann- arra landa, Eimskip er með bróðurpartinn. Mörg stórfyrirtæki hér nota þó leiguskip og mikil samkeppni er í svonefndum stórflutn- ingum á borð við sigl- ingar fyrir stóriðju. En mun ný aðstaða á Kárs- nesinu geta aukið sam- keppni í siglingum og annarri þjónustu við innflytjendur hérlendis? „Eg myndi halda það og tel að það gæti orðið sæmileg nýting á þessari aðstöðu fyrir félagsmenn okkar,“ sagði Stef- án Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. „Þetta liggur mjög vel við, er mið- svæðis fyrir alla verslun og vöru- dreifingu. Að því tilskildu að aðstaða á bakkanum sé þægileg myndi ég halda að þarna væri alveg kjörin aðstaða fyrir starfsemi eins og við stundum." Stefán sagði mestu skipta að sam- keppni gæti skapast milli hafnanna á höfuðborgarsvæðinu. Þær myndu keppast um að bjóða sem besta þjón- ustu og aðstöðu fyrir fyrirtækin. Margir félagsmanna væru nú með aðstöðu og skrifstofur í Sunda- höfn. Þijár heildsölum- iðstöðvar, Sundaborg, Heild 2 og Heild 3, hefðu verið reistar á Sundaborgasvæðinu að undiriagi og frum- kvæði félagsins. Svip- uð starfsemi gæti hasl- að sér völl á Kársnes- inu ef vel tækist til. Hins vegar væri ljóst að sumt af tækjabún- aðinum sem þyrfti til að geta boðið losunar- þjónustu, eins og stórir gámakranar, væru mjög dýr. En til væru sérhæfð af- greiðslufyrirtæki sem gætu fengið áhuga á að reka þjónustu af því tagi í Kópavogi ef nægileg viðskipti byð- ust. Úti í heimi væri það algengasta fyrirkomulagið, miklu minna um að skipafélögin væru með þetta á sinni könnu eins og Eimskip og Samskip gera. Þetta gæti aukið samkeppni í skipaflutningum. Morgunblaðið sagði í ársbyijun frá skýrslu sem lögmaður í Reykja- vík gerði um meinta markaðsráðandi stöðu Eimskips í flutningum á ís- landi. Var niðurstaða hans sú að féiagið keppti leynt og ljóst að slíkri stöðu og hefði þegar náð henni að verulegu leyti. Fyrir sjö árum reyndi danskt skipafélag, T-Line, að nokkru leyti fyrir tilstuðlan Félags íslenskra stór- kaupmanna, að heija hér siglingar í samkeppni við íslensku félögin en hætti við. Talsmenn félagsins sögðu útilokað að bijótast inn á markað- inn, Eimskip héldi öllu í járngreipum. Sumir heimildarmenn blaðamanns úr röðum innflytjenda sögðu þó litla alvöru hafa verið á bak við tilraun- ina. „Þetta var tómt gaspur" sagði einn þeirra. Tekið skal fram að hann á lítil viðskipti við Eimskip, notar leiguskip og sagði hann að sá tími væri löngu liðinn að Eimskip kæm- ist upp með að hrekja burt keppi- nauta. „Það hefur verið reynt mikið síðan að benda erlendum skipafélögum á þann kost að koma hér við,“ segir Stefán. „Þá á ég við skipafélög sem stunda siglingar á norðanverðu Atl- antshafi milli Evrópu og Norður- Ameríku. Það gæti orðið auðveldara fyrir erlend félög að bjóða þjónustu hér ef góð aðstaða skapaðist í Kópa- vogi. Þannig gætu þau veitt íslensku félögunum nauðsynlegt aðhald. Ég held að þetta sé mjög spenn- andi mál í Kópavogi og full ástæða til að kanna það vel.“ Stefán Guðjónsson Hugmynd ýtt úr vör HUGMYNDIR um hafnargerð við Skerjafjörð eiga sér langa sögu en fengu aukinn byr þegar þéttbýli tók að myndast í Kópa- vogi á fimmta áratugnum. Þung hafalda af Faxaflóa brotnar á skerjaklasa á milli Álftaness og Seltjarnarness og innan hans er því gott skipalægi. Djúpur áll tryggir að stór skip geta siglt inn fjörðinn. Einar Benediktsson skáid taldi að á þessum slóðum ætti að vera framtíðarhöfn Reykvíkinga. Á árum fyrri heimsstyrjaldar var stofnað togarafélag er hugðist efna til hafnarbóta á Kársnesi með útgerð og fiskvinnslu að markmiði. I forsvari voru m.a. Eggert Claessen, Ágúst Flygenr- ing og Eldeyjar-Hjalti Jónsson. Lögð var vagnfær slóð rétt fyrir neðan núverandi Kársnesbraut en félagið lenti í fjárhagserfið- ieikum og varð lítið úr frekari framkvæmdum. Hafnarframkvæmdir hófust upp úr 1950. Bæjarstjórn sam- þykkti siðan árið 1956 tillögu Finnboga Rúts Valdimarssonar um að fela bæjarráði að stuðla að fiskiskipaútgerð og veitt var heimild fyrir ábyrgðum á kaup- um á skipi ef það gæti liðkað fyrir málinu. Lítið varð úr fram- kvæmdum. Þingmenn Reyknesinga voru hvattir til þess árið 1960 að beita sér fyrir auknu ríkisframlagi til hafnargerðar en sá róður mun löngum hafa verið þungur. Sjáv- arútvegurinn annars staðar á Reykjanesi hefur gleypt allt fé sem fengist hefur til hafnarmála í kjördæminu og hin sveitarfélög- in talið að það kæmi niður á þeim ef Kópavogur fengi eitthvað. Hafnarframkvmdir lágu að mestu niðri 1960-1980 en árin 1984-85 létu atvinnumálanefnd og hafnarnefnd kanna málið vandlega og gera áætlun um úr- bætur. Bæjarráð samþykkti til- lögur um hagkvæmnisathugun á rekstri allstórrar hafnar á Kárs- nesi. Lokið var gerð smábáta- hafnar með flotbryggjum 1992 og geta þar legið nær hundrað trillur. Næsta skrefið var svo viðlegukantur fyrir hafskip. Vilja sjá hvað er í boði RÁÐAMENN Kópavogs gera sér vonir um að fá ; ný fyrirtæki inn á at- hafnasvæðið á Kársnesi. Þar geti hafnaraðstaða í sumum til- vikum ráðið úrslitum, þótt ekki sé viðlegukanturinn nýi langur miðað við hafnir grannanna. Sérstakur gámakrani er ekki á döfinni enda yrði umsetningin að vera mikil til að slík fjárfesting borgaði sig. Mörg skip eru auk þess búin gámakrönum og hægt er að notast við hefð- bundna, færanlega krana við losun og lestun eins og gert er úti á lands- byggðinni. Rætt var við talsmenn Byko, Toy- ota-umboðsins, Húsasmiðjunnar, Hagkaups, Jöfurs og fleiri fyrir- tækja og kom fram í svörum þeirra að menn teldu samkeppni í hafnar- aðstöðu á höfuðborgarsvæðinu að sjálfsögðu til bóta. Ekkert þessara fyrirtækja hefur beinlínis gert ákveðnar áætlanir um framkvæmdir á Kársnesinu. Sumir þeirra sem rætt var við sögðu þó allt koma til greina. Menn myndu bíða átekta og sjá hvað yrði í boði, hvernig lóðir þeim byðust og hvernig gjaldtöku af ýmsu tagi yrði háttað. Húsasmiðjan mun hafa fengið lof- orð um allmikið svæði í Sundahöfn. Ókosturinn er að það er nokkuð langt frá sjálfum hafnarbakkanum og fyrirtækið gæti auk þess þurft stærra svæði. Hagkaup hefur þegar tryggt sér stóra lóð í Sundahöfn sem nægir fyrirtækinu í næstu framtíð og hefur reist þar miklar skemmur. Enginn möguleiki útilokaður Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, sagðist ekki hafa hugað sér- staklega að Kársnesinu með framtíð- ina í huga en enginn möguleiki yrði útilokaður ef hann reyndist hag- kvæmur. Plássið væri mikið á nesinu og hafnaraðstaðan virtist vera ágæt en huga þyrfti að því hvernig tækja- búnaður, kranar og annað sem þyrfti fyrir svonefnda hafnsækna starf- semi, væri. Þá skipti miklu hvernig öll tengsl yrðu við aðra flutninga- starfsemi en sigiingar og yfirleitt samgöngur við svæðið. Fyrirtækið hefði nú aðstöðu í Hafnarfirði fyrir þungavöru sína, timbur, steypujárn og aðra fyrirferð- armikla vöru en Jón Helgi sagði of langt í að hægt yrði að stækka svæð- ið. Hafnarfjörður hentaði því ekki til langframa og nú væri hugað að öðrum kostum. Öll vara Byko er flutt hingað með leiguskipum á vegum fyrirtækisins. Um 1980 reyndist að sögn Jóns Helga erfitt að fá nægilegan aðgang að höfnum fyrir leiguskip en sá vandi væri úr sögunni, einkum eftir flutn- inginn til Hafnarfjarðar. Viðhorfin hefðu breyst mjög til batnaðar í þessum efnum og losunarbúnaður skipti litlu, mest væri notast við færanlega krana. Vara af þessu tagi væri ekki flutt í gámum. Jón Helgi sagði heppilegast að geyma timbur á hafnarsvæðinu þar sem það væri losað og dreifa því þaðan beint til viðskiptavina. „Ég hef lítið heyrt talað um að- stöðuna á Kársnesi í við- skiptaheiminum enda eru ekki margir með jafn mik- ið af þungavöru og við. Við vöktum máls á því fyrir allmörgum árum við bæjaryfirvöld, áður en við fórum í Hafnarfjörð, hvort það væru ein- hveijar áætlanir í gangi um aðstöðu fyrir stór skip. Ég skrifaði þeim bréf en fékk aldrei neitt formlegt svar og við veltum því meira fyrir okkur framtíðaraðstöðu annars staðar. Þegar við heyrðum af þessum hafn- arframkvæmdum á Kársnesinu frá formanni hafnarnefndar vorum við þegar búnir að eiga langar viðræður við Reykjavíkurhöfn og fá hjá þeim alls konar vilyrði." Hann var spurður hvort Kópa- vogsmenn væru of seint á ferðinni gagnvart Byko. Jón sagði það ekki alveg ljóst enn þá. Hvað sem því liði væri það vissulega hagstætt fyrir innflutningsfyrirtækin að samkeppni ykist milli hafnanna. Innflutningur Byko nemur yfir 30 þúsund tonnum á ári og má gera ráð fyrir að vörugjöld eins og kraf- ist er hjá Reykjavíkurhöfn af slíkum flutningum nemi um 10 milljónum króna. Kópavogshöfn fær ekki opin- beran fjárstuðning við hafnarfram- kvæmdimar og er því ekki háð opin- berri gjaldskrá um vörugjöld í höfn- um. Virðist því ekkert því til fyrir- stöðu að þar á bæ verði m.a. reynt að lokka til sín viðskiptavini með kostakjörum á þessu sviði. „Hefur hvarflað að okkur“ „Auðvitað hefur sú spurning kom- ið upp hjá okkur að nýta aðstöðuna þarna undir bílana,“ sagði Emil Grímsson, fjármálastjóri hjá Toyota- umboðinu sem er í Kópavogi. „Hug- myndin hefur hvarflað að okkur, hvort þetta væri raunhæfur kostur. Við höfum hins vegar ekki rætt þetta af mikilli alvöru ennþá enda ekki verið tímabært. Eimskip sér um þetta núna og við höfum ekki undan miklu að kvarta hjá þeim en erum auðvitað opnir fyr- ir öllu sem getur bætt stöðuna." Eim- skip annast alla flutninga á Toyota- bílum hingað til lands en sérstakt miðlunarfyrirtæki á vegum Toyota í Evrópu sér um samninga af því tagi við skipafélög. Emil sagði þó aðspurð- ■ ur að fulltrúar flutningamiðlunarinn- ar í Evrópu myndu hlýða gaumgæfi- lega á talsmenn umboðsins ef þeir teldu henta sér betur að hafa aðstöðu í Kópavogi en í Sundahöfn. Ef aðstaðan yrði þannig að önnur skipafélög gætu losað bíla í nýju höfninni væri heldur ekki hægt að útiloka meiri samkeppni á sviði bíla- flutninganna. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarrráðs, sagði samkeppni ríkja í flutningum hér. Hins vegar væri eðlilegt að við- skiptavinir vildu eiga fleiri kosti en að skipta við Eimskipafélagið og vildu fá þjónustuna á lægra verði. „Það er eðlilegt sjónarmið og ekkert nema gott um það að segja, þetta er eðli markaðarins." Hann sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir því að því betur sem íslensku skipafélögunum gengi í al- þjóðlegri samkeppni á höfunum því betri kjör gætu þau boðið viðskipta- vinum hér. Ekki mætti einblína á kostnað, farmgjöld og þess háttar, í þessu sambandi. Gæði þjónustu á öðrum sviðum flutninganna, s.s. tímaáætlana, upplýsinga og skipu- lags, skiptu síst minna máli. Sjálfír skipaflutningarnir væru að verða æ minni hluti af öllu flutningadæminu. Menn yrðu hins vegar að huga vel að væntanlegri notkun hafnar- innar á Kársnesi, arðsemi fram- kvæmdanna og bera saman við aðra kosti á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu gætu fleiri aðilar en skipafélögin þurft á aðstöðunni að halda, þeir sem þyrftu á góðu geymsluplássi að halda. Yrðu þeir margir myndu skipafélögin vafalaust laga sig að þeim þörfum. „Það eru svo margar hliðar á þessu að menn geta ekki tekið ótvíræða afstöðu með eða móti svona framkvæmd. Öll samkeppni er að sjálfsögðu af hinu góða en ég sé ekki að höfn af þessu tagi væri stefnt gegn einum eða neinum. Ef þarna yrði komið upp góðri aðstöðu held ég að allir myndu reyna að nýta sér hana með einhveijum hætti. Það yrðu fleiri valkostir til staðar, hvort sem við tölum um þá sem fyrir eru á markaðnum eða nýja. Þessi markaður er galopinn." Byko þegar með vilyrði frá Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.