Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍN ÁRNADÓTTIR + Elín Ámadóttir fæddist 22. júlí 1961 í Vík í Mýrdal. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 11. október síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Ástu Her- mannsdóttur, f. 6.3. 1930, d. 26.8. 1993, og Árna Siguijóns- sonar, f. 21.3. 1926, búsett í Vík í Mýrd- al. Hún var næst- yngst sex systkina en þau em: Þor- steinn, f. 4.7. 1951, hans kona er Arndís Gestsdóttir frá Sel- fossi og eiga þau þijú börn. Sigríður Dóróthea, f. 11.7. 1952, maður hennar er Gunnar Bragi Jónsson frá Prestbakka á Síðu og eiga þau þijú böm. Siguijón, f. 9.7.1957, hans kona er Margrét Jónsdóttir frá Reyni í Mýrdal og eiga þau þijá syni. Hermann, f. 4.10. 1958, hans kona er Sigríður Magnúsdóttir frá Selfossi og eiga þau þijá Enn sannast hið fornkveðna að „skjótt skipast veður í lofti“ því aðeins eru fáeinir mánuðir síðan Elín var með okkur full af bjartsýni og heilsuhraust. En enginn ræður sínum næturstað og eru það orð að sönnu. Seinni hluta vetrar sl. fór Elín að kenna sér meins og gekk undir tvær mjög erfiðar aðgerðir, en þrátt fyrir færni vísindanna varð sá raunveruleiki sem nú er orðinn ekki umflúinn. Okkur finnst oft syni. Oddur, f. 6.5. 1965, kona hans er Ingibjörg Ólafs- dóttir frá Hvolsvelli og eiga þau tvo syni. Einnig ólst upp með þeim systkinum um tíma Hrafnhildur Oddný Sturludóttir, f. 13.5. 1949. Eftirlifandi eig- inmaður Elínar er Brynjar Jón Stef- ánsson, f. 9.7. 1960. Þau giftu sig 6.6. 1981 og hafa ætt- leitt tvö börn fædd á Indlandi en þau em Sigrún Arna, f. 12.11. 1987, og Böðvar Dór, f. 24.12. 1995. Foreldrar Brynjars Jóns era Sigrún Jónsdóttir frá Norður- hjáleigu, f. 27.2.1935, og Stefán Ármann Þórðarson, f. 30.9. 1929, í Vik í Mýrdal. Þau em búsett á Selfossi. Útför Elínar fer fram frá Víkurkirkju I dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. óréttlátt þegar svona ungt fólk með bjartar framtíðarvonir er burtkallað úr þessum heimi og horfa upp á hetjulega baráttu gegn þessum ill- kynja sjúkdómi sem engu eirir. Al- veg var aðdáunarvert í allt sumar hvað Elín var dugleg og harðákveð- in í því að yfirstíga sitt mótlæti, og svo glöð ög hress var hún oft að sjá að það blekkti marga aðra en hennar nánustu. Elín var aðeins 36 ára og ávallt + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN ÓLAFSSON fyrrverandi vitavörður á Reykjanesvita, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. október kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR KARLSDÓTTUR, Brimhólabraut 6, Vestmannaeyjum, Guð blessi ykkur öll. Arnmundur Þorbjörnsson, Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Gyða Margrét Arnmundsdóttir, Viðar Már Aðalsteinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, ÁRNA AÐALSTEINSSONAR, Björk, Reyðarflrði. Helga Benjamínsdóttir, Guðlaug Hólmfrlður Hilmarsdóttir, Margrét Sigríður Árnadóttir, Benjamín Fannar Árnason, Anna Margrét Árnadóttir, Ágúst Páll Árnason, Almar Árnason, Árný Árnadóttir, Aron Árnason, Margrét S. Árnadóttir, Aðalsteinn Hjálmarsson, Hjálmar Kr Aðalsteinsson, Margrét Björnsdóttir, Ásta Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Ólafur Aðalsteinsson, Olga Helena Kristinsdóttir. heilsuhraust og full lífsgleði sem meðal annars birtist í því að hún var vinamörg og átti góða sanna vini, enda sjálf vinur vina sinna. Heimili þeirra Elínar og Brynjars var til fyrirmyndar, alltaf hreint og nýtiltekið svo að af bar þrátt fyrir mikinn gestagang og fulla vinnu í Búnaðarbankanum hér á Selfossi. Ekki þarf að lýsa því hvernig þér hlýtur að hafa liðið, Elín mín, þessa fáu mánuði í sumar þegar séð var að hveiju stefndi. Aðeins eitt ár frá því að þú sóttir þennan litla yndis- lega dreng, Böðvar Dór, yfir hálfan hnöttinn sem hefur síðan verið gleðigjafi heimilisins og okkar allra. Það má kannski segja að aldur hans bjargi því að hann skynjar þetta ekki eins og systir hans Sig- rún Arna, sem nú er orðin 9 ára og hefur hugsað margt og djúpt síðustu mánuði þótt hún léti það ekki alltaf í ljós hvernig henni liði. Við lofuðum þér í sumar, Elín mín, að verða þeim innan handar í hví- vetna og það skulum við svo sannar- lega gera af öllum okkar mætti og getu, því máttu treysta. Frá því að við kynntumst Elínu fyrst hefur ávallt verið kærleikur með okkur, og hún var að eðlisfari mjög skilningsrík og átti gott með að tjá sig um það sem henni lá á hjarta. Hún sagði alltaf meiningu sína og engum gat dulist hvað hún meinti því hennar skoðanir voru þannig framsettar og sagðar á ein- faldan hátt að engan særði eða meiddi. Elín var líka mjög glaðlynd og átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar mála þegar svo bar undir, en þó án þess að særa aðra eða á kostn- að annarra. Hún hafði mjög gaman af söng og hafði ágæta söngrödd, en það sem oft vakti furðu annarra við slík tækifæri var, að hún strand- aði aldrei á textum ljóða, hún kunni alla texta utanbókar. Þau Elín og Brynjar voru afar samrýnd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og eftir að ljóst var hver hennar afdrif yrðu ræddu þau saman opinskátt um framtíðina þar sem hún hvatti Brynjar til að halda þeim áformum sem þau höfðu ætlað sér saman. Til slíkra umræðna þarf hugrekki og mikið þrek, en svona var Elín, æðrulaus og fórnfús við alla sem henni þótti vænt um. Brynjar Jón sýndi líka sína elsku til hennar með miklum dugnaði við heimilið, þolin- mæði, yfirvegun og styrk meðan á þessari baráttu stóð svo aðdáunar- vert þótti af öllum sem til þekktu. Elínu var Víkin ákaflega hjart- fólgin, þar fæddist hún og ólst upp í stórum systkinahóp við ástríki góðra foreldra. Hún dáði foreldra sína mikið og syrgði móður sína djúpt þegar hún féll frá langt um aldur fram fyrir 4 árum. Bemsku- ást hennar til foreldranna birtist eftir það í enn meiri hlýhug og trausti til föður hennar sem var ríkulega endurgoldið af hans hendi og vék hann ekki frá sjúkrabeði dóttur sinnar síðustu þijár vikurnar sem hún lá á Sjúkrahúsi Suður- lands. Það var aðdáunarvert hvern- ig hann hjúkraði dóttur sinni og þér, Brynjar minn, mikill styrkur í baráttunni. Það kom því okkur ekki á óvart þótt Elín væri búin að gera ráðstöfun þess efnis að hún mætti hvíla sína hinstu legu hjá móður sinni í Víkurkirkjugarði. Við umgengumst Elínu mikið sem eðlilegt var og þekktum því mjög vel alla hennar góðu eiginleika sem hún bjó yfír og var svo fús að gefa öðrum af. Það er því mikill harmur meðal okkar í fjölskyldunni og við biðjum góðan Guð að styrkja systkini hennar og fjölskyldur þeirra, Árna faðir hennar og þá ekki síst þig, elsku Brynjar Jón og börnin, Sigrúnu Örnu og Böðvar Dór. Guð veri með ykkur öllum. Tengdaforeldrar, Sigrún Jónsdóttir og Stefán Ármann Þórðarson. Ljóð Tómasar Guðmundssonar „Hótel Jörð“ hefst á hendingunni „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag“, það má með sanni segja, að okkar jarðneska tilvera sé óútreikn- anleg. Maður spyr sig, hvar er maður staddur á ferðalaginu? Hvers vegna er ferðin svona stutt hjá ein- um, en öðrum ekki? í dag kveðjum við ástkæra mágkonu og góða vin- konu okkar, Elínu Árnadóttur, með miklum trega. Hún fékk einungis að njóta stutts ferðalags, vegna erfiðs sjúkdóms. Traust, hreinskilni, manngæska og djúpur skilningur á mannlegum tilfínningum eru mannkostir sem Ella hafði í ríkum mæli. Hún var ástrík eiginkona og hafði yndi af bömum enda voru það stærstu stundir lífs hennar þegar hún eign- aðist börnin sín. Ella var æðrulaus þegar veikindin heijuðu sem mest á hana. Þar var henni rétt lýst þeg- ar hún lagði sig fram við að hug- hreysta vini og ættingja. Það væri hægt að telja miklu fleira upp sem prýddi þann frábæra persónuleika sem Ella hafði að geyma, en hver og einn sem kynnt- ist henni geymir minningarnar með sjálfum sér. Það var aðdáunarvert hversu samhent hjón Ella og Binni voru, enda nutu þau samvista frá ungl- ingsárum og þroskuðust saman. Engar ákvarðanir voru teknar án samráðs við hvort annað enda stóðu þau saman hvað sem á gekk. Ef á æðri samvistarstigum eru stunduð mannvæn samskipti þá' leyfum við okkur að fullyrða, að með Ellu fá þau mikinn liðsstyrk. Elsku Birini og börn, við vottum ykkur dýpstu samúð og munum leitast við að gefa ykkur eins mik- inn styrk eins og mögulegt er í sorg okkar allra á komandi tímum. Elsku Ella, hvíl þú í friði. Ingunn, Þórður, Páll, Rut og fjölskyldur þeirra. Elsku Ella, nú þegar ég sest nið- ur og reyni að pára niður nokkur fátækleg kveðjuorð verður mér hugsað, hver eru rökin fyrir því að þú, svo allt of ung, ert hrifin í burtu frá tveimur börnum og eiginmanni? Hvers eigum við að gjalda sem átt- um okkur góðan og trygglyndan vin að hann skuli frá okkur tekinn? Það verður fátt um svör. Þú barðist eins og hetja allan tímann við þann illvíga sjúkdóm sem setur mark sitt nánast á hveija einustu fjölskyldu. Við fjölskyldan kynntumst Ellu, Binna og Sigrúnu Örnu þegar þau fluttu í sama rað- hús og við, Böðvar Dór kom svo seinna. í þér og fjölskyldu þinni eignuðumst við ómetanlega vini. Þú áttir svo auðvelt með að laða að þér fólk, enda sérlega mikill mannvinur. Þú varst ein af fáum manneskjum sem var algjörlega fordómalaus, þú dæmdir engan heldur sást þú alltaf eitthvað gott við alla. Það er mikils virði að eiga vin sem alltaf er hægt að leita til með hvers konar vandamál eða gleði. Þú varst okkur svo miklu meira heldur en góður nágranni, því allir meðlimir Qölskyldu minnar eignuðust í þér góða vinkonu. Þú varst vel greind og hafsjór af upp- lýsingum. Alltaf var jafn gaman að koma til þín og ræða við þig um hesta. Þú vissir mikið um allar ætt- ir og varst mjög áhugasöm um allt sem við kom hestamennsku. Þú studdir einnig vel við bakið á Binna og Sigrúnu í þeirra hestamennsku. Þú varst skynsöm og það skipti þig t.d. miklu máli að börnin þín tvö, sem eru ættleidd frá Indlandi, vissu allt um uppruna sinn. Þú fylgdist vel með öllu efni um Indland, t.d. í sjónvarpi, og sýndir svo Sigrúnu, þú vildir að Sigrún vissi allt um uppruna sinn og eins Böðvar þegar þar að kæmi. Þú hafðir mjög sterka móðurtilfmningu. Þú virtist hafa mjög góð tök á uppeldinu, þú talaði mikið við börnin þín, þú gafst þér mikinn tíma með þeim og faðmaðir þau oft að þér. Þú varst mikil fjöl- skyldumanneskja og ræktaðir vel samband þitt við íjölskyldu þína. Móður þína misstir þú fyrir örfáum árum og minntist þú oft á hana. Nú færð þú að hitta hana aftur og ég trúi því að hún hafi tekið á móti þér þegar þú komst. Þú varst ákveðin í fasi sem einkenndist af greind, jákvæðni og glettni. Betri félaga var vart hægt að hugsa sér. Elsku Binni, Sigrún og Böðvar, á stundu sem þessari verða öll orð marklaus, „sár harmur" kemst ekki nærri því að lýsa tilfinningum okk- ar vina hennar Ellu, að ekki sé tal- að um fjölskyldu hennar sem fékk að njóta hennar alltof stutt. Maður getur ekkert annað en þakkað fyrir samveruna og geymt minningu hennar í hjarta okkar um ókomna tíð. Binni, Sigrún og Böðvar, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Það er huggun að eiga ljúfar minningar um góða mann- eskju sem ætíð hugsaði um velferð ástvina sinna og vildi öllum vel. Svava, Bragi og synir. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag." Það sem er erfítt að sætta sig við á okkar ferðalagi lífs- ins, er að okkar áætlunum er breytt af æðri máttarvöldum, og eftir stöndum við og reynum að ná áttum + Okkar ástkæra, IRMGARD MARTHA SONNENTAG, lést föstudaginn 10. október síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 16. október. Sigurður Steindórsson, Katrín Sigurðardóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Páll Sigurðsson, Kristín Daníelsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Þorsteinsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR RUNÓLFSDÓTTUR, Efri-Ey I, Meðallandi. - Þórir Bjarnason Guðgeir Bjarnason, Sigrún Sæmundsdóttir, Arndís Eva Bjarnadóttir, Gunnar Þorsteinsson, Runólfur Bjarnason, Anna Arnardóttir, Gunnhildur Bjarnadóttir, Sigurjón Einarsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.