Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 50

Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 50
50 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðrún Sigríð- ur Guðmunds- dóttir fæddist á Lóni í Kelduhverfi 29. mars 1938. Hún lést í Ólafsvík hinn 8. október siðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Frið- rika Jónsdóttir, f. 3. júní 1907, d. 31. mars 1980, og Guð- mundur Björnsson, f. 20. ágúst 1898, d. 11. maí 1982. Auk hennar eignuð- ust þau tvo syni, Björn, f. 7. apríl 1929, kvæntur Asdísi Ein- arsdóttur, og Jón, f. 18. maí 1934. Hinn 5. september 1960 gift- ist Guðrún eftirlifandi manni sínum Sigurdóri Steinari Eggertssyni, bifreiðastjóra og afgreiðslumanni, f. 10. desem- ber 1937. Hann er sonur Egg- erts Guðmundssonar, sem nú er látinn og Vilborgar Jónsdótt- ur. Guðrún Sigríður og Sigur- dór bjuggu alian sinn búskap í Ólafsvík. Synir þeirra eru: 1) Guðmundur Ág- úst, f. 9. ágúst 1960, verksljóri í Ólafs- vík, kvæntur Sigur- laugu Jensey Skúla- dóttur, f. 24. janúar 1965, og eiga þau tvö börn, Sigurdór Steinar, f. 15. febr- úar 1984 og Guð- rúnu Sigríði, f. 21. október 1988. 2) Arngrímur Ómar, f. 5. september 1961, rafeindavirki, búsettur á Kjalar- nesi, kvæntur Unni Högnadótt- ur, f. 23. janúar 1966. Börn þeirra eru Fannar Smári, f. 5. júní 1986, Arngrímur, f. 13. desember 1988, og Ellen María, f. 21. október 1990. Guðrún Sigríður var heima- vinnandi framan af, en þegar synirnir voru vaxnir úr grasi fór hún að stunda vinnu utan heimilis og vann lengst af við fiskvinnslu. Útför Guðrúnar Sigríðar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Guðrún föðursystir mín varð bráðkvödd við vinnu sína hinn 8. okt. sl. aðeins 59 ára að aldri. Föstudaginn 3. október vor- um við að skemmta okkur saman og lék hún þá á als oddi og virtist stálhraust, en fimm dögum síðar var hún öll. Það var mikið áfall að frétta lát hennar og enn get ég vart trúað því að við fáum ekki að njóta nærveru hennar lengur. Gunna Sigga var alin upp á mannmörgu heimili á Lóni í Kelduhverfi, þar sem saman bjuggu fjórar kynslóðir og þegar ég kom þangað fjögurra mánaða gömul var hún ellefu ára og hafði alltaf verið yngsta barnið á bæn- um. Að hennar sögn var koma mín kærkomin og tókum við strax miklu ástfóstri hvor við aðra. Ári seinna bættist svo við lítil systir, Margrét, sem ég þurfti að deila frænku með og nokkrum árum síðar fjögur systkin í viðbót en um það leyti flutti frænka mín úr föðurhúsum. Gunna Sigga lauk hefðbundinni skólagöngu eins og hún var á þeim tíma, en veturinn 1957-1958 stundaði hún nám við húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafírði. Þar stóð hún sig með þvílíkri prýði að skólastýran bað hana að koma aftur að hausti og aðstoða við kennsluna. Þekktist hún það boð og var hálfan næsta vetur að- stoðarkennari á Laugalandi. Skömmu seinna fór hún svo til Ólafsvíkur til Arngríms föðurbróð- ur síns, sem þá var læknir í Ólafs- vík. Þar hitti hún fljótlega lífsföru- naut sinn, Sigurdór Steinar eða Didda eins og hann er alltaf kallað- ur. Það var gæfa beggja, því að samband þeirra var einstakt og aldrei bar þar skugga á. Þau byggðu sér faliegt heimili í Óiafs- vík, fyrst að Bæjartúni 11, en fyr- ir nokkrum árum keyptu þau hús foreldra Didda, Brautarholt 1. Það voru þau búin að gera einkar smekklega upp, enda Diddi lag- hentur, en einnig nutu þau aðstoð- ar Jóns, bróður hennar, sem er afbragðssmiður. Gunna Sigga frænka kaus að vera heimavinn- andi og gæta sona sinna meðan þeir voru litlir, en fór sfðan að vinna úti. Hún vann um tíma í verslun en lengst af var starfsvett- vangur hennar í frystihúsinu. Hún var afskaplega dugleg, vann öll sín verk innan heimiiis sem utan af alúð og samviskusemi og var ætíð boðin og búin að rétta öðrum hjálp- arhönd. Við frænkur héldum alltaf góðu sambandi þótt um tíma væri langt á milli okkar og á seinni árum fórum við fjórum sinnum saman til útlanda. Það voru skemmtilegar ferðir. Betri ferðafélaga en þau hjón, Gunnu og Didda, gátum við Arni ekki fengið. Áhugamál þeirra virtust alltaf falla saman við okk- ar, svo að aldrei varð ágreiningur um hvemig veija skyldi dögunum. Einkum er mér minnisstæð páska- ferð til London fyrir rúmum fimm árum, þegar við dvöldum þar í góðu yfírlæti í níu daga. Á daginn vora merkar byggingar skoðaðar, en litið á mannlffíð þegar kvölda tók. Þetta var sérstaklega ánægju- leg ferð og sárt til þess að hugsa að slíkar ferðir með þeim hjónum verði ekki fleiri. Gunna Sigga var mikil fjöl- skyldumanneskja og var vakin og Á Kammerkór Langholtsldrkju - Jón Stefánsson | vr) Með listrænan metnað - Sími 894 1600 m UPPIÝSINGAR I SÍMUM j 562 7575 & 5050 925 1 HOTEL LOFTLEIÐIR Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SAUR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA sofin yfír velferð sona sinna og þeirra fjölskyldna. Hún mat tengdadætumar mikils og þær hana ekki síður. Bamabörnin fímm voru augasteinar hennar og á ferðalögum okkar var alltaf efst f huga hennar hvernig gleðja mætti þau þegar heim kæmi. Henni var líka mjög annt um tengdamóður sína, Vilborgu, sem dvelur á elli- heimilinu í Olafsvík og þarf nú að sjá á bak kærri tengdadóttur. Gunna Sigga frænka var mikil mannkostakona, traust, áreiðan- leg, hlý og góð. Hún sagði eitt sinn við mig að henni hefði alltaf fund- ist við Magga frekar vera systur sínar en bróðurdætur. Þetta þótti mér afar vænt um og var sérstak- lega ánægð þegar litla dóttir mín fæddist á fímmtíu ára afmæli hennar. Betri fæðingardag gat ég ekki kosið henni. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar biðjum Didda, Gumma, Adda og fjölskyldum þeirra blessunar. Við kveðjum í dag elskulega frænku og þökkum henni yndisieg- ar samverastundir. Fyrir hönd bróðurbama, Stefanía Björnsdóttir. Elsku amma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér allar okkar samverastundir. I þínum augum var ég alltaf ömmustrákur, sem þú áttir svo mikið í og er það ekki skrýtið því þú passaðir mig alltaf. Þú komst heim til mín á morgnana þegar ég var lítill og beiðst þar til ég vaknaði. Þá fóram við heim til þín með afa á bláa vörubílnum. Amma, takk fyrir alla þá birtu og hlýju sem þú hefur fært mér gegnum árin, þín er sárt saknað. Þinn ömmustrákur, Signrdór Steinar. Elsku amma mín, takk fyrir all- ar okkar stundir. Það verður skrýt- ið að koma til afa og engin amma þar. En ég veit að þú ert hjá guði. Við áttum alltaf góðar stundir saman, ég gat alltaf komið til þín, og þú varst alltaf góð. Þannig mun ég alltaf minnast þín, elsku amma mfn. Nú kveð ég þig með kvöldbæn minni. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þín ömmustelpa, Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir. Kæra tengdamamma. Með fá- tæklegum orðum kveð ég þig, sem varst svo skyndilega kvödd burt frá okkur. Þú varst mér alltaf stoð og stytta, tókst mér sem dóttur fyrir fímmtán áram er ég hóf sam- búð með syni þínum, aðeins sautján ára þá. Þú slípaðir mig svo ég yrði góð húsmóðir, kenndir mér að sauma og í gegnum árin hef ég alltaf getað treyst á þig. Ef illa stóð á hjá mér komstu hlaupandi mér til bjargar. Elsku Gunna, nú er komið að kveðjustund, ég á eftir að sakna þín. En minning þín er í huga mínum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.)- Þín tengdadóttir, Jensey. Nú vill hann elsku ömmu sinni senda sannar hjartans þakkir fyrir allt. ^ Og segja að lífið aldrei tekur enda þó augun lokist og hjartað verði kalt. Hún amma lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt í frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. Guð geymi þig. Þinn Fannar Smári. Það er svo margs að minnast þegar sest er niður til að skrifa nokkur orð til minningar um per: sónu sem manni þykir vænt um. Í þetta skiptið er það elskuleg tengdamóðir mín, sem lést langt fynr aldur fram þann 8. október sl. Eg minnist þess, er ég kynntist henni fyrst. Það var um jólaleytið 1987. Eg játa það að ég bar svolít- inn kvíða í bijósti við þessi fyrstu kynni. Var það einkum vegna litla drengsins míns, Fannars Smára, sem ég eignaðist áður en ég kynnt- ist Adda. Ég komst fljótt að því að sá kviði var ástæðulaus, því móttökumar sem við mæðginin fengum hjá tengdaforeldranum vora svo innilegar að þær líða mér seint úr minni. I öllu jólatilstandinu hafði svo sannarlega verið gert ráð fyrir drengnum. Ég minnist þess, að hún lá ekki á liði sínu við að sauma eða pijóna föt á börnin og var hún ávallt boð- in og búin til að aðstoða þegar á þurfti að halda. Ég minnist þess að þegar Gunna og Diddi komu að heimsækja okk- ur hjónin í litla sumarhúsið okkur á Bíldudal sl. sumar áttum við þar yndislegar stundir og gladdist ég sérstaklega yfír því hversu ánægð þau vora þessa daga. Ég minnist síðustu helgarinnar sem við hittumst, en það var örfá- um dögum áður en hún lést. Hún var svo jákvæð út í allt sem við hjónin voram að gera og gladdist fyrir okkar hönd. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína á ég eftir að sakna sérstak- lega allra þeirra stunda er við ræddum saman og skiptumst á skoðunum, því mörg heilræðin fékk ég hjá henni. Ég á líka eftir að sakna þess að geta ekki deilt með henni gleði og sorg, því á slík- um stundum reyndist hún mér vel. Að lokum vil ég þakka fyrir all- ar þær samverastundir sem við áttum og bið ég góðan Guð að veita tengdaföður mínum styrk í sorginni. Guð blessi minningu þína. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga glaða stund. Um konu sem átti gott og göfugt hjarta, sem gengið hefur nú á Guðs sins fund. (E.V.) Þín tengdadóttir, Unnur. Haustið er komið með allri sinni litadýrð og vetur er í nánd. Það er einnig haust í hugum okkar, sem í dag kveðjum Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur eða hann Gunnu eins og hún var köiluð. Ég var stödd í Englandi þegar mér var tilkynnt um andlát svil- konu minnar. Um stund fannst mér sem þetta væri draumur, það gat ekki verið að hún Gunna væri dáin. En Guð spyr ekki um tíma, stað né stund. Gunnu kynntist ég fyrir rúmum þijátíu áram, er ég kom inn í þessa fjölskyldu. Strax í upphafi myndaðist náið samband okkar í milli, því við voram ekki bara gift- ar bræðrum, við vorum einnig skyldar, báðar komnar út af séra Hjörleifí Guttormssyni á Skinna- stað í Axarfirði, Gunna í föðurætt sína, en ég í móðurætt. Margar minningar koma upp í hugann á þessari stundu. Heimili Gunnu og Didda bar þess vott að þar fóru sérstök snyrtimenni. Þau vora mjög samhent um hag heimil- isins. Hún lifði fyrst og fremst fyrir eiginmann sinn og synina tvo og síðar tengdadæturnar og bama- bömin fímm sem voru henni mjög kær, því hafa þau ekki bara misst ömmu sína, heldur einnig félaga og vin. Gunna var með afbrigðum myndarleg húsmóðir. Það var sama hvort það var í matargerð, sauma- skap, pijóni eða umhirðu blóma, það lék allt í höndum hennar. Hún fékk dugnað, hreinlyndi og tryggð í vöggugjöf. Þau Gunna og Diddi bjuggu í Bæjartúninu í tæp 30 ár í tvíbýli við Siggu systur Didda og Mar- geir. Á þetta nána sambýli bar aldrei skugga, og ber það glöggt vitni um hvað tengdafjölskylda okkar Gunnu er samhent og hefur alla tíð verið. Þá er samband þeirra bræðra Didda og Jóns alveg sér- stakt, ef annar ætlar að fram- kvæma eða gera eitthvað þá er það borið undir hinn. Mikill samgangur hefur alla tíð verið á milli heimila fjölskyldnanna hér í Ólafsvík. Meðan tengdafor- eldrar okkar Gunnu, þau Vilborg og Eggert heitinn, bjuggu í Braut- arholtinu var það samkomustaður fjölskyldunnar. Þar vora ætíð jóla- boð þar sem allir mættu. Eftir að þau fluttu á dvalarheimilið Jaðar keyptu Gunna og Diddi húsið í Brautarholtinu og áfram var þetta hús allrar fjölskyldunnar, því Gunna hélt þeim sið að hafa jóla- boð fyrir okkur öll. Elsku Gunna, það er erfítt að trúa því að þú sért horfín frá okk- ur, en ég veit að þú færð góðar móttökur í nýjum heimkynnum. Elsku Diddi, Gummi, Addi og fjölskylda, ég bið algóðan Guð að vera með ykkur og milda sorgina sem getur verið svo sár. Sagt er að tíminn lækni öll sár með Guðs hjálp, og víst er að fagrar minning- ar um elskulega eiginkonu, móður og ömmu hjálpa ykkur að takast á við sorgina. Við Jón sendum öllum ástvinum Gunnu innilegar samúðarkveðjur. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín aila daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast alla daga þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning þín. Gréta. Kveðja frá skólasystrum á Laugalandi veturinn 1957-8 Kveð ég þig mín kæra vina kossi með og handabandi. Alltaf skal ég eftir muna verunni okkar á Laugalandi. Þessi gamla vísa, sem var skrif- uð í margar minningabækur okk- ar, kom upp í hugann þegar við fréttum um skyndilegt andlát skólasystur okkar, Guðrúnar Sig- ríðar Guðmundsdóttur. Á þessu hausti era 40 ár liðin frá því að við, 39 ungar stúlkur, hófum nám við húsmæðraskólann á Lauga- landi og áttum allt lífið framundan. Gunna Sigga er önnur skóla- systirin úr þessum hópi, sem kveð- ur þennan heim. Fyrir nokkram árum lést Inga Svavars, einnig allt of fljótt. Næsta vor er fyrirhuguð Par- ísarferð til að halda upp á 40 ára útskriftarafmælið. Við vitum að Gunna Sigga hlakkaði mikið til þessarar ferðar og nú er erfítt að sætta sig við þá tilhugsun að henn- ar sæti verður autt. En hún verður með okkur í huga og hjarta. Gunna Sigga kom frá Lóni í Kelduhverfí, miklu myndarheimili. Hún bar það með sér, var þrosk- uð, og miðlaði okkur óspart af reynslu sinni. Við minnumst Gunnu Siggu sem góðs félaga sem var alltaf glöð og í góðu skapi. Við sendum eiginmanni hennar og fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.