Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 47 AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Reykjavíkurborg efli atvinnulífið ÞAÐ ER vart lengur deilt um það í stjórn- málum að bætt lífskjör almennings byggjast á velgengni fyrirtækj- anna og þar með hæfni þeirra til að greiða góð laun. Velgengni fyrir- tækjanna ræðst af samkeppnishæfni þeirra sem aftur bygg- ist á hæfileikum stjóm- enda, dugnaði starfs- fólks og starfsum- hverfi. í umræðum um starfsskilyrði atvinnu- lífsins beina menn yfir- leitt sjónum sínum að ríkisvaldinu enda fer það með vald til skattlagn- ingar og lagasetningar almennt. Það gleymist hins vegar oft að sveitar- stjórnir geta á ýmsan hátt haft áhrif á starfsumhverfið. Þannig leggja sveitarfélög ýmiss konar skatta og gjöld á fyrirtæki, setja ýmiss konar reglur, viðhafa eftirlit og veita stoð- þjónustu. í þessu efni er mikilvægt að sveitarstjórnir hafi hagsmuni at- vinnulífsins í huga þegar reglur em settar. Minni álögur Á atvinnulífið eru lagðir bæði fasteignaskattar og sérstakur skatt- ur á verslunar- og skrifstofuhús- næði. Hinn síðarnefnda er að vísu verið að þrepa niður á næstu ámm, en engu að síður er hann til staðar. Við ákvörðun þessara gjalda hefur hvert sveitarfélag svigrúm til að ákveða gjaldstig og sum sveitarfélög innheimta t.a.m. engan skatt á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði. Sveitarfélög hafa ýmiss konar eftirlit með starfsemi atvinnufyrir- tækja, s.s. byggingareftirlit, eld- varnareftirlit og heilbrigðiseftirlit. Fyrir eftirlitið em í ýmsum tilvikum inn- heimt eftirlitsgjöld. Þessi gjöld eiga aldrei að vera hærri en sem svarar kostnaði af um- fangi eðlilegs og nauð- synlegs eftirlits. Til að atvinnulífið geti starfað á sem hag- kvæmastan hátt verða stjómvöld, hvort heldur á sviði ríkis eða sveitar- stjórna, að gæta þess að kæfa það ekki í flóknum eftirlitsreglum. Reglur eiga að vera sem fæstar og einfaldastar. Aukin verðmætasköpun Ýmis fleiri atriði mætti tína til þar sem sveitarstjórnir geta lagað sig að atvinnulífinu og sýnt því skiln- ing. Af nógu er að taka en það sem Borgarstjórn mótar starfsumhverfí atvinnu- fyrirtækja, segir Kjartan Magnússon, og miklu skiptir að sveitarstj órnarmenn hafí jákvæð viðhorf til atvinnulífsins. mestu skiptir er að sveitarstjórnar- menn hafi skilning og jákvætt við- horf til þess að auka svigrúm at- vinnulífsins til að auka verðmæta- sköpun í þjóðfélaginu. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Kjartan Magnússon BOURJOIS -- P A R I S - Kynn Gréta Boda, Ií o i*í) ti n a r m eistari kynnir haust- og vetrarlilina I í dag kl. 12-16. Nýir tímar - ný hugsun ÞEGAR komið var að máli við mig varð- andi prófkjör og ég hvött til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins, hugsaði ég strax, þetta verður skemmtilegt og mikil áskomn. Eg get komið góðu til leiðar fyrir íbúa Reykjavíkur, ekki er vanþörf á. Það má líkja mann- fólkinu í Reykjavík við plöntur af eðlisein- kennum þess. Sumir fæðast brotin strá, aðr- ir eru eins og strá sem svigna í vindi, síðan eru það sumarblóm, til að þau dafni vel þurfa þau sól og hæfilega vökv- un. Síðasta tegundin er kaktusar, ég tel mig tilheyra þeirri tegund. Mig langar að segja ykkur litla sanna sögu af kaktus. Ég leigði bróður mínum húsnæði einu sinni í 1 ‘A ár. Þegar við vorum að hjálpa honum að flytja út, leit ég bak við gluggatjöld, þá sá ég kaktus vel skrælnaðan og frekar lífvana. Ég æpti upp og spurði bróður minn hvað hann væri búinn að gera við kaktusinn, hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um hann. „Hvað heldur þú að ég sé að líta bak við gluggatjöld?" svaraði hann. Eins og sönnum sjálfstæðismanni sæmir og með trúna á lífið ákvað ég að bjarga kaktusinum. Nú tveimur árum sejnna lifir hann góðu lífi. Þetta líkinga- mál finnst mér eiga vel við um Sjálfstæðis- flokkinn, hann hugsar um alla og leyfir öllum að njóta sín, hvort sem þeir eru fæddir með silfurskeið í munni eða ekki. Fólk sem vill betj- ast fyrir flokkinn, fær að berjast. Nú vil ég venda mínu kvæði í kross. Ég vil reka borgina alveg eins og fyrirtæki. Ég vil breyta borginni og hug- arfari fólksins. Hættum að væla og verum held- ur skynsöm. Það vantar peninga í rekstur borgarinnar. Þá þarf að afla þeirra. Þeir fiska ekki sem róa ekki. Sj álfstæðisflokkurinn hugsar um alla, segir Halldóra M. Stein- grímsdóttir, og leyfír öllum að njóta sín. Það þarf að kenna bömunum og unglingum mikilvægi þess að velja íslenskt. Það þarf að kaupa tölvur í skólana og leggja áherslu á tölvuá- huga unga fólksins, þannig að síðar meir vaxi úr grasi fólk með þekk-^U ingu á hugviti. Þannig emm við búin að bæta við annarri gjaldeyris- skapandi stétt manna. Borgin ætti að gera plön til minnst 10 ára um að fá vel efnaða ferðamenn til að koma hingað í skemmti- og verslun- arferðir. Það þarf að gera með mark- aðssetningu erlendis. Reykvíkingar fylgjast einna best með öllum tísku- straumum, þannig myndi ég vilja markaðssetja borgina. íslenskir hönnuðir gera æ glæsilegri og glæsi- legri flíkur úr íslensku ullinni, gæm, selskinni og fiskroði. í þessari litlu borg er alltof mikið af embættis- mönnum sem em of frek peningaút- gjöld. Arðunn sem af þessu hlytist er hægt að nýta á ótal vegu, hækka laun kennara, búa betur að öldmð- um og gefa þeim sanna lífsgleði, fötluðum og þeim sem minna mega sín. Sem Grafarvogsbúi til 5 ára veit ég af eigin reynslu hvað má betur fara þar varðandi umferðar- hnúta. í ofanálag væri hægt að skapa fallegt mannlíf í Reykjavík með því að hlúa að hveijum einstaklingi með andlegri næringu með því að inn- prenta og rækta jákvætt hugarfar til lífsins. Ef til vill er auðveldasta leiðin til þess að benda fólki á a&r» allt það besta í lífinu er ókeypis og er ef til vill á næsta strái. Höfundur er snyrtifræðingvr og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins íReykjavík. Halldóra M. Steingrímsdóttir Gæði og verð i fyrinúmi Sími 897 5523 Sölusýning á handhnýttum austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni C Laugardaginn 18. okt. kl. 12-19 Sunnudaginn 19. okt. kl. 12-19 Mánudaginn 20. okt. kl. 14-19 Verðdæmi: Pak. Bochara ca. 123 x 170 Afghan Balutch (bænamottur) 123 x 170 Hamadan Iran 203 x 125 Kína Svart 137 x 198 HÓTEL REYKJAVIK SIGTÚNI 29.800 7.900 29.800 48.900 ? V- Ásamt mörgum öðrum frábærum tilboðum - sjón er sögu ríkari! (einnig eru til sölu ýmsir antikmunir, sem eftir voru á síðustu sýningu okkar á stórlækkuðu verði) (E) ^ BADGKCIDSIUR 30-50% UNÐIR MARKAÐSVERDI - ALLTAF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.