Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PROFKJOR R-listinn pínir fólk og fyrirtæki ÞAÐ ER einkum tvennt sem hinn ósam- stæði hópur vinstri manna sem myndar R- listann hefur náð sam- stöðu um í borgarstjóm Reykjavíkur á þessu kjörtímabiii. Annað er hækkun skatta og gjalda á borgarbúa, hitt er að reyna að tryggja áframhaldandi völd sjálfs sín og þar með vinstri flokkanna fjög- urra, sem mynda R-lista klíkuna. Mikil orka hef- ur farið í það hjá for- ystumönnum vinstri flokkanna að breiða yfir ágreining í ýmsum málum. Hámarki náði sjónarspilið þegar borgarstjórinn þurfti að liggja undir feldi vikum sam- an til þess að sætta sjónarmið þeirra um hvemig standa skyldi að vali frambjóðenda á R-listann fyrir næstu kosningar. Eins og vænta mátti varð niðurstaðan sú að flokkamir ijórir treystu völd sín, komu sér upp „kvóta- kerfi“, en stuðningsmönnum R-listans sem telja sig vera utan stjómmála- flokka var kastað fyrir borð. Er aug- ljóst að þeir munu ekki eiga einn ein- asta fulltrúa í „öruggu sæti“ við kom- andi kosningar. Glórulaus gjaldtaka Þegar fjallað er um skattlagningu og gjaldtöku R-listans í Reykjavík er af mörgu að taka. Dæmi um afar óréttlátan skatt vinstri flokkanna er svonefnt holræsagjald, sem er nýtt gjald sem lagt er á þá borgarbúa sem búa í eigin íbúð. Þetta kemur illa við alla, ekki síst lágtekjufólk og bama- fjölskyldur, að ekki sé talað um aldr- aða, sem búa enn i rúmgóðu hús- næði, en hafa litlar tekjur. Virðist vinstri flokkunum vera sérstaklega annt um að leggja stein í götu þeirra og torvelda þeim að lifa mannsæm- andi lífi. Fleiri dæmi um skatta- og gjaldahækkanir má nefna, af nógu er að taka: Heitt og kalt vatn hefur hækkað, rafmagn, gatnagerðargjöld, dagvistargjöld, strætisvagnafar- gjöld, bílastæðagjöld, aðgangur að sundstöðum og þjónusta við aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst sig andvígan þessum hækkunum og heitið að færa gjaldtöku og skatta til fyrra horfs eftir næstu kosningar. Skattpíning borgarfyrirtækja Borgaryfirvöld krefja fyrirtæki borgarinnar um skatt til borgarsjóðs, svonefnt afgjald. Hefur það sætt gagnrýni, enda upphæðin hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og náð áður óþekktu Jóna Gróa hámarki undir forystu Sigurðardóttir R-listans. Einkum hefur sú háa upphæð sem Rafmagnsveitu Reykjavíkur er gert að greiða verið gagnrýnd, en fjárhæð- in er í engu samræmi við rekstraraf- komu fyrirtækisins. Hefur borgar- stjóri, af alkunnri skynsemi, ráðlagt fýrirtækinu að taka lán til að standa undir greiðslunum! Á þessu kjörtímabili hefur Raf- Borgarbúar eiga að njóta góðs gengis borg- arfyrirtækja, segir Jóna Gróa Sigurðardóttir, í stað þess að skattleggja þau í borgarsjóð. magnsveitunni verið gert að greiða 480 til 600 milljónir króna í skatt til borgarinnar, sem er miklu hærri upphæð en rekstarhagnaður fyrir- tækisins nemur, en hann hefur verið á milli 280 og 360 milljónir á tímabil- inu. í stað þess að þrautpína borgarfyr- irtækin og neyða þau til að ganga á eigið fé sitt, væri nær að borgaryf- irvöld leyfðu viðskiptavinum fyrir- tækjanna að njóta góðs gengis þeirra. Þess vegna ætti að lækka gjaldskrána og láta eigendur fyrir- tækjanna, borgarbúa, njóta ávaxt- anna með beinum hætti. Höfundur er borgarfulltrúi. Borgarmálin - ekki bara steinsteypa o g viðhald heldur heilsa o g hamingja HEILSA okkar er það dýrmætasta sem við eigum og mikilvægt er að byggja upp heil- brigt líf strax í æsku. Líkamlegu heilbrigði kann að vera ógnað, ef við vanrækjum að smíða þann ramma í umhverfinu sem styður góðar venjur og góða lifnaðarhætti. Það er staðreynd að aukin kyrrseta er að verða að heilbrigðis- vandamáli í þjóðfélagi okkar. Þá er ekki að- eins átt við fullorðna, heldur einnig börn og unglinga. Þáttur tölva og sjónvarps stækkar hratt og óumflýjanlega í lífi okkar og því miður eru ennþá of fáir sem gefa sér tíma á annasöm- um degi til að stunda hreyfingu af einhveiju tagi. Þó að viljinn sé vissu- lega fyrir hendi hjá mörgum og góð áform uppi um breytingu á lífsstíl er staðreyndin sú að u.þ.b. 70% ís- lendinga gefa sér ekki tíma til að hreyfa sig. Borgaryfirvöld geta vissulega stuðlað að úrbótum í þessum efnum á marga vegu. Nú eru grunnskól- amir reknir af sveitarfélögunum og opnast þá nýir möguleikar og ný tækifæri sem ekki mega glatast. Forvarnarstarf er mjög mikilvægt til að byggja upp heilbrigði fólks í borginni. Með því að efla fræðslu í skólum og leikskólum, ölum við upp einstaklinga sem eru meðvitaðir um Ágústa Johnson mikilvægi þjálfunar og skynsamlegs fæðuvals. Þannig geta bömin lært frá upphafi að hreyfing er sjálfsagður hlutur í lífinu og jafn mikilvægt að hreyfa sig daglega eins og að bursta tennurnar og sofa. Fyrir nokkmm áram kom upp umræða um að setja upp vatnshana í öllum skólum borgar- innar. Ekkert hefur spurst til þeirra enn. Gosdrykkjaneysla bama og unglinga er tvímælalaust orðin mik- ið áhyggjuefni. Mikil sykumeysla og auknar tannskemmdir bama, sam- hliða minni neyslu á öðram hollari drykkjum s.s. mjólk og vatni era nægar ástæður til að sporna við þessari þróun með markvissum vinnubrögðum í skólakerfinu. Það leikur enginn vafi á því að með því að koma slíkum drykkjar- brannum upp í skólunum væri stig- ið stórt skref í átt til þess að bæta heilsu bama og unglinga. Öll erum við vanaföst og ef við kennum börn- unum strax á unga aldri að fá sér sopa af vatni við þorsta í stað sykr- aðra drykkja sköpum við hollar venj- ur og þarf ekki að tíunda frekar gildi þessa fyrir heilsuna. Skattar R-listans Borgin verður að byggja upp markvissa áætlun til að bæta heilsu R-listinn hefur unnið gegn fjölskyldunni, segir Ágústa Johnson, og sjálfstæðismenn munu sporna við því hið snarasta er þeir endurheimta borgina. borgarbúa, skapa heilsusamlegt umhverfi og hlúa að fjölskyldunni. Skattahækkun R-listans hefur kom- ið verulega við pyngjuna hjá Reyk- víkingum og til að mæta þeirri hækkun verður fólk að vinna meira og þar með er minna um frítíma sem bitnar á samverastundum fjölskyld- unnar. R-listinn hefur unnið gegn fjölskyldunni og því viljum við sjálf- stæðismenn sporna við hið snarasta er við endurheimtum borgina. Ég bið um brautargengi reyk- vískra sjálfstæðismanna til að taka þátt í þessu starfi. Við munum efla heilbrigt líf í borginni, bæta umhverfið, andrúms- loftið og stuðla að því að fjölskyldur og einstaklingar geti notið frístunda sinna til annars en að vinna fyrir sköttum R-listans. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hvernig skóla vilt þú? í GRUNNSKÓLANUM gefst tækifæri til að veita bömum mikil- vægt veganesti út í lífið. Þar er lagður grannur að íslensku samfé- lagi framtíðarinnar og því er mikil- vægt að huga vel að því hvað það PDRjETtíto HjAKÍAVERJlDAlOJ/ HJARTA E R GULLI BETRA ^vinnincuR^ MMC Pajero Að verðmæti 3.290.000 ^PtdnnincuR^ Golt GL 1.6 Að verðmæti 1.526.000 Glæsibifreiðar Ævintýraferðir Tölvupaktcar Hægt er að greiða heimsenda miða með greiðslukorti í síma 581 3947. Sendum miða hvert á iand sem er. Miðaverð kr. 700 , 0/ÍE6/Ö f KV'ÖLO -/jvmnmcuR ■^TvinnineuR 3 ævintýraferðir með Úrvali-Útsýn Hver að verðmæti 500.000 @m—j££}Mv\nninc\iK_ 20 ferðavinningar með Úrvali-Útsýn eða tölvupakkar frá Nýherja Hver að verðmæti 300.000 SFAiUSJÓÐUR NÝHERJI OG NAGRENNÍS Svanhildur Hólm Valsdóttir er sem við viljum að verði einkenni þess samfélags. Sjálfstætt, vel menntað fólk, sem hefur til að bera kjark til að hafa frumkvæði að ýmsum efnum, er auður sem ástæða er til að hlúa að. Þegar eitthvað fer úrskeiðis í þjóðfélaginu beinast augu fólks að skólan- um, og tilhneiging er til að varpa ábyrgðinni yfir á hann, hvort sem tök eru á því fyrir kennara að takast á við þau vandamál sem steðja að, eða ekki. Það er því ljóst að flestir eru sammála um mikilvægi skólans í þjóðfélag- inu, en eitthvað virðist vanta upp á viljann til að gera honum kleift að koma til móts við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Hlutverk skólans er ekki einung- is að miðla þekkingu heldur einnig að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, og móta með þeim heilbrigð viðhorf; til menntun- ar og samfélagsins. Grunnskólinn er ekki geymslustaður fyrir börn, unglinga og fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu fyrir lág laun. Þekkingin sem þar er miðlað, er mikilvægur liður í menntun þjóð- arinnar, en ekki síður er heilbrigt viðhorf til mennta og menntakerfis- ins veganesti sem verður að veita ^ydaga viku^ -kjarni mílvins! nemendum. Það vega- nesti fæst ekki, þegar verkföll vegna bágra kjara verða fastur liður í námsskránni, þegar kennarar njóta ekki þeirrar virðingar vinnuveitanda síns sem þeim ber; þegar skólinn er ekki lengur fastur punktur í tilveru barna. Það er ljóst að breyt- inga er þörf, og þótt fáir hafi átt von á bylt- ingu, bundu margir, og þar á meðal kennarar, vonir við yfirfærslu grunnskólans til sveit- arfélaga. Kannski ekki að ástæðulausu, í það minnsta í Reykjavík, þar sem þess hafði verið vænst að stærsta sveitarfélag Það er ljóst að breytinga er þörf, segir Svanhild- ur Hólm Valsdóttir, þótt fáir hafí átt von á byltingu. landsins yrði framkvöðull breyt- inga, til að bæta hag þeirra sem í skólunum starfa; nemenda og kenn- ara. Þegar þetta er skrifað gengur hvorki né rekur í samningaviðræð- um kennara og að mati Ingibjargar Sólrúnar er það sök ríkisins, þar sem það hafi gert of vel við fram- haldsskólakennara í þeirra kjara- samningi. Getur ekki verið að Ingi- björg þurfi að endurskoða afstöðu sína gagnvart grunnskólanum og kennurum hans, og Reykvíkingar afstöðu sína gagnvart borgarstjóra? Höfundur er nemi og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.